Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 11 Betri er kona í náttkjól en snurða á þræði ÞJÓÐLEIKIIÚSIÐ: NÁTTFARI OG NAKIN KONA. Tveir skopleikir: VERT' EKKI NAKIN Á VAPPI eftir Georges Feydeau. Þýðing: Flosi Ólafsson. Leikstjóri: Benedikt Árnason. BETRI ER ÞJÓFUR í HÚSI EN SNUÐRA Á ÞRÆÐI eftir Dario Fo. Þýðing: Úlfur Hjörvar. Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikmynd og búningar: Sigur- jón Jóhannsson. Þjóðleikhúsið sýnir nú tvo íétta skopleiki eftir þá Georges Feydeau og Dario Fo. Má ætla að leikhúsið hafi ekki viljað vera lakara en önnur leikhús sem með góðum árangri hafa boðið upp á kræsingar af þessu tagi að und- anförnu. Það verður reyndar að segja að hlutverk Þjóðleikhúss hlýtur m.a. að vera að bjóða upp á afþreyingu öðru hvoru, enda njóta slík verk mikilla vinsælda og eru kærkomin í skammdeg- inu. Lelkiist eftir JÖHANN HJÁLMARSSON Vert’ ekki nakin á vappi eftir Frakkann Georges Feydeau (1862—1921) er afbragðsvel sam- inn skopleikur. Feydeau er Islendingum að góðu kunnur. Hann er einn þeirra höfunda sem hafa verið endurmetnir á síðustu áratugum og það mat verið honum mjög í hag. Sýning Þjóðleikhússins á Vert’ ekki nakin á vappi er með bestu sýningum sem þar hafa sést lengi. Það fer ekki framhjá neinum að Sigríður Þorvalds- dóttir fer á kostum í hlutverki Clarisse, þingmannsfrúarinnar sem með hneykslanlegri fram- komu sinni gerir framadrauma manns síns að engu. Hún struns- ar um íbúð þeirra hjóna á náttkjól og með hatt, manni sínum til sárrar gremju og mikilvægum gesti hans til furðu. Þessi gamli franski húmor á kannski ekki greiða leið að klakabrynjuðum íslendingum, en þó gat ég ekki betur séð og heyrt en leikhúsgestir á þriðju sýningu skemmtu sér vel. Túlk- un Sigríðar Þorvaldsdóttur var með miklum ágætum. Gaman var einnig að sjá Gísla Alfreðs- son ná sterkum tökum á hlut- verki þingmannsins Ventroux. Þar átti sér stað eftirminnileg persónusköpun. Það er eiginlega orðið sjálfsagt að Valur Gíslason geri allt vel sem hann tekst á hendur. Hann var ákaflega franskur og sannfærandi í hlut- verki hins brokkgenga heiðurs- manns Brumpillons borgar stjóra. Stjarfan þjóninn, Viktor, lék Sigmundur Örn Arngríms- son með hæfilegum ýkjum. Blaðamann Kvöldblaðsins, De Jaival, túlkaði Flosi Ólafsson og minnti á Sancho Panza spari- klæddan. Flosi hefur þýtt leikrit Feydeaus lipurlega. Vert’ ekki nakin á vappi er að vísu græskulaus skopleikur. En það er alvara undir niðri eins og jafnan hjá Feydeau. Sumt í leiknum segir okkur ekki svo lítið um okkar eigin stjórnmála- menn, ekki síst nú þegar margir virðast komnir í sjálfheldu og eru jafnvel stoltir af því. Dario Fo er eitt af uppáhalds- leikskáldum undirritaðs. En ein- hvern veginn tókst miður að sýna okkur skop hans í Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði. Teflt var fram góðum leikurum, en aðeins einn þeirra fékk ein- hvern hljómgrunn. Það var Margrét Guðmundsdóttir í hlut- verki Önnu; hún virtisj; fyllilega skilja hvernig á að túlka Fo. Erlingur Gislason var að vísu nokkuð góður í hlutverki Anton- io, en hinir leikararnir virtust mér utangátta, og spenntir og yfirdrifnir til að passa í hluverk sín. Ég undanskil að vísu Sig- mund Örn Arngrímsson í minnsta hlutverkinu. Hann fékk ekkert tækifæri til að flytja okkur misheppnaðan Fo. Úlfur Hjörvar þýðir Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði og ferst það vel. Líka getur maður verið sáttur við leikmynd og búninga Sigurjóns Jóhanns- sonar. Ég vil að lokum gera athuga- semd við það sem stendur í leikskrá um Dario Fo og leikhús hans. Mér finnst fróðlegt að vita að hið merka leikhúsfólk, hjónin Brynja Benediktsdóttir og Er- lingur Gíslason, hafa kynnst persónulega hjónunum Dario Fo og Franca Rame sem svo margt gott hafa lagt til leiklistarmála á Italíu. Að Franca hafi orðið fyrir pólitískum ofsóknum hljóta allir að harma. En ég skil ekki hvers vegna þarf að leggja jafn mikla áherslu á pólitíska innrætingu óg gert er í leikskránni þegar saklausir leikhúsgestir í Þjóð- leikhúsinu koma til að sjá frem- ur meinleysislegan skopleik um vandræðalega borgara í fram- hjáhaldshugleiðingum og heið- arlega þjófa sem verða á vegi þeirra. Fyrir alla muni, þið sem skrifið í leikskrá, veljið ykkur réttan vettvang til að koma skoðunum ykkar á framfæri. I þessu sambandi má einnig minna á að leikskrá Þjóðleik- hússins hefur lengi verið á fremur tilþrifalitlu máli og gild- ir það reyndar um fleiri leik- skrár sem réttar eru að fólki. Gagnrýnandi nennir ekki að tíunda þetta í hvert skipti sem hann fer í leikhús. En hér er á það minnt. Valur Gíslason, Gísli Alfreðsson og Sigríður Þorvaldsdóttir í hlutverkum sínum. 9<,4,V)f 4%f/ó>- m • 3Oo Ut4 '■ r W -- ^ VUh\álmur Villýálniason 50-70% afsláttur á öllum plötum og kassettum Vegna flutninga á vörulager og breytinga höfum viö innkallaö allar eldri plötur og kassettur og seljum nú á rýmingarsölunni á mjög lágu verði. AHt plötur og kassettur, sem ekki veröa lengur til sölu í verzlunum, en engu aö síöur vandað og vinsælt efni. Barnaefni, kórsöngur, einsöngur, harmonikumúsik, gamanefni, popmúsik og mikið af dans- og dægurlögum. Ódýrustu stóru plöturnar kosta aðeins kr. r, • IUUUl“ Rymingarsalan er i VÖRUMARKAÐNUM Ármúla. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.