Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 Hreiðar Guðlaugs- - Minningarorð son Fæddur 22. júní 1922. Dáinn 1. febrúar 1980. Hinn 1. þ.m. lést Hreiðar Guð- laugsson, starfsmaður Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, eftir erfiða sjúkdómslegu. Haföi hann þá starfað hjá því fyrirtæki í 25 ár, en hann réðst til útgerðarinnar 1. janúar 1955. Hófust þá löng og góð kynni okkar Hreiðars, ekki aðeins í starfi, heldur og utan þess, því að ég tel, að með okkur hafi alla tíð verið góð vinátta. Hreiðar fæddist í Reykjavík 22. 6. 1922, sonur hjónanna Ingveldar Hróbjartsdóttur og Guðlaugs HJ. Vigfússonar, málara hér í bæ. Eru þau nú bæði látin. Hreiðar átti þrjár alsystur, þær Kristínu, Jenný og Guðrúnu, og hálfsystur, Rögnu, dóttur Guðlaugs, er var elst þeirra. Eru þær allar á lífi, og hefir ávallt verið mjög kært með systkinunum öllum. Hreiðar ólst upp í Laugarnes- hverfi og varð fljótt ljóst í hverf- inu, að hér var á ferðinni óvenju fjörmikill drengur, fullur af gáska og framtakssemi. Segir Gestur Þorgrímsson mjög skemmtilega frá bernskubrekum þeirra félaga í bók sinni „Maður lifandi", „þegar þeir voru börn og bjuggu til höll úr hundaþúfu eða fólk úr þvotta- klemmum, reyttu gras handa hrútshornum eða sigldu skónum sínum til annarra landa", eins og segir í formála bókarinnar. Hugð- ust þeir smíða „fyrstu svifflugu á íslandi", og skyldi hún dregin á loft af Mósa gamla. Það kom í hlut Hreiðars að vera flugmaðurinn. Á loft komst flugan, en ferðinni lauk meö brotlendingu. Engan sakaði þó, enda ekki hátt flogið. Þegar Hreiðar óx upp, gekk hann að öllum venjulegum störf- um. Um skeið vann hann við afgreiðslu hjá fisksala að Lauga- vegi 27. Eignaðist hann marga ágæta vini meðal viðskiptamann- anna, enda var hann sérlega röskur við afgreiðsluna, en jafn- framt glettinn og ljúfur í viðmóti. Bifreiðaakstur stundaði hann um tíma. Hann réðst til vinnu í Baldursstöðinni, sem var saltfisk- verkunarstöð í vesturbænum. Þar sem annars staðar gat hann sér hið besta orð sem ágætur starfs- maður og fékk hann, er hann starfaði þar, löggildingu sem salt- fiskmatsmaður. Einnig stundaði Hreiðar sjóinn. Var hann nokkuð á togurum, m.a. á Hvalfellinu með Snæbirni Ólafssyni. Hinn 28. ágúst 1943 gekk Hreið- ar að eiga Olínu Kristinsdóttur, hina ágætustu konu. Varð hjóna- band þeirra mjög farsælt og eignuðust þau brátt fallegt heim- ili. Þau eignuðust tvo syni, Guð- laug, f. 1943, og Helga Má, f. 1952. Guðlaugur stundaði nám við Veit- inga- og hóteiskóla íslands og lauk þaðan prófi með mjög góðum vitnisburði. Rekur hann nú mat- + Elskulegur sonur okkar, KETILL AXELSSON, Sunnubraut 45, Kópavogi, er lézt af slysförum þriöjudaginn 5. febrúar, veröur jarösunginn miövikudaginn 13. febrúar frá Kópavogskirkju kl. 3. Axal Katilsaon Erla Axeladóttir Laufey Torfadóttir Guöbjörg Karen Axeladóttir + Eiginmaöur minn, faoir okkar, tengdafaöir og afl, KRISTINN OTTASON, skipasmiöur veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Guölaug Eiríkadóttir Hanna Kristinsdóttir, Hilmar Gestsson, Otti Kristinsson, Rannveig ívarsdóttir, og barnabörn. + Eiginmaöur minn ÞORGEIR ÞORSTEINSSON veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl. 1.30. Þeir sem vildu minnast hins látna vinsamlega láti líknarstofnanir njóta þess Fyrir hönd barna, tengdadóttur og barnabarna, Sigurbjörg Guömundadóttir. + Eiginmaöur mínn og faöir okkar TÖMAS TÓMASSON Langholtsvegi 165 veröur jarðsettur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl. 10.30. Elfsabet Elíasdóttir Fjóla Tómaadóttir Bjarni Tómaason Sóley Tómasdóttir Jens Tómasson Margrét Tómasdóttir Haukur Tómasson Elías Tómaaaon + Maöurinn minn HREIÐAR GUÐLAUGSSON Ásgardi 73, veröur jarösunginn frá Bústaoakirkju, mánudaginn 11. febrúar kl. 3 Þeir sem vildu minnast hins látna er bent á krabbameinsfélagiö. Ólína Kristinsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. stofu að Laugarási með miklum myndarbrag. Hann kvæntist Kol- brúnu Guðmundsdóttur og eiga þau 3 börn. Yngri sonur þeirra Hreiðars og Ólínu, Helgi Már, er loftskeyta- maður. Starfar hann nú á Kefla- víkurflugvelli við eftirlit, viðhald og viðgerðir á fjarskiptatækjum. Helgi er kvæntur Guðrúnu Sig- mundsdóttur, sem á eina dóttur. Gengur Helgi henni í föður stað. Hreiðar fylgdist vel með sonum sínum eftir að þeir fóru úr föður- húsum. Var honum mjög annt um þá og gladdi það hann mjög, hversu vel þeir komust til manns. Veit ég, að hugur hans dvaldi mjög oft með þeim, fjölskyldum þeirra og starfi og ríkti með þeim feðgum og fjölskyldunni allri gagnkvæm vinátta. Eins og áður er sagt réðst Hreiðar til starfa hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur hinn 1. janúar 1955, þar sem hann starfaði til dauða- dags. Er skemmst frá því að segja, að Hreiðar vann sér þar hylli allra, er með honum störfuðu. Starfaði Hreiðar við afgreiðslu togaranna af mestu samvisku- semi. Hann var þannig gerður, að hann fann ávallt hjá sér hvöt til að færa allt í betra horf, ef þess var kostur, án þess að hann væri um það beðinn, því að honum var mjög annt um hag útgerðarinnar. Með ráðdeildarsemi sinni hefir hann vafalaust sparað útgerðinni mikið fé. Sjálfur var hann allra manna sporléttastur, ef því var að skipta, og þoldi ekki öðrum seinlæti eða hangs. Það gustaði að honum, því að hann þoldi enga lognmollu, en með honum bjó hlýr hugur vel- vildar í garð allra. Stundum gat honum runnið í skap, en jafnan fljótt var honum runnin reiðin. Hjálpfýsi var honum í blóð borin, hver sem í hlut átti. Hreiðar var félagslyndur og hafði mikinn áhuga á félagsmál- um. Hann var trúnaðarmaður fastráðins starfsfólks Bæjarút- gerðarinnar hjá B.S.R.B. og var í stjórn þeirra samtaka. Til þess að kynnast betur félagsstörfum sótti hann námskeið í félagsmálum. Hygg ég, að Hreiðar hafi verið góður fulltrúi starfsfólksins, því að hann bar jafnan hag þess fyrir brjósti og leitaðist við að stuðla að sáttfýsi manna á milli, ef því var að skipta. Sérstök vinátta tókst með Hreiðari og yfirverkstjóranum, Sigurði Kristjánssyni, og var sam- vinna þeirra mjög náin. Tók Hreiðar við störfum Sigurðar í sumarleyfum hans og leysti þau af hendi með ágætum. Sigurður reyndist honum og ætíð mjög vel, ekki síst í hinum erfiðu veikindum hans nú undanfarið. Þegar ég lít yfir horfna tíð, á ég margar skemmtilegar og fallegar minningar um Hreiðar úr starfi og tómstundum. Fórum við Hreið- ar nokkrum sinnum, ásamt Sig- urði Kristjánssyni, í veiðiferðir og í vetrarferðir. Er mér sérstakiega minnisstæð ein slík ferð, er við Ientum í snjóþyngslum og erfiðri færð inni í Þjórsárdal. Yfirleitt var Hreiðar ágætur ferðafélagi, alltaf kátur og hress og sérstak- lega úrræðagóður, ef eitthvað bjátaði á. Fyrir liðlega ári kenndi Hreiðar sér þess meins, sem átti eftir að draga hann til dauða. Þegar hon- um varð ljóst, að hverju fór, tók hann því með æðruleysi og virtist staðráðinn í að beygja sig ekki fyrir örlögum sínum. Á meðan hann lá banaleguna, ræddi hann við Sigurð Kristjánsson, vin sinn, + Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug, við fráfall og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa. HELGA F. ARNDAL Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki St. Jósefsspít- ala Hafnarfiröi fyrir góöa umönnun. Gu6laug M. Arndal Sigríöur H. Arndal Emil Emilsson Jónína K. H. Arndal borsteinn Hjaltason Guörún H. Arndal Gestur Eggertsson Magnús H. Arndal og barnabörn. + Innilega þökkum viö öllum fyrir vinarhug og samúð við andlát og útför fööur okkar og tengdafööur ÁSGRÍMS guðjónssonar fyrrverandi tollvaröar Ambjörn Ásgrímsson, Guojón Ó. Ásgrlmsson, Ragnheiður Áagrímsdóttir, Kristín Guövarðardóttir, Svanlaug Magnúsdóttir, Sigur6ur Sigurösson. + Þökkum auösýnda samúö vlö andlát og útför konu minnar, móöur og tengdamóöur ELINBORGAR ÞÓROARDÓTTUR, Rauðalwk 2. Vigberg Einarsson, Ásta Anna Vigbergsdóttir, Axel Bjðrnsson. Lokað vegna jarðarfarar HREIÐARS GUÐLAUGSSONAR mánudaginn 11. febrúar kl. 14—17. Veitingahúsið Lauga-Ás. um það, hvort ekki væru tök á að fá léttari starfa, þegar honum skánaði. Að tveim dögum liðnum var hann allur. Samstarfsfólk Hreiðars á á bak að sjá góðum félaga þar sem Hreiðar er, og mun það lengi minnast hans. Vil ég að lokum votta konu Hreiðars og fjölskyldu allri inni- lega samúð. Þorsteinn Arnalds. Á morgun kl. 15 verður til moldar borinn Hreiðar Guðlaugs- son, verkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Hann var fæddur 22. júní 1922, sonur hjónanna Guðlaugs H. Vig- fússonar og Ingveldar Hróbjarts- dóttur, sem búsett voru í Reykjavík. Þrjár alsystur átti Hreiðar og eina hálfsystur. Snemma fór Hreiðar að vinna fyrir sér og vann hann alla algenga vinnu til lands og sjós, svo sem bifreiðastjórn hjá Olíuversl- un íslands um nokkura ára skeið og um tíma hjá Baldursstöðinni við saltfiskverkun, en þar aflaði hann sér matsréttinda í þeirri grein. Þá var hann og um tíma á togurum. 28. ágúst 1943 kvæntist Hreiðar eftirlifandi konu sinni, Ólínu Kristinsdóttur en þau eignuðust 2 syni, Guðlaug matsvein og Helga Má loftskeytamann. Um áramótin 1955 hóf hann störf hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur og var þar til dauðadags. Við, sem áttum því láni að fagna að þekkja Hreiðar trúum því vart að hann skuli nú á besta aldri vera horfinn sjónum okkar. Það er huggun í harmi, að minningin um góðan dreng lifir þótt svona fari. Við vitum að þetta er sú ferð sem fyrir öllum liggur og við erum þess fullvissir, að björt framtíð á næsta tilverustigi bíður okkar allra. Við þökkum fyrir það, að hafa fengið að þekkja og starfa með Hreiðari Guðlaugssyni og sendum konu hans og sonum, systrum og öðru venslafólki hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Vinnufélagar. Við eigum bágt með að trúa því að Hreiðar afi sé látinn. — Við vissum að hann var veikur, en gerðum okkur ekki greiri fyrir því hve alvarlegur sjúkdómur hans var. — Því alltaf var hann kátur, glaður og brosandi. Okkur langar að þakka honum allt það sem hann gerði fyrir okkur og allt það sem hann var okkur. — Ógleymanlegir verða sunnudags-bíltúrarnir með hon- um. — Hve gaman var t.d. að fara með honum um höfnina og út á hafnargarðana, þar sem hann sagði okkur frá skipunum, sem hann virtist þekkja öll, — frá lífi og starfi sjómannanna. — Já og ekki munum við gleyma því þegar við fengum að gista hjá afa og ömmu í Ásgarðinum. — Og svo ótal margt annað munum við geyma í minningu okkar. — Og þegar litli bróðir er orðinn nógu stór munum við segja honum frá hve elskulegur og góður maður afi okkar var. Við biðjum góðan Guð að gefa ömmu styrk í sorg hennar. Hreiðar, Rósa og Ólafur Már. Af mælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að af mælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.