Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 17 Birgir ísl. Gunnarsson: Ný ríkisstjórn hefur veriö mynduð. Kjósendur eiga kröfu til þess að þingmenn skýri af- stöðu sína til ríkisstjórnarinnar, jafnt stjórnarsinnar sem stjórn- arandstæðingar. Meðan þessi nýja ríkisstjórn situr að völdum mun ég verða í hópi stjórnarand- stæðinga í samræmi við ályktun þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ekki svo að skilja að ég muni ekki fylgja góðum málum, sem hún kann að bera fram. Heldur á heilindum. Gildir einu, hvort um er að ræða samskipti í fjölskyldum, félögum, stjórn- málaflokkum eða í æðstu þjóð- félagsstofnunum eins og Alþingi. Alls staðar eru skoðanir skipt- ar um menn og málefni. Því aðeins er hægt að leysa þau deilumál, þannig að til farsældar verði, að menn geti talað saman af hreinlyndi, skipst á skoðunum og reynt að komast að sameigin- legri niðurstöðu. armyndunartilraunir væru vel á veg komnar, að við hinir fréttum hið sanna í málinu. Allt það sem síðan hefur gerst, hefur verið einskonar áróðursstríð af allra hálfu. Eitt vitum við fyrir víst, sem í þessu höfum staðið. Það var aldrei neinn vilji til þess af hálfu Framsóknar og Alþýðu- bandalags að ganga til stjórnar- samstarfs við Sjálfstæðisflokk- inn. Sá megintilgangur að reyna að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn helgaði öll meðöl. Þó að þessi aðdragandi, sem í smáatriðum hefur þegar komið fram á öðrum vettvangi, væri ærin ástæða til andstöðu við þessa ríkisstjórn, þá kemur fleira til. Kem ég þá að næsta þætti, sém er málefnasamning- urinn. Ríkisstjórnin hitt, aö ég mun í grundvallar- atriðum berjast gegn þessari stjórn. Að svo miklu leyti sem hægt er að skýra það í stuttri blaða- grein mun ég hér reyna að gera grein fyrir ástæðum þess. I meginatriðum eru ástæðurnar þríþættar: Aðdragandi stjórnar- innar, málefnasamningur henn- ar og samsetning. Ég vil í stuttu máli gera grein fyrir þessum þremur atriðum. Aðdragandinn Aðalsmerki þessarar stjórn- armyndunar eru óheilindi. Öll mannleg samskipti, sem til gæfu eiga að verða, hljóta að byggjast Stöðugar þreifingar í þingflokki Sjálfstæðismanna eru 21 þingmaður. í síðustu viku fengum við, sem skipum þennan þingflokk það staðfest frá póli- tískum andstæðingum okkar, að einn úr okkar hópi hafi síðan í desember verið með stöðugar þreifingar og tilboð um, að hann væri reiðubúinn til hverskonar samstarfs í allar áttir um stjórnarmyndun. Allt fór þetta fram með mestu leynd og þess greinilega gætt að við samflokksmennirnir, baráttufélagarnir og vinir sumir hverjir, yrðum einskis vísari. Við höfðum allir 21 setið saman fund eftir fund, dag eftir dag, til að ræða horfur og aðstæður. Engan grunaði að einn úr hópn- um væri á sama tíma að fara á bak við okkur hina. Fyrstu fregnir f rá and- stæðingum Það var fyrst, þegar forystu- menn annarra flokka skýrðu okkur frá því að þessar stjórn- Málefna- samningurinn Því miður ber þessi málefna- samningur þess merki að hann er saminn af vinstri mönnum. í mörgum mikilvægum atriðum gengur hann gegn grundvall- arstefnu Sjálfstæðisflokksins. Verðbólguvandinn er tekinn lausatökum, stefnt er að stór- auknum ríkisútgjöldum og hvergi getið um hverhig. tekna eigi að afla á móti eða hvar eigi að lækka útgjöld. Ríkisstjórn stefnir því að stór- auknum sköttum eða halla á ríkissjóði, aukinni seðlaprentun 9g söfnun eyðsluskulda erlendis. I verðlagsmálum er stefnan sú að fastbinda verðhækkanir án tillits til innlendra kostnaðar- hækkana, en það hlýtur að þrengja mjög hag atvinnulífsins og hafa í för með sér samdrátt og atvinnuleysi. Ekki minnst á varnarmálin Kaflinn um utanríkismál vek- ur og athygli í málefnasamn- ingnum. Þar er ckki vikið einu orði að utanríkis og varnarmál- um. Hinsvegar er í þeim kafla fjallað um öfluga atvinnuupp- byggingu á Suðuinesjum og að öryggismálanefnd skuli hraða störfum. Þetta vekur upp spurn- ingar um, hver sé hin raunveru- lega stefna í öryggis- og varn- armálum þjóðarinnar. Með Al- þýðubandalagið innan borðs er meiri þörf en dla á því að fastmóta stefnuna. Andstæð- ingarnir fá mikilvægustu ráðuneytin Þetta eru aðeins nokkur atriði, sem eru gagnrýnisverð í málefn- asamningnum. Þriðja atriðið, sem hlýtur að valda andstöðu við þessa ríkisstjórn er samsetning hennar. Þeir Sjálfstæðismenn, sem gengið hafa til liðs við höfuðandstæðinga Sjálfstæðis- flokksins í stjórnmálum fá ein- ungis þrjú ráðuneyti, þ.e. forsæt- is-, landbúnaðar- og dómsmála- ráðuneyti. Allt hitt er afhent andstæðingum okkar. Ljóst er því að hjá þessari ríkisstjórn mun vinstri andinn svífa yfir vötnunum. Það kallar á ákveðna andstöðu Sjálfstæðismanna. þeir höfða til, falla saman. Kjós- endur eiga þá kröfu á hendur þingmönnum sínum, að þeir fram- fylgi þeim skoðunum, sem þeir setja fram fyrir kosningar. Kjósendum er vel kunnugt um ákvæði stjórnarskrárinnar um sannfæringu alþingismanna. Hins vegar verður enginn kosinn til Alþingis nema hann lýsi yfir sérstakri sannfæringu, sérstakri skoðun. Jafnvel þótt í stjórnar- skránni stæði, að þingmenn skyldu jafnan bundnir við fyrir- mæli kjósenda, getur hver og einn þingmaður, sem þannig er skapi farinn, hvenær sem er gengið í Ljósm.: Ól.K.M. berhögg við fyrirmælin með vísan til þess, að hann hafi það fyrir satt, að kjósendur sínir hafi horfið frá fyrri sannfæringu sinni, skipt um skoðun. Yfirlýsing stjórn- arskrárinnar um þetta er þannig ekki mjög merkileg. Gunnar Thoroddsen og fylgis- menn hans gáfu kjósendum sínum tiltekin loforð í helstu þjóðmálum. Fyrir utan það, að þeir hafa einnig undirgengist að hlíta skipulags- reglum Sjálfstæðisflokksins og forystu flokksins á hverjum tíma eins og hún er valin af meirihluta á flokksfundum hverju sinni. Spurningin nú er ekki um tilvist þessara grundvallarreglna í flokkastarfi heldur hvað sannfær- ing manna býður þeim að brjóta margar af þessum reglum að þessu sinni. Flestir menn hafa einhvern tíma tekið þátt í einhvers konar félagsstarfi. Óþarft er þess vegna að rekja það í löngu máli, hverjar eru almennar forsendur þess, að félóg séu starfhæf. Úrslitakostir eru ekki til þess fallnir, að einlægt samstarf þróist. Almennar leik- reglur gera ráð fyrir því, að mönnum gefist tækifæri til þess að segja álit sitt á sameiginlegum viðfangsefnum og koma að sjón- armiðum sínum varðandi þau verkefni, sem allir eiga að hrinda í framkvæmd. Skoðanir þarf að samræma til að bestur árangur náist. Við stjórnarmyndun sína hefur Gunnar Thoroddsen haft þessar leikreglur að engu. Fall Evrópu Morgunblaðið birti um síðustu helgi ítarlega frásögn tveggja breskra sérfræðinga um það, hvernig þeir atburðir kynnu að gerast, sem gætu leitt til þess, að fleygur yrði rekinn milli Vestur- Evrópu og Bandaríkjanna, og Sov- étmenn næðu því markmiði sínu að með ofurvaldi hefðu þeir ráð allra Evrópuríkja í hendi sér. Atburðarásin byggist á því í þessari frásögn, að norska eyjan Svalbarði verði tekin og breytt í sovéska flotastöð. Vegna aðgerða- leysis Bandaríkjanna hætti Evr- ópuþjóðir að treysta þeim og Atlantshafsbandalagið leysist upp í hræðslu manna við að ganga í berhógg við vilja Sovétríkjanna. Athygli manna hefur undanfar- in ár beinst frá Mið-Evrópu, þar sem hersveitir austurs og vesturs standa gráar fyrir járnum and- spænis hver annarri. Umræður um svonefnd jarðarsvæði Atl- antshafsbandalagsins hafa aukist. Tyrkland og Grikkland eru á þessu svæði í suðri og Noregur, Island, Grænland og Kanada í norðri. í frásögninni um fall Evrópu beindist athygli Sovét- manna að Svalbarða, þar sem Atlantshafsbandalagið hefur eng- an viðbúnað, on samkvæmt al- þjóðasamningi um eyjuna er bannað að hafa þar nokkurn herviðbúnað. Frásögnin byggðist á því, að með klókindum skyldi grafið undan trausti manna á Bandaríkjunum en ekki lagt út í átök við þau. Þess vegna var horfið frá því ráði að'láta Sovét- menn beita sér á suður-jaðrinum, þar sem sjötti floti Bandaríkjanna er á sveimi. I huga sovéskra herfræðinga er Island ótvírætt æskilegt herfang en áform um töku landsins stranda á tilvist bandaríska varn- arliðsins í landinu. Auðvelt er að ímynda sér, hvernig með ísland yrði farið, ef hérlendis væri ekki traustur viðbúnaður til varna. Sovétmenn hefðu áreiðanlega fremur staðnæmst við ísland en Svalbarða í frásögninni um fall Evrópu, ef þeir hefðu verið sann- færðir um, að hernám landsins væri ekki of dýrkeypt. Frá sov- éskri flotastóð á Islandi yrði auðvelt að skapa þá aðstöðu á siglingaleiðinni yfir Atlantshaf, að næstum ógjörningur yrði fyrir Atlantshafsbandalagið að sýna fram á, að með liðsauka frá Bandaríkjunum yrði unnt að koma Vestur-Evrópu til bjargar á hættustundu. Á betri veg er varla unnt að grafa undan þeirri öryggistryggingu, sem felst í At- lantshaf sbandalaginu. Nýlega birtu Kínverjar yfirlits- grein yfir hernaðarstefnu Sov- étríkjanna, sem miðar að heims- yfirráðum. í þeirri grein er að sjálfsögðu lögð áhersla á þann gífurlega vöxt, sem verið hefur í öllum greinum sovéska hersins undanfarin ár. Þar kemur og fram staðfesting á þeirri kenningu Kínverja, að Sovétmenn hafi uppi áform um skyndiárásir og leiftur- sókn. Hernaðarstefna þeirra byggist ekki síst á því, að þeir verði fyrri til en andstæðingurinn. Segir í greininni, að mikilvægi þessa þáttar í soveskri hernað- arstefnu megi ráða af því, hvernig heræfingum er háttað. Til dæmis séu þær sveitir, seir annast lang- drægar eldflaugar Sovétmanna einkum æfðar a '.-ídögum og hefjist æfingarna: oftast um miðnætti og stain l'ram undir morgun. Þá séu langfleygar flug- vélar einkum á fefði mi að nætur- lagi. Segja Kínverjar, að innrás Sovétríkjanna og f\ giríkja þeirra í Tékkóslóvakíu 1968 hafi sýnt, hvernig unnt er að standa að skyndiárás með venjulegum vopn- um. Sovétmenn b&fi beitt þeirri hefðbundnu starfsaðferð sinni að halda fórnarlambinu að inni- haldslausum samningaviðræðum til að slæva það, á meðan aftakan var undirbúin. Heiaí'la hafi verið stefnt saman undir því yfirskini, að um æfingar vaeri að ræða. Fyrirvaralaust hefðu svo fall- hlífahermenn, sknðdrekar og vélaherdeildir verið sendar inn í Tékkóslóvakíu. Það hefði tekið þessar sveitir sex stundir að leggja undir sig alla mikilvægustu staði landsins frá hernaðarlegu sjónarmiði og þrjá sólarhringa að taka landið allt. Þessir atburðir gerðust 1968 og síðan hefur sovéski herinn stór- eflst. Innrásin í Afganistan var framkvæmd með sama hætti. Fyrirvaralaust var hófuðborg landsins komin á vald fjölmenns sovésks herliðs, sem flutt var með flugvélum í skjóli náttmyrkurs. Menn verða að hyggja að þessu veldi Sovétmanna nú þegar þeir af fláræði sínu eru að búa sig undir nýja friðarsókn, þar sem þeir gerast svo djarfir að setja Evrópu einskonar úrslitakosti um að ann- að hvort sýni hún þeim vinsemd eða hverfi í helkulda kaldastríðs- ins undir handarjaðri Jimmy Carters Bandaríkjaforseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.