Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
pínrgti Útgefandi tdMtafeÍfe hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
Stefnumið ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsens í
utanríkismálum eru eftir-
tektarverð, bæði vegna þess
sem í málefnasamningi
hennar segir, og einnig
vegna hins sem þar er látið
ósagt. Ríkisstjórnin ætlar að
fylgja sjálfstæðri utan-
ríkisstefnu eins og það er
orðað og síðan segir: „í því
sambandi verði þátttaka í
starfi Sameinuðu þjóðanna
og Norðurlandaráði sérstak-
lega styrkt.“ Athyglisvert er,
að hér er ekki getið um
Atlantshafsbandalagið. Þeg-
ar vinstri stjórn Olafs Jó-
hannessonar var mynduð 1.
september 1978, var það tek-
ið fram í málefnasamningi
hennar, að fylgt skyldi
óbreyttri utanríkisstefnu. Þá
sáu alþýðubandalagsmenn
ástæðu til að láta það koma
sérstaklega fram, að þeir
væru andvígir aðild íslands
að Atiantshafsbandalaginu
og dvöl varnarliðsins hér á
landi. Nú sjá þeir ekki
ástæðu til að láta neins slíks
fyrirvara getið í málefna-
samningnum. Á að skilja það
svo, að þeir hafi horfið frá
andstöðu sinni? Eða felst í
þessu, að þeir telji ástæðu-
laust að ítreka andstöðu
sína, þar sem Atlantshafs-
bandalagsins er hvergi getið
í stjórnarsáttmálanum og
þar með sett skör lægra en
önnur alþjóðasamtök í fyrsta
sinn síðan 1949?
Enginn vafi er á því, að
þessi hrópandi þögn um Atl-
antshafsbandalagið á eftir
að vekja athygli víða um
lönd bæði meðal þeirra, sem
eru okkur vinveittir, og
hinna, sem vegna eigin hags-
muna vilja, að tengsl íslands
við Atlantshafsbandalagið
rofni. Þögnin krefst þess, að
forsætisráðherrann og utan-
ríkisráðherrann geri strax
með ótvíræðum hætti grein
fyrir afstöðu ríkisstjórnar-
innar til Atlantshafsbanda-
lagsins og varnarsamstarfs-
ins við Bandaríkin.
Nú eru miklar viðsjár á
alþjóðavettvangi og síst til-
efni til þess að íslendingar
auki á þær með hálfvelgju í
öryggisstefnu sinni.
Þá hlýtur það að vekja
athygli manna ekki síst er-
lendra, að í þeim kafla
stefnuyfirlýsingar ríkis-
stjórnar, sem fjallar um
utanríkismál er setning eins
og þessi: „Undirbúið verði
öflugt átak til atvinnu-
uppbyggingar á Suðurnesj-
um.“ Þessa setningu á þess-
um stað verður að skýra með
því að vísa til þeirrar
áherslu, sem kommúnistar
hafa lagt á það, að „ein
forsenda þess að hægt sé að
skapa víðtækan skilning
fyrir brottför hersins er að
atvinnulíf á Suðurnesjum sé
eflt þannig að þeir sem nú
starfa hjá hernum geti fund-
ið sér störf við íslenska
atvinnuvegi" eins og Svavar
Gestsson orðar þessa stefnu
kommúnista í viðtali við
Þjóðviljann í gær. Og hann
bætir við: „í kaflanum um
utanríkismál er þetta ein-
mitt viðurkennt með því að
leggja þar sérstaka áherslu á
atvinnuuppbyggingu á Suð-
urnesjum.“
Greinilegt er af þessu
orðalagi Svavars Gestssonar,
að kommúnistar telja sig
hafa náð áfangasigri í bar-
áttu sinni gegn dvöl varnar-
liðsins í samningum sínum
við Gunnar Thoroddsen þeir
eru ekki fyrst og fremst að
hugsa um hag manna á
Suðurnesjum, sem þó er
nauðsynlegt í atvinnu-
málum. Engin klókindi duga
til að breiða yfir þá stað-
reynd. Reynsla kommúnista
af ákvæðinu í málefnasamn-
ingi fyrsta ráðuneytis Ólafs
Jóhannessonar, 1971—1974,
þar sem berum orðum var
tíunduð brottför varnarliðs-
ins í áföngum, hefur kennt
þeim að betra er að hafa allt
orðalag um þessi efni loðin.
Ólafur G. Einarsson for-
maður þingflokks sjálfstæð-
ismanna kemst svo að orði
um þetta atriði í Morgun-
blaðinu í gær: „Kann að vera
að það sé þetta atriði, sem
Ragnar Arnalds talaði um á
miðstjórnarfundi Alþýðu-
bandalagsins, þegar hann
sagði, að Gunnar Thor-
oddsen; væri einangraður og
því ættu alþýðubandalags-
menn auðvelt með að þrýsta
á, ekki þyrfti að hafa slíkt
ákvæði í málefnasamningn-
um. Það myndi nást fram
síðar.“
Bæði erlendis sem innan-
lands eru menn í vafa um,
hvernig beri að skýra ákvæði
málefnasamnings nýju
stjórnarinnar um utan-
ríkismál. Tortryggni manna
um það, að fiskur liggi undir
steini, stafar ekki síst af því,
að kommúnistar eru kampa-
kátir yfir árangri sínum,
þótt þeir láti einnig orð falla
um það, að auðvitað hefðu
þeir viljað meira. En að því
verður unnið í kyrrþey. Að-
eins skýrar yfirlýsingar for-
sætisráðherra og utanríkis-
ráðherra um öryggi Islands
geta komið í veg fyrir þessa
tortryggni.
Líklega gæti það ekki
gerst nema hér á landi í
óeðlilegu dekri við kommún-
ista, að gengið sé til stjórn-
armyndunar á tímum mik-
illa sviptinga í alþjóða-
málum og ekki eitt orð sagt
um stefnu hinnar nýju
stjórnar til að tryggja öryggi
lands og þjóðar. Eitt megin-
einkenni á þeim ríkisstjórn-
um, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur átt aðild að, hefur
einmitt verið stefnufesta
þeirra í þessu úrslitamáli.
Stefnuleysi nýju stjórnar-
innar undir forsæti Gunnars
Thoroddsens í öryggismálum
staðfestir best undir hve'
óheillavænlegum áhrifum
hún var mynduð.
Hver er stefnan
í öryggismálum?
Rey ki aví kurbréf
Laugardagur 9. febrúar
Alþýðuflokkur-
inn hræddur
I forystugrein Morgunblaðsins á
þriðjudaginn var komist svo að
orði, að eftir kosningarnar 1971
hafi Alþýðuflokkurinn ekki verið
til viðræðu um viðreisnarstjórn
við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki ber
að skilja þessi orð þannig, að strax
eftir að kosningaúrslitin lágu
fyrir 1971 hafi þessi afstaða komið
fram hjá Alþýðuflokknum. Á
þetta gat ekki reynt þá vegna
fylgishruns Alþýðuflokksins og
þeirrar staðreyndar, að ekki var
meirihlutastuðningur fyrir við-
reisnarstjórn á Alþingi. Slíkur
meirihluti var ekki fyrir hendi
fyrr en eftir kosningarnar 1978.
En einm'tt þá þorði Alþýðuflokk-
urinn ekki í ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokknum.
Vinstra dekur Alþýðuflokksins
allt frá kosningunum 1971 hefur
verið vatn á myllu framsóknar og
komma. Reynslan af ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar dugði ekki
einu sinni til. Enn voru kratar
þeirrar skoðunar eftir kosn-
ingarnar í desember, að þeir ættu
best heima hjá Framsóknarflokki
og Alþýðubandalagi. Alþýðuflokk-
urinn stóð þannig að skiptingu
þingmanna í deildir, að útilokaður
var möguleikinn á meirihlutasam-
starfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Eftir tvennar kosningar 1978 og
1979 hefur komið í ljós, að Alþýðu-
flokkurinn hefur ekki þorað að
ganga til samstarfs við Sjálfstæð-
isflokkinn. Að sögn krata
sprengdu þeir stjórn Ólafs Jó-
hannessonar í þeim tilgangi að
koma í kjölfarið á ríkisstjórn, sem
þyrði að takast á við aðsteðjandi
vanda og verðbólguna. Til hvers
hefur upphlaupið leitt? Hefur
eitthvað miðað í þá átt, sem
Alþýðuflokkurinn þóttist ætla að
sækja? Svarið er einfalt, nei.
Þvert á móti blasir nú við, að
Alþýðuflokkurinn hefur stuðlað
að því, að við völdum tekur
ríkisstjórn, sem byggir á enn
veikari forsendu en sú, er þeir
sprengdu. Nú fyrst hefur Alþýðu-
flokkurinn raunverulega ástæðu
til að vera hræddur.
Hvað ræður
ferðinni?
Erfitt er að gefa við því einhlít
svör, hvað hefur ráðið mestu um
vilja framsóknarmanna og komm-
únista til að setjast í ríkisstjórn
undir forsæti Gunnars Thor-
oddsens. Á síðasta hausti blasti
við öllum, hve óljúft ráðherrum
þessara flokka var að yfirgefa
stóla sína, þótt stjórn þeirra þá
væri öllu trausti rúin og algerlega
gagnslaus. Varla er það eftirsjáin
eftir þeirri óreiðu allri, sem nú
ræður ferðinni hjá þeim. Líkleg-
asta skýringin er vonin um að geta
komið höggi á Sjálfstæðisflokkinn
með því að leiða Gunnar Thor-
oddsen til öndvegis í nýrri vinstri
stjórn.
Skýringar þeirra Steingríms
Hermannssonar og Lúðvíks Jós-
epssonar á því, hvernig það bar að
höndum, að þeir sneru sér til
Gunnars Thoroddsens en ræddu
ekki um það við Geir Hall-
grímsson, að slík stjórn yrði
mynduð eða að henni unnið eru
ófullnægjandi. Augljóst er, að
Geir hafði skýrt þeim Steingrími
og Lúðvík frá því, að hann útilok-
aði ekki möguleika á slíkri stjórn
þótt hann teldi ólíklegt, að af
henni gæti orðið við óbreyttar
aðstæður. Auðvitað vísaði Geir
þar til málefnanna, sem þessa
flokka skilja. Við þessar aðstæður
héldu Steingrímur og þeir Alþýðu-
bandalagsmenn sér að Gunnari
Thoroddsen einum í þeirri von, að
honum tækist það ætlunarverk
sitt að fá nokkra þingmenn úr
Sjálfstæðisflokknum til liðs við
sig.
Það lá ljóst fyrir eftir þing-
flokksfund sjálfstæðismanna
föstudaginn 1. febrúar, að Gunnar
Thoroddsen lét sig engu varða
samþykktir flokksbræðra sinna.
Hann braut gegn vilja þeirra þá
strax um kvöldið með yfirlýsing-
um í sjónvarpi. Einkennandi mun-
ur var á málflutningi Geirs Hall-
grímssonar í sjónvarpinu það
kvöld og ræðu Gunnars. Geir var
greinilega til þess búinn að bera
klæði á vopnin og gera sem minnst
úr ólíkum sjónarmiðum þeirra
Gunnars. Var samtalið við Geir
tekið upp í þinghúsinu síðdegis en
Gunnar kom fram í beinni útsend-
ingu í fréttatíma sjónvarpsins og
skýrði þar frá því í viðurvist
alþjóðar, ef þannig má að orði
komast, að hann ætlaði að hafa
flokk sinn að engu. Hann hafði
hvorki greint formanni flokks síns
né samþingsmönnum sínum innan
Sjálfstæðisflokksins frá því, hvað
hann hefði í hyggju. Segja má, að
með þessum hætti hafi Gunnar
Thoroddsen kastað stríðshanskan-
um fram fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn.
Gunnar Thoroddsen sótti síðan
ekki fundi þingflokks sjálfstæð-
ismanna fyrr en fimmtudaginn 7.
febrúar, þegar hann kynnti þar
málefnasamning stjórnar sinnar.
Á þeim fundi lagði Geir Hall-
grímsson til, að Sjálfstæðisflokk-
urinn skipaði viðræðunefnd í því
skyni að fjalla um efnisatriði
málefnasamningsins með full-
trúum Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks. Þessari tillögu hafn-
aði Gunnar Thoroddsen á þeirri
forsendu, að plaggið væri að fullu
frágengið. Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins yrðu að gera það upp við
sig, hvort þeir féllust á það eða
synjuðu því. Jafnframt greindi
Gunnar frá því, að hann ætlaði
ekki að virða skipulagsreglur
Sjálfstæðisflokksins. Hann myndi
ekki leita eftir samþykki flokks-
ráðs sjálfstæðismanna við stjórn-
armyndun sinni eins og skylt er að
lögum Sjálfstæðisflokksins. Með
þessari afstöðu sinni undirstrikaði
Gunnar ótvírætt, að hann lítur
ekki þannig á, að Sjálfstæðisflokk-
urinn eigi aðild að stjórninni.
Flokkurinn
og sann-
færingin
Gunnar Thoroddsen og fylgis-
menn hans úr þingflokki sjálf-
stæðismanna hafa lýst því yfir, að
heiðri Alþingis verði aðeins bjarg-
að með þingræðislegri meirihluta-
stjórn. Það er sannfæring þeirra.
Jafnframt er það skoðun Gunnars
og manna hans, að eins og málum
sé komið hafi enginn annar en
Gunnar getað myndað slíka stjórn
með Alþýðubandalaginu og Fram-
sóknarflokknum. Á þeirri for-
sendu verði Sjálfstæðisflokkurinn
annað hvort að samþykkja mál-
efnasamninginn óbreyttan eða
vera ella utan stjórnar, í stjórnar-
andstöðu.
Gunnar Thoroddsen vísar til
þess ákvæðis stjórnarskrárinnar,
að þingmenn séu einungis bundnir
við sannfæringu sína en ekki
fyrirmæli kjósenda, þess vegna sé
honum í sjálfsvald sett að setja
Sjálfstæðisflokknum úrslitakosti.
Hér er nauðsynlegt að huga að
því, að því aðeins bauð Gunnar sig
fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að
félagsmenn þar, kjósendur, töldu
að skoðanir Gunnars og þeirra
færu saman. Þingmenn skipa sér í
flokka vegna þeirrar sannfær-
ingar, sem venjulega er nefnd
skoðanir. Þingmenn eru kosnir
vegna þess að þeir lýsa því yfir, að
skoðanir þeirra og hópsins, sem
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 17
*
Birgir Isl. Gunnarsson:
Ný ríkisstjórn hefur verið
mynduð. Kjósendur eiga kröfu
til þess að þingmenn skýri af-
stöðu sína til ríkisstjórnarinnar,
jafnt stjórnarsinnar sem stjórn-
arandstæðingar. Meðan þessi
nýja ríkisstjórn situr að völdum
mun ég verða í hópi stjórnarand-
stæðinga í samræmi við ályktun
þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Ekki svo að skilja að ég muni
ekki fylgja góðum málum, sem
hún kann að bera fram. Heldur
hitt, að ég mun í grundvallar-
atriðum berjast gegn þessari
stjórn.
Að svo miklu leyti sem hægt
er að skýra það í stuttri blaða-
grein mun ég hér reyna að gera
grein fyrir ástæðum þess. I
meginatriðum eru ástæðurnar
þríþættar: Aðdragandi stjórnar-
innar, málefnasamningur henn-
ar og samsetning. Ég vil í stuttu
máli gera grein fyrir þessum
þremur atriðum.
Aðdragandinn
Aðalsmerki þessarar stjórn-
armyndunar eru óheilindi. Öll
mannleg samskipti, sem til gæfu
eiga að verða, hljóta að byggjast
á heilindum. Gildir einu, hvort
um er að ræða samskipti í
fjölskyldum, félögum, stjórn-
málaflokkum eða í æðstu þjóð-
félagsstofnunum eins og Alþingi.
Alls staðar eru skoðanir skipt-
ar um menn og málefni. Því
aðeins er hægt að leysa þau
deilumál, þannig að til farsældar
verði, að menn geti talað saman
af hreinlyndi, skipst á skoðunum
og reynt að komast að sameigin-
legri niðurstöðu.
Stöðugar
þreifingar
í þingflokki Sjálfstæðismanna
eru 21 þingmaður. í síðustu viku
fengum við, sem skipum þennan
þingflokk það staðfest frá póli-
tískum andstæðingum okkar, að
einn úr okkar hópi hafi síðan í
desember verið með stöðugar
þreifingar og tilboð um, að hann
væri reiðubúinn til hverskonar
samstarfs í allar áttir um
stjórnarmyndun.
Allt fór þetta fram með mestu
leynd og þess greinilega gætt að
við samflokksmennirnir,
baráttufélagarnir og vinir sumir
hverjir, yrðum einskis vísari.
Við höfðum allir 21 setið saman
fund eftir fund, dag eftir dag, til
að ræða horfur og aðstæður.
Engan grunaði að einn úr hópn-
um væri á sama tíma að fara á
bak við okkur hina.
Fyrstu
fregnir
frá and-
stæðingum
Það var fyrst, þegar forystu-
menn annarra flokka skýrðu
okkur frá því að þessar stjórn-
armyndunartilraunir væru vel á
veg komnar, að við hinir fréttum
hið sanna í málinu. Allt það sem
síðan hefur gerst, hefur verið
einskonar áróðursstríð af allra
hálfu. Eitt vitum við fyrir víst,
sem í þessu höfum staðið. Það
var aldrei neinn vilji til þess af
hálfu Framsóknar og Alþýðu-
bandalags að ganga til stjórnar-
samstarfs við Sjálfstæðisflokk-
inn. Sá megintilgangur að reyna
að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn
helgaði öll meðöl.
Þó að þessi aðdragandi, sem í
smáatriðum hefur þegar komið
fram á öðrum vettvangi, væri
ærin ástæða til andstöðu við
þessa ríkisstjórn, þá kemur
fleira til. Kem ég þá að næsta
þætti, sém er málefnasamning-
urinn.
Málefna-
samningurinn
Því miður ber þessi málefna-
samningur þess merki að hann
er saminn af vinstri mönnum. í
mörgum mikilvægum atriðum
gengur hann gegn grundvall-
arstefnu Sjálfstæðisflokksins.
Verðbólguvandinn er tekinn
lausatökum, stefnt er að stór-
auknum ríkisútgjöldum og
hvergi getið um hverhig. tekna
eigi að afla á móti eða hvar eigi
að lækka útgjöld.
Ríkisstjórn stefnir því að stór-
auknum sköttum eða halla á
ríkissjóði, aukinni seðlaprentun
98 söfnun eyðsluskulda erlendis.
I verðlagsmálum er stefnan sú
að fastbinda verðhækkanir án
tillits til innlendra kostnaðar-
hækkana, en það hlýtur að
þrengja mjög hag atvinnulífsins
og hafa í för með sér samdrátt
og atvinnuleysi.
Ekki minnst á
varnarmálin
Kaflinn um utanríkismál vek-
ur og athygli í málefnasamn-
ingnum. Þar er ekki vikið einu
orði að utanríkis og varnarmál-
um. Hinsvegar er í þeim kafla
fjallað um öfluga atvinnuupp-
byggingu á Suðurnesjum og að
öryggismálanefnd skuli hraða
störfum. Þetta vekur upp spurn-
ingar um, hver se hin raunveru-
lega stefna í öryggis- og varn-
armálum þjóðarinnar. Með Al-
þýðubandalagið innan borðs er
meiri þörf en ella á því að
fastmóta stefnuna.
Andstæö-
ingarnir fá
mikilvægustu
ráðuneytin
Þetta eru aðeins nokkur atriði,
sem eru gagnrýnisverð í málefn-
asamningnum. Þriðja atriðið,
sem hlýtur að valda andstöðu við
þessa ríkisstjórn er samsetning
hennar. Þeir Sjálfstæðismenn,
sem gengið hafa til liðs við
höfuðandstæðinga Sjálfstæðis-
flokksins í stjórnmálum fá ein-
ungis þrjú ráðuneyti, þ.e. forsæt-
is-, landbúnaðar- og dómsmála-
ráðuneyti. Allt hitt er afhent
andstæðingum okkar. Ljóst er
því að hjá þessari ríkisstjórn
mun vinstri andinn svífa yfir
vötnunum. Það kallar á ákveðna
andstöðu Sjálfstæðismanna.
Ríkisstjórnin
Ljósm.: ÓI.K.M.
þeir höfða til, falla saman. Kjós-
endur eiga þá kröfu á hendur
þingmönnum sínum, að þeir fram-
fylgi þeim skoðunum, sem þeir
setja fram fyrir kosningar.
Kjósendum er vel kunnugt um
ákvæði stjórnarskrárinnar um
sannfæringu alþingismanna. Hins
vegar verður enginn kosinn til
Alþingis nema hann lýsi yfir
sérstakri sannfæringu, sérstakri
skoðun. Jafnvel þótt í stjórnar-
skránni stæði, að þingmenn
skyldu jafnan bundnir við fyrir-
mæli kjósenda, getur hver og einn
þingmaður, sem þannig er skapi
farinn, hvenær sem er gengið í
berhögg við fyrirmælin með vísan
til þess, að hann hafi það fyrir
satt, að kjósendur sínir hafi horfið
frá fyrri sannfæringu sinni, skipt
um skoðun. Yfirlýsing stjórn-
arskrárinnar um þetta er þannig
ekki mjög merkileg.
Gunnar Thoroddsen og fylgis-
menn hans gáfu kjósendum sínum
tiltekin loforð í helstu þjóðmálum.
Fyrir utan það, að þeir hafa einnig
undirgengist að hlíta skipulags-
reglum Sjálfstæðisflokksins og
forystu flokksins á hverjum tíma
eins og hún er valin af meirihluta
á flokksfundum hverju sinni.
Spurningin nú er ekki um tilvist
þessara grundvallarreglna í
flokkastarfi heldur hvað sannfær-
ing manna býður þeim að brjóta
margar af þessum reglum að
þessu sinni.
Flestir menn hafa einhvern
tíma tekið þátt í einhvers konar
félagsstarfi. Oþarft er þess vegna
að rekja það í löngu máli, hverjar
eru almennar forsendur þess, að
félög séu starfhæf. Úrslitakostir
eru ekki til þess fallnir, að einlægt
samstarf þróist. Almennar leik-
reglur gera ráð fyrir því, að
mönnum gefist tækifæri til þess
að segja álit sitt á sameiginlegum
viðfangsefnum og koma að sjón-
armiðum sínum varðandi þau
verkefni, sem allir eiga að hrinda í
framkvæmd. Skoðanir þarf að
samræma til að bestur árangur
náist. Við stjörnarmyndun sína
hefur Gunnar Thoroddsen haft
þessar leikreglur að engu.
Fall
Evrópu
Morgunblaðið birti um síðustu
helgi ítarlega frásögn tveggja
breskra sérfræðinga um það,
hvernig þeir atburðir kynnu að
gerast, sem gætu leitt til þess, að
fleygur yrði rekinn milli Vestur-
Evrópu og Bandaríkjanna, og Sov-
étmenn næðu því markmiði sínu
að með ofurvaldi hefðu þeir ráð
allra Evrópuríkja í hendi sér.
Atburðarásin byggist á því í
þessari frásögn, að norska eyjan
Svalbarði verði tekin og breytt í
sovéska flotastöð. Vegna aðgerða-
leysis Bandaríkjanna hætti Evr-
ópuþjóðir að treysta þeim og
Atlantshafsbandalagið leysist upp
í hræðslu manna við að ganga í
berhögg við vilja Sovétríkjanna.
Athygli manna hefur undanfar-
in ár beinst frá Mið-Evrópu, þar
sem hersveitir austurs og vesturs
standa gráar fyrir járnum and-
spænis hver annarri. Umræður
um svonefnd jarðarsvæði Atl-
antshafsbandalagsins hafa aukist.
Tyrkland og Grikkland eru á
þessu svæði í suðri og Noregur,
Island, Grænland og Kanada í
norðri. I frásögninni um fall
Evrópu beindist athygli Sovét-
manna að Svalbarða, þar sem
Atlantshafsbandalagið hefur eng-
an viðbúnað, en samkvæmt al-
þjóðasamningi um eyjuna er
bannað að hafa þar nokkurn
her.viðbúnað. Frásögnin byggðist á
því, að með klókindum skyldi
grafið undan trausti manna á
Bandaríkjunum en ekki lagt út í
átök við þau. Þess vegna var
horfið frá því ráði aö'láta Sovét-
menn beita sér á suður-jaðrinum,
þar sem sjötti floti Bandaríkjanna
er á sveimi.
I huga sovéskra herfræðinga er
ísland ótvírætt æskilegt herfang
en áform um töku landsins
stranda á tilvist bandaríska varn-
arliðsins í landinu. Auðvelt er að
ímynda sér, hvernig með ísland
yrði farið, ef hérlendis væri ekki
traustur viðbúnaður til varna.
Sovétmenn hefðu áreiðanlega
fremur staðnæmst við ísland en
Svalbarða í frásögninni um fall
Evrópu, ef þeir hefðu verið sann-
færðir um, að hernám landsins
væri ekki of dýrkeypt. Frá sov-
éskri flotastöð á Islandi yrði
auðvelt að skapa þá aðstöðu á
siglingaleiðinni yfir Atlantshaf,
að næstum ógjörningur yrði fyrir
Atlantshafsbandalagið að sýna
fram á, að með liðsauka frá
Bandaríkjunum yrði unnt að koma
Vestur-Evrópu til bjargar á
hættustundu. Á betri veg er varla
unnt að grafa undan þeirri
öryggistryggingu, sem felst í At-
lantshafsbandalaginu.
Nýlega birtu Kínverjar yfirlits-
grein yfir hernaðarstefnu Sov-
étríkjanna, sem miðar að heims-
yfirráðum. í þeirri grein er að
sjálfsögðu lögð áhersla á þann
gífurlega vöxt, sem verið hefur í
öllum greinum sovéska hersins
undanfarin ár. Þar kemur og fram
staðfesting á þeirri kenningu
Kínverja, að Sovétmenn hafi uppi
áform um skyndiárásir og leiftur-
sókn. Hernaðarstefna þeirra
byggist ekki síst á því, að þeir
verði fyrri til en andstæðingurinn.
Segir í greininni, að mikilvægi
þessa þáttar í sovéskri hernað-
arstefnu megi ráða af því, hvernig
heræfingum er háttaö. Til dæmis
séu þær sveitir, sem annast lang-
drægar eldflaugar Sovétmanna
einkum æfðar a frídögum og
hefjist æfingarnat oftast um
miðnætti og stan<; fram undir
morgun. Þá séu ia jfleygar flug- I
vélar einkum á ferð tni að nætur-
lagi. Segja Kínvei ar, að innrás
Sovétrikjanna og f giríkja þeirra
í Tékkóslóvakíu 19tí8 hafi sýnt,
hvernig unnt er að standa að
skyndiárás með venjulegum vopn-
um. Sovétmenn hafi beitt þeirri
hefðbundnu starfsaðferð sinni að
halda fórnarlambinu að inni-
haldslausum samningaviðræðum
til að slæva það, á meðan aftakan
var undirbúin. Herafla hafi verið
stefnt saman undir því yfirskini,
að um æfingar væri að ræða.
Fyrirvaralaust hefðu svo fall-
hlifahermenn, skriðdrekar og
vélaherdeildir verið sendar inn í
Tékkóslóvakíu. Það hefði tekið
þessar sveitir sex stundir að
leggja undir sig alla mikilvægustu
staði landsins frá hernaðarlegu
sjónarmiði og þrjá sólarhringa að
taka landið allt.
Þessir atburðir gerðust 1968 og
síðan hefur sovéski herinn stór-
eflst. Innrásin í Afganistan var
framkvæmd með sama hætti.
Fyrirvaralaust var höfuðborg
landsins komin á vald fjölmenns
sovésks herliðs, sem flutt var með
flugvélum í skjóli náttmyrkurs.
Menn verða að hyggja að þessu
veldi Sovétmanna nú þegar þeir af
fláræði sínu eru að búa sig undir
nýja friðarsókn, þar sem þeir
gerast svo djarfir að setja Evrópu
einskonar úrslitakosti um að ann-
að hvort sýni hún þeim vinsemd
eða hverfi í helkulda kaldastríðs-
ins undir handarjaðri Jimmy
Carters Bandaríkjaforseta.