Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980
Hér fara á
eftir viðtöl við
þrjá tæknimenn,
sem unnu að
gerð kvik-
myndarinnar
Land og synir eft-
ir sögu Indriða
G. Þorsteins-
sonar, en fyrir-
tækið ísfilm
stendur að gerð
hennar.
Tæknimennirnir
eru Sigurður
Sverrir Pálsson
kvikmynda-
tökumaður,
Friðrik Stefáns-
son hljóðupp-
tökumaður og
Jón Þórisson er
sá um gerð leik-
mynda. Fleiri
tæknimenn
komu að sjálf-
sögðu við sögu og
mætti t.d. nefna
Freygerði
Magnúsdóttur
sem sá um bún-
inga, Ingibjörgu
Briem aðstoð-
arleikstjóra og
Ara Kristinsson
aðstoðarkvik-
myndatöku-
mann.
Jón Þórisson:
Allir hjálplegir við
að útvegagamla hluti
— Ég er nú eiginlega uppal-
inn hjá Leikfélagi Reykjavíkur
og var „dreginn" út í þessa
leikmyndagerð kornungur og
hef frá 16 eða 17 ára aldri vart
fengist við önnur störf en leik-
myndagerð, sagði Jón Þórisson,
en hann sá um allar leikmyndir
í Landi og sonum. Kvaðst hann
hafa verið fastráðinn hjá L.R. í
nokkur ár, fyrst var hann
aðstoðarmaður og gerði síðan
eigin leikmyndir eftir að hafa
stundað nám í Handíða- og
myndlistarskólanum.
— Eftir nokkurra ára störf
hjá L.R. fór ég að starfa hjá
sjónvarpinu og sótti m.a. nám-
skeið erlendis i tengslum við
starfið þar, en síðan hefi ég
rápað á milli þessara staða og
fengist við leikmyndagerð auk
þess sem ég hef tekið að mér
nokkur verkefni fyrir leikfélög
úti á landi.
— Mér finnst ágætt að skipta
svona um vinnustað, þar eru
ekki viðhöfð sömu vinnubrögðin
og það þarf að líta á hlutina frá
mismunandi sjónarhornum.
En hvernig gengur leikmynda-
gerðin fyrir sig?
— Þegar verk hefur verið val-
ið til sýninga, t.d í leikhúsi, og
valinn hefur verið leikstjóri og
leikmyndateiknari, liggur fyrst
fyrir að Iesa verkið í gegn og
eftir að þeir hafa rætt málin
reyna þeir að komast að sameig-
inlegri lausn og leikmyndateikn-
arinn starfar síðan eftir þeim
ramma. Það getur verið mjög
misjafnt hversu þröngur sá
rammi er, í sumum verkum er
beinlínis sagt fyrir hvernig leik-
myndin skuli vera, en í verki
eins og t.d. „Er þetta ekki mitt
líf?“ erum við tiltölulega frjálsir
að því hvernig þetta er unnið.
Það má segja að mestur vandinn
sé að gera „ekki neitt“. Það er
enginn vandi að búa til eitthvert
bákn.
í sjónvarpi eru vinnubrögðin
svolítið öðruvísi, þar eru notaðar
fleiri víddir, vélarnar eru allt í
kringum hlutina ef svo má segja.
Aftur á móti eru möguleikarnir
til að „falsa“ og eða plata
áhorfandann fleiri.
— En þegar hugmynd að leik-
tjöldum er fengin og ef tími er
nægur gerum við yfirleitt fyrst
líkan af leikmyndinni, síðan
vinnuteikningar og síðan er
smíðað, teiknaðir búningar
o.s.frv. og vinna jafnan menn
með leikmyndateiknaranum,
sem hann er eins konar verk-
stjóri yfir, og í sameiningu leysa
þeir þau vandamál og breyt-
ingar, sem gera þarf.
— Vinnubrögðin í kvikmynd
eru að miklu leyti hin sömu, þ.e.
það þarf að finna réttu staðina,
réttu hlutina, búningana, mun-
ina o.s.frv. og gæta þess að allt
falli að þeirri hugmynd sem
teiknari og leikstjóri hafa gert
sér. Þegar ég kom til skjalanna
voru þeir Ágúst og félagar
komnir með ýmsar hugmyndir
og mögulega staði til að kvik-
mynda á en þegar við vorum
staddir nyrðra til að kanna þau
mál hitti ég kunningja minn sem
sagði okkur af góðu samkomu-
húsi í Svarfaðardal, sem gæti
hentað og það varð úr að við
fundum þar flest það er hentað
gat til töku á myndinni.
— Ýmis vandamál þurfti þó að
leysa eins og t.d. að samræma
útlit því að á einum bænum
tókum við upp útiatriðin en
urðum að fá inni á öðrum bæ til
að taka upp inniatriðin o.s.frv. í
þessu samþandi er vert að geta
þess, að við vorum nánast inni á
gafli hjá fólki, fengum leyfi til
þess að breyta um lit á bæjar-
húsunum, breyta um veggfóður,
taka fjölskyldumyndirnar niður
af veggjunum og setja aðrar í
staðinn og voru allir mjög hjálp-
legir og lögðu sig alla fram við
að aðstoða okkur. Menn drógu
upp úr pússi sínu gamla hluti,
sem löngu er hætt að nota í dag
og ef þeir áttu ekki hlutinn, sem
okkur vantaði, þá voru þeir óðar
komnir út um allar sveitir til að
útvega okkur þá.
— En þegar taka á kvikmynd
eins og þessa er mikilvægt að
finna stað þar sem nánast allt er
við höndina. Þannig var það í
Svarfaðardal, og ekki þurfti að
eyða löngum tíma í að ferðast
með fólkið á milli staða og hafa
það verklaust á meðan. Við
þurftum ekki lengra en til Hjalt-
eyrar til að finna það þorp og
flest þau hús er við þurftum og
meira að segja fundum við þarna
í sveitunum gömlu bílana sem
koma við sögu.
— Það er margs að gæta í
sambandi við kvikmynd og
stundum getur verið erfitt að
útiloka óviðkomandi hluti. Sem
dæmi mætti nefna að þegar
myndaður var fjárreksturinn á
leið niður fjallið skall á með
slyddu og urðu okkar menn að
sjálfsögðu holdvotir þar sem
þeir voru í þeirra tíma klæðnaði,
sem ekki varðist regni nægilega
vel, en hinir rekstrarmennirnir,
sem ekki voru beint á okkar
vegum brugðu sér náttúrlega í
gulu regnstakkana sína. Ekki
var hægt að stoppa og snúa fénu
upp á fjall aftur og því varð bara
að reyna að taka myndina þann-
ig að útiloka mætti gulstakkana
og nota ekki þau myndskeið, sem
þeir koma fyrir í. Á sama hátt
áttum við í basli með sumarbú-
stað í síðustu atriðum myndar-
innar. Það var leyst með því að
setja hestvagn og fleira dót upp
á hæð fyrir framan bústaðinn og
á sama hátt urðum við að breyta
olíutanki við einn bæinn í hey-
sátu o.fl.
Myndirðu taka aftur svona
verkefni ef það byðist?
— Alveg örugglega og þó svo
maður heiti því eftir hverja
svona törn að gera þetta aldrei
aftur, þá er þetta eins og með
blessuð hrossin að þangað leitar
klárinn sem hann er kvaldastur
— (eða þannig sko).
Sigurður Sverrir Pálsson:
Landslagið nýtur sín
aðeins á stórri filmu
ust ekki, því það var alltof dýrt að
láta rífa þá upp.
— Eitt af því sem er erfiðast
við alla kvikmyndagerð hérlendis
er að við þurfum að senda allar
filmur til vinnslu í útlöndum og
það getur tafið nokkuð fyrir. Það
er nauðsynlegt að skoða strax það
sem búið er að taka til að vita
hvort ekki er allt í lagi og þar sem
við vorum með tæki a leigu gat
ýmislegt komið upp og því reynd-
— Þessi mynd er eiginlega fyrsta alíslenska kvikmyndin i fullri
lengd og segja má að hún sé frumraun okk'ar allra sem við hana
unnum. frumraun við töku á 35 mm filmu, segir Sigurður Sverrir
Pálsson kvikmyndatökumaður, sem sá um tökuna á Landi og sonum
og hafði sér til aðstoðar Ara Kristinsson. Sigurður er spurður hvenær
starf kvikmyndatökumannsins hefjist:
— Starf tökumannsins þarf að
hefjast sem fyrst, en ég kom ekki
til skjalanna fyrr en í byrjun júní
þegar ljóst var að ég myndi ekki
sinna verkefninu um Snorra
Sturluson og því sló ég til þegar ég
var spurður hvort ég gæti tekið
þetta að mér. Ég hitti þá fyrir
norðan í byrjun júlí og voru þeir
búnir að flækjast um allar sveitir
og ekki búnir að finna nægilega
góða staði og þegar ég kom á
flugvöllinn um hádegisbil var
strax haldið norður í Svarfaðardal
og þar urðu allir mjög hrifnir af
þeim möguleikum, sem þar var að
finna. Fjöllin eru há og dalurinn
þröngur og það var því sama
hvaða linsa var notuð, alltaf komu
fjöllin með og alltaf voru þau jafn
tignarleg og há. Við ræddum við
heilmargt fólk, tókum myndir o.fl.
og síðan héldum við suður og
hófum endanlegan undirbúning.
Þá gátum við gert okkur í hugar-
lund hvernig við myndum byggja
upp myndina, hvernig taka mætti
hin ýmsu atriði, en við kvik-
myndatöku þarf strax að huga að
því hvaða stefnu á að taka og með
hvaða hætti á að vinna. í þessu
sambandi þurftum við að velta því
fyrir okkur hvort og þá hverju
þyrfti að breyta og fengum t.d. að
vita að það kostaði 150 þúsund
krónur að fjarlægja einn raf-
magnsstaur og urðum því frekar
að taka myndina og gæta þess
vandlega að nokkrir staurar sæj-
Sigurður Sverrir Pálsson (t.h.) kvikmyndatökumaður ræðir við Ágúst
Guðmundsson leikstjóra.