Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1980 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins um málefnasamninginn: Stefnt að útþenslu ríkisbáknsins og aukningu ríkisafskipta Óraunhæft áróðursplagg, einkennandi fyrir stefnu vinstri flokka Þessi vagn fauk út af veginum rétt innan við Hólalæk í Grundarfirði í fyrradag á sama tíma og veghefillinn lenti í snjóflóðinu á veginum við Ólafsvíkurenni. Bæring Cecilsson fréttaritari Mbl. í Grundarfirði tók þessa mynd er hann var á leið til að mynda hefilinn. Alþýðubankinn hyggst selja Vesturgötu 29 MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá þingflokki Sjálf- stæðisflokksins: „Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hefur kynnt sér málefnasamning ríkisstjórnar- innar og ályktar af því tilefni eftirfarandi: Þingflokkurinn telur málefna- samninginn þess efnis, að flokkur- inn geti ekki veitt ríkisstjórninni stuðning né hlutleysi, enda gengur hann í veigamiklum atriðum gegn grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins. Sem dæmi um efnisatriði má nefna: 1. I samningnum eru almennar yfirlýsingar um hjöðnun verð- bólgu, jafnvægi í peningamálum, hallalausum ríkisbúskap og efl- ingu atvinnulífsins. Um þessi markmið geta allir orðið sam- mála. Mestu skiptir, hvernig á að ná þeim og í þeim efnum eru engar vísbendingar gefnar, sem hald er í. 2. Kveðið er á um aukningu ríkisútgjalda, sem samtals geta numið tugmilljörðum króna á ári, án þess að tilgreind sé nokkur tekjuöflun eða útgjaldalækkun á móti. Þessi ákvæði samningsins, ef framkvæmd verða, munu þýða stórfellda skattahækkun, halla á ríkissjóði,,seðlaprentun og söfnun eyðsluskulda erlendis. Jafnframt er kynt undir áframhaldandi verð- bólgu. 3. Stefút er að útþenslu ríkis- báknsins og aukningu ríkisaf- skipta. Ríkið mun draga til sín enn meira fjármagn; sem ekki getur nýtzt til að auka rauntekjur þjóðarinnar. Það leiðir til lakari lífskjara. 4. Ákvæði kaflans um verð- lagsmál, þar sem verðbreytingar eru ákveðnar án tillits til inn- lendra kostnaðarhækkana, þrengja mjög hag fyrirtækjanna og koma í veg fyrir kosti frjálsrar verðmyndunar. 5. I utanríkismálum er ekki minnzt á aðild Islands að Atl- antshafsbandalaginu né varnar- og öryggismál og er því allt opið í þeim efnum. Hins vegar er að finna óskyld málefni svo sem ákvæði um átak til atvinnuupp- byggingar á Suðurnesjum. Þetta hvort tveggja vekur upp spurn- ingu um það, hvort hér sé um stefnubreytingu eða uggvænlegt ístöðuleysi að ræða í varnarmál- um, þar sem Alþýðubandalaginu er fengið úrslitavald í öryggis- málum þjóðarinnar. 6. Stefnuskráin er í raun og veru óskalisti. Einstök atriði úti- loka hvert annað, þannig að dæm- ið getur ekki gengið upp í heild. Samningurinn er því óraunhæft áróðursplagg, einkennandi fyrir stefnu vinstri flokka. Hér hafa verið nefnd fáein atriði í málefnasamningnum, sem Sjálfstæðisflokkurinn getur með engu móti samþykkt. Málinu öllu verður gerð frekari skil í umræð- um á Alþingi. Með tilvísun til þessa verður þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í andstöðu við ríkisstjórnina." ALÞÝÐUBANKINN er um þessar mundir að ganga frá sölu á húsinu við Vesturgötu 29, en það hús var á sínum tíma gefið af Þorkeli Valdi- marssyni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það Þorsteinn Jónsson listfræðingur, forstöðu- maður Listasafns Alþýðu- og Lista- álans, sem hyggst kaupa húsið. Sumarið 1978 gaf Þorkell Valdi- marsson húsið til Menningar- og fræðslusambands Alþýðu „vegna þeirra sögulegu tengsla, sem verka- lýðshreyfingin á við húsið, en þar bjó á sínum tíma Ottó N. Þorláksson fyrsti forseti ASÍ“. Formleg eig- endaskipti fóru fram síðastliðið sumar, er MFA var þinglýstur eig- andi þess. Skömmu síðar var húsið auglýst til sölu, en það var þó ekki selt á almennum markaði, heldur höfðu Alþýðubankinn og MFA makaskipti á húsinu og húseign við Grensásveg, þar sem MFA er nú að innrétta skrifstofur. Alþýðubankinn er nú að selja þetta hús og líklegur kaupandi er Þorsteinn Jónsson listfræðingur, eins og áður sagði. — Það er rétt, að húsið er til sölu, en það kann þó að vera að meira sé eftir í þessu máli, en aðeins forms- atriði, sagði Stefán Gunnarsson, 'bankastjóri Alþýðubankans, í gær. — Það hefur komið upp atriði, sem kann að torvelda söluna, en það er viðveruréttur kaupmannsins, sem er með verzlun í húsinu. Hann á rétt á vissum uppsagnarfresti og sá kaup- andi, sem hefur verið heitastur í þessu og hyggst breyta húsinu í íbúðarhús, vill eðlilega fá húsið sem fyrst. — Með sinni ágætu gjöf hefur Þorkell Valdimarsson stuðlað að því, að MFA gæti eignast eigið húsnæði, en húsið við Vesturgötu hentaði ekki fyrir starfsemi sambandsins. Það voru engir fyrirvarar frá honum varðandi þessa gjöf, en í framtíðar- húsnæði MFA verður væntanlega sett upp skilti þar sem þess verður getið, að þetta húsnæði hafi MFA _eignast vegna gjafar Þorkels Vald- imarssonar, sagði Stefán Gunnars- son bankastjóri. Hjörleifur Guttormsson: Blæbrigðamunur á vinstri stjórn og þessari Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær, að það væri „að vísu blæbrigðamunur á stefnu vinstri stjórnarinnar og þeirr- ar, sem nú tekur við, en enginn ágreiningur er varðandi stefn- una í orkumálum, svo dæmi sé tekið." Sigurður Óskarsson Hellu: „Harma vinnu- brögðin“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bókun frá Sigurði Ósk- arssyni á Hellu, en bókunina lét hann gera á fulltrúaráðsfundi sjálf- stæðisfélaganna í Rangárvallasýslu í síðustu viku: „Ég lýsi yfir fullri andstöðu við það verk varaformanns Sjálfstæðis- flokksins og fylgismanna hans úr röðum sjálfstæðismanna að mynda ríkisstjórn á íslandi fyrir Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokkinn, helztu stjórnmálaandstæðinga Sjálf- stæðisflokksins. Þá harma ég þau vinnubrögð sem notuð hafa verið til að koma á laggirnar þessari ríkis- stjórn." Björgvin Vilmundarson for- maður öryggismálanefndar BJÖRGVIN Vilmundarson, bankastjóri, hefur verið skipaður formaður öryggismálanefndarinn- ar í stað Einars Ágústssonar, sem lét af því starfi er hann tók við embætti sendiherra í Kaupmannahöfn. Benedikt Gröndal skipaði Björgvin Vilm- undarson í þetta starf sl. mánu- dag, 4. febrúar en Björgvin hefur verið annar af tveimur fulltrúum Alþýðuflokksins í nefndinni. Vesturgata 29, sem Þorkell Valdimarsson gaf MFA fyrir 2 árum, en Alþýðubankinn er nú að selja. Þar bjó Ottó N. Þorláksson fyrsti forseti ASI og þaðan var farin fyrsta kröfuganga verkalýðshreyfingarinnar 1. maí 1923. (Ljósm. Ól.K.Magn.) „Fái Dagblaðið forsíðufréttir sínar með þessum hætti ber ég ekki mikla virðingu fyrir frjálsri blaðamennsku“ Segir Sólveig Pálmadóttir „FÁI Dagblaðið sínar forsíðu- fréttir á þennan hátt, þá ber ég nú ekki mikla virðingu fyrir frjálsri blaðamennsku,“ sagði Sólveig Pálmadóttir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Sólveig er formaður Sjálfstæðisfélags Ncs- og Mela- hveríis, og í Daghlaðinu í gær er haft eftir henni að hún sé „ekki til viðtals um brottrekst- ur Gunnars“ úr félaginu, en Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra er einn félaga í hverfafélaginu. Sólveig sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki hafi verið minnst á brottrekstur Gunnars í samtali hennar við blaðamann Dagblaðsins. „Blaða- maðurinn kynnti sig, og kvaðst heita Gunnlaugur," sagði Sól- veig, „og bar hann síðan upp þrjár spurningar. í fyrsta lagi spurði hann hvort ég væri ekki formaður í þessu hverfi hér, og kvað ég já við því. Þá spurði hann hvort til stæði að halda fund hér í hverfinu. Svaraði ég því neitandi, slíkt hefði ekki komið til umræðu. Þá spurði hann hvort Gunnar Thoroddsen væri ekki í félaginu, og svaraði ég því játandi, en sagðist ekki vera til viðtals um þessi mál. Við fylgdumst bara með framvindu mála eins og aðrir. Það sem gerist næst er að ég rek augun í þessa forsíðufrétt, og finnst mér þetta vægast sagt óforskammað hjá blaðinu. Blaðamaðurinn minntist ekki dagbiaðib frjálst, óháð dagblað Vertiur forsætisréAhemnn rekim úr fíokknum? Égerekki til viðtals um brottrekstur Gunnars Meíaöverfis, þersem dr. GunnerThoroddseuerteug, _ Forsíðufrétt Dagblaðsins í gær. einu orði á brottrekstur Gunn- ars, það eina sem hann nefndi í sambandi við nafn Gunnars Thoroddsens, var það að hann spurði hvort hann væri ekki í þessu hverfafélagi. Er mér ó- mögulegt að skilja hvernig menn geta snúið hlutum við á þennan hátt,“ sagði Sólveig að lokum, „og þessi „frétt" Dagblaðsins gefur alrangar hugmyndir af samtalinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.