Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
31
Alfreð Flóki
þessum stöðum: Þarna sitja vondu
karlarnir."
„Ég skal minnast þín í bænum
mínurn," sagði Flóki þegar við
vorum komnir á leiðarenda, „og
það verður ekki neikvæð viðbót við
Faðirvorið. Einu sinni þurfti ég að
grípa til þess um nokkurn tíma. Þá
lentum við Tryggvi Ólafsson list-
málari í Kaupmannahöfn upp á
kant og eins og sönnum óvinum
sæmdi þá töluðum við ekki saman.
Þegar kom að fyrirgefningunni og
skuldunautunum í bæninni bætti
ég alltaf við: Nema Tryggva Ól-
afssyni.
Svo var það einn dag að Tryggvi
kom á heimili mitt sem þá var í
Danmörku. Ég tók mér náttúrlega
bók í hönd og fór snúðugur út í
garð. Maður talaði nú ekki við
hvern sem var.
Þar sem ég sat í garðinum og las
fór að berast til mín þessi stór-
kostlegi ilmur. Maður getur diskú-
terað um Tryggva sem málara, en
hann er snillingur sem kokkur og
ég sá mitt óvænna og læddist inn í
gúllasið. Síðan höfum við verið
beztu vinir.“
„Hvað með hið ljúfa líf, Flóki?“
„Blessaður, maður er farinn að
gamlast. Hér áður fyrr gat maður
drukkið stanzlaust í tvo sólar-
hringa og að því loknu svolgraði
maður í sig eitt glas af köldu vatni
og settist við teikniborðið. Nú, og
ef maður skandaliseraði í þessum
lotum þá sprikluðu tærnar á
manni af ánægju. Nú er þolið hins
vegar farið til fjandans og ef
maður slysast til að móðga ein-
hvern, jafnvel aðeins miðlungs-
borgara, þá skelfur maður og
nötrar af vanlíðan. Þetta eru
ellimörk, en kúnstnerinn og meist-
arinn Flóki fellur ekki undir það
fremur en hans eilífu listaverk."
■
tilkynnt, að ekið hefði verið á bifr.
R-4773, sem er Mazda 929 grá að
lit, við Njálsgötu 108, Rvík.
Vinstra framaurbretti er skemmt
fyrir ofan hjól og er rauður litur í
skemmdinni. Var lagt á fyrr-
greindan stað kl. 22,30 þann 2.2.
Mánudaginn 4.2. sl. var tilkynnt,
að ekið hefði verið á bifr. R-480,
sem er Mercedes Benz, grá að lit, á
bifr. stæði við Kirkjutorg.
Skemmd er á hægri afturhurð.
Bifreiðin var á fyrrgreindum stað
frá kl. 14.40 til kl. 15.20.
Austurstræti 22,
2. ’hæð. Sími 85055.
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
Glæsibæ — Laugavegi 6b. Simi frá skiptiboröi 85055.
Austurstræti 22 Sími frá skiptiboröi 85055
\l (il.VSIMí \
SI.MIW KK:
22480