Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1980 Skæruliðar Föðurlandsfylkingarinnar æfa hergöngu, en aðrir eru í boltaleik með brezkum gæzluhermönnum í einum af þeim 14 búðum sem 21.000 skæruliðar í Rhódesíu dveljast í. Árás á heimili Robert Mugabes _ Salisbury. fi. fehrúar. AP. ÁRÁS var gerð í dag með eld- flaugum og sprengjum á heimili skæruliðaforingjans Robert Mug- ábes í úthverf um Salisbury. Mug- abe sakaði ekki, en einn af frambjóðendum hans, Kumbirai Kangayi, slasaðist alvarlega, þegar önnur árás var seinna gerð á heimili hans. Skömmu síðar undirritaði brezki landstjórinn, Soames lá- varður, tilskipun um að hert verði á aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir stigmögnun ofbeldisverka fyrir kosningarnar 27. til 19. febrúar er eiga að leiða til sjálfstæðis Rhódesíu. Tveir blökkumenn voru hand- teknir vegna árásarinnar á heimili Mugabes. Kangayi, sem særðist, hefur farið með samgöngu- og velferðarmál í flokknum Zanu. Hann er talinn úr lífshættu og honum líður vel eftir atvikum. Þessar síðustu árásir fylgja í kjölfar vaxandi ofbeldisverka síðan vopnahlé komst á fyrir einum mánuði. Um 800 manns hafa verið dæmdir undanfarnar sjö vikur fyrir ofbeldisverk. Seinna sakaði Mugabe stuðn- ingsmenn Abel Muzorewas fyrr- verandi forsætisráðherra um skipulega tilræðisherferð gegn flokki sínum. Hann sakaði jafn- framt Soames lávarð um að draga taum flokks Muzorewas og gagn- rýndi tilskipun hans um baráttu gegn ofbeldisverkum er hann telur fyrsta skref í þá átt að banna Zanu. Hvarf olíuskips var sett á svið London. fi. febrúar. AP. SHELL Oil International í London ætlar að höfða mál til að krefjast 15 milljón punda í bætur frá ónafngreindu fyrirtæki í Suður-Afríku vegna hvarfs risaolíuskipsins Salem sem sökk með dularfullum hætti undan strönd Vestur-Afríku 17. janúar. Jafnframt hefur stjórnin í Kuwait hætt olíusölu til ítalska fyrirtækisins Pontoil þar til rannsókn hefur farið fram á hvarfi Salem og ráðsmaður í Kuwait kallar hvarfféð „einhverjar mestu sjóránsaðgerðir þessarar aldar". Getum er að því leitt að fyrirtækið sem Shell stefnir sé suður-afríska ríkisolíufyrirtæk- ið þótt Shell vilji ekki nefna fyrirtækið vegna lagaákvæða. Shell sagði í síðustu viku að fyrirtækið hefði átt farm Sal- ems, 193.000 lestir af hráolíu frá Kuwait. Það hefur þegar höfðað mál til að krefjast 24,7 milljón punda af Frederick Soudan, for- manni Oxford Shipping Co. sem er skráð í Líberíu og átti olíu- skipið sem var 214.000 lestir. Soudan hefur neitað því fyrir milligöngu lögfræðinga sinna í London að hann beri ábyrgðina á hvarfi Salems sem átti að fara til ítalíu með farminn. Soudan fór frá London til Genfar fyrir fimm dögum, daginn eftir að Lloyds-tryggingafyrirtækið og Scotiand Yard hófu rannsókn á einhverju mesta svindli sem um gæti í sögu kaupsiglinga eins og komizt var að orði. Rannsóknarmenn segja að olí- unni virðist hafa verið skipað í land á laun í Durban þar sem Salem hafði viðkomu 27. des- ember þótt það hefði ekki verið ráðgert og þótt það væri brot á ströngu olíubanni Arabaríkja á Suður-Afríku. Grunur leikur á að skipið hafi verið dulbúið svo að það þekktist ekki. Síðan er talið að geymar Salems hafi verið fylltir sjó svo að skipið hafi virzt fullhlaðið. Fimmtán dögum síðar er sagt að skipinu hafi verið sökkt út af Senegal á einhverju mesta dýpi á Atlantshafi til að tryggja að kafarar kæmust ekki að því. Lloyds hafði tryggt skipið og farm þess fyrir 80 milljónir dollara og kröfurnar sem fyrir- tækið fær á sig verða einhverjar hinar mestu sem um getur í siglingasögunni, nema því aðeins að sannað verði að brögð hafi verið í tafli. Suður-Afríka kaupir olíu hvar sem hana er að fá og öll olíukaup landsins eru hulin miklum leyndarhjúp þannig að auðvelt er að semja við stjórnvöld þar um skuggaleg viðskipti án þess að spurt sé um nokkuð. Oft greiða Suður-Afríkumenn 20 dollurum meira fyrir olíutunn- una en Opec setur upp. Friðarganga stöðvuð á landamærum Kambódíu Aranyaprateht. Thailandi, fi. (ebrúar. AP. RÚMLEGA 120 Evrópumenn og Bandaríkjamenn, þar af margt þekkt fólk, gengu i dag að brú yfir landamæri Thailands og Kambódíu, en beiðni þeirra um að fara inn í landið með vistir var ekki svarað. Göngumönnum kom þetta ekki á óvart og þeir höfðu áður sagt að þeir hefðu hætt við að fara yfir landamærin. Fréttir hermdu að víetnamskir hermenn hefðu kom- Samband milli Kóreuríkjanna Panmunjom. 6. fcbrúar. AP. NORÐUR- og Suður-Kórea ákváðu í dag að koma aftur á beinu símasambandi milli Pyongyang og Seoul að því er suður-kóreskur talsmaður til- kynnti í dag. Norður-Kóreumenn rufu sam- bandið einhliða 1976, skömmu eftir morð tveggja norður-kór- eskra landamæravarða á tveim- ur bandarískum hermónnum á vopnlausa svæðinu. Samband- inu var upphaflega komið á 1972. Hins vegar munu aðeins full- trúar í viðræðum kóresku ríkjanna, sem nú eru nýlega hafnar, nota nýju línuna. Samkomulag tókst um nýju línuna þegar aðalfulltrúar kór- esku nefndanna ræddust við stuttlega skömmu eftir fund viðræðunefndanna sem var haldinn í því skyni að undirbúa fund forsætisráðherra land- anna. ið fyrir hindrunum rétt innan við landamærin til að koma í veg fyrir að góngumenn færu yfir þau. Fulltrúar hópsins lásu upp í hátölurum áskoranir „til þeirra sem hafa staðið hinum megin við landamærin" að leyfa 20 flutn- ingabifreiðum að fara með vistir og læknalið inn í Kambódíu til að hjálpa „þeim sem af hefðu lifað of langan harmleik." Milli tíu og tuttugu verðir, annað hvort Víetnamar eða stuðn- ingsmenn Heng Samrins, höfðu áður sézt á vappi handan árinnar sem myndar landamærin, en ekk- ert svar barst við beiðni göngu- manna. Þeir settust þá niður á veginum sem liggur að landamær- unum og voru beðnir að hugleiða í fimm mínútur „fallvaltleika lífsins" og „vandkvæði á því að ná fram friði". Síðan söng hópurinn „We Shall Overcome", sál bandarísku mannréttindahreyfingarinnar undir forystu bandaríska mann- réttindaleiðtogans Bayard Rustin. Seinna fóru fjórir thailenzkir búddamunkar með bæn. Flestir göngumenn höfðu ekki vegabréf meðferðis. Stjórnin í Phnom Penh hafði áður kallað gönguna „mjög rætna aðgerð" sem miðaði að afskiptum af kambó- dískum innanlandsmálum og sagði að göngumönnum yrði ekki leyft að fara inn í landið. Vistirn- ar verða afhentar Rauða krossin- um á morgun. „Við erum ekki hingað komin til að fella fyrirfram dóma um ástandið heldur aðeins til að varpa fram spurningum um hvers vegna Kambódía hleypir ekki fleiri læknum og meiri matvælum inn í landið," sagði bandaríska söng- konan Joan Baez. Meðal annarra kunnra göngumanna voru norska leikkonan Liv Ullmann, brezki þingmaðurinn Winston Churchill, Gyðingapresturinn Marc Tannen- baum frá Bandaríkjunum og nokkrir franskir stjórnmálamenn, listamenn og rithöfundar. Leo Cherne, leiðtogi alþjóðlegr- ar hjálparnefndar, sagði að gang- an hefði tekizt vel í alla staði og kvað athygli heimsins sem atburð- irnir í Afganistan og íran hefðu dreift, hafa aftur beinzt að Kam- bódíu. Þetta gerðist 1976 — Skipun Hua Kuo-feng í stððu forsætisráðherra Kína kunngerð. 1976 - 30 daga geimferð tveggja Rússa lýkur. 1971 — Geimfararnir í Apollo 14 lenda á Kyrrahafí eftir tungl- ferð. 1948 — Eisenhower segir af sér sem herráðsforsetí og Omar Bradley tekur víð. 1944 — Þjóðverjar ráðast á Bandamenn við Anzio, ítalíu. 1941 — Bretar taka Benghazi. 1920 — Bolsévíkar taka Koltc- hak aðmírál af lífi. 1878 - Leo páfi XHI kjörinn. 1849 — Stórhertoginn af Tosc- ana fiýr til Gaeta, Italíu. 1831 - Stjórnarskrá Belgíu birt. 1816 - Símoni Bólivar falið að stjórna innrás í Venezúela frá Haiti. 1793 — Austurríkismenn og Prússar gera bandalag gegn Frökkum. 1554 - Herlið Sir Th'omas Wyatt sækir til Lundúna. 1550 — Júlíus páfi III kjörinn. Afmæli. Charles Dickens, brezk- ur rithöfundur (1812—1870) - Sir Thomas More, enskur stjórn- málaleiðtogi (1478—1535 - Dimitri Mendeleyev, rússneskur efnafræðingur (1834-1907) - Alban Berg, austurrískt tón- skáld (1885-1935) - Sinclair Lewis, bandarískur rithöfundur (1885-1951). Andlát. 1837 Gústaf IV Svíakon- ungur - 1878 Píus páfi IX - 1937 Elihu Root, stjórnmálaleið- togi. Innlent. 1911 Fiskifélag Islands stofnað — 1950 Alþingi sam- þykkir aðild að Evrópuráðinu — 1826 Amtmannshúsið á Möðru- völlum brennur — 1848 Auglýs- ing Stefáns Gunnlaugssonar landfógeta um íslenzka tungu í íslenzkum kaupstað („hvað allir athugi!") — 1959 Fyrsti togarinn dæmdur eftir útfærsluna í 12 mílur — 1959 Ofviðrið á Nýfundnalandsmíðum — 1974 Concorde kemur — 1917 f. Gylfi Þ. Gíslason — 1904 f. Ragnar Jónsson í smára — 1908 f. Sverrir Kristjánsson sagnfr. Orð dagsins. í þá daga var hann vítrari en nú: hann fór oft að mínum ráðum — Winston Churchill, brezkur stjórnmála- leiðtogi (1874-1965). Norðmenn beiskir út af orðsendingu Frá fréttaritara Mbl. i Ósló 1 gær. ÍSLENDINGAR munur brjóta gegn öllum venjulegum hafrétti ef {ieir halda til streitu þeirri yfirlýsingu sinni, að öll loðna milli slands, Jan Mayens og Grænlands sé íslenzk, af því hún hrygni við ísland, að sögn aðalritara sambands fiskibátaútgerðar- manna, Leiv Grönnevet. Þetta eru ein af mörgum beiskjulegum ummælum um loðnuorðsendingu íslendinga, er send var til að svara þeim ugg er Norðmenn létu í ljós, að íslend- ingar kynnu að veiða of mikið af loðnu í vetur. Norskir fiskimenn telja orðsendinguna tilraun til að meina Norðmönnum að taka þátt í loðnuveiðinni á þessum slóðum. Þolinmæði fiskibátaeigenda er á þrotum og krafan um norska fiskveiðilógsögu umhverfis Jan Mayen hefur fengið byr undir báða vængi síðan íslendingar segir sendu orðsendinguna, Grönnevet. Samband fiskibátaeigenda hefur samþykkt að kalla saman sérstakan fulltrúafund til að ræða hugsanlegar aðgerðir, ef Jan Mayen-málið verður ekki útkljáð fyrir apríllok. í næstu viku heldur sambandið stjórn- arfund og síðustu skref íslend- inga í Jan Mayen-deilunni hafa verið sett á dagskrá. Samband fiskibátaeigenda nær til eigenda 421 fiskibáts um allt landið og er aðili að Norges Fiskarlag. Tilræði í Sviss Bern, 6. febrúar. AP. SENDIHERRA Tyrklands í Sviss, Dogan Turkmen, særðist þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum í dag og samtök arm- enskra hryðjuverkamanna lýstu yfir að þau bæru ábyrgðina. Allt að sex kúlum var skotið á bifreið Turkmens, en hann fékk aðeins smáskrámu á enni og öku- manninn og öryggisvörð í fram- sætinu sakaði ekki. Turkmen fékk að fara úr sjúkrahúsi í Bern innan aðeins tveggja tíma. Árásarmenn- irnir fiúðu i stolnum bil. Talsmaður svissneska dómsmála- ráðuneytisins sagði að hópur sem kallaði sig „Herstjórnina til hefnd- ar þjóðarmorðinu á Armenum" hefði hringt í frönsku fréttastofuna AFP til að lýsa sig ábyrgan. Armenskir hryðjuverkamenn sögðu í fyrra að þeir hefðu verið ábyrgir þegar sprengjur ollu spjöll- um á skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Genf og tyrkneska flugfélagsins þar. Sprengja sprakk seinna nálægt bifreið tyrkneska vararæðismanns- ins í Genf og tveir svissneskir vegfarendur særðust. í nóvember var sonur tyrkneska sendiherrans í Hollando skotinn til bana í Haag. Árásin í Bern í dag er talin fyrsta árás hryðjuverkamanna gegn diplómat í höfuðborg Sviss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.