Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 BRIDGE COSPER Umsjón: Páll Bergsson ~ Áhoríendur komu ekki auga á möKuleika varnarinnar þegar spilið í dag birtist á sýningar- tjaldi. Þó horft væri á öll spilin var ekki annað að sjá cn suður fengi nægilega marga slagi en austur var ekki á sama máli. Norður gaf, allir utan hættu. Norður S. ÁG6 H. Á95 T. G2 L. G9643 Vestur S. .K1052 H. 102 T. D1075 L. D1085 Austur S. 973 H. KG763 T. Á843 L. 7 Tugurinn end- Enn berast bréf um áratuginn og finnst okkur nú brátt að ljúka megi þeirri umræðu, fátt nýtt hefur komið fram að undanförnu er ekki hefur fram komið áður. „Heiðraði Velvakandi. Ég sé að mörg bréf hafa birzt í dálkum yðar viðkomandi síðustu áramótum og einnig í ræðum manna í fjölmiðlum, hvort þá hafi lokið áttunda áratug aldarinnar eða hvort honum ljúki við næstu áramót; eru skiptar skoðanir manna um þetta. Ekki man ég umræður manna um síðustu aldamót, en næstu árin á eftir var oft svo ég muni talað um þau og til þeirra vitnað í tali, og alltaf á þann veg, að þau voru talin við miðnætti 31. des. 1900 og 1. jan. 1901. Bróðir minn er fæddur 14. jan. 1901. Var oft um það rætt, í bernsku okkar, að hann fylgdi öldinni svo að segja þó '/2 mánuð- ur væri liðinn af henni þegar hann fæddist. Nákomin frænka mín var fædd 14. jan. 1900, var sagt að hún væri fædd aldamótaárið, svo að hún lifði aldamótin. Ef níundi áratugurinn hefur byrjað um síðustu áramót, sem margir telja að rétt sé, fer ekki á milli mála, að þeir telja tug byrja á 0-i og enda á níu. Slíkt þykir mér furðulegt. Eitt af því fyrsta sem mér var kennt, var að telja upp að tíu þannig: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9,10. Mér var kennt að núll eitt sér væri ekki neitt, en gildi þess og útkoma tölu færi eftir því hvaða tölustaf- ur eða tölustafir væru framan við það, einnig hve mörg núll væru í sama orði og hve margir aðrir tölustafir og hvernig settir. Fyrstu níu ár aldarinnar var núll í sæti fyrsta tugar aldarinnar, þ.e. enginn tugurinn fyrr en í byrjun tíunda ársins, þ.e. 1. jan. 1910 sem lauk 31. des. það ár, þá var tugurinn allur. Ég eignaðist ungur reiknings- bók; þar var í samlagningu aldrei talið frá 0 og endað á 99 ef telja átti eða Ieggja saman 100, en það er alveg hliðstætt því að telja nú áttunda áratuginn enda á 79 og níunda tuginn byrja 1. janúar 1980. Lokaár áttunda áratugar er nú hafið en ekki endað. Ég skrifa þetta bréf þrítugasta og fyrsta janúar en ekki 31 jan. 31. jan. stendur yfir til næsta miðnættis, það sem skeður í dag, 31. jan., er allt talið til þess dags; það sem skeður á árinu 1980 skeður á því ári og er í stórum dráttum talið til þess árs í heild. Ég vona að fólk sjái við athug- un, að ekki er rétt að telja tug, hvort sem um áratug eða annan tug, að teljahann enda við töluna 9. Haukur Sigurðsson." Suður S. D84 H. D84 T. KD96 L. ÁK2 Suður opnaði á einu grandi, sem norður hækkaði beint í þrjú og vestur spilaði út hjartatíu. Vissulega var suður óheppinn. Gegn öllum öðrum útspilum hefði hann unnið spilið umhugsunarlít- ið. Hann bað um lágt frá blindum og austur var heldur betur með á nótunum þegar hann lét einnig lágt. Suður fékk slaginn og sá, að mikilvægt var að reka út innkomu austurs strax. En var innkoman í tígli eða laufi? Suður ákvað að spila lágum tígli á gosann og aftur lét austur lágt án alls hiks. Eðlilega áleit suður þá tígulásinn vera á hendi vesturs og sneri sér að laufunum. Tók á ás og kóng og næsta slag fékk vestur á drottninguna. Hann spilaði aft- ur hjarta og ásinn var píndur út. Austur átti enn tígulásinn og sagnhafi gat ekki tekið nema átta slagi, þar sem innkomu vantaði á hendina til að svína spaðanum og taka þar með þann níunda Vissulega gat suður gert betur þegar í ljós kom, að austur átti einspil í laufinu. Með því að spila tígulháspilunum mátti hirða tíuna af vestri og með góðu framhaldi hefði vörnin ekki getað náð nægi- lega mörgum slögum. Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islensku 42 inn talaði um hann — manninn sem hafði skotið hann — né heldur virtist neinn grunda hvaða ástæður gætu legið til þess. Svo að hann hringdi til Maigret. Síðan skrifaði hann bréf til hans. Og hann myndi skrifa aftur, og væntanlcga myndi hann undir lokin segja of mikið — eða alténd nægilega mikið til að hann yrði handtek- inn. Maigret gekk að skrifstofu forstjórans. — Er nokkuð nýtt í Rue Fortuny máiinu? — Ekkert afgerandi. En ég er þó byrjaður að vona. — Haldið þér að það sé hneyksii i vændum? Maigret hrukkaði ennið. Hann hafði ekki rætt við yfir- mann sinn um persónu Chabuts og hlöðin höfðu heldur ekki iað að því. Hvers vegna orðaði hann þá hneyksli? Var það vegna þess að for- stjóri Rannsóknarlögreglunnar þekkti Chabut? Eða hafði hann umgengizt sams konar fólk? Þá vissi hann væntanlega að margt fólk hafði ærna ástæðu til að langa til að ryðja Chabut úr vegi. — Eg hef enn ekkert nafn, sagði lögregluforinginn og fór undan í flæmingi. — Það var rétt af yður að segja blaðamönnunum sem all- ra minnst. Siðan hélt hann áfram að fara yfir póstinn og sendi eftir vélritunarstúlku til að lesa henni fyrir nokkur svarbréf. Þegar klukkan var að verða tólf kom Lapointe inn. — Ég vona að þér takið það ekki illa upp. Ég fór þangað upp á mina. Mig langaði til að sjá hvernig þessi jarðarför gengi fyrir sig. Það voru þarna bara milli tiu og tuttugu manns og Louceck var sá eini úr hópi starfsfólksins. Fyrir utan Gíraffann náttúrlega. — Og engir sem þú kannaðist við. — Þegar ég kom út úr kirkjunni fékk ég á tilfinning- una að maður sem stóð handan götunnar væri að horfa á mig. Ég reyndi að komast yfir göt- una, en það tók sinn tima þvi að umferðin var mikil og hann hvarf mér sjónum. — Ja — sjáum til ... Lestu þetta! Hann rétti honum bréfið og Lapointe gat ekki varizt brosi nokkrum sinnum meðan hann var að lesa það. — Það líkist honum. ekki satt? — Við hljótum að veita því eftirtekt að hann hefur séð mig á Blace des Vosges og Quai de Charenton og væntanlega hér við skrifstofuna líka. Og nú heíur hann kannski búizt við ég yrði við útförina. — Hann hlýtur að hafa séð mig í fylgd með yður og þekkt mig. — Ég heid það væri ágætt að við létum mann vera i grennd við Place des Vosges i dag. Hann á ekki að skipta sér af mér. Það er nefnilega trúlegt ég fari að finna frú Chabut. Það sem maðurinn skal gera er að fylgjast með því hvort einhver er að snudda þar í grenndinni. En við höfum nú þcgar reynslu af því að hann er leikinn i því að láta lítið fyrir sér fara. — Viljið þér að ég fari þang- að? — Já, það væri ágætt, enda veizt þú nokkurn veginn hvern- ig hann litur út. Hann fór heim og snæddi hádegisverð með góðri lyst og dottaði í stólnum sínum i kortér cða svo. Þcgar hann var kom- inn aftur á skrifstofuna hringdi hann til Place des Vosges og bað um að fá að tala við frú Chabut. Hann þurfti að bíða nokkuð lengi i simanum. — Afsakið að ég trufla yður . svo skömmu eftir útförina, en ég verð að viðurkenna að ég er forvitinn að sjá þessi bréf sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.