Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakiö.
Loftið er
lævi blandið
Ymsir hafa haft viö orð á allra síðustu dögum, að
ríkisstjórn verði að mynda í landinu, sama hvernig og
hvað hún vill. Þetta lýsir vel þeirri óþolinmæði, sem brennur
á fólki vegna stjórnleysisins og öngþveitisins, sem ríkt hefur
síðan ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar sagði af sér sumarið
1978. Eftir það hefur stöðugt sigið meir á ógæfuhliðina og
engin samstaða náðst um efnahagslegt viðnám af neinu
tagi. Af þessum viðhorfum mótuðust fyrstu viðbrögðin við
stjórnarmyndunartilraunum Gunnars Thoroddsens, en eftir
því sem aðdragandi þeirra og vinnubrögð öll hafa skýrzt,
hefur almenningsálitið verið að snúast við. Nú gera sér
flestir grein fyrir, að slík stjórn, ef mynduð yrði, hlyti að
reynast illa og jafnvel enn verr en þær vinstri stjórnir
aðrar, sem þjóðin hefur orðið að þola frá stríðslokum. Fyrir
því liggja margar og gildar ástæður.
Ljóst er, að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens, ef úr
verður, byggist einvörðungu á löngun framsóknarmanna og
kommúnista til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Magnús
Magnússon félagsmálaráðherra segir, að sér finnist „ógæfu-
lega staðið að þessari stjórnarmyndun, þar sem tveir
flokkar hafa það markmið eitt að sprengja þriðja flokkinn
og þriðji aðilinn er að þessu til að ná fram persónulegum
hefndum". Það hefur líka borið á því, að ýmsir forystumenn
framsóknar og kommúnista, sem mest hafa að unnið, telja
þessi klækjabrögð sér lítt til sóma og óttast, að þau geti
spillt fyrir pólitískum frama sínum í framtíðinni.
Enginn vafi er á því, að þessir síðustu atburðir auka á
spennu í þjóðlífinu öllu og leiða til nýrra og hatrammari
átaka en áðúr, ef úr stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens
verður. Ljóst virðist,að stjórnarsáttmálinn verði hvorki fugl
né fiskur, enda ekki tekið á neinu með festu, heldur megi
búast við, að allt verði látið danka áfram. Stjórnarsamvinn-
an verður fljótt að nauðung, þar sem einn ráðherra verður
bandingi annars. Eins og ástandið er í þjóðfélaginu núna,
burftum við á öllu öðru að halda en slíkri sýndar ríkisstjórn.
A þessu eru menn óðum að átta sig. Af þeim sökum mætir
þessi stjórnarmyndun vaxandi gagnrýni og andstöðu, ekki
aðeins innan Sjálfstæðisflokksins, heldur einnig innan
Alþýðubandalags og Framsóknarflokks.
Rangt frá skýrt
Þeir Steingrímur Hermannsson og Lúðvík Jósepsson
reyna nú mjög að bera það út, að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi hafnað stjórnarmyndunarviðræðum við flokka þeirra.
Það er skiljanlegt með hliðsjón af því, að þeir vita upp á sig
skömmina og vilja þvo hendur sínar gagnvart flokkssystkin-
um sínum, sem hugnast ekki aðfarirnar. Sannleikurinn er
þvert á móti sá, að af hálfu Alþýðubandalagsins lá alltaf
fyrir, að trauðla gæti komið til samstarfs við Sjálfstæðis-
flokkinn nema í þjóðstjórn eða a.m.k. ekki fyrr en sá
möguleiki hefði verið kannaður til þrautar. Af þessum
sökum og vegna þess, að innan Sjálfstæðisflokksins var sem
endranær mikil andstaða líka gegn samvinnu við Framsókn-
arflokk og Alþýðubandalag þótti Geir Hallgrímssyni þessi
möguleiki til stjórnarmyndunar ekki líklegur, þótt hann
hafnaði honum aldrei. Og eftir þingflokksfund Sjálfstæðis-
flokksins föstudaginn 1. febrúar bauð hann til viðræðna
þessara þriggja flokka, en því var hafnað bæði af
Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Það liggur því fyrir,
að stjórnarmyndunarviðræðurnar við Gunnar Thoroddsen
voru teknar fram yfir þvílíkar viðræður við Sjálfstæðis-
flokkinn, enda vafasamt, að þær hefðu nokkurn tíma staðið
til boða af hálfu Alþýðubandalagsins.
ákvörðun um hver mynda
ætti ríkisstjórn og síðast
hverjir sætu í þeirri ríkis-
stjórn.
Hvaða þingmaður sem
er í Sjálfstæðisflokknum
hefði getað boðið hinum
flokkunum liðveizlu. —
Þetta var ekkert afrek hjá
Gunnari eins og sumir
virðast halda. Þeir hefðu
tekið hverjum sem var til
að kljúfa Sjálfstæðisflokk-
inn.
Gunnar Thoroddsen
gerði engar athugasemdir
í þingflokknum við vinnu-
Matthías Bjarnason:
þeir, sem verið hafa í
Sjálfstæðisflokknum, og
veita henni brautargengi.
Andstæðingarnir finna
það og vita að Gunnar
hefur brotið allar brýr að
baki sér og að hann er
búinn að yfirgefa sinn
flokk.
Þetta er raunalegur
endir á löngum stjórn-
málaferli Gunnars Thor-
oddsens, sem hann hóf
ungur að árum með glæsi-
brag. Hann var talinn
tryggur og öruggur tals-
maður lýðræðis, sem er
„Þeir hefðu tekið hverj-
um sem var til að kljúf a
Sjálfstæðisflokkinn“
„ÞETTA er raunalegur
endir á löngum stjórmála-
ferli Gunnars Thorodd-
sens, sem hann hóf ungur
að árum með glæsibrag,“
sagði Matthías Bjarnason
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins úr Vestfjarða-
kjördæmi, er MBl. spurði
hann álits á stjórnar-
myndunartilraunum
Gunnars.
„Við fréttum ekkert frá
þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins, sem standa í
þessum stjórnarmyndun-
arviðræðum um efni mál-
efnasamnings. Allar frétt-
ir sem við fáum koma frá
þingmönnum Framsókn-
arflokks og Alþýðubanda-
lags og skv. þeim finnst
mér vera nokkurt fram-
sóknarbragð af hlutun-
um.“
Matthías sagði einingu
hafa verið í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins um
viðræður við alla flokka og
að enginn flokkur yrði þar
útilokaður. „Við lögðum
aðaláherzluna á málefna-
lega samstöðu til lausnar
vandanum í þjóðfélaginu,
síðan kæmi að okkar mati
brögð Geirs Hallgríms-
sonar — hann sat hljóður'
á þingflokksfundum. Þing-
menn annarra flokka
tjáðu okkur hvað um var
að vera. Það var fyrst á
þingflokksfundi föstudag-
inn 1. febr. sl. sem hann
skýrði frá, að hann stæði í
óformlegum viðræðum við
fulltrúa annarra flokka,
síðan hefur hvorki heyrst
til hans né sést á þing-
flokksfundum né mið-
stjórnarfundum, og engar
afboðanir hafa borist frá
honum.
Fólk segir: „Þjóðin þarf
stjórn." Það er rétt. Hefði
Gunnar Thoroddsen sýnt
samstöðu, eins og aðrir
þingmenn og ekki staðið
að þessu væri búið að
mynda stjórn.
Verði þessi stjórn Gunn-
ars Thoroddsen mynduð,
sitjum við uppi með nýja
vinstri stjórn. Framsókn-
arflokkurinn fær aukin
áhrif og Gunnar og félagar
hans, sem ætla með hon-
um, eiga ekki annars úr-
kosta en að fara að vilja
hans. Sjálfstæðisflokkur-
inn á þarna engin ítök né
grundvöllur starfshátta
Sj álf stæðisf lokksins.
Starfshættir Gunnars nú
brjóta alfarið í bága við
þennan grundvöll. Ef
menn hlíta ekki lögum
flokksins í svo veigamiklu
máli hafa þeir brotið gegn
flokknum og gert að engu
vilja hans. Menn með slíkt
hugarfar eru alls ekki
ákjósanlegir í flokknum.“
Matthías sagði í lokin:
„Nú syrtir í álinn og ég er
bjartsýnn á að þegar al-
mennir talsmenn flokksins
og kjósendur hans hafa
fengið skýringar á mála-
vöxtum þá taki þeir hönd-
um saman og snúi vörn í
sókn gegn sundrungaröfl-
unum í órjúfandi sam-
starfi og hefji á ný með
meiri krafti en áður hug-
sjónir sjálfstæðis-
stefnunnar til vegs og
virðingar í íslenzku þjóð-
lífi. Trú mín er sú, að ekki
muni líða á löngu áður en
Sjálfstæðisflokkurinn
verði sem áður stærsta
aflið í stjórnmálum
íslands þar sem ríkir frið-
ur og eindrægni en þó
málefnaleg og heiðarleg
gagnrýni á hverjum tíma.“
Salóme Þorkelsdóttir:
Get ekki fellt mig við að
slíkt geti gerst
„ÉG FÆ þetta alls ekki til
að ganga upp,“ sagði Sal-
óme Þorkelsdóttir þing-
maður Sjálfstæðisflokks-
ins úr Reykjaneskjör-
dæmi, er Mbl. spurði hana
álits á stjórnarmyndun-
artilraunum Gunnars
Thoroddsen.
„Forystumenn Fram-
sóknarflokks og Alþýðu-
bandalags hafa ekki verið
til viðræðna við Sjálfstæð-
isflokkinn um neins konar
stjórnarmyndun. Hvers
vegna þeir hafa nú snúið
við blaði fæ ég alls ekki
botn í. Þessir flokkar eru
ríkisafskiptaflokkar og
stefna þeirra er í algjörri
andstöðu við okkar. Mál-
efnalega gengur þetta ekki
upp í mínum huga.
Varðandi stjórnarmynd-
unarviðræður formanns
okkar, Geirs Hall-
grímssonar, sem hann stóð
að með umboð þingflokks-
ins, án andmæla, kemur
nú í ljós, að á sama tíma er
á ferðinni eitthvað það á
bak við, sem virðist hafa
komið í veg fyrir hugsan-
Iega stjórnarmyndunar-
möguleika. Ég get ekki
fellt mig við að slíkt geti
gerst.
Menn hljóta að verða að
vinna af heilindum og
standa saman. Það kann
ekki góðri lukku að stýra,
þegar unnið er að sama
hlutnum á mörgum
stöðum í einu, án nokkurr-
ar samvinnu. Ég á nú þá
von heitasta, að samstaða
náist og að flokkurinn
klofni ekki.