Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 Leiðangursstjóri þýzka svifflugleiðangursins 1938 í heimsókn: Sandskeiðs- umslögin ganga á 800 þús. krónur 1>ÝZKI fluKmaöurinn Brunu Bauman, sem kum hingað til lands árið 1938 með fyrstu flugvélina sem ílentist á íslandi, er nú staddur hér i heimsúkn ug meðfylgjandi mynd tók ólaíur K. Magnússun þegar Brunu var að skuða umrædda vél á Reykjavíkur- fiugvelli í ga'r. Klemm 25 TF- SUX, en þetta er elzta vélin á landinu ug m.a. fyrsta vél sem lenti í Vestmannaeyjum undir stjurn Agnars Kufued-Hansens flugmálastjúra. Bruno var leiðangursstjóri í þýzka svifflugleiðangrinum sem kom hingað til þess að þjálfa íslenzka flugmenn og kom Klemminn með Dettifossi til landsins. Að lokinni dvöl Þjóð- verjanna var Klemminn skilinn eftir og einnig svifflugvélar. Bruno Bauman var prófessor í Á Reykjavíkurflugvelli í gær við gamla Klcmmann. Frá vinstri: Bruno Bauman, Agnar Kofoed-IIansen flugmálastjóri og Helgi Filippusson sem var einn af íslendingunum sem hlaut þjálfun hjá þýzku svifflugsveitinni. flugeðlisfræði á stríðsárunum og barðist mikið fyrir eflingu flugs- ins. Bruno flaug fyrsta póstflugið með landflugvél á íslandi árið 1938, en það var frá Sandskeiði til Reykjavíkur með sérstimpluð umslög. Var umslagið selt á 35 aurá eða 50 aura, en nú ganga þau á alþjóðafrímerkjamarkaði á 2000 dollara eða liðlega 800 þúsund krónur. Hreinsanir í Alþýðubandalaginu: V erkalýðsleiðtogar nir felldir úr flokksráði MIKLAR hreinsanir standa nú yfir í Alþýðubandalaginu. Á félagsfundi í Alþýðuhandalagsfélaginu í Reykjavík á fimmtudag var kosið i flokksráð Alþýðubandalagsins og gerðust þá þau tíðindi. að allir helztu verkalýðsforingjar flokksins voru felldir, en flokksráðið er ein valdamesta stofnun flokksins. Þeir. sem ekki náðu kjöri eru Snorri Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands. Guðmundur J. Guðmunds- son. alþingismaður og formaður Verkamannasambands Islands. Ing- ólfur Ingólfsson. fyrrum forseti Far- manna- og fiskimannasambands íslands og formaður Vélstjórafélags íslands og Einar Ögmundsson, for- maður Landssambands vörubifreiða- stjóra. Morgunblaðið spurði í gær Guð- mund J. Guðmundsson um þessa atburði og vildi hann ekkert um þá segja, annað en það, að honum dytti einna helzt í hug, að meðai flokksfor- ystunnar væri litið á þessa fjóra fory stu menn verkalýðsh reyf ingar- innar sem eins konar „fjórmenn- ingaklíku". Spurningin væri aðeins, hvernig aðgerðum gegn „fjórmenn- ingaklíkunni" yrði nú fylgt eftir. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, munu þessi uppskipti eiga sér nokkuð lang- an aðdraganda. Einn forystumann- anna í verkalýðshreyfingunni, sem nær kosningu er Ásmundur Stefáns- son, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, en hann mun vera kosinn í flokksráðið án samráös við hann sjálfan. Ásmundur mun vera erlendis og með hliðsjón af því, að hann neitaði að taka sæti í miðstjórn flokksins, mun kosning hans í flokks- ráð vera eitthvert sjónarspil, þar sem búizt er við að hann muni ekki vilja sitja í ráðinu. Þeir, sem standa fyrir þessum hreinsunum munu vera hinir nýju valdaaðilar flokksins, Svavar Gests- son, Hjörleifur Guttormsson og Óiaf- ur Ragnar Grímsson, sem kallaðir hafa verið menntamannaklíkan. Þeir munu vera að treysta aðstöðu sína innan flokksins, veita áðurnefndum forystumönnum ráðningu, þar sem þeir hafi ekki verið nægilega flokks- AFLI vertíðarbátanna, sem róa frá verstöðvum sunnanlands, hcfur verið nokkuð misjafn að undanförnu og hafa bátar fengið allt upp i 50 tonn í róðri og niður i -nokkur hundruð kíló. Síðustu daga hefur tíð yfirleitt verið sæmileg, en hefur í heildina verið nokkuð erfið það sem af er árinu. Morgunblaðið ræddi í gær við vigtarmenn og fréttaritara á nokkrum verstöðvum og fékk hiá þeim eftirfarandi fréttir: Ágætur afli hefur verið hjá Sandgerðisbátum og hafa þeir sótt á Jökulgrunn og Jökultunguna, en minna verið á heimaslóðum. Afli hefur verið að glæðast hjá neta- bátunum og einn bátur sem var við veiðar í Víkurál hefur tvisvar þægir. Missætti Snorra Jónssonar við fiokkinn hófst þegar ákveðið var framboð flokksins 1978 og hann sagði sig úr uppstillinganefnd. Guðmundur J. Guðmundsson mun hafa verið andsnúinn nýlegri stjórnarmyndun, landað góðum afla með fárra daga millibili, fyrst 43 tonnum og síðan 53. Óvíst er talið að fiskurinn gangi nær, sjávarskilyrði ekki talin hagstæð. Frá Sandgerði róa milli 30 og 40 bátar. Frekar dræmur afli hefur verið hjá Keflavíkurbátum að undan- förnu en aðfararnótt föstudags lönduðu nokkrir bátar miklum afla, Sandáfell 40 tonnum og Pétur Ingi 31 tonni, trollbátar hafa fengið 15—17 tonn og línu- bátar mest fengið rúm 7 tonn. Vertíðarbátum fer nú fjölgandi á Suðurnesjum, en þeir leggja afla sinn upp á hinum ýmsu verstöðv- um, flækjast á milli þeirra eftir aðstæðum, eins og vigtarmennirn- ir komust að orði. Ingólfur Ingólfsson bauð vinstri stjórninni byrginn í fyrra, er kjara- mál sjómanna voru efst á baugi og Einar Ögmundsson mun hafa átt erfitt uppdráttar innan flokksins nú um nokkurra ára skeið. Fleiri menn eru hreinsaðir út og rná þar m.a. nefna Þröst Ólafsson hagfræðing. Maður, sem kunnugur er í flokknum, kvað fall þeirra Guð- mundar J., Ingólfs og Snorra enga tilviljun. Um væri að ræða áminningu til þeirra um að þeir skuli hafa sig hæga, þeir væru ekki ómissandi. Þessi sami maður kvaðst þó vona, að þessi ráðning snerist ekki upp í það, að verkalýðshreyfingin væri ekki ómissandi í Alþýðubandalaginu. í Vestmannaeyjum var sagt fremur lítið að frétta, þar væri bátaafli lítill, en togarar hefðu fiskað vel að undanförnu, eins og fram hefur komið. Hefur afli verið mjög misjafn hjá bátunum, allt frá engu upp í 20 tonn og það jafnvel þótt þeir hafi verið að hlið við hlið. Ekki hafa allir bátar hafið veiðar, en þeim fer fjölgandi og færist líf í atvinnu í landi eftir því sem bátunum fjölgar og þörf á að vinna meira en dagvinnutíma, eins og verið hefur að undanförnu. Vertíðin hjá bátum, sem róa frá Höfn, hefur verið léleg og eru komin á land 1.800 tonn á móti 2.600 tonnum á sama tíma í fyrra. Tveimur bátum fleira er þó á línu, Búist við að loðnu- veiðunum ljúki i dag ÁGÆT loðnuveiði var í fyrrinótt á miðunum grunnt undan Langanesi enda bezta veiðiveður. Helmingur loðnuflotans hefur veitt síðasta farminn áður en veiðarnar verða stöðvaðar en ennþá voru eftir um 25 bátar á miðun- um eða helmingur flotans um hádegisbil í gær. Marg- ir bátanna voru langt komnir með að fylla sig og er fastlega búist við því að þessari lotu loðnuveiðanna Ijúki í dag. Aflinn á föstudag var 4585 lestir hjá 9 bátum og frá miðnætti í fyrrinótt til hádegis í gær höfðu 15 bátar tilkynnt afla, samtals 8610 lestir. Heildaraflinn var þá orðinn um 267 þúsund lestir á vertíðinni. Þar sem bátarnir hafa nú verið að veiða síðustu farmana fyrir veiðistoppið fara margir þeirra með aflann til heimahafna en aðrir landa aflanum á Raufar- höfn og Austfjarðahöfnum. Eftirtaldir bátar tilkynntu afla í fyrrakvöld og fram til hádegis í gær: Sæbjörg 570, Skarðsvík 630, Helga II 520, Svanur 670, Fífill 600, Harpa 620, Skírnir 420, Þórð- ur Jónasson 490, Gullberg 590, ísleifur 440, Rauðsey 600, Hrafn 650, Pétur Jónsson 670, Gígja 730, Þórshamar 520, Gísli Árni 600, Magnús 510, Dagfari 500. Brutu rúður í sjúkrahúsinu Siglufirði, 16. febr. SÁ fáheyrði atburður gerðist í nótt að drukknir menn brutu rúður í sjúkrahúsinu hér í bænum. Menn eru að vonum hneykslaðir á þessu framferði og vona að fram- vegis fái sjúkrahúsið að vera í friði fyrir rúðubrjótum. -m.j. en hvort tveggja veldur minni afla, stirðar gæftir og minni og lélegri fiskur, voðalegt rusl, eins og orðað var. Vinna í frystihúsi hefur verið 8—10 tímar á dag að undanförnu, en ekki unnið á laug- ardögum, sem yfirleitt er þó gert alla vertíðina. Frekar önugt hefur verið síðustu daga að sækja sjóinn hjá Ólafsvíkurbátum, en afli hefur þó ekki verið mikill þótt gefið hafi. Binda menn vonir við að hann sé þó að glæðast og fiskur eigi eftir að ganga meira á miðin og munu nokkrir bátar hafa komizt í góðan fisk í Víkurál um og fyrir helgina. Hefur stirð tíð orðið til þess að margir línubátanna eru nú að skipta yfir á netaveiðar. Stirðar gæftir vertíðar- báta og af linn lélegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.