Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 21
1 MORGTINBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 21 Eftir Æ’ Aslaugu Ragnars Hún talaöi mikið um fjölskyldu sína og mat hana greinilega mjög mikils. Fjölskyldan hafði komið hjónabandi hennar í kring og bar gagnvart henni alla ábyrgð í því verið góður eiginmaður, og það er fyrst núna, sem mér er farið að mislíka við hann. Hann hefur breytzt og það gat enginn vitað fyrirfram, svo það er heldur ekki við neinn að sakast." Hún fór að segja mér frá þeim vonum, sem hún bindur við börnin sín. Helzta áhugamálið í sambandi við dæturnar tvær er að finna handa þeim heppilega eiginmenn. Hún býst ekki við að þær fari í langskólanám, — meira máli skipti að búa þær vel undir hlutverk sitt sem mæður, eigin- konur og húsfreyjur. Yngsta barn- ið er 9 ára drengur og hann langar til að verða flugmaður, en elzti sonurinn er 17 ára, og hann er greinilega yndi og eftirlæti móður sinnar. Hann gengur í sama skóla Ekki gat ég borið á móti því að allnokkuð væri um það fyrirbæri, og nefndi í því sambandi að nauðsyn þess að hver einstakling- ur hlyti að bera persónulega ábyrgð á lífi sínu, og hver og einn hlyti að reyna að finna þá lausn, sem hann teldi skásta á sínum málum. Hún horfði á mig skilningsvana. Máli mínu til stuðnings benti ég á að sjálf væri hún að tala um að losna við þennan ka.ll, sem hún væri orðin hundleið á að sitja uppi með. „Já, það er reyndar rétt, og ég þarf heldur ekkert á honum að halda, en samt færi ég aldrei að reka hann að heiman. Eina leiðin væri sú að hann tæki sjálfur upp á því að flytja, en þótt mér detti minna einstaklingshyggjufólk en við. Þarna eiga trúarbrögðin auð- vitað sinn þátt, en kenningar múhammeðstrúarmanna mótast að verulegu leyti af undirgefni og skilyrðislausri hlýðni við þann, sem valdið hefur, hvort sem mátt- arvöldin eru þessa heims eða annars. Ég tók eftir því að börnin hlýddu öllu möglunarlaust, en það var langt í frá að foreldrarnir umgengjust þau af hroka. Meðan ég var samvistum við þessi börn varð ég þess aldrei vör að þeim yrði sundurorða, hvað þá að þau flygjust á, ög yfirleitt var and- rúmsloftið á heimilinu, þrátt fyrir hjónabands- og áfengisvandamál, alúðlegt og hjónin umgengust af kurteisi og vinsemd. Nasjúa snatt- Frá Bagdad Um þessa fornfrægu borg, sem var sögusvið Þúsund og einnar nætur, rennur fljótið Tígris. írak hét áður Mesópótamía, en það heiti merkið „landið milli fljóta“. Að vestan er Tígris, en Efrat að austan. SSSHSifÍífsaiiW _ ■. sambandi. Abyrgð fjölskyldunnar lauk sem sé ekki með því að stúlkan var „gengin út“, heldur fylgdi fjölskylduvaldinu sú skylda til frambúðar. Til dæmis með því að sjá fyrir henni og börnum hennar ef eiginmannsins nyti ekki við, hvort sem hann sæti í fang- elsi, dæi eða uppfyllti ekki af öðrum ástæðum þær kröfur, sem til hans væru gerðar. „Fannst þér ekkert því til fyrir- stöðu að bindast til lífstíðar manni, sem þú hafðir aldrei hitt?“ „Nei, ég vissi að fjölskyldan var búin að athuga málið mjög vel og mitt fólk hefði aldrei farið að láta mig giftast manni, sem ekki upp- fyllti ákveðin skilyrði. Hann var af ágætu fólki, hafði sjálfur góðar tekjur og ekki var útlitið til að spilla fyrir. Ahmed hefur líka og dóttir Saddam Husseins, er ævinlega efstur í sínum bekk og ætlar að verða verkfræðingur. Hún er búin að útsjá fyrir hann eiginkonu, 18 ára systurdóttur sína, sem kom í heimsókn þennan dag. Nasjúa sagði að stúlkan væri eitthvað að malda í 'móinn — segðist engan áhuga hafa á að binda sig að svo stöddu — en sennilega mundi málið fá farsælar lyktir. Þær systur væru ákveðnar í að koma þessu hjónabandi á laggirnar. Ekki skorti áhugan hjá piltinum, en stúlkan þyrfti kannski einhvern tíma til að átta sig á því að þetta væri kjörið fyrir alla aðila. Svo sagði hún: „Ég er viss um að þetta er miklu betra fyrirkomulag en á Vestur- löndum. Eru ekki allir alltaf að skilja hjá ykkur?“ stundum í hug hvað það væri miklu betra ef hann færi þá er ekki hægt að breyta þeirri stað- reyntf, að við erum gift, höldum áfram að vera það, hvað sem á dynur, og formlegur skilnaður kemur ekki til greina.'Mig langar til að hann flytji, en ég sætti mig við það, sem ekki er hægt að breyta." Og þar stóð hnífurinn í kúnni. Hugsunarhátturinn var allur ann- ar. Hvorug skildi til hlítar sjón- armið hinnar, en það sem Nasjúa sagði undirstrikaði að sumu leyti þann mun, sem er á austrænni og vestrænni menningu. Arabar eru forlagatrúar. Þeir eiga áreiðanlega langtum auðveld- ara með að sætta sig við orðinn hlut — og boð og bönn — en Vesturlandabúar, og eru langtum aði manni sínum óspart í kringum sig, án þess að vera yfirgangssöm, og jafnan skokkaði hann af stað með glöðu geði. Á móti sýndi hún honum margvíslega umhyggju, — tók t.d. utan af appelsínunni fyrir hann og stakk upp í hann bita. Sömu þjónustu fengu börnin og gesturinn. Þegar dagur var að kvöldi kom- inn og mér fannst tími kominn til að ljúka heimsókninni, kom í Ijós að þeim hjónum lá eitthvað sér- stakt á hjarta. Þau voru hálf- vandræðaleg, en þau langaði til að biðja mig bónar. Ég mætti fyrir alla muni ekki móðgast, en væri hugsanlegt, að ég vildi gera þeim þann heiður að gista á heimili þeirra þessa nótt. Þessi uppástunga kom vægast sagt á óvart. Ég reyndi að eyða málinu með því að segja, að það færi ljómandi vel um mig í gistihúsinu, en ég vildi gjarnan koma og heimsækja þau öðru sinni. Sem sagt, — beitti ofur- venjulegri vestrænni aðferð til að gefa til kynna svo ekki yrði misskilið að ég vildi heldur sofa í einrúmi á þeim stað, sem mér hefði verið fenginn til afnota. Þau beittu fortölum og að lokum sá ég ekki annað ráð en að segja skýrt og skorinort, að ég vildi heldur fara í gistihúsið. Það var eins og köldu vatni hefði verið skvett á þau. Svipurinn harðnaði, augnaráðið varð ógn- vekjandi og þau spurðu, bæði í einu: „Af hverju?" Við þessu átti ég ekkert svar. Sjálfsagt hefðu þau heldur ekki skilið útskýringar um að ég kynni ekki við að gista hjá fólki sem ég hefði þekkt svo skamma hríð. Mér hefði heldur ekki dottið í hug að viðurkenna að ég þyrði það ekki, og þaðan af síður að ég gæti ekki hugsað mér að fara að sofa í þessu undarlega húsi þar sem þrifnaður var af skornum skammti, — í húsi þar sem mér fannst allt annarlegt og framandi. Ég skildi heldur ekki hvers vegna þeim gat verið svo umhugað um að hafa mig sem næturgest, og kannski var það fyrst og fremst þessi undarlega ýtni, sem gerði mér órótt. Svo ákvað ég að láta slag standa. Hugsaði sem svo að það gæti verið nógu fróðlegt að sjá hverju fram yndi. Nú kom líka annað hljóð í strokkinn. Harkan, sárindin og andúðin hurfu eins og dögg fyrir sólu. Nasjúa faðmaði mig að sér og þakkaði mér aftur og enn fyrir þá góðvild og heiður, sem ég sýndi heimilinu með því að þiggja þetta boð, og húsbóndinn tók í sama streng með hátíðlegu orðalagi. Nú var komið með blúndulagðan stássnáttkjól handa mér, því að nú áttu allir að fara að hátta, bæði börn og fullorðnir. Síðan var sezt að snæðingi í náttfötunum og undir borðum áttu sér stað ein- hverjar undarlegustu samræður, sem undirrituð hefur orðið vitni að, á arabísku. Þótt ekki skildi ég eitt orð var greinilegt að umræðu- efnið var útlit næturgestsins. Við og við túlkaði húsmóðirin það sem sagt var, en það sem ég skildi af því var svo kauðskt og óviðeigandi að engin leið er að rekja það nánar. Það var engu líkara en að þarna væri komið eitthvert ný- stárlegt og mjög sniðugt leikfang „fyrir alla fjölskylduna", en furðu- verkið fékk nóg af því að vera umkringt með þessum hætti, og mæltist til þess að fá að ganga til hvílu. Á efri hæð hússins var stór svefnsalur, þar sem hver fjöl- skyldumeðlimur átti sitt rúm. Ekki varð gestinum svefnsamt þessa nótt og undarleg var hú-n þessi tilfinning, að vera komin alla leið frá íslandi inn á innsta gafl hjá þessu hjartahlýja og einlæga fólki, sem þó var svo frábrugðíð því, sem ég hafði áður kynnzt. Fólki, sem þrátt fyrir ólíkar að- stæður og framandi hugsunarhátt, á við svipuð vandamál að stríða, á sér sömu vonir og elur með sér sömu tilfinningar og þorrinn allur í fjarlægu landi norður við heim- skaut — vill lifa í sátt og samlyndi við umhverfið, hafa næði til að ala upp börnin sín svo þau verði sjálfum sér og þjóðfélaginu til gæfu, — hvort sem þjóðfélagið er eitthvert abstrakt fyrirbæri eða birtist í gervi Saddam Husseins, sem ræður öllu, getur allt og gerir allt í landinu milli Efrats og Tígris.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.