Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 19 Þessi hestur, Ginger, íéll ofan í gamlan brunn sem nokkrar spýtur voru yfir í Madera, Kaliforníu og eigandinn, W. A. Gray, fann hann ekki fyrr en einum og hálfum degi síðar. Gray sagði að Ginger væri rólyndur hestur og það hefði bjargað lífi hans. Hér er unnið við að lyfta hestinum upp úr brunninum. Vinstrimönnum í Salvador sleppt San Salvador. El Salvador, 6. febrúar. AP. HÆGRISINNADIR hryðjuverkamenn rændu þremur kommúnistaleið- togum í dag og hótuðu að drepa þá ef vinstrisinnar hörfuðu ekki úr spænska sendiráðinu sem þeir hafa lagt undir sig í kvöld, en slepptu þeim seinna og skiluðu gíslunum heilum á húfi án þess að gefa nokkra skýringu. Hægrimennirnir höfðu einnig hótað að brenna sendiráðið með vinstrisinnunum. Um 20 félagar úr hreyfingunni Alþýðu bandalag- ið 28. febrúar lögðu sendiráðið undir sig í gær án þess að mæta mótspyrnu og tóku spænska sendi- herrann og átta menn aðra í gíslingu. Krafa þeirra er sú að Spánn slíti stjórnmálasambandi við stjórn El Salvador og að fjórum félögum þeirra verði sleppt úr haldi. Annar vinstri foringi var skot- inn til bana með vélbyssu á heimili sínu í gærkvöldi og um 100 róttækir skólanemendur halda enn í gíslingu Eduardo Colindres menntamálaráðherra og hundruð- um annarra gísla í menntamála- ráðuneytinu. Þeir krefjast ókeypis skólagöngu. Kar po v f ær „skák-óskar" Barcelona, fi. (ebrúar. AP. ALÞJÓDASAMBAND skák- fréttaritara (IACHW) hefur veitt Anatoly Karpov frá Sovétríkjunum „Óskars- verðlaun" skáklistarinnar. Verðlaunin voru veitt eft- ir atkvæðagreiðslu 111 skákfréttaritara sambands- ins i 36 löndum. Karpov hlaut 1.218 stig og næstir honum voru landi hans Mikhail Tal með 1.203 stig og Viktor Korchnoi með 971 stig. Spænskt fyrirtæki stendur fyrir verðlaunaveitingunni sem nú fer fram í 13. sinn. Valið stóð á milli skákmanna sem tefldu minnst 24 skákir gegn stórmeisturum í fyrra. Lajos Portisch, Ungverja- landi, var í fjórða sæti með 863 stig, en síðan komu: 5. Garry Casparov, Sovétríkj- unum, 545. 6. Hubner, Vest- ur-Þýzkalandi og Tigran Petrosajn, Sovétríkjunum, 525 stig hvor. 8. Lev Polugej- evsky, Sovétríkjunum, 498. 9. Ulf Andersson, Svíþjóð, 390. 10. Bent Larsen, Danmörku, 376. Þeir sem áður hafa fengið „skák-óskarinn" eru: Larsen, 1965, Boris Spassky, Sov- étríkjunum, 1968 og 1969, Bobby Fischer, Bandaríkjun- um, 1970,1971 og 1972, Karp- ov 1973,1974,1975,1976,1977 og 1979 og Korchnoi 1978. Guðmundur Karlsson: Hvers vegna hef ur Egg- ert Haukdal ekki verið tekinn í þingf lokkinn? MORGUNBLAÐIÐ spurði Guð- mund Karlsson. þingmann Sjálfstæðisflokks úr Suður- landskjördæmi. hvers vegna Eggert Haukdal. kjörinn af L-lista í sama kjördæmi. hefði ekki enn verið tekinn inn í þingflokk sjálfstæðismanna. Guðmundur sagði mál þetta hafa verið rætt í þingflokki sjálfstæðismanna fljótlega eftir síðustu kosningar. Það hafi verið skoðun meirihluta þingmanna flokksins, þ.á m. sín og Steinþórs Gestssonar, að mál þetta snerti ekki sízt samtök sjálfstæðisfólks í Suðurlandskjördæmi og því væri eðlilegt að þau fjölluðu um málið áður en þingflokkurinn gerði endanlega upp hug sinn. Það hefði þegar verið rætt bæði í flokksfélögum og fulltrúaráðum og stefnt væri að aðalfundi kjördæmaráðs, þar sem línur myndu skýrast. Guðmundur sagði það enn- fremur sína skoðun og margra Guðmundur Karlsson annarra sjálfstæðismanna í Suð- urlandskjördæmi, að ljúka þyrfti þessum málum þann veg, að styrkti Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu til frambúðar, svo fyrirbyggt yrði skipt framboð aftur. Tryggja yrði að lög og leikreglur Sjálfstæðisflokks um undirbúning og ákvörðun fram- boða á vegum flokksins væru virt, annað hvort með prófkjör- um eða meirihlutaákvörðun kjördæmisráðs. Hvor leiðin sem. farin yrði, en þar um hefur kjördæmisráð ákvörðunarvald, þyrfti hún í framkvæmd að lúta lögum og reglum flokksins og verða hin sama í þessu kjördæmi sem öðrum. Þeir atburðir, sem nú eru að gerast í íslenzkum stjórnmálum, þ. á m. afstaða þingflokks og flokksráðs til yfirstandandi stjórnarmyndunar, kunna að hafa áhrif á framvindu þessa afmarkaða máls, sem hér er um spurt. En það eru samtök flokks- fólks heima í kjördæminu sem verða að leggja línurnar og það er von mín, að þrátt fyrir blikur á lofti þróist mál þann veg, að sjálfstæðisfólk í Suðurlands- kjördæmi megi standa saman í sterkri og órofa fylkingu í fram- tíðinni. Samtöl Stein- gríms við Geir MISSKILNINGUR hefur orðið milli blaðamanns Morgunblaðs- ins og Steingríms Hermannsson- ar formanns Framsóknarflokks- ins varðandi samtöl Steingríms og Geirs Hallgrímssonar, sem frá er skýrt í Mbl. í gær. Steingrímur kveðst hafa farið heim til Geirs 27. janúar sl. klukkan 14 og sagt mikinn áhuga framsóknarmanna á samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks, en Geir þá talið slíkt útilokað. Miðvikudaginn 30. janúar ræddi Steingrímur aftur við Geir og gerði honum þá grein fyrir hug- myndum Gunnars um stjórnar- myndun og nefndi einnig, að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi þar til samstarfs. Steingrímur kveðst enn hafa ítrekað þetta við Geir 1. febrúar, en þá hafi Geir talið líkurnar hafa stórversnað við það sem á undan væri gengið. Mbl. biðst afsökunar á þessum misskilningi. Stefán frá Kagaðarhóli: Enn er unnt að ná samkomulagi ,MÍN afstaða á miðstjórnar- fundinum mótaðist af því að reynt yrði til þrautar allar leiðir til sátta," sagði Stefán Jónsson frá Kagaðarhóli, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra, en hann var einn þriggja mið- stjórnarmanna, sem sat hjá, er hörmuð voru vinnubrögð Gunnars Thoroddsen við stjórnarmyndunina. „í þeirri stöðu, sem nú ev upp komin, duga engin stóryrði eða ásak- anir, heldur er höfuðnauðsyn fyrir Sjálfstæðisflokkinn að forysta hans og þingflokkur sýni samkomulagsvilja og gangi inn í stjórnarmyndun- arviðræður. Á þann hátt gæti flokkurinn náð einingu um málefnalega afstöðu til þátt- töku í ríkisstjórn." „Slík ábyrg afstaða til að koma á fót ríkisstjórn, er njóti meirihluta Alþingis, er þjóð- inni nú nauðsyn vegna þeirra miklu vandamála í þjóðar- búskapnum, sem hafa hlaðizt upp á síðasta ári. Ég tel enn, að tími sé til að samræma sjónarmið sjálfstæðismanna um stjórnarþátttöku, sé af sanngirni beitt viturleika og ítrasta samkomulagsvilja. A þessu stigi vil ég ekki segja meira um það, því að málið er á viðkvæmu stigi, en verði ekki skynsamlega á málum haldið og af hófsemi, þá hef ég ekki sagt mitt síðasta orð um þessi efni." Atriði úr kvikmyndinni „Veldi ástríðnanna" eftir Oshima. Kvikmynd eftir Oshima í FYRRA og hittifyrra tók Fjala- kötturinn upp á þeirri nýbreytni að bjóða þeim sem ekki eru meðlimir í Fjalakettinum upp á svokölluð kynningarskírteini sem gilda á fjórar myndir. Nú verður einnig boðið upp á þessi skírteini og verður byrjað á myndinni „Veldi ástríðnanna" eftir Nagisa Oshima. Hún verður sýnd í Tjarn- arbíói í kvöld, fimmtudag, kl. 21, á laugardaginn kl. 17 og á sunnudag- inn kl. 17, 19:30 og 22. Þetta er japönsk-frönsk mynd frá árinu 1978. Hún fjallar um tvo elskendur sem drepa eiginmann konunnar. En karlinn gengur aftur og angrar elskendurnar í leikjum sínum. Nagisa Oshima fékk leikstjóra- verðlaunin á Cannes '78 fyrir þessa mynd. Leikritið „Vals" eftir Jón Hjartarson sem fékk verðlaun í leikritasamkeppni Menningar- og fræðslusambands alþýðu hefur verið sýnt víða á vinnustöðum og hlotið góðar undirtektir. Myndin er frá sýningu leikritsins 1 Bæjarútgerð Reykjavíkur í »ær. Ljósm. RAX