Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 „Þá sprikluðu tærnar á manni af ánægju" Síödegisramb meö Alfreð Flóka, sem sýnir í Djúpinu Alfreð Flóki stóð í Djúpinu og myndir hans allt um kring ásamt sýningargestum sem flykkjast ávallt á sýningar þessa meistara blýantsins og pennans. Sýningar- salurinn Djúpið sem er í kjallara undir Horninu við Hafnarstræti ber af sér góðan þokka og faðmlag til gesta og gangandi. „Nú er að fá sér mynd, ekkert hik,“ sagði Flóki, „ná í þau verð- mæti sem gilda í eilífðinni áður en allt fer til andskotans. Það sagði ein konan sem kon hingað að hún gæti ekki keypt mynd vegna þess að hún hefði aldrei unnið í happ- drætti. Ég benti konunni hins vegar á að kaupa mynd án tafar, því þar með hefði hún hlotið stóra vinninginn." Það er flöktandi tunglskin og miðnætti i myndum Flóka. Þrjár af krítarmyndum Flóka, en á sýningunni er meirihlutinn pennateikningar. 'hMsím „Er þetta ekki fyrsta sýningin þín í Reykjavik utan Bogasalar- ins?“ „Akkúrat, og hér er mjög nota- legur staður fyrir sýningar á grafik og teikningum. Aðsóknin hefur verið mjög góð. Ennþá ómar í minni sál og allra sem hér voru við opnun sýningarinnar hinn frábæri flautuleikur Manuelu Wiesler. Hún skoðaði myndirnar áður en hún valdi tónlist eftií öndvegistónskáldin, enda dugði ekkert minna til. Allt hljómaði þetta saman við hina rómantísku stemmningu mynda minna þar sem ástin situr í fyrirrúmi að vanda í sinni ljúfustu mynd.” „Þú ert sem sagt ekki í stökk- breytingunum í listsköpuninni?“ „Stökkbreytingar hjá lista- mönnum bera því aðeins vitni að þeir séu byrjendur eða amatörar." Flóki þurfti að skreppa bæjar- leið, svo að við snöruðumst út í bíl og fórum ökuferð með sjónum. „Hafið er sterkt,“ sagði Flóki, „það espar upp í mér lífsgleðina. Annars dettur mér oft í hug þegar ég sé svona fallegt landslag eins og Esjuna, það sem einn danski mál- arinn sagði: „Det billigste er skidt. Það var sami málari sem sagði: Konur, börn og dýr eru hamingju- söm, en við manneskjurnar eru óhamingjusamar." Bíllinn hikstaði hjá okkur og Flóki tók kipp. „Hann er þó ekki að verða bensínlaus. Það er ægilegt. Það sem ég komst næst því að verða morðingi eða verða myrtur var nótt eina í dönsku skóglendi. Ég var þar á bíl ásamt fegurstu konu kl. 2 um nótt og ég er afskaplega skóghræddur. Bíllinn varð bensín- laus og allt stefndi í óefni, en þá bættist um betur þegar annar bíll rann ljúflega upp að okkar bíl og bauð lausn á vandamálinu." Bíllinn náði aftur skriðinu og öldurhús bar á góma. „Ég hef einu sinni komið inn á veitingahús á heilu ári,“ sagði meistarinn, „það er ekki hægt að gera sér glaðan dag og lyfta glasi í slíkum ribbaldaselskap. Enda segi ég oft þegar ég fer fram hjá MJÖLKIRSAMSALAN NYJA^ HNETUJOGURTIN Hún sló í gegn í Sviss og vinsældir hennar slá nú öll met í Evrópu. Hvað gerist á íslandi? Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum Slysarannsóknardeild lögregl- unnar i Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum i borginni. Þeir, sem upplýsingar geta veitt, eru beðnir að hringja í síma lögreglunnar, 10200. Laugardaginn 2. febr. sl. var tilkynnt, að ekið hefði verið á bifreiðina R-7113, sem er Ford Escort, gul að lit, þar sem bifreið- in var við Súluhóla 2, Rvík. Skemmd á bifreiðinni er á hægra afturaurbretti og er grár litur í skemmdinni. Átti sér stað aðfara- nótt þess 2.2. Sunnudaginn 3. febr. sl. var tilkynnt, að ekið hefði verið á bifr. R-57903, sem er Lada 1200 fólks- bifr., græn að lit, þar sem hún var við hús nr. 79 við Flúðasel. Skemmd á bifr. er á framaur- bretti, framhöggvara, stefnuljós- ker. Bifr. var lagt á fyrrgreindan stað laugardaginn 2.2. Sunnudaginn 3. febr. sl. var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.