Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980
13
stigu við aðgerðum Hunt-fjöl-
skyldunnar.
Bunker Hunt og einn bræðra
hans, Herbert Hunt, svöruðu
ásókn ríkisbáknsins þegar í stað
og keyptu sér 3 prósent hlut í
einu arðsamasta verðbréfa- og
kauphallarfyrirtæki í New York,
Bache-samsteypunni, fyrir að-
eins 1140 milljónir ísl. króna.
Auk þess sem H.L. Hunt
ávaxtaði arf sinn ríkulega tókst
honum að stofna til ótrúlega
flókinnar fjölskyldu.
H.L. Hunt lét eftir sig þrjá
erfingjahópa. Hin svokallaða
„fyrsta fjölskylda" eru sex eftir-
lifandi börn með fyrstu eigin-
konu hans Lydiu Bunker 'Hunt.
Fremstur í þeirra hópi er Nelson
Bunker, sem rekur viðskipti sín
að miklu leyti með yngri bróður
sínum William Herbert, er hefur
á sinni hendi olíuviðskipti fjöl-
skyldunnar. Auður „fyrstu fjöl-
skyldunnar“ kemur úr sjóðum,
sem H.L. stofnaði árið 1935.
Sjóðir þessir eiga meirihluta í
Placid-olíufélaginu, sem meðal
annarra eigna á olíulindir sem
metnar eru á 800 milljarða
króna.
„Önnur fjölskylda" saman-
stendur af annarri eiginkonu
H.L. Hunts, Ruth, og hennar
fjölskyldu. Frú Ruth Hunt, Ray
sonur hennar og tvær dætur
erfðu um 80 prósent í hinu
upphaflega Hunt-olíufélagi. Það
er gríðarstórt fyrirtæki, sem á
miklar fasteignir og eignir í
landbúnaði og er einkum stjórn-
að af Ray Hunt.
Árið 1978 kom á daginn, að til
var „þriðja fjölskyldan“. Kona
nokkur frá Shreveport í Louisi-
anafylki, Frania Tye að nafni,
gaf sig fram og kunngerði, að
hún hafði einnig verið gift ætt-
föðurnum.
Fyrsta fjölskylda, að kalla má
eign Nelsons Bunkers, hefur
tekið ástfóstri við kauphallar-
viðskipti. Í fleiri en eitt skipti
hefur þessi ást hennar á kaup-
hallarvörum valdið beinum
árekstrum við alríkisstjórnina.
Það er silfur, sem vakið hefur
athygli almennings á Nelson
Bunker Hunt undanfarna mán-
uði. Skráð viðskipti hans ná
aftur til ársins 1974, er hann
veitti viðtöku miklu magni af
silfri á 1308 krónur únsuna,
þegar gangverðið var 16000
krónur fyrir sama magn. Árið
1976 átti dótturfyrirtæki Hunts
20 milljón únsur af silfri, sem á
þeim tíma var metið á 2000
krónur fyrir únsu. Hunt áleit
það allt of lágt verð miðað við að
ársframleiðsla silfurs var aðeins
300 milljón únsur, en ársneyslan
500 milljónir og fór vaxandi
samfara auknum vinsældum
ljósmyndatöku svo og síauknum
fjölda tanna, sem þurfti að fylla
um allan heim.
Einokunaraðstaða
í vonbrigðum sínum hóf hann
að beita markvissum brögðum í
þeirri viðleitni að fá fram verð-
Nelson
Bunker Hunt
hækkun. Að lokum hækkaði silí-
ur í verði, að sjálfsögðu, fyrir
áhrif gullverðs og markaðsað-
gerðir Hunts jukust. Álitið er, að
silfureign hans nemi nú eitthvað
um 23 milljónum únsa, en það er
ekki síður mikilvægt, að hann er
sagður hafa í höndum meir en
4000 samninga um fyrirfram-
kaup á silfri. Þetta táknar í raun
og veru, að Bunker Hunt og
fáeinir meðeigendur í Austur-
löndum nær eiga meir en nóg af
málminum til að þrengja að
silfurmarkaðnum, ef þeim sýnist
svo.
Völd Hunts á þessum vett-
vangi hafa dregið að sér athygli
áðurnefndrar kauphallarnefnd-
ar í Washington, en henni hefur
tekist að rekja meginhluta verð-
hækkana á silfri að undanförnu
til Hunt-fjölskyldunnar með því
að yfirfara þúsundir kaupsamn-
inga hjá kaupamiðlurum um
gervöll Bandaríkin.
Þrátt fyrir takmarkanir reglu-
gerða, er engin vafi á, að hagn-
aðurinn hefur verið gífurlegur.
Sumir sérfræðingar giska á að
hann nemi meir en 400 milljörð-
um króna.
Hagsmunir „fyrstu fjölskyldu"
ná langt út fyrir silfur. Þeir
spanna olíu- og jarðgaslindir í
átta fylkjum, og milljónir ekra í
landbúnaðarhéruðum, þar á
meðal fjögur milljón ekrur í
Ástralíu einni. Hún á stærstu
sykurrófuakra í Bandaríkjunum,
2.5 milljón tonna kolanámur,
hinar 400 pizza-sölur í Shakey-
keðjunni, 1000 hreinræktaða
hesta, svo og fótboltaliðið í
Dallas, fótboltaliðið Kansas City
Chiefs og heimsmeistarakeppn-
ina í tennis.
En auk þess að vera meðal
ríkustu fjölskyldna í Bandaríkj-
unum er hún jafnframt ein sú
umdeildasta. Hún sýnir starfs-
fólki sínu fádæma tortryggni og
heldur ævinlega, að það sé að
sækjast eftir hlut í auðæfum
hennar.
Stj órnmálaskoðani r
fjölskyldumeðlima hafa einnig
vakið athygli. Bunker Hunt er í
stjórn hins hægri-sinnaða John
Birch Society, sem er þekkt fyrir
að vera í röð við Gyðinga,
frjálslynda (þar á meðal Rocke-
fellerfjölskylduna), og blökku-
menn.
Gierek: andvökunætur.
istaflokknum og enginn þeirra
er þekktur andófsmaður.
Hópurinn kallar sig
„Reynsla og framtíðin" og
hittist fyrst fyrir ári síðan
með blessun flokksforystunn-
ar. Skýrslan var send Gierek
þrátt fyrir, að hún var ekki vel
séð af yfirvöldum. Eintak
komst í hendur andófsmanna,
sem birtu hana í málgagni
sínu.
í skýrslunni er veikasti
blettur pólska stjórnmálakerf-
isins ræddur: Það er engin
lögleg leið til að skipta um
ríkisstjórn og enginn vegur
fyrir almenna borgara að hafa
áhrif á stjórnmál. í skýrslunni
segir, að þetta hafi sannfært
almenning um, að „róttæk
breyting á félags- og stjórn-
málakerfinu sé, bæði í senn,
alveg nauðsynleg og algjör-
lega ógerleg“.
Forystumenn hafa bannað
opinber skrif eða umræðu um
efnahagserfiðleika landsins,
sem hefur sameinað almenn-
ing og menntamenn í gagnrýni
á ritskoðun. Jafnvel háttsettir
blaðamenn flokksmálgagna
hafa sagt opinberlega, að
ríkisstjórnin geti ekki lengur
leyft sér að segja „hálfan
sannleikann" og „forðast
óþægileg málefni".
Það er óumflýjanlegt, eins
og komið er, að sovézk yfir-
stjórn í Póllandi verði æ óvin-
sælli. Um leið og vinsældir
flokksins dvína hafa kaþólska
kirkjan og samtök andófs-
manna vaxið mjög í áliti. En
Gierek hefur ekki sýnt nein
merki þess að hann ætli að
boða miklar breytingar á
flokksfundinum, sem haldinn
verður í febrúar.
Tito: hann ætlar að taka emb-
ættið með sér í gröfina.
Næsta sumar mun Kolisevski
láta af embætti og einhver
annar taka við samkvæmt
reglunni um að öll störf eigi að
ganga á milli fulltrúanna.
Þeir, sem vit hafa á, munu
hins vegar hafa meiri áhuga á
flokksstjórninni, þegar Tító
fellur frá. Hana sitja 24 menn,
sem kjörnir eru til fjögurra
ára í senn. Tító er foringi
þeirra. Þetta er mikilvægasta
stjórn landsins.
Stevan Doronjski, sem er 60
ára, er nú yfirmaður hennar,
en í október rennur eins árs
tímabil hans út og völdin fær
einhver annar stjórnarmanna.
Enginn veit hver mun taka við
af honum og það ætti ekki að
skipta höfuðmáli, vegna þess
að samkvæmt bókstafnum hef-
ur stjórnarformaður ekki
meira vald en hinir, þar sem
ákvarðanir eru teknar í sam-
einingu.
Það er spurning, hversu
lengi sameiginleg og tíma-
bundin forysta getur gengið,
án þess að einhver komi fram
sem leiðtogi.
„Fyrst í stað munu þeir allir
standa saman,“ sagði einn
embættismaður mér, „en ég
held að á endanum hljóti
einhver að reyna að trana sér
fram.“ Hann bætti við að sá
yrði aldrei eins valdamikill og
Tító, forseti og stofnandi Júgó-
slavíu.