Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 3 Samdráttur fyrirsjá anlegur í sólarflugi Jens Christian Chemnitz í skrúðgöngu í Godthaab á 250 ára afmæli bæjarins. Kolbeinn Þorleifsson: Fyrsta biskups- vígsla á Grærúandi SUMARÁÆTLUN millilanda- flugs Flugleiða tekur gildi þann fyrsta april næstkomandi og stendur hún til loka októbermán- aðar í haust. í frétt frá kynningardeild Flugleiða segir, að tilhögun flugsins verði með svipuðu móti og i fyrrasumar að undanskildu Atlantshafsfluginu. Þá verður ekki flogið til Gautaborgar i Svíþjóð né Baltimore-Washing- ton i Bandarikjunum. Þá verður sú breyting á flug- kosti að 164 sæta Boeing 727-200 þotan, sem væntanleg er til lands- ins 2. júní n.k., leysir aðra B— 727-100 vélina af hólmi. Verður nýja vélin ásamt hinni B—727-100 þotunni í Evrópuflugi og áætlun- arflugi til Narssarssuaq. Jafn- framt verður Boeingþota Arnar- flugs á leigu fram að þeim tíma er nýja vélin kemur í áætlun og flýgur áætlunarflug til Evrópu. Tvær DC—8-63 þotur verða svo til eingöngu í Atlantshafsflugi Flugleiða og einnig Air Bahama. Að auki annast þær áætlunarflug ÞAÐ VAR þröngt á þingi í aðal- stöðvum Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli í gærdag, en þar voru mættir allir þeir björgunars- veitar- og björgunarmenn. sem tóku þátt í aðgerðum á Mosfellsh- eiði er þyrla Varnarliðsins fórst þar við Björgunarstörf. Varnarliðið vildi með þessu heim- boði sýna björgunarmönnunum lít- inn þakklætisvott fyrir vel unnin störf, en það kom fram í máli áhafnarmanna þyrlunnar, sem nú til Kaupmannahafnar tvo daga vikunnar á annatíma í allt að fjóra mánuði. Loks verða Fokker Friendshipvélarnar í Færeyja- fluginu og sumarfluginu til Kulu- suk. Fjölmörg leiguflug verða farin í vor og sumar með erlenda ferða- menn til íslands. Hefur þegar verið gengið frá samningum um 26 flug frá meginlandi Evrópu og tvö með Vestur-íslendinga frá Kan- ada, Winnipeg og Vancouver. Evr- ópuflugin skiptast þannig að þrjú eru frá VIE, 17 frá ZRH, fjögur frá FRA og tvö frá HAM. Þá eru í athugun þrjú leiguflug frá Norð- urlöndum, eitt frá Spáni, fjögur frá írlandi og allt að þrjú til Narssarssuaq á Grænlandi. Um leiguflug frá íslandi er það að segja að nokkur samdráttur er fyrirsjáanlegur í sólarflugi fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Hefur þegar verið samið um 63 flug, þar af 34 til Spánar og 29 til Ítalíu og Júgóslavíu. Þá verða tvö leiguflug með íslenska ferðalanga til Kan- ada og fjögur til íslands. eru komnir á ról, eftir nokkurra vikna veru í rúminu, að þeir voru mjög ánægðir með starf íslenzku björgunarmannanna, sögðu að kunnátta þeirra hefði verið mjög goð. Mættir voru félagar Flugbjörgun- arsveitarinnar í Reykjavík, félagar úr hjálparsveitum skáta, félagar úr björgunarsveitum Slysavarnafélags Islands auk nokkurra annarra er tóku þátt í aðgerðum. UM ÞESSA helgi gerist merkisat- burður í grænlenskri sögu, er séra Jens Christian Chemnitz verður vígður vísibiskup í Hans Egede- kirkjunni í Nuuk (Godthaab) af biskupi Kaupmannahafnar, Ole Berthelsen. Þetta er í fyrsta sinn, sem biskup hlýtur vígslu á Grænlandi, og má það teljast töluverður viðburður, því að vísibiskupar Færeyja hafa verið vígðir í Frúarkirkju í Kaupmannahöfn. Veldur þessu vafalaust nýfengin heimastjórn Grænlendinga, einnig sú staðreynd, að núverandi Kaup- mannahafnarbiskup er fyrrver- andi kristniboði og hefur hann þar af leiðandi næmari tilfinningu fyrir sjálfstæði gamalla trúboðs- kirkna. Nafn Hans Egedes er skráð gullnu letri í kristniboðs- sögu Danmerkur. Séra Jens Christian Chemnitz hefur að vísu aldrei til íslands komið, en þó hefur hann á ýmsum skeiðum ævinnar verið í nokkrum tengslum við íslenska menningu. Sem barn naut hann kennslu Guðmundar Þorlákssonar á heimsstyrjaldarárunum. Þessa reynslu á hann sameiginlega með öðrum leiðtogum Grænlendinga, sem nú eru á fimmtugs-aldri. Um árabil var hann prestur við Scor- esby-sund á Austur-Grænlandi. Segist hann hafa notið einstaklega vel íslenska morgunútvarpsins á því tímabili, og á hann þar við tónlistardagskrárnar, sem þá voru í umsjá Péturs Péturssonar og Jóns Múla Árnasonar, frá kl. 7 — 10 á morgnana. Um árabil átti íslenskur hrein- dýrabóndi heima skammt frá Godthaab. Var það siður unglinga að fara í útilegu þangað, og var séra Chemnitz einn af þeim, sem urðu vinir þessa íslendings. Árið 1975 var ég á ferðinni í Godthaab í rannsóknarleiðangri um slóðir séra Egils Þórhallsson- ar. Naut ég þar framúrskarandi aðstoðar séra Chemnitz, sem þá var orðinn landsprófastur í Godt- haab. Hann útvegaði mér heila íbúð til dvalar, og hjálpaði mér að öðru leyti, svo að hinn hörmulega lági Grænlandsstyrkur, sem þá var kr. 126.000, gat nýst mér til einhvers. (Mér skilst að sá styrkur haldi ennþá sömu krónutölu, og er það í sjálfu sér til háborinnar skammar að bjóða mönnum, sem eru með alvarleg verkefni í takinu varðandi grænlenska sögu og menningu upp á svona lagað.) Eftir langar samræður við íslending nokkurn haustið 1970 tók þáverandi Kaupmannahafnar- biskup, Westergaard-Madsen, þá ákvörðun, að vel væri við hæfi að bjóða biskupi íslands til vígslu Hans-Egede-kirkjunnar í Godt- haab sumarið 1971. Það boð var þegið, og hélt herra Sigurbjörn Einarsson til hátíðahaldanna það sumar. Núverandi Kaupmanna- hafnarbiskup hefur álitið það til- hlýðilegt að halda áfram í sömu átt, og bauð hann biskupi íslands þátttöku í biskupsvígslunni í Nuuk (Godthaab), sem biskupinn hefur þegið, og er nú staddur í Nuuk vegna hátíðahaldanna í því sam- bandi. Kristnir menn á íslandi biðja hinum fyrsta biskupi Grænlend- inga blessunar Guðs. Megi krist- indómurinn blómstra á Grænlandi í framtíðinni. Reykjavík, 12. febrúar 1980 Þakkaði björgunarsveit- armönnum með heimboði Brottför 2. apríl (aöeins 5 vinnudagar tapast). Verö frá kr. 253.300 Brottför 13. apríl. Verö frá kr. 263.000 Brottför 8. maí. Verö frá kr. 263.000 MUNIÐ VALENTINSHATIÐ UTSYNAR AÐ HOTEL SOGU I KVOLD er og verður enn ódýrasta og vinsælasta sumarleyfisparadís sólþyrstra Islendinga sem býður bezta veðrið — frábæra gististaði og fjölbreyttasta skemmtanalífið. Allir farseðlar á lægsta verði. Feröaþjónustan viðurkennda Feröaskrifstofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.