Morgunblaðið - 06.02.1980, Side 25

Morgunblaðið - 06.02.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 25 fclk í fréttum + Þessi mynd gœti heitið Lifsgleði og Coca Coia. — fcn hér er annars á ferðinni fréttamynd frá lokum kappaksturskeppninnar „Brazilía Grand Prix“ sem fram fór í Sao Paulo fyrir skömmu. — Fremstur á myndinni er sigurvegarinn, franski ökuþórinn Rene Arnoux, ásamt fallegri coca-cola stúlku. — Að baki hans eru þeir sem fylgdu eftir fast á hæla hans í kappakstrinum. Ástralíumaðurinn Alan Jones og Italinn Elio de Angelis (til h.). í Vati- kaninu + Á venjulegum móttökudegi Jóhannesar Páls páfa annars, í Vatikaninu fyrir skemmstu, var meðal þeirra sem hann veitti áheyrn, ung sirkus-sýningar- dama, sem vildi endilega hafa dálitla sýningu páfanum til heiðurs. — Hann situr í stólnum og horfir á sirkusdömuna, Darix Togni, sýna kúnstir sínar.— Tító á gjörgæzlu- deild + Þessi mynd var tekin í sjúkrastofu Josip Broz Titos forseta Júgóslavíu á gjörgæzludeild í Ljubljana-sjúkrahús- inu Þeir sem komnir eru til að heimsækja forsetann eftir hinum miklu aðgerð, er vinstri fótur hans var að mestu tekinn, eru tveir af frammámönnum kommúnistaflokks Júgóslavíu, Lazar Kolisevski og Stevan Doroniski. Ibúar við Hraun- bæ 2.723 en 1 íbúi við Austurstræti ÍBÚATALA hinna ýmsu gatna i Reykjavík er mjög mismunandi eða allt frá einum upp í nærri þrjú þúsund. Langfjölmennasta gatan er Hraunbær, en við hana búa 2.723 ibúar, næst i röðinni er Kleppsvegur með 1.757 ibúa. Þriðja fjölmennasta gatan er Vesturberg með 1.562 ibúa, í fjórða sæti er Háaleitisbraut með 1.490 íbúa og sú fimmta er Langholtsvegur með 1.010 ibúa. Fast á eftir þessum götum fylgja Álfheimar með 923 íbúa_og Álftamýri með 906 íbúa. Síðan eru nokkrar götur með 6—7 hundruð íbúa svo sem Bólstaðarhlíð með 741 íbúa, Engjasel með 641, 603 búa við Flúðasel og Hátún, 755 við Hringbraut, 751 við Hvassaleiti, 646 við Laugarnesveg, 748 við Safamýri, 610 við Sólheima og 701 við Rauðalæk. Þá má nefna nokkrar götur þar sem aðeins er skráður einn íbúi m.a.: Austurstræti, Dugguvogur, Funahöfði, Laugamýrarblettur, Pósthússtræti og Stekkjarbakki. Sýningin Listiðn íslenskra kvenna SÝNINGIN Listiðn íslenzkra kvenna er nú i undirbúningi og miðar vel áfram. Margar lista- konur munu sýna verk sín en sýningin verður opin 16.—24. febrúar á Kjarvalsstöðum. Reynt verður að gera sýning- una sem mest lifandi, til dæmis með þvi að sýna vinnubrögð fyrri tima sem og nútima vinnu- brögð. Konur munu sitja og spinna á rokk og snældu og knipplingakona sýnir. » Ymis skemmtiatriði verða á boðstólum, svo sem einsöngur Ólafar Harðardóttur, Hamra- hlíðarkórinn syngur, Þjóðdansa- félag Reykjavíkur sýnir þjóð- dansa og tízkusýningar verða undir stjórn Unnar Arngríms- dóttur. Gunnar Bjarnason hönn- Kuldaskór Loðfóöruö dömu-, herra- og barnaleöur- kuldastígvél aftur fáan- leg. VE RZLUNIN GEYSiB" UAStMINN ER: 22480 kií JHvroiuthbibíh uður setur sýninguna upp. Mats- nefnd frá félaginu Listiðn hefur valið sýningarmuni. (Frétt (rá Bandalagi kvenna). WIKA Allar stæörir og geröir. SdtuBflaaiigKyir JJÍ9(n)@@®(ra <St (S® Vesturgötu 16,sími 13280. SÍKfí Hitamælar @ÖM(Hlaiíy®y(r Vesturgötu 'I 6, simi 13280

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.