Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 Áhugamenn um hjólreiðar hjóla um miðbæinn s.l. vor til að vekja athygli á málstað sínum um að frekara tillit verði tekið til þeirra í umferðinni. fyrir þá til hægri. Þá er það almenn ósk hjólreiðamanna að fá leyfi til þess að hjóla á fáfarnari gangstéttum, t.d. meðfram Miklu- brautinni. Engum dytti í hug að krefjast þess að fá leyfi til að hjóla á gangstéttum gatna eins og Laugaveginum eða í gamla bæn- um. Jafnvel mættu þar ólíkar reglur gilda um fullorðna og börn, — börnin hefðu á fáfarnari götum heimild til að hjóla á gangstéttum og útivistarsvæðum, en fullorðnir sem margir hafa bílpróf hjóluðu almennt á götunum. Umferðarnefnd Reykjavíkur- borgar hefur skilað af sér áliti varðandi heimild til hjólreiða á gangstéttum. Meirihluti nefndar- innar mælti með því að það væri heimilað með undantekningum, en minnihlutinn mælti með því að almennt væri áfram bannað að hjóla á gangstéttum, en einstaka Synd að ljúga Sjálf- virk tevél * Inn- fluttar rófur Karl- manns- líkaminn HJÓLREIÐAMENN í Danmörku er hjólreiða- maðurinn ekki undantekningar- tilvik i umferðinni líkt og hann er hér á landi. Þar eru um tvær Brezkur sérfræðingur hefur látið hafa það eftir sér, að sannleikurinn sé sá, að það geti komið sér vel fyrir þig að ljúga í sumum tilvikum. Smávægileg hvít lygi, geti í mörgum tilvikum verið betri lausn en sann- leikurinn segir sá sami, dr. John Nicholson, kennari í sálarfræði við Lundúnaháskóla. Dr. Sissela Bok, sem kennir siðfræði við læknadeild í Harvardháskóla segir að hverskonar lygar séu neikvæðar og raunar of „venjulegur" hlutur í daglegu lífi í hinum vestræna heimi. Læknar, lögfræðingar, lögreglumenn, stjórn- málamenn og næstum allir aðrir eigi þar hlut að máli. Dr. Nicholson segir að í fjölda tilvika sé hægt að réttlæta af hverju Það er synd að ljúga, en... sannleikurinn er ekki sagður. Lækn- ir geti þurft að fara í kringum sannleikann um að sjúklingur eigi stutt eftir ólifað, ef útlit er fyrir að viðkomandi hafi ekki andlegan styrk til þess að taka slíkum sannleika. Það geti verið að fólk sé „verndað“ frá sannleikanum, þar sem hann ilii því aðeins leiðindum. Fyrir nokkrum árum hafði sú „hjónabandsregla" verið boðuð að hjón skyldu engu leyna fyrir maka sínum. Nú efist menn um gildi þess, að deila hverri sinni byrði með maka sínum. En hverju sinni sé um samkomulagsatriði að ræða, — sama reglan eigi ekki við öll hjónabönd. I viðskiptum gildi ákveðnar venj- ur, heiðarleikalögmál þannig að ef þær venjur eru brotnar þá er ekki um frekari viðskipti að ræða milli viðkomandi aðila. Varðandi börn þá sé lygi að einhverju marki hluti af uppeldinu og oft einkar gagnleg. Dr. Nicholson hefur skrifað bók um þetta viðfangsefni og skrifar þar m.a. að þegar fólk sé að ljúga, þá sé það uppfyllt af spennu. Sa sem vanur er að beita fyrir sig iygum kunni að gæta svipbrigða og horfast í augu við þig. En ef þú grunar hann um lygi, þá fylgstu mc-ð fótaburðin- um. Hann vill víst vera á iði. miiljónir manna taldir nota reið- hjól að staðaidri sem farartæki til vinnu, skóla eða út í náttúr- una. Þegar ófrisk kona, kona í pilsi eða karlmaður í sparifötum sjást á hjóli á götum hér á landi reka aðrir vegíarendur upp stór augu. Hvers vegna? Af því ein- faldlega að það er óvenjuleg sjón? Með vaxandi skilningi fólks á þörf mannsins á útiveru og einhverri lágmarks hreyfingu og áreynslu og ekki sízt á sparnaði ef tillit er tekið til benzínverðsins og lítilla vegalengda flestra á vinnustað eða í skóla, þá er ekki að efa, að hjólhesturinn eigi eftir að verða mun algengara farar- tæki í umferðinni en hann cr nú. Hvaða reglur gilda um hjólreiðar, — Danir eiga sér fjölda öryggisreglna Febrúar er ef til vill ekki heppilegasti mánuður ársins til hjólreiða, hvað varðar veðurfar en þó er ekki úr vegi að tíunda hér hvaða reglur gilda um hjólreiðar. í Danmörku þar sem tíðni umferð- arslysa er há hefur m.a. verið talin þörf á því að setja ákveðnar reglur varðandi hjólreiðar í um- ferðinni. 1. maí n.k. tekur gildi breyting á umferðarlögunum dönsku um að ef foreldri eða aðrir reiða börn sín á hjóli, — aftan á eða fyrir framan sig, þá verði að vera bæði handbremsa og fót- bremsa á hjólinu. Ýmsir hjól- reiðamenn telja þó að tvær hand- bremsur, sem verka eftir því sem við á á framhjól eða afturhjól ættu að vera nægilega tryggur útbúnaður. En að krafan um að jafnframt þurfi að vera fóthemill sé þó sanngjörn hvað varðar börn sem ekki eru nægilega handsterk til þess, að beita handbremsum eingöngu á tryggan hátt. Þessi breyting hefur án efa nokkurn kostnað í för með sér fyrir þann fjölda hjólreiðamanna sem er í landinu, — en öryggið er fyrir öllu. Þá hafa yfirvöld þar á prjónun- um ýmsar fleiri reglur, t.d. að hemillengdin verði ca. 15 m miðað við 15—20 km hraða/klst. í vætu, en venjulega má stöðva hjólið mun hraðar en þessu nemur. Ennfrem- ur að endurskinsmerki á fótstigi verði stærri og sjáist frá hlið, þannig að ökumenn bifreiða eigi að geta séð hjól á ferð þvert yfir götur. Þá á að staðla þær veifur, sem hjólreiðamenn setja margir aftan á hjól sín, í þeim tiigangi að stuðla að því að bifreiðar taki stærri boga frá hjólum á ferð í framúrakstri. Þá er von á reglum um hjólluktir sem eiga að vera þannig úr garði gerðar, að þær geti lýst þó að hjólið sé ekki á ferð. Islenzkar reglur á þessu sviði eru fáar og fábrotnar, — e.t.v. vegna þess að hjól hafa ekki verið svo algeng í umferðinni. Umferð- arlögin eiga við um hjólreiðar eftir því sem við á, — umferða- reglurnar. Lögreglusamþykktir kveða margar á um hjólreiðar að einhverju marki, — á sakaskrá ríkissaksóknaraembættisins eru nokkrir með það brot skrifað, að þeir hafi hjólað ljóslausir í Banka- strætinu fyrir fjölda ára! í reglu- gerð um gerð og búnað ökutækja og fleira frá 1964 er kveðið á um það, að hjólhestar skuli vera með traustan hemil, stýri ekki breið- ara en 70 cm, ljósker í dimmu, sýnilegt bæði að framan og frá hlið, sem þó megi lækka á ljósið ef það getur blindað einhvern, búið hljómsterkri bjöllu, lás og glit- auga eða ljósker að aftan og á fótstigi. Ef hjól er notað ljóslaust í dimmu eru viðurlögin 200 krón- ur. Ekki má hjóla á gangstéttum. Ef umferðarreglur eru brotnar, t.d. hjólað yfir gatnamót á rauðu ljósi munu viðurlögin vera þau sömu og við slík brot annarra ökutækja. Hvað segja íslenskir hjólreiðamenn um umferðina á hjólum Mbl. ræddi við nokkra áhuga- menn um hjólreiðar og töldu þeir flestir að sambýlið við ökumenn bifreiða á götunum væri yfirleitt ágætt hér í borginni. Helzta hætt- an gæti verið fólgin í því þegar ökumenn bifreiða tækju framúr hjólreiðamönnum og beygðu síðan í Gallerí 14 K í Kaupmannahöfn var nýlega opnuð sýning á ljós- myndum eftir Lisu Jacobsen. Þessi ljósmyndasýning hefur vakið geysi- lega athygli þar sem myndefnið er eingöngu karlmannslikaminn. Aðspurð um þetta val hennar á myndefni sagði Lisa Jacobsen að karlmannslíkaminn væri ekki óverðugra myndefni en t.d. konulík- aminn. Hún kveðst vilja sýna karl- mannslíkamann og reyna að lýsa samhenginu á milli geðs karlmanna og líkama þeirra. M.a. þá reyna að sýnda að ástæðulaust sé að snið- ganga hann sem myndefni, en það Er nægilegt tillit tekið til þeirra? undantekningar frá því væru heimilar. Þá vildu nokkrir hjólreiðamenn að fótbremsa á hjólum væri skylda, því hér á landi væri veður votviðrasamt, en handbremsur versnuðu í bleytu. Þá bæri að gera afturljós á hjólum að skyldu. Það má geta þess hér, að í umferðarnefnd hefur komið til tals að öll borgin yrði tengd hjólreiðastígum, frá miðbæ og allt upp í Árbæ. Vonandi verður þeirri tillögu sinnt sem skyldi. Hvað kosta hjól Flest þau hjól, sem seld eru í verzlunum eru með fótbremsum, nema svokölluð keppnishjói eða kappaksturshjól, þau eru fæst með fótbremsum. Sala á hjólum er nokkuð jöfn yfir árið, og hefur verið góð í vetur miðað við árs- tíma. Fjölskylduhjól eru mjög vinsæl, en sæti og stýri má hækka eða lækka auðveldlega á þeim og er miðað við að börn frá 9 ára aldri og fullorðnir geti notað þau. Þau kosta 91—120 þúsund krónur. Fullorðinshjól kosta 115—197 þús- und krónur og barnahjól ýmist með eða án hjálparhjóla kosta 45—115 þúsund krónur. Ýmist fylgja bögglaberar, ljós og fl. eða þá fylgihluti þarf að kaupa sér. Keppnishjól kosta 160—220 þús- und krónur. Öll barnahjól eru seld með fótbremsum. hlutverk sem karlmaðurinn hafi hingað til tekið sér í hendur í samfélaginu með því m.a. að hylja nekt sína en sýna aðeins höfuðið gæti undirstrikað skoðun Páls Post- ula sem sagði að karlmaðurinn væri „höfuð" konunnar. Karlmenn væru meira og minna eins klæddir frá höku til táa og þeim hafi tekist að fullvissa okkur um að líkami þeirra væri ljótur, á sama tíma og konur hafa reynt að berjast gegn þeirri ímynd sem þær hafa fengið, — að þær væru lítið annað en kjöt. Til forna hefði karlmannslíkaminn ver- ið dáður í Grikklandi, af hverju ætti hann ekki að vera það í dag. Myndefnið er karl- mannslíkaminn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.