Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 Fyrsta heildarsýn- ingin á sögu víkinga l.undijn. AI'. TRÉBÁTUR með árum og seglum, næsta tígulegur og nánast meira ógnvekjandi en stríðsflugvél á þotuöld, trón- ir á flötinni fyrir utan Brit- ish Museum: eftirlíking far- kosta sem notaðir voru í víkingaferðum fyrir meira en eitt þúsund árum. Báturinn er til kynningar á að víkingasýning verður senn opnuð og er vonazt til að hún dragi að sér mikinn mann- fjölda á næstu fimm mánuð- um. Víkingasýning — það vek- ur upp hugmyndir um herskáa ljóshærða víkinga, sem fóru um rænandi og ruplandi, brenndu bæi, stálu verðmæt- um og flekuðu engilsaxneskar meyjar. Hér er hvergi blóð að sjá, né heldur hlaupa um sali æpandi jómfrúr, en sýningin hefur upp á mikið að bjóða af gersemum frá víkingatíma — flest sjálfsagt tekið ófrjálsri hendi á sínum tíma — gull, silfur, heimilisbúnaður, út- skurður, fornir steinar og meira að segja er þarna eitt gamalt stígvél. Þarna er líka - þar eru gull og gersemar, en skrækjandi meyjar og blóðslettur sjást nú hvergi eftirlíking af húsi sem tveir Danir gerðu eftir uppgrefti í víkingabyggð á Jótlandi. „Víkingarnir skildu eftir sig óafmáanleg spor. Ég býst við- að flestir hafi þessa mynd af þeim — grimmir, og harð- drægnir, gjörvilegir og bjartir yfirlitum," segir David Wil- son, sérfræðingur um víkingatímann og forstjóri British Museum. Hann er fyrsti forstjóri safnsins í 227 ára sögu þess sem er mennt- aður fornleifafræðingur. Wilson bendir á að fleiri en víkingar hafi farið með ófriði, bæði Húnar og Gotar, en sjómennskan geri víkingana frábrugðna öðrum ribböldum þessara tíma. „Fólk hefur áhuga á uppruna þeirra og sannarlega komust víkingar til Norður-Ameríku. Það hef- ur sannazt bæði með forn- leifarannsóknum og bók- menntum um sögu víkinga." Wilson sagði að reynt væri á sýningunni að gefa sem gleggsta hugmynd um allt áhrifasvæði víkinga og benda á hversu víðförulir þeir hefðu verið, svo að með ólíkindum væri — þær hefðu ekki farið um Norðurlönd og nágrenni einvörðungu, menjar um þá hafi fundizt og sögur frá þeim sagt á ferðum til Nýfundna- lands og allt austur til Tash- ent og Samarkand austan Kaspíahafs og suður til Bag- dad, Damaskus og Jerúsalem. David Wilson tók við for- stjórastarfi British Museum 1977 og fljótlega upp úr því var farið að undirbúa sýning- una. Eru nú meira en 500 gripir frá víkingatímanum og Starfsmenn British Museum eru hér að setja upp og skoða gripi sem verða á sýningunni. hafa þeir fengizt að láni frá Bretlandi, Danmörku, íslandi, Finnlandi, írlandi, Noregi, Svíþjóð og Vestur-Þýzkalandi. Margir þessara gripa eru feiknalega verðmætir og hefur hvert safn sem lánaði muni, sent sérlegan fulltrúa sinn með gripina til að fylgjast með að allt yrði nú í lagi. Hafa gripirnir verið tryggðir fyrir ótilteknar milljónir sterl- ingspunda. Stórblaðið Times, SAS, og Norræni menning- armálasjóðurinn hafa lagt fram fjármagn til sýningar- innar. Báturinn á flötinni var smíðaður í Noregi og er að stærð tveir þriðju þess sem langskip víkinga voru. Honum var róið frá Þrándheimi til Manar sl. ár, þar sem hann var á sýningu í tilefni afmælis Tynwald. Síðasta sýningin í British Museum sem hlaut óvenjulega aðsókn var 1972, þegar þar var egypsk fornminjasýning og skoðaði þá um ein milljón og tvö hundruð þúsund manns sýninguna. Vonast er til að enn fleiri sæki víkingasýning- una. I júlí verður hún síðan send til New York. Elísabet drottning opnar sýninguna á fimmtudaginn 14. febrúar og þann dag skoða hana aðeins boðsgestir, en fyrir almenning verður hún síðan opnuð daginn eftir. Notkun rafmagns við sements- framleiðslu athuguð BJÁ Sementsverksmiðju rikisins hefur að undanförnu verið unnið að könnun á notkun kola og síðar rafmagns í stað olíu við sements- framleiðsluna. Guðmundur Guð- mundsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar tjáði Mbl. að sú tækni, er þyrfti að taka upp vegna kolanotkunar- innar, væri nú þekkt og notuð víða og ekkert til fyrirstöðu að taka hana upp að frátöldum fjármálunum. Guðmundur Guðmundsson sagði nú unnið að því að taka ákvörðun um kolanotkunina, en leggja þyrfti út í nokkuð kostnað- arsamar breytingar á verksmiðj- unni, sem myndu borga sig á tveimur árum. Um rafmagnsnotk- unina sagði Guðmundur að sú leið væri enn óþekkt við sements- framleiðslu, hún væri á rannsókn- arstigi, en eigi að síður yrði hún könnuð og væri ekki útilokað að taka hana upp eftir nokkur ár, enda hlyti að vera hagkvæmast til lengdar að nota innlenda orku. Athuganir þessar eru gerðar í samvinnu við Iðntæknistofnun. At (II.VSINCA- SIMINN KR: 22480 -*«**.£-& ••••**« ¦** k'+v* *¦¦!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.