Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 Listfræðsla á ráðstefnu Lífs og lands í dag í tjær hófst á Kjarvalsstöðum ráð- strfnan Maður og list, sem samtökin Líf ok land gangast fyrir. Var fyrir háöogi í erindum fjallað um stöðu listar og eftir hádegi um aðstöðu listafólks og stóð ráðstefnan allan daginn. í dag verður henni fram halog fjallað um listfræðslu fyrir hádegi. cn eftir hádegi verða pallborðsumræður, sem fulltrúar ýmissa listgreinafélaga taka þátt í undir stjórn Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Hefjast þær kl. 13.30, en kl. 15.00 lýkur umræðum. tekur við tónlistarflutningur Þursaflokksins og gerningur kl. 15.30. Ljósm. Mbl. Emilía. Svipmynd frá ráðstefnu Lífs og lands í gærmorgun. Ráðstefnugestir hlýða á leik Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfsdóttur. Ráðstefnan hefst kl. 10 f.h. í dag. Verða flutt 12 stutt erindi. Fundar- stjóri er Ögmundur Jónasson. Björn Th. Björnsson flytur erindi er nefnist „Af þráðum og reiptöglum", Gylfi Gísalon talar um alþýðufræðslu og listir, Ernir Snorrason um list og uppeldi, Jónas Pálsson um list í grunnskólum, Heimir Pálsson um list í menntaskóla, Þorkell Helgason um list í háskóla. Kl. 11.00 verður hlé á erindum og Arnar Jónsson les ljóð. Þá talar Stefán Edelstein um hlut- verk og tilgang tónlistarskóla, Einar Hákonarson um myndmennt, Pétur Einarsson um leiklistarskóla, Þránd- ur Thoroddsen um kvikmyndaskóla, Hrafn Gunnlaugsson um meningar- pólitík og Kjartan Ragnarsson um mann og list. í matarhléi fremur Hannes Lárusson gerning. Sýningu Jóns Gunnarsson- ar listmálara í Norræna húsinu lýkur í kvöld klukkan 22. Á sýningunni eru 68 verk og eru öll til sölu. Aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð að sögn lista- mannsins. Henda varð um 10 tonnum af línufiski úr Sævari í sjóinn á strandstað vegna þess að olía hafði komizt í fiskinn, en til hafði staðið að landa honum til vinnslu. Vinstra megin við brúna eru menn að bogra yfir vatnsdælunni og slangan liggur niður i lestina. Eins og sjá má hallar báturinn æði mikið. Ljósmyndir Mbl. Kristján. Unnið að björgun á strandstað í skaf ningsroki EKKI tókst að ná vélbátnum Sævari KE 19 af strandstað við innsiglinguna i Sandgerði í fyrrinótt. cn aðstæður allar voru hinar erfiðustu vegna roks. Laust eftir miðnættið á fjörunni var hafist handa við björgun. Taug var sett í bátinn og hélt krani í landi við hana. Um 15 björgunarmenn komust um borð í Sævar skömmu eftir miðnætti, flestir félagar í björgunarsveit SVFÍ í Sandgerði. Voru þeir vel búnir tækjum og sýndu af sér mikla hörku við björgunarstarf- ið undir stjórn Óskars Guð- mundssonar vcrkstjóra í Ytri- Njarðvík. Báturinn réttist nokkuð af, en þó var hallinn mjög mikill og erfitt að fóta sig í rokinu og rigningunni. Jafnframt því að um 10 tonnum af fiski var hent í sjóinn unnu menn við það að þétta bátinn fyrir flóðið og loka honum ofan þilja eins og hægt var. Fiskinum varð að henda í sjóinn þar sem olía hafði komist í hann. Þá náðist að dæla sjónum úr bátnum og virtist hann lítið skemmdur, enda lak lítið inn í hann að lokinni dælingu. Björgunarmenn höfðu lokið störfum sínum á fjórða tímanum og hurfu þeir þá frá borði, enda komið skafningsrok. Svo mikið var rokið að björgunarmenn gátu ekki siglt á hraðbátnum i land þar sem ekki var unnt að stjórna honum í rokinu. Urðu þeir því að draga sig í land á gúmmífleka eftir tauginni frá krananum. Rétt í þann mund sem mannskapurinn var kominn upp á malarkambinn við strandstað féll Sævar aftur á hliðina og fyllti á ný. Hefði getað farið illa ef menn hefðu verið um borð, því báturinn lagðist enn meira á hliðina en áður. Björgunarmenn koma hinir vígreifustu um borð til björgunar. L þessa skrá í tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar og hefur lögreglan aðgang að þeirri tölvu. Bifreiðaeftirlitið hefur tölvufært bifreiðaskrána nú um nokkurt skeið og hefur það verið til aukins öryggis og flýtis fyrir alla aðila. William sagði að hagræðið af tölvunum væri augljóst. Öll ' Samkvæmt upplýsingum Williams Th. Möller, aðal- fulltrúa við lögreglustjóra- embættið, fékk lögreglan að- gang að þessari nýju tækni um síðustu mánaðamót. Hefur tveimur tölvuskermum verið komið upp i Lögreglustöðinni, öðrum í fjarskiptastöð lög- reglunnar, sem opin er allan sólarhringinn og hinum á skrifstofunni, þar sem af- greiðsla sekta fer fram. Hafa siðustu vikurnar verið notaðar til þess að þjálfa starfsfólkið í notkun þessara handhægu }■ jalpartækja við löggæzluna. Lögreglan tekur tölvu- tæknina í sína þjónustu Ragnar Bergsveinsson aðalvarðstjóri í fjarskiptastöð lögreglunnar kallar fram upplýsingar á skerminn. William Thomas Möller fylgist með og fjær má sjá Einar Halldórsson lögreglumann við símaborð lögreglunnar. .LÖGREGLAN í Reykjavík hefur nýlega tekið tölvutækn- ina í þjónustu sína. Fyrst um sinn verður bifreiðaskráin í tolvunni en síðan er ætlunin að bæta inn á tölvuna öðrum upplýsingum, sem nauðsyn- legt er fyrir lögregluna að hafa tiltækar með litlum fyrirvara. Sem fyrr segir hefur lögregl- an nú þegar aðgang að bif- reiðaskránni fyrir allt landið. Bifreiðaeftirlit ríkisins færir Tf ökutæki á landinu væru skráð hjá Bifreiðaeftirlitinu og getur fjarskiptastöð lögreglunnar kallað fram samstundis allar nauðsynlegar upplýsingar um einstök ökutæki hvenær sem er sólarhringsins. Gefur tölvan upplýsingar um ökutækið og eiganda þess og ennfremur hverjir hafa átt viðkomandi ökutæki. Ef lögreglumenn við gæzlustörf þyrftu á upplýsing- um að halda um einstök öku- tæki mætti fá þau á örskömm- um tíma og einnig gætu lög- reglumenn úti á landi notfært sér þessar upplýsingar, þar sem fjarskiptastöðin er opin allan sólarhringinn. Þá flýtir tölvutæknin skiljanlega mjög fyrir allri sektaafgreiðslu. William sagði að í fram- tíðinni yrði væntanlega fleiri upplýsingum bætt inn á tölv- una, t.d. ökuferilsskrá og mætti þá t.d. með skömmum fyrirvara sjá hvort ökumenn eru réttindalausir eða ekki. „Ég vil taka það fram,“ sagði William, „að hér er ekki um að ræða víðtækara eftirlit lög- reglunnar með borgurunum, heldur er hér fyrst og fremst um að ræða hagræðingú og betri vinnubrögð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.