Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980
Waida
Án deyfingar: Pólland 1978.
Stúlkurnar frá Wilko: Pól-
land 1979.
Áður hefur verið minnst
nokkuð á Marmaramann-
inn eftir Wajda og myndin,
sem hann gerir strax á eftir,
Án deyfingar, fjallar ekki
um ósvipað efni, þó með
öðrum hætti sé. Wajda tek-
ur hér fyrir þekktan sjón-
varpsfréttamann, sem hefur
sérhæft sig í málefnum
þriðja heimsins og ferðast
mikið í þessu skyni. Hann er
því sjaldan heima, en þar
eftir SIGURÐ
SVERRIPÁLSSON
gerast ýmsir atburðir bæði
meðal hans nánustu og í
pólsku þjóðlífi, sem hann
getur hvorki skilið né metið
rétt. Eiginkona hans hleyp-
ur frá honum til annars
manns, en^sá maður er um
leið talsmaður nýrra hug-
mynda, t.d. í bókmenntum
og verður höfuðandstæðing-
ur fréttamannsins og hinna
stöðnuðu hugmynda hans.
Jafnframt þessu er eins og
kippt sé í spotta í öllu
kerfinu, hér og hvar, þannig
að smám saman er starfs-
möguleikum fréttamanns-
ins lokað. Wajda dregur í
lokin upp óhuggulega mynd
af skilnaðardómstóli, þar
sem lögfræðingur eiginkon-
unnar dregur fram hvert
vitnið af öðru, sem vísvit-
andi er látið bera ljúgvitni
gegn fréttamanninum.
(„Hvernig ætlar þú að
sanna það, sem ekki er
satt,“ spyr hann lögfræðing-
inn fyrr í myndinni, um leið
og hann neitar að gefa eftir
skilnað. „Sannanir eru ekk-
ert vandamál,“ er svarið).
Stúlkurnar frá Wilko er
persónulegri og ristir dýpra
í mannlýsingu en fyrri
myndir Wajda, er róm-
antískari og nær laus við
pólitíska ádeilu. Hér segir
frá manni á fertugsaldri,
sem snýr til baka til æsku-
stöðva sinna og hittir þá
aftur fimm systur, sem
hann hafði kynnst fimmtán
árum áður. Það kemur í
ljós, að sú sem Viktor hafði
verið hrifin af er dáin fyrir
alllöngu, hinar eru giftar
eða fráskildar mæður nema
sú yngsta, Tunia, sem líkist
hinni dánu systur og verður
líkt og hún, hrifin af Viktor
og biður hann um að giftast
sér. Viktor gerir sér hins
vegar enga grein fyrir því,
hvaða áhrif hann hefur á
stúlkurnar, sem innst inni
eru allar hrifnar af honum.
Hann daðrar við þær allar
jafnt og yfirgefur þær að
lokum án þess að taka
ákvörðun — líkt og hann
gerði fyrir 15 árum. í sam-
tölum kemur það fram, að
enginn geti gert sér grein
fyrir bestu augnablikum lífs
síns, fyrr en hann lítur yfir
farinn veg og getur vegið
þau og metið í fjarlægð.
Viktor er gefið annað tæki-
færi til að bæta fyrir fyrri
mistök, en jafnvel honum
sést yfir þetta augnablik.
Hann viðurkennir fyrir
móður sinni, þegar hann fer
í lokin, að hann hafi látið
fækifærin ganga sér úr
greipum áður, “en ekki í
þetta sinn“, segir hann.
Daniel Olbrychski fer með
hlutverk Viktors og Christ-
ine Pascal með hlutverk
Tunia.
Stúlkurnar írá Wilko
Jeanne Dielman
§§ K- -'i i
' dP
Nýjar myndir í
dag og á morgun
Gestur kvikmyndahátíð-
arinnar, belgíski leikstjór-
inn Chantal Akerman, kem-
ur til landsins í dag og
annað kvöld kl. 21 verður
hún viðstödd sýningu á
mynd sinni, Stefnumót
Önnu, frá árinu 1978, en
hér segir frá ungri stúlku
sem er kvikmyndaleikstjóri
og ferðalögum hennar, er
hún kynnir myndir sínar.
Líta má á þessa mynd sem
nokkurs konar sjálfsævi-
sögubrot. Önnur mynd eftir
Akerman, Jeanne Dielman,
verður sýnd á laugardag-
inn. í þessari mynd fjallar
Akerman um líf húsmóður,
ekkju, sem býr með hálf-
stálpuðum syni sínum, en
efnistökin eru ekkert
venjuleg. Akerman hafði
áður reynslu af gerð til-
raunakvikmynda (experi-
mental cinema) auk þess
sem hún telur sig náskylda
Kafka og þetta tvennt hef-
ur mikil áhrif á framsetn-
ingu þessa efnis, sem í
fljótu bragði virðist ósköp
hversdagslegt.
Af nýjum myndum á föstudag,
fyrir utan Jeanne Dielman, verð-
ur sýnd myndin Woyzek.
Woyzek (V-Þýskaland, 1979)
er nýjasta mynd Werners Her-
zog, gerð eftir samnefndu leik-
riti Georgs Biichners, sem sýnt
var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkr-
um árum. Hér segir frá fátækum
hermanni, sem þjóðfélagið fer
smánarlega með, ástkona hans
er honum ótrú og hann drepur
hana, eftir að hann þykist hafa
heyrt raddir úr jörðinni, sem
bjóða honum að gera svo. Klaus
Kinski, einn sérstæðasti leikari
Þjóðverja, og þó víðar væri
leitað, fer hér með hlutverk
Woyzek, en Herzog hefur unnið
allmikið með Kinski og segist
vera einn af fáum, sem geti ráðið
við hann.
Tvær nýjar myndir verða
sýndar á hátíðinni í dag.
Woyzek eftir Herzog
J.A. Martin ljósmyndari
(Kanada, 1977) er gerð af Jean
Beaudin og hefur myndin hlotið
nokkur verðlaun. Martin hefur
árlega farið í ljósmyndaleið-
angra í 15 ár og skilið eiginkon-
una og börnin eftir. Hjónaband-
ið er staðnað og eiginkonan
ákveður að fara með manni
sínum í næsta leiðangur. Ýmsir
atburðir gerast í ferð þeirra, sem
styrkja eða ógna hjónabandinu.
Gildi myndarinnar er fólgið í
því, að hér eru tekin til meðferð-
ar mannleg vandamál, samskipti
kynjanna, og þó að myndin
gerist um aldamótin höfðar hún
ekki síður til okkar í dag.
Eg fæddist, en ... (Japan,
1932) er gerð af japanska meist-
aranum Yasujiro Ozu og tekur
fyrir á gamansaman hátt þjóð-
skipulag og hefð, sem börnin sjá
með öðrum augum en fullorðnir.
Ég fæddist, en... eftir Ozu