Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 5 Síðasti fyrrihluti var svona: Nýja stjórnin naumast er nema í heiminn borin. Og Ásgeir Jakobsson skrifar: Þetta er svoddan vandræða hnoð innan um í þættinum þínum, að ég sé mig tilneyddan upp á gamlan kunningsskap að senda þér nokkrar britingarhæfar vísur ásamt botni við fyrri part þinn: Feigðina í sér fóstrið ber, fetar í vinstri sporin. Nú veit ég ekki, hversu langt eða hvort „fóstrið“ fetað getur, — nema líkingin sé í því fólgin, að síðasta vinstri stjórn hafi yfirleitt aldrei fæðst og í raun- inni ekki verið annað en hugar- fóstur þeirra, sem í henni sátu, og er þá fyrrihlutinn rangt hugsaður. segir, — „í tilefni af ráðherra- fjölda Rúblunnar“ og verður síðasta vísan að duga: Eitt er þó nálega álíka veglegt hjá báðum. því örlögin veittu oss í smæð vorri dýrmætan frama: Ráðherratalan á Íslandi og Englandi er bráðum orðin hin sama. Álfur kveður í tilefni kosn- inganna: Furðulegt hvað fólkið kýs. Framsókn græddi núna. Afleiðingin er að SÍS áfram mjólkar kúna. Þetta minnir á gamla vísu eftir Sveinbjörn Beinteinsson, sem hann orti fyrir Stúdentafé- lag Reykjavíkur á þeim árum, þegar „olíuhneykslið" svokallaða var uppi: Móri botnar: Ekki geta gcðjast mér Gunnars fyrstu sporin. Síðan segir Ásgeir: „Það er ráð, sem fleiri ættu að nota, að yrkja um rifrildisefni. Reiðin sjatnar meðan hnoðað er saman vísunni. Ég mæli hér fyrir munn Geirs og svo hins óbreytta flokksmanns: Við Apavatn var eitt sinn háð örlagaþrungin glíma. Mér hefði verið meira en ráð að muna þá sögu í tíma. Flokksmaðurinn: Allt hefur snarazt undir kvið, erfiðir baggar við að glíma. Dugir nú annað cn gefa grið Gissuri vorra tíma?" En ekki líta allir sömu augu á silfrið. Albert Guðmundsson kom þessari vísu áleiðis til mín frá konu sinni, Brynhildi Jó- hannsdóttur, og er „síðbúin af- mæliskveðja“ til Pálma Jónsson- ar landbúnaðarráðherra: Þú átt andans þroska nægan, þú ert gæddur hugsun stakri. Þú munt gera garðinn frægan, giæsti sonur Jóns frá Akri. Maður, sem ekki lætur nafns síns getið, sendi mér kvæðið „Tveir fánar" eftir Jón Helgason prófessor, — eins og í bréfinu Þegar að hýru sinni sezt SÍS með flírulátum olíukýrin mjólkar mest, merkara dýr hefur aldrei sézt! Enn kveður Álfur: Steingrímur rær á stjórnarsjó, strandi nær í vinstri raunum. Ekki eins fær og Óli Jóh. þótt alinn væri á grænum baunum. Og einn af þingmönnum Al- þýðuflokksins gat ekki orða bundizt eftir að hafa hlustað á Stefán Valgeirsson: Einna síztur er talinn, okkur lízt hann glópur. Stendur á blístri stríðalinn Stefán þrýstihópur! Kristján Karlsson kveður: „Ég hygg," sagði Nita Naldi, „að nú sé ég komin með skaldi. I svefni í gær, þá sá ég mér fær- i á simpansa og tók hann með valdi." Og ekki fór fram hjá mönnum, að Ragnar Arnalds taldi ekki forsendur fyrir „almennum grunnkaupshækkunum", sem aftur gefur tilefni til, — að gefnu tilefni, — að hafa fyrri hlutan svona: Guðmundi jaka geðjast ekki geðlaus pappírstígrisdýr! Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal Köku- og bollubasar Handknattleiksdeild Breiðabliks efnir til bollu- og kökubasars í dag, sunnu- daginn 17. febr., kl. 2 í Þinghóli, Hamraborg 11. Á boðstólum verða bollur og kökur. Höfum til leigu efri hæö aö Dalshrauni 9B, Hafnarfiröi. Hæöin er einn salur 680 fm meö tveimur uppgöngum. Upplýsingar í símum 14240 eöa 21011. Síld og Fiskur, Bergstaöastræti 37. Verkfræðistörf Rannsóknastofnun byggingariðnaöarins óskar aö ráöa sérfræðing til rannsóknastarfa. Æskileg sérþekking á steinsteypu Upplýsingar um síma 83200. Umsóknir sendist inn fyrir 25. þ. mán. Rannsóknastofnun byggingaridnadarins , Hljómtækja- UTSALA á Skemmtimarkaðinum Nú höldum viö útsölu á hljómtækjum og sjónvörpum frá ððPIONEER og 20—40% afsláttur Dæmi: Var Nú 14“ Sharp sjónvarp 426.000,- 336.000.- Pioneer útvarpsmagnari Sambyggt sett með 259.000,- 180.000.- tveimur hátölurum 244.000,- 185.000.- Bílasegulband 98.000.- 25.000,- Stereoskápar 56.000,- 40.000.- Stereoferðatæki 255.000,- 190.000.- Skemmti markaðurinn Opið frá kl. 1-6 á morgun Sýningahöllinni, Bíldshöfða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.