Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
25
Efemía Gísladóttir
frá Húsey — Minning
Fædd 4. marz 1902.
Dáin 27. janúar 1980.
Viö erum mörg sem kveðjum
Efemíu Gísladóttur með söknuði.
Útför hennar var gerð frá
Glaumbæjarkirkju 2. febrúar sl.
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Þegar við fréttum að Effa (en
það var hún ætíð kölluð) væri dáin
fóru minningarnar að hrannast
upp í hugum okkar. Hún sem
alltaf var svo kát, svo lífsglöð, en
allt í einu horfin svo skjótt.
Hún var fædd á Stóru-Seylu 4.
mars 1902. Foreldrar hennar voru
Gísli Benediktsson bóndi á Hall-
dórsstöðum og kona hans, Ingi-
björg Björnsdóttir. Ólst hún upp
hjá foreldrum sínum á Halldérs-
stöðum ásamt tveimur bræðrum
sínum sem báðir eru á lífi.
Árið 1929 giftist hún Felix
Jósafatssyni kennara og skóla-
stjóra og eignuðust þau fimm
mannvænleg börn sem öll eru á
lífi.
Þau bjuggu sín fyrstu búskapar-
ár á Halldórsstöðum eða frá
1929—1932 er þau fluttust að
Húsey og áttu þar sitt heimili
fram til ársins 1955. Þau stunduðu
þar búskap, jafnframt því sem
hann kenndi og var skólinn þá inni
á þeirra heimili, sem hefur verið
mikil viðbót við önnur heimilis-
störf.
Sveitastörfin voru Effu afar
kær. Hún hafði yndi af skepnum,
enda var hún sannkallað náttúr-
unnar barn. Effa var einstaklega
starfsöm kona, hjálpfús með af-
brigðum og ekki síst við þá sem
minna máttu sín og lýsir það
mannkostum Effu vel.
Frá Húsey flytja þau í Varma-
hlíðarhverfið, reistu þar myndar-
legt hús er þau nefndu Sunnuhlíð.
Þar áttu þau heima þar til síðustu
árin að þau keyptu sér íbúð á
Sauðárkróki og bjuggu þar til
dauðadags. Mann sinn missti Effa
1974.
Hér er farið hratt yfir enda ekki
ætlun okkar að skrifa sögu Effu.
Það gera aðrir okkur fróðari.
Okkur er nú efst í huga á
skilnaðarstundu þakklæti til
hennar frá okkur fyrir sérstaklega
góða viðkynningu og fórnfýsi
hennar á liðnum árum og ekki síst
frá börnunum okkar sem þótti svo
vænt um Effu, enda var hún þeim
alltaf svo góð.
Börnum hennar, tengdabörnum
og öllum hennar ástvinum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Efemíu
Gísladóttur. _
Anna og Konni.
1973 — Kissinger kemur til
Hanoi í fyrstu heimsóknina eftir
vopnahlé.
1971 — Lon Nol, þjóðhöfðingi
Kambódíu, fær heilablóðfall.
1962 — Rússar sleppa Francis
Gary Powers í skiptum fyrir
Rudolf Abel.
1953 — Neguib hershöfðingi fær
alræðisvald í Egyptalandi.
1947 — Rússar gera friðarsamn-
ing við Finna.
1943 — Áttundi her Breta sækir
að landamærum Túnis.
1939 — Japanir taka eyna Hain-
an af Kínverjum.
1878 — Tíu ára stríði á Kúbu
lýkur með E1 Zanjou-sáttmála.
1846 — Her Goughs sigrar
Síkha við Sobrahan á Indlandi.
1840 — Viktoría drottning gift-
ist Albert prins — Kanada
sameinast.
1828 — Símon Bólivar fær
völdin í Kólombíu.
1811 — Rússar taka Belgrad og
tyrkneska herinn til fanga.
1763 — Bretar fá Kanada sam-
kvæmt Parísar-friðnum og ófriði
Breta og Frakka lýkur.
Aímæli — William Congreve,
enskur leikritahöfundur (1670—
1729) — Charles Lamb, brezkur
rithöfundur (1775—1834) —
Harold Macmillan, brezkur
stjórnmálaleiðtogi (1894—) —
Leontyne Price, bandarísk
sópransöngkona (1927—) — Bor-
is Pasternak, rússneskur rithöf-
undur (1890—1960).
Andlát — 1837 Alexander
Pushkin, rithöfundur — 1912
Joseph Lister, skurðlæknir —
1939 Píus páfi XI.
Innlengt — 1782 Póstferðir
hefjast — 1850 Dómkirkju-
hneykslið: síra Ásgrímur
afhrópaður — 1870 Stöðufrum-
varpið til fyrstu umræðu í
danska þinginu — 1888 Söfnun-
arsjóður íslands stofnaður —
1924 d. Jón Þorkelsson þjóð-
skjalavörður — 1962 Togarinn
„Elliði" sekkur vestur af Önd-
verðanesi (26 bjargað, tveir fór-
ust) — 1968 Danska skipið
„Hans Sif“ ferst við Rifstanga.
Orð dagsins — Ég vildi að hann
gæti útskýrt útskýringu sína —
Byron lávarður, enskt skáld
(1788-1824).
Stjórnmálaskóli
Sjálfstæðisflokksins
STJÓRNMÁLASKÓLI
Sjálfstæðisflokksins mun
starfa dagana 3.-8. mars
n.k. Skólinn verður að
þessu sinni dagskóli. Hefst
hann kl. 09 daglega og
stendur yfirleitt til kl. 18.
Að venju verður lögð
áhersla á það í skólastarf-
inu að kenna almenn fé-
lagsstörf, ræðumennsku,
efnahagsmál, uppbyggingu
launþega- og atvinnurek-
endasamtaka, ásamt því að
starf Sjálfstæðisflokksins
verður kynnt. Þessir þættir
eru aðeins brot úr þeirri
fjölbreyttu dagskrá, sem
kennd verður í skólanum,
en dagskráin verður aug-
lýst nánar í fjölmiðlum
síðar.
Stjórnmálaskólinn hefur
sífellt öðlast auknar vin-
sældir og er því þeim er
áhuga hafa, bent á að
tryggja sér pláss sem fyrst.
(Fréttatilkynning frá skólanefnd)
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Nikódemus kom til Jesú til að spyrja hann um eilift líf.
Frelsaðist hann?
Við höfum ríka ástæðu til að ætla, að Nikódemus
hafi orðið lærisveinn Krists. Eða hvernig getur
nokkur látið svo áleitna ræðu sem þá, er Jesús flutti
fyrir Nikódemusi, eins og vind um eyrun þjóta?
Nikódemus kom til Jesú um nótt (af því að hann gat
ekki beðið til morguns). Mér er nær að halda, að hann
hafi verið reiðubúinn og fús til að fylgja Jesú.
Hann var reyndar nærstaddur eftir krossfestingu
Jesú og taldi sig til lærisveina hans. „En Nikódemus,
hann, sem í fyrstunni hafði komið til Jesú um nótt.
kom einnig og hafði með sér hér um bil hundrað purid
af myrrublönduðu alóe. Þeir tóku nú líkama Jesú og
sveipuðu hann í líndúk með ilmjurtum, eins og siður
er hjá Gyðingum að búa lík til greftrunar" (Jóh. 19,
39-46).
í þá daga tók sá á sig áhættu, sem gekk í flokk með
vinum Jesú, en Nikódemus var meðal þeirra fáu, sem
þorðu að standa við hlið frelsarans.
Þó að við heyrum ekki mikið um hann eftir
upprisuna, megum við gera ráð fyrir, að hann hafi
orðið sannfærður, kristinn maður. Hugsanlegt er, að
hann hafi gerzt kristniboði í fjarlægu landi eftir
hvítasunnu. Hann hafði frá miklu að segja, og ég er
viss um, að hann hefur vitnað dyggilega um Jesúm.
Carter
vill konur
í herinn
Washinuton. 8. (ohrúar. AP.
CARTER Bandaríkjaforseti
lagði í dag til að konur og
karlar á aldrinum 19—20 ára
létu skrá sig til herþjónustu,
og að kvöðin næði á næsta ári
einnig til þeirra sem þá verða
18 ára. Sagðist Carter leggja
þetta til svo að bandaríska
þjóðin yrði betur búin undir
að sporna við „árásar- og
útþensluhneigð Sovétríkj-
anna“.
Konum í Bandaríkjunum
hefur ekki áður verið gert að
gegna herþjónustu, en Carter
sagði að sú ákvörðun væri
viðurkenning á stöðu konunn-
ar í bandarísku þjóðfélagi.
Tillögur Carters voru hart
gagnrýndar á þinginu í dag og
fullyrtu þingmenn að þær
næðu ekki fram að ganga.
í tilefni af 30 ára afmæli Radíóbúöarinnar og 50 ára
afmæli ASA verksmiðjanna, bjóöum viö takmarkaö magn
22“ og 27“ litstjónvarpa, meö sérstökum afmælisafslætti
Staögreiösluafslátturinn er
Nú er tækifæri að
verzla á góðu verði
viöskiptaafsláttur
1° /o 50/n
Staögreiösluverö
á 22“ er:
628.920.-
Staðgreiösluverð
á 26“ er:
694.791-
Athugið að tilboö
stendur aöeins
í stuttan tíma og
magnið er mjög takmarkað
Við þökkum íslendingum viðskiptin í 30 ár.
Verslióisérvenslun meó
UTASJÓNVÖRP og HLJÓMTÆKI
tdcJ. 29800
\ BÚÐIN Skipholti19