Morgunblaðið - 17.02.1980, Page 15

Morgunblaðið - 17.02.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 15 Jónas H. Haralz: Undanfarna daga hefur verið vitnað nokk- uð í blöðum til ræðu, sem ég flutti á fulltrúaráðs- fundi Sjálfstæðis- flokksins um síðustu helgi. Ég tel því rétt að birta þann hluta ræð- unnar, sem f jallaði um stefnu ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum, og fer hann hér á eftir. Stefna jafnt einkarekstri og opin- berum rekstri, sem sögur fara af. Því þetta þýðir það, að þegar komið er seint fram á þetta ár, eiga verðhækkan- ir að vera komnar niður í 25% á ári, en kauphækkunin á sama tíma að vera 35% eða eitthvað svoleiðis. Hvernig halda menn, að nokkur at- vinnurekstur geti staðist við slíkar aðstæður. í kaflanum um peninga- mál er sagt, að aukning peningamagns eigi ekki að vera meiri en samræmist markmiðum í efnahagsmál- um. Ef þetta þýðir að aukn- ing peningamagns eigi að fara niður í 25% eða svo á þessu ári þá held ég fari að hýrna yfir Milton Friedman í Chicago. Ég held, að engin ríkisstjórn hafi gengið eins bugur á verðbólgu með öflug- um og samræmdum aðgerð- um á sviði fjármála, pen- ingamála og launamála. Samkomulagið gerir ekki ráð fyrir öflugum aðgerðum á neinu þessara sviða og sam- ræmingar gætir hvergi. í öðru lagi hefur Sjálfstæðis- flokkurinn lagt áherslu á, að dregið sé úr umsvifum ríkis- ins og ríkisútgjöld lækkuð. Samkomulagið gerir ráð fyrir auknum ríkisumsvifum og ríkisútgjöldum. í þriðja lagi hefur Sjálfstæðisflokk- urinn lagt áhefslu á mjög aukið frelsi til athafna í gjaldeyrismálum, í viðskipt- um og í verðlagningu. Sam- komulagið gerir ekki ráð fyrir, að neitt sé gert í þessu skyni. í fjórða lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt ríkisstjórnarinnar Það er sagt í upphafi málefnasamnings ríkis- stjórnarinnar, að meginverk- efni hennar sé að treysta íslenzkt efnahags- og atvinnulíf og að ríkisstjórnin muni vinna markvisst að hjöðnun verðbólgu þannig að verðbólga á ársgrundvelli verði á árinu 1982 orðin svipuð og í helstu viðskipta- löndum okkar íslendinga. Þetta er afar ákveðið mark- mið. Þetta er róttækasta markmið um lækkun verð- bólgunnar sem sett hefur verið fram. Því það þýðir, að verðbólgan eftir tvö ár eigi að vera komin niður fyrir 10%. Hvernig á þetta að gerast? Það er alkunna, að til þess að ráða við verðbólgu þarf samræmdar aðgerðir á sviði ríkisfjármála, pen- ingamála og kjaramála. Slíkar samræmdar aðgerðir geta verið með mismunandi hætti, og unnt er að leggja mismunandi áherslu á ein- staka þætti. Þær hugmyndir sem lágu að baki þeim við- ræðum, sem fóru fram undir forystu Geirs Hallgrímsson- ar, voru þær, að reyna að ná samkomulagi við vinstri flokkana og við verkalýðs- samtökin um að skerða vísi- tölubætur verulega í einu átaki. Þetta átti ekki að gerast með lögum heldur með samkomulagi, þótt ein- hver lagasetning hefði hugs- anlega verið nauðsynleg til stuðnings. Þetta var það sem verið var að kanna. Til þess að þetta væri kleift var ætlunin að beita minni strangleika í ríkisfjármálum í bili en ella hefði verið æskilegt, og treysta því að þetta mikil lækkun verð- bólgu myndi leiða til mjög aukins sparnaðar og þann sparnað mætti nýta að nokkru leyti til að standa undir útgjöldum af hálfu ríkisins til hækkunar trygg- ingarbóta og lækkunar skatta. Þetta var hugmynd- in. Það er erfitt að láta svona dæmi ganga upp og ég held því ekki fram, að það hafi að öllu leyti tekist. En þetta var rauði þráðurinn. Þarna var ákveðin hugmynd að baki. í efnahags- málum En í þeim málefnasamningi, sem hér liggur fyrir, felst bókstaflega ekki nokkur skapaður hlutur, sem orðið gæti til að sigrast á verð- bólgunni. Eg vil taka það fram til varnar Framsóknarflokkn- um að það má ekki kenna þá niðurtalningu, sem er að finna í þessu samkomulagi, við hann. Tillögur Fram- sóknarflokks um niðurtaln- ingu voru allt annars eðlis. Þær voru um það, að kaup hækkaði minna en verðlag á hverju einasta vísitölutíma- bili. Það var kaupið sem átti að fara niður í stigum, 8%, 7%, 6% o.s.frv. Verðlagið átti að fara eftir reglum skynsamlegrar verðmyndun- ar, þótt ströngu verðlagseft- irliti væri beitt sem fyrr. Þetta var því hugmynd sem fullt vit var í og sem var ítarlega rædd við fulltrúa framsóknarmanna. Þeir nefndu aldrei slíka niður- talningu verðlags, sem nú er verið að ræða um. Það sem svo gerðist var það, að þegar ljóst virtist, að Alþýðu- bandalagið væri ekki til við- tals um neina svokallaða skerðingu á vísitölu fór formaður Framsóknar- flokksins, Steingrímur Her- mannsson, að tala um að ekki ætti að skera niður kaupið heldur verðlagið. Ég veit ekki til þess, að slíkar hugmyndir hafi komið til framkvæmda nokkurs staðar á byggðu bóli. Annað hvort er þetta bara bull, menn meina ekki þetta, sem þeir eru að segja, eða, ef menn meina það, þá er hér um að ræða mestu atlögu að atvinnurekstri á Islandi, langt í því að halda niðri peningamagni eins og mundi verða gert, ef þetta væri framkvæmt. En á sama tíma eru svo sett önnur ákvæði sem segja, að hvergi megi koma til atvinnuleysis án þess að ríkisvaldið komi til sögunnar og skerist í leikinn. Ef peningamagn er ekki nóg til þess að reka fyrirtækin með þessari hörðu peninga- málastefnu, hvað á þá að gera? Hvað á þá að koma til sögunnar? Á ríkið að taka við rekstrinum eða á að víkja frá peningamálastefnunni? Að því er ríkisfjármálin snertir, er í málefnasamn- ingnum lögð sérstök áhersla á, að ekki komi til halla á fjárlögum. Gunnar Thorodd- sen taldi hér áðan, að þær hugmyndir, sem áður höfðu verið lagðar fram í stjórn- armyndunarviðræðunum brytu gegn meginstefnu Sjálfstæðisflokksins með því að gera ráð fyrir halla á fjárlögum. Þær hugmyndir voru um skattalækkanir, takið eftir, skattalækkanir, ekki útgjaldahækkanir, og hækkanir til tryggingamála umsamtals 18 milljarða, sem að nokkru leyti átti að vega upp með almennum niður- skurði á útgjöldum, en að öðru leyti átti að fjármagna með auknum lántökum, sem byggðust á auknum sparnaði vegna minnkandi verðbólgu. En hvað á nú að gera? Það sem í þessum mál- efnasamningi felst eru út- gjaldahækkanir um 25—30 milljarða á árinu 1980 og á næsta ári um 30—35 millj- arða. Sé þetta ekki stað- reynd, þá er allur sá kafli sem fjallar um alls konar umbótamál, og þar á meðal um landbúnaðarmálin og að- stoð við bændur, markleysa. Eigi þetta að gerast sem þarna er um rætt, þá kostar það eitthvað svipað þessu. Og þarna er um hreina aukn- ingu ríkisútgjalda og ríkis- umsvifa að ræða. í þessum málefnasamningi er því ekki lagður neinn grundvöllur til að vinna bug á verðbólgunni. Nú er ég sammála því, sem G. Th. sagði, að í stjórnarsáttmála væri aldrei hægt að binda fyrir alla enda, og að það sem þegar allt kæmi til alls skipti mestu væri, að samvinna gæti tekist innan ríkisstjórn- ar um að leysa málin jafnóð- um. Þetta held ég að sé rétt og óhjákvæmilegt. En hitt er einnig nauðsynlegt, að byggja á meginstefnu, sem menn vilja vinna að og geta trúað á að sé framkvæman- leg og geti nálgast þann árangur, sem ætlast er til. En það er einmitt þetta sem vantar. Auk þess sem það er alveg nauðsynlegt, að trúnaður sé á milli manna í ríkisstjórn og í þeim flokk- um, sem að henni standa. Trúnaður milli manna innan flokkanna, trúnaður á milli flokkanna. Sá trúnaður hef- ur ekki verið til staðar í einni einustu vinstri stjórn á íslandi. Búast menn við því að hann verði til staðar í þessari vinstri stjórn? Það hefur verið spurt um, að hvaða leyti stefna mál- efnasamningsins bryti í bága við stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Ég skal nefna fjögur atriði sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur lagt megin- áherslu á í öllu, sem frá honum hefur farið um efna- hagsmál á undanförnum ár- um. í fyrsta lagi hefur verið lögð áhersla á, að unninn sé megin áherslu á, að atvinnu- lífinu séu sköpuð skilyrði til frjálsrar starfsemi á heil- brigðum fj árhagslegum grundvelli. Samkomulagið gerir ráð fyrir, að þjarmað sé að atvinnulífinu með ströngu verðlagseftirliti og rangri gengisskráningu. Jafnframt séu ríkisafskipti stóraukin með fyrirskipandi áætlunar- gerð og lánveitingum úr op- inberum sjóðum í samræmi við þær áætlanir. Þetta allt saman verður svo undir stjórn þeirra ráðherra sem með atvinnumál fara, en þeir eru allir úr röðum helstu andstöðuflokka Sjálfstæðis- flokksins nema landbúnað- arráðherra. Ég vil ljúka máli mínu með því að spyrja þeirrar spurn- ingar, hvers vegna Sjálf- stæðisflokkurinn eigi í vök að verjast og hvers vegna svo miklir erfiðleikar séu við að mynda ríkisstjórn núna og hafi verið það á undanförn- um árum. G.Th. nefndi þetta tvennt og taldi það megin- ástæður og réttlætingu þess, að hann gerir það sem hann hefur verið að gera. Hvernig stendur á þessum erfiðleik- um? Ég held að höfuðástæð- an sé sú, að við lifum á tímum upplausnar, agaleysis og undanlátsemi. Þessir tímar sem eru allt aðrir heldur en þeir tímar, sem við höfum lifað áður og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lifað áður. Slíkir tímar krefjast í raun og veru mikils meira af Sjálfstæðisflokknum heldur en aðrir og hagstæðari tímar. Því að Sjálfstæðis- flokkurinn er og á að vera kjölfestan í þessu þjóðfélagi. Það reynir aldrei meira á hann heldur en einmitt á slíkum tímum. Það ér ekki auðvelt verk að vera í forystu fyrir neinum stjórnmála- flokki, og allra síst Sjálf- stæðisflokknum, á slíkum tímum. Því megum við ekki gleyma. Það sem við getum lagt til málanna er að vera þess minnug hvers eðlis flokkurinn er og hvert hlut- verk hans er og standa dyggilega saman um það hlutverk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.