Morgunblaðið - 10.02.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 10.02.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1980 47 Algeng sjón i Vestur-Afriku: Stígur milli tveggja þorpa og menn með farangur sinn á höfðinu. Götulifsmynd. Bakau er þorp rétt utan við höfuðborgina Banjul. Eins og sést á byggingarefni húsanna hefur vestræn menning hafið innreið sína. Bárujárn og járn úr útflöttum oliutunnum er mikið notað i byggingar. . Ég ákvað fljótlega, og í samráði við vin minn hjá þjóðháttafræði- stofnuninni, að snúa mér fyrst og fremst að þeim sem byggja á Islam. Taldi ég mig á þann hátt geta áttað mig á sambandi þess- ara gömlu galdra eða töfra og múhammeðstrúarinnar. En fyrir flestum þessara marina eru töfrar eða „magic" ekki yfir- náttúruleg eða dulræn fyrirbrigði, heldur aðeins hluti af raunveru- leikanum sem beitt er til þess að ná fram ákveðnum markmiðum. En galdramennirnir lifa ein- göngu á þessum starfa sínum, og þegar fólk kemur til þeirra ýmiss konar erindagerða þykir hæfa að færa þeim eitthvað í leiðinni, matvæli eða peninga. Aðallega er starf þeirra fólgið í ráðgjöf hvers konar, spádómum, leiðþeiningum og í því að útbúa verndargripi, svo og særingum. Slíka gripi bera flestir á sér, og þeir fást aðeins hjá galdramönnunum. Yfirleitt eru þetta haganlega gerðir leður- pungar með ýmsum efnum í, venjulega afar fallegir og vandað- ir gripir. Galdramönnunum til aðstoðar við þessa smíði eru sér- stakir leðursmiðir, en hlutirnir eru gerðir eftir alveg sérstökum reglum og undir yfirumsjón gakiramanna. Sem dæmi um það hvað getur verið í þessum pungum er, að stundum eru þar sett grös marg- skonar, tilvitnanir úr Kóraninum og fleira, en gripir þessir eru yfirleitt af þremur gerðum: í fyrsta lagi eru það jákvæðir gripir, nokkurs konar verkfæri eða hjálpartæki til notkunar í margvíslegum tilgangi. Þá eru það eiginlegir verndargripir til varnar einhverju sérstöku, og loks hlutir sem eiga að láta illt af sér leiða, til dæmis að drepa eða skaða aðra. Það hvort galdramaðurinn legg- ur eitthvert siðferðilegt mat á til hvers á að nota gripina, eða hvaða mat það er fer venjulega eftir því hve mikið hann er í tengslum við Islam. En yfir þessu öllu er mikil leynd, og það er aðeins á vitorði galdramannsins og þess sem grip- inn fær, til hvers hann er ætlaður. Viti það fleiri er ekki gagn að honum lengur, hann verndar, meðal annars, í krafti þess að aðrir en eigandinn vita ekki fyrir hverju gripurinn er eða til hvers hann var gerður. Máttargildi þess- ara gripa byggist á því að fólk hefur trú á gildi þeirra. Að minnsta kosti má fullyrða að trúin hefur stóru hlutverki að gegna hvað máttargildi gripanna snertir. Eins og við töluðum um áðan eru töfrar hluta af raunverunni að áliti þessa fólks og hér er um að ræða sjálfstæð öfl, sem eru óháð manninum. Guð hefur gefið ölium mönnum og reyndar öllu sem lifir, hið svokallaða „Nyamo“ eða lífskraft. Ein leiðin til að efla lífskraft sinn er með töfrum eða „magical charms" og þar koma þessir gripir sem við höfum minnst á, til sögunnar. Sumir sálarfræðingar hafa bent á að máttur töfranna liggi í þeirri fullvissu eða trú, sem töfrunum fylgir. Þannig breyti þessi trú hegðan eða atferli manna og þar með viðbrögðum annarra og hafi á þann hátt áhrif eða afl til breyt- inga á því sem er. Samkvæmt þessari skoðun minnka töfrarnir þær togstreytur sem við eigum við að etja innra með okkur og þannig verði til sálarafl, „áfgangs" ef svo má að orði komast, sem við getum síðan notað okkur til framdráttar. Ekki skal hér dómur á það lagður hvort þessi skoðun, sem er í raun og veru „afgöldrun", eigi við rök að styðjast og þess ber að geta að heimurinn er ekki bara svartur og hvítur eins og segir í sjónvarps- auglýsingunni ágætu. Margar gerðir galdramanna. Galdramönnunum á þessu svæði má annars skipta niður í marga flokka, eftir því í hverju þeir sérhæfa sig. Sumir hafa til dæmis fengist við að lækna geð- sjúka með góðum árangri, aðrir fást við særingar ýmiss konar, enn aðrir við lyflækningar og svo framvegis. Oft virðist til dæmis mega skipta þeim niður eftir því hvort þeir fást við hvítan galdur eða svartan. Þá fást margir þeirra við spádóma, en slíkt hefur fylgt mannkyninu frá ómunatíð. Þeir spá með ýmsum hætti, svo sem með því að kasta upp skeljum og ráða síðan í afstöðu þeirra er þær hafa lent á jörðinni. Sumir spá svo aftur í hreyfingar eða dauðateygj- ur fugla sem fórnað hefur verið, og dæmi eru um að spáð sé í flug fugla eins og þekkt var meðal fornþjóða. En þetta kemur allt heim og saman við það sem margir hallast að, að við búum yfir ýmsum hæfileikum sem við þekkjum ekki sjálf, og að spádómshæfileikar fólks bendi ef til vill til þess að skilgreining okkar og skipting tímans í fortíð, nútíð og framtíð sé ekki alveg einhlít eða ekki nægin- lega fullkomin nálgun á fyrirbær- ið. Hugsanlega er um að ræða einhvers konar „flæði" okkar aftur og fram um „fortíð", „nútíð" og „framtíð". Niðurstöður rannsókna á for- spárhæfileikum fólks má túlka á þann veg að við séum misjafnlega hæf til að sjá fyrir um óorðna hluti eða þá að við höfum öll meira eða minna upplýsingar um framtíð okkar, upplýsingar sem við eigum ef til vill misjafnlega erfitt að komast að „eða heyra til.“ Sjálfsagt ad svindla á hvítum — Hvernig kemur þetta land Evrópubúum fyrir sjónir, er þetta mjög frábrugðið öllu því sem við þekkjum hér? „Já, þetta er annar heimur, og öll viðmiðun er gjörólík. Það sem okkur kann að finnast fallegt finnst þeim ljótt, það sem við teljum skemmtilegt finnst þeim ef til vill leiðinlegt og svo framvegis. Fólkið þarna virtist mér vera duglegt, og oft varð ég var við að konurnar unnu á ökrunum lið- langan daginn í steikjandi hita. Minna verður þó úr dugnaðinum þegar unnið er fyrir hvíta menn, en sjálfsagt þykir að svíkja þá og pretta. Þeir hugsa sem svo, að þeir séu fátækir, en hvítir menn ríkir, og því sé það ekki nema réttlátt að grætt sé á þeim. Atvinnuleysi er þarna mikið og landlægt, og má til dæmis nefna að hjá fjölskyldunni sem ég bjó hjá höfðu aðeins 4 af 10 karl- mönnum vinnu. Aðalfæðan hjá þeim eru hrísgrjón, og eru þau flutt inn í stórum stíl, þó að ræktun þeirra í landinu fari í vöxt með tilkomu hjálpar frá öðrum löndum. Með hrísgrjónunum er síðan borðað, eftir því sem efni leyfa, fiskur, jarðhnetustappa eða kjötmeti og kryddað þannig að svíður í þarminn. Þetta er mikið karlaveldi, og snæða þeir sér, en konur og börn annars staðar. Konur eru þó líklega rétthærri þarna en í mörg- um íslömskum ríkjum, og stafar það meðal annars af því að þær hafa stóru hlutverki að gegna til dæmis við akuryrkjuna. Menn lifa þarna í fjölkvæni ef þeir hafa efni á, en almenn fátækt gerir það þó ekki algengt. Af öðru sem má nefna í sam- bandi við þessa þjóð, er að þarna er meðalaldur ekki hár, einkum vegna mikils ungbarnadauða. Lífsþægindi í okkar skilningi eru lítil, og virðist fólk oft ekki sækjast eftir þeim. Yfirleitt virt- ist mér fólk úti í sveitum landsins heilbrigðara en það sem bjó í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar er vestræn menning að hefja innreið sína, með öllu því sem henni fylgir fyrir frumstæðar þjóðir. Hótel eru til dæmis orðin allnokkur í Banjal og nágrenni, og þangað eru innfæddir farnir að fara á diskótek og njóta annarr slíkra unaðssemda sem hinn vest- urheimski heimur hefur upp á að bjóða. Miklar líkur eru því á að þetta þjóðfélag eigi eftir að umbyltast og taka stórum breytingum. Hverfa þannig í núverandi mynd sinni. Því miður eru ekki allar breytingar til góðs og oft vill það verða við slík stakkaskipti að þekking sem fylgt hefur mannin- um frá ómuna tíð skolast burtu og týnist. Þannir munu áhrif þessara galdralækna trúlega hverfa við þær breytingar sem nú eiga sér stað á þessu svæði og þar með þekking þeirra. Heimleiðis á dönskum dalli Annars vil ég ítreka það, að ég er ekki neinn sérfræðingur um þetta land eða þá þjóð sem það byggir, svo lengi var ég ekki í landinu. Ég reikna hins vegar með því að ég fari þangað aftur á þessu ári til að vinna áfram að verkefn- inu. Ég kom heim nú fyrir jólin er ég var orðinn uppiskroppa með skot- silfur, en styrkur sem ég hafði vonast eftir að fá hjá Norrænu Afríkustofnuninni, brást. Raunar átti ég ekki fyrir fari heim, og hélt því til Dakar, höfuðborgar Senegal, og þar tókst mér eftir nokkurt þref að fá far með danska lýsisflutningaskipinu Tegelholmen, sem var á leið til Liverpool. Þegar skipið þurfti svo að leita hafnar í Tenerife á Kanaríeyjum fór ég frá borði og komst heim með flugvél Flugleiða sem hafði verið að flytja farþega út fyrir jólin. Síðan ég kom heim hef ég svo verið að vinna með dr. Erlendi Haraldssyni dularsálarfræðingi að rannsóknum hans á dulrænni reynslu íslendinga, og hef ég þar starfað í samvinnu við háskólann í Utrecht í Hollandi. Þá er ég nú að hefja störf hjá Sálfræðideild skóla í Reykjavík, auk þess sem ég mun vinna að ritgerðinni," sagði Jón Ársæll að lokum. _ ^jj UNISEFfrá,/4fíAA/ Utvarpssegulbandstæki i bíla með stereo móttakara TC 850/860 ML Bylgjur: LW/MW/FM/MPX Magnari: 6 wött Hraöspólun: Áfram og til baka Auto Reverse Suöeyóir (Noise killer) Styrkstillir fyrir móttöku TC -25 ML Bylgjur: LW/MW/FM/MPX Magnari: 6 wött Hraöspólun: Áfram 123.000.- 76.500.- I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.