Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 Fylltu sig á stuttum tíma NOKKUR loðnuskipanna íylltu sig á mjög skommum tíma í fyrrinótt og má t.d. neína Grindvíking. Talað var um risa- köst hjá skipunum og víst er að síðustu daga hafa veiðarnar gengið sérstaklega vel. 31 loðnuskip- stjóri mælir gegn veiðibanni ÞRJÁTÍU og einn loðnuskip- stjóri skrifaði undir skeyti til Kjartans Jóhannssonar sjáv- arútvegsráðherra í gærdag, þar sem þeirri skoðun þeirra var lýst, að þeir teldu rangt að stöðva loðnuveiðarnar innan tíðar, eins og raddir hafa verið uppi um. Telja skipstjórarnir mun meiri loðnu vera á miðunum en haldið var í upphafi og því rangt að fara að beita ein- hverjum takmörkunum. Aflinn frá upphafi vertíðar er nú kominn aðeins yfir 200 þúsund lestir. Eftirtalin skip tilkynntu um afla í gær til klukkan 21: Bjarni Ólafsson 1000, Jón Kjartansson 950, Dagfari 520, Haförn 800, Ljósfari 550, Hrafn 630, Skarðsvík 550, Óskar Hall- dórsson 350, Guðmundur 880, Örn 530, Grindvíkingur 1000, Hákon 700, Albert 570. Jón Sólnes vill ekki tjá sig JÓN SÓLNES fyrrverandi Al- þingismaður sagði í samtali við Mbl. að hann vildi ekkert tjá sig um skýrslu þá er dómsmálaráð^ hcrra hefur lagt fram á Alþingi vegna athugasemda yfirskoðun- armanna ríkisreiknings á greiðslum simareikninga hans á sínum tíma. Samninga- viðræður um freðfisk i Moskvu ÞESSA dagana standa yfir í Moskvu samningaviðræður um sölu á frystum fiski héðan til Sovétríkjanna á þessu ári. Viðræðurnar hófust á mánu- dag og þrír fundir hafa verið haldnir, en búast má við að viðræðum ljúki um eða eftir helgi. Af hálfu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna tekur Árni Finnbjörnsson þátt í viðræð- unum, en Sigurður Markússon af hálfu Sjávarafurðadeildar Sambandsins. Fulltrúaráðsfundi frestað að beiðni Eggerts Haukdal AÐ BEIDNI Eggerts Haukdal var ákveðið í gærdag að fresta fyrir- huguðum fundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Rangárvalla- sýslu og mun fundurinn verða haldinn i kvöld kl. 21.00. Drengirnir sem fórust DRENGIRNIR, sem létust er þer féllu niður um ís á Kópa- vogi í fyrradag, hétu Oddur Ingvar Helgason, fjögurra ára, fæddur 19. marz 1975, sonur Ingu Haraldsdóttur og Helga Oddssonar til heimilis að Sunnubraut 52 í Kópavogi og Ketill Axelsson. Ketill var þriggja ára, fæddur 4. ágúst 1976 sonur Laufeyjar Torfa- dóttur og Axels Ketilssonar til heimilis að Sunnubraut 45 í Kópavogi. Athugasemd við ummæli Jóns Þorgilssonar VEGNA UMMÆLA Jóns Þorgilssonar í uppsiáttar- frétt Mbl. 5. þ.m. og í viðtali við dagblaðið Vísi sama dag um að engin könnun hefði verið gerð á stuðningi við Eggert Haukdal gagnvart stjórnarmyndunartil- raunum Gunnars Thoroddsen skal eftirfarandi tekið fram: Á fundinum sagði Grímur Thorarensen m.a. úr ræðustól eftir að hafa lýst stuðningi við aðgerðir Eggerts Haukdals: Við höfum nú heyrt hvað þingmaður- inn okkar, Eggert Haukdal, og íngólfur Jónsson fyrrverandi ráð- herra hafa að segja um þessi mál og er þá aðeins eftir að heyra í ykkur fundarmönnum, hvort þið eruð sammála um aðgerðir Egg- erts Haukdal eða ekki. Þess vegna er það nauðsynlegt að þið komið hingað upp og gerið grein fyrir skoðunum ykkar, ef þið eruð ekki fylgjandi aðgerðum Eggerts, til að það megi verða okkur til fróðleiks og öðrum til aðvörunar. Næstur tók til máls Óli Már Aronsson og tók hann undir orð Gríms Thorarensen og kvaðst vona að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins myndu skoða málefna- samning Gunnars Thoroddsens og taka afstöðu til stjórnarmynd- unartilraunar hans að því loknu út frá málefnum, en ekki vegna persónuágreinings. Enginn fund- armanna lýsti andstöðu sinni við aðgerðir Eggerts Haukdals. Athugasemd þessi er gerð með vitund og samþykki Gríms Thor- arensens og Jóns Þorgilssonar. Eggert Pálsson, formaður Sjálfstæðisfélags Rang- æinga, og Óli Már Aronsson, formaður Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu. ^jii. SKÁK — Margeir Pétursson sigraði á Skákþingi Reykjavíkur, sem lauk í gærkvöldi. I síðustu umferð gerði Margeir jafntefli við Sævar Bjarna- og hlaut 9V2 vinning. Aðrar son skákir í síðustu umferð enduðu þannig að Leifur Jósteinsson vann Björn Þorsteinsson, Jóhann Hjart- arsson vann Braga Kristjánsson og skák Elvars Guðmundssonar og Jón- asar P. Erlingssonar fór í bið. I öðru til þriðja sæti á mótinu urðu þeir Leifur Jósteinsson og Jóhann Hjart- arsson með 8x/2 vinning hvor. I.jósmyndari Mbl. RAX tók myndina Marjccir og Sævar áttust við. gærkvöldi þcgar þcir Olíuviðskiptanef nd kanni möguleika á stofnun olíu- innflutningsfyrirtækis Olíuviðskiptanefnd einnig falið að ræða við Saudi-Araba KJARTAN Jóhannsson viðskiptaráðherra fól í gær olíu- viðskiptanefnd að gera tillögur um fyrirkomulag olíuinnflutn- ingsverzlunar landsmanna. Nefndinni er sérstaklega falið að kanna möguleika á stofnsetningu sérstaks olíuinnflutningsfyrir- tækis, sem annaðist olíuinnkaup til landsins og viðskipti á al- þjóðavettvangi í því sambandi. Kjartan sagði í samtali við Mbl., að tillögugerð þessi um stofnun olíuinnflutningsfyrirtækis væri gerð í ljósi þeirra breytinga, sem átt hefðu sér stað og væru að þróast í olíuviðskiptum á alþjóða- yettvangi og nauðsynjar þess að ísland lagaði sig að nýjum að- stæðum. — „Það er hreinlega ekki eftir neinu að bíða í þessu sam- Ogri seldi SKUTTOGARINN Ögri seldi 284.5 lestir af ísfiski í Bremer- haven í gær fyrir liðlega 100 milljónir króna, meðalverð 351 króna kilóið. bandi," sagði Kjartan ennfremur. í bréfi, sem ráðherra hefur ritað nefndinni er tilgreint að hlutverk slíks fyrirtækis væri einkum fimmþætt: — Að annast olíuinnkaup til landsins og samninga í því sam- bandi. — Að koma á sem hagkvæm- ustum flutningum á olíu til lands- íns. Að semja um olíuhreinsun eftir því sem við á. — Að annast birgðahald á olíu- vörum með sem hagkvæmustum hætti. — Að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar varðandi olíuleit á íslandi og landgrunninu. Þá sagði Kjartan í samtali við Mbl. að hann hefði falið Olíuvið- skiptanefnd að undirbúa viðræður við Saudi-Araba um hugsanleg olíuviðskipti. Kjördæmisráð Reykjanesi: Stuðningur við Geir og þingflokkinn. Harmar vinnubrögð Gunnars STJÓRN kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi samþykkti eftirfar- andi með atkvæðum allra stjórnarmanna, á fundi í gær- kvöldi: „Stjórn kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi lýsir fyllsta stuðningi við störf þingflokks og for- manns Sjálfstæöisflokksins í undangengnum stjórnarmynd- unarviðræðum og harmar vinnubrögð Gunanrs Thor- oddsen. Stjórnin minnir á, að Sjálfstæðisflokkurinn er forystuflokkur íslenzkra lýð- ræðisflokka og skorar á alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um lýðræðisleg- ar leikreglur." Bæjarstjórn Húsavíkur: Milljón til plöntukaupa í tilefni af „Ári trésins" ER HALDIÐ var upp á að 30 ár voru síðan fyrsti bæjarstjórn- arfundur var haldinn á Húsa- vík 31. janúar sl. var ákveðið í tilefni af „Ári trésins", að verja einni milljón króna til kaupa á plöntum að sögn Bjarna Aðal- geirssonar, bæjarstjóra á Húsa- vík. „Við höfum ekki ákveðið end- anlega hvar þessum plöntum verður fyrir komið, en næg svæði eru hér, auk þess sem við erum að vinna að uppbyggingu skrúðgarðs í bænum. Þá eru hér nokkur opin svæði, sem væri tilvalið að setja einhvern gróður á," sagði Bjarni ennfremur. Þá sagði Bjarni aðspurður, að hafizt yrði handa við að koma plöntunum fyrir þegar tæki að vora og búast mætti við því að verkinu yrði lokið í sumar.