Morgunblaðið - 17.02.1980, Page 22

Morgunblaðið - 17.02.1980, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. F’RBRÚAR 1980 A 50 ára afmœli bíls Þessi mynd er tekin árið 1933 ok þá var fjolskvldan stödd i Kolabás á einhverri yfirreiðinni yfir landið og tók Björn eldri myndina. Mátti ekki hugsa um annað en klóf esta hana Árið 1938 tók Björn þessa mynd af börnunum fjórum í híIgluKganum ok eru þau frá hægri: Theódóra. Björn, Sigþrúður ok Helga ... ... og nærri 42 árum síðar eru þau aftur saman komin til sams konar myndatöku ok í sömu röð. EKKI er á hverjum degi haldið upp á stórafmæli bíla. Af einu slíku fréttist þó á dögunum og var ætlunin að spjalla við þann er fagnaðinn hélt, Björn B. Steff- ensen bifvélavirkja, sem rekur stillinga- verkstæði í Reykjavík. Hann vísaði aftur á föður sinn, sem lengst hefur haft kynni af afmælisgripn- um, mikil og góð kynni. Björn eldri sagði: „Jú, við héldum upp á fimmtugsafmæli hennar síðast í desember. Björn sonur minn vildi hafa þetta svona, hann hefur haft mest af henni að segja síðasta aldar- fjórðunginn. Ég sá hana fyrst árið 1931 og það var eins og við manninn mælt, ég mátti ekki til annars hugsa en að klófesta hana, þó að eitthvað hversdagslegra hefði kannske hæft mér betur og hentað. Hún var engri annarri lík, svo bar hún af þeim öllum. Svona spengileg og með þessar ávölu, mjúku línur, sem stungu svo í stúf við allar hinar, sem flestar voru eins og beinasleggj- ur og ráku skörp hornin í allar áttir. Annars átti afmælisgildið að - segir eigandinn Björn Steffensen vera mjög „prívat", heldur Björn áfram, eins og hæfir þegar nákomnum er fagnað og sízt af öllu áttu blaðamenn að komast í þetta. Það er auðvitað heilladís- in okkar, bifreiðin gamla og góða, R 17, sem verið er að tala um. „Við komum saman, fjölskyld- an og nokkrir vinir, á verkstæð- inu á Hamarshöfða, þar sem hún stóð uppstríluð og hátíðleg í miðjum sal, með blómvendi í bak og fyrir, meðan við dreyptum á einhverri blöndu og átum snittur í tilefni afmælisins, en bifreiðin R 17 hefur verið fjölskyldumeð- limur í hálfa öld. Soninn Björn, sem stóð fyrir afmælinu, og sem nú er nokkuð á fimmtugsaldri, vantaði allmörg ár í að fæðast þegar fjölskyldan eignaðist bif- reiðina. Þessi bifreið var í upphafi langt á undan sinni samtíð, eins og enn má sjá, og á það bæði við hið glæsilega útlit og sérlega fullkomna og trausta byggingu". Eins og í öðrum stórafmælum var litið um öxl og við báðum Björn að rifja upp einhver afrek, sem unnin höfðu verið á R 17: „Þegar litið er til baka yfir alla þessa áratugi er margs að minnast úr ferðalögum í félags- skap þessarar fágætu bifreiðar. Á fyrstu árum hennar voru vegir slæmir og brýr fáar. Á þeim árum, fyrst eftir 1930, fór ég oft upp í Borgarfjörð, því að á þeim árum rak móðir mín sumarhótel í Reykholti. Sumir kusu að skrönglast fyrir Hvalfjörð, en ég fór venjulega Kaldadal. Sú leið var að vísu mjög ógreiðfær, en þar voru venjulega fáar verulega slæmar torfærur, eins og t.d. Reynivallahálsinn var á Hval- fjarðarleið, en upp hann óku menn helst ekki nema aftur á bak, þegar að norðan var komið. Ferðin frá Reykjavík um Kaldadal í Reykholt tók á þess- um árum allan liðlangan daginn, og umferð var ekki meiri en það, að liðið gátu margir dagar milli þess að bílar færu þessa leið, sem var 70 kílómetrar milli byggða, þ.e. milli Þingvalla og Húsafells. Með í ferðinni voru ævinlega konan mín og börnin, allt niður í barn á fyrsta ári, og örsjaldan um samflot að ræða. Vegna barnanna voru þetta víst dálítið glannaleg ferðalög. En á þeim tíma gerði ég mér ekki grein fyrir þessu, enda hvarflaði aldrei að mér að hún vinkona okkar færi að gera okkur þann grikk að bila. Og hún gerði það aldrei. Ég ók henni á fjórða og fimmta áratugnum sem svarar nokkrum ferðum umhverfis jörðina án þess hún bilaði nokkru sinni. Hún hefur aldrei brugðist í akstri. Mér er einkum í minni ein þessara ferða, sem byrjaði með því að öll fjölskyldan stóð í sandmokstri lengi dags. Bifreið- in festist í skafli við Sandklufta- vatn. Þar vildi sandinn draga í skafla ef hreyfði vind. Á Skúla- skeiði þurfti alltaf að aka með sérstakri gát vegna stórgerðrar grjóturðar, sem vildi losa bíla við hljóðkúta og þess háttar aukadót. En versta torfæran var nú, sem oftar, þegar dalurinn var að baki og komið var yfir Lambá og niður á bakka Geitár. Og þar fór gamanið heldur betur að grána. Þó að þurrviðri væri, höfðu rigningar gengið, og voru því hinir votlendu móar allir sund- urgrafnir og vatnsósa og veg- arslóðinn, sem átti að heita, runnin út í á. En ekki var um annað að ræða en að brjótast yfir þetta. Og þá var nú gusu- gangur í minni kæru. Hún velt- ist og braust um eins og jarðýta. Ymist reis hún að framan, svo að ég sá aðeins upp í heiðan himin, eða hún stakkst á endann ofan í sundurtættan svörðinn. Ég hugsaði oftar en einu sinni með mér: nú hlýt ég að brjóta allt undan henni, því að ekki dugði annað en að gefa duglega í. En hún hafði það af eins og endra nær, og við komum í Reykholt á skikkanlegum tíma, heil á húfi. Seint um nóttina kom fólk í Reykholt. Það hafði verið rétt á eftir okkur yfir Kaldadal. Bíllinn þess hafði verið grafinn upp úr svaðinu við Geitá og dreginn af hestum niður að Húsafelli. Lengst komumst við á þessum árum austur á Seyðisfjörð, það var árið 1935. Sú ferð tók 6 daga hvora leið, enda víðast aðeins ruddir vegir, jafnvel látið duga að skera ofan af stærstu þúfum, en brýr voru eingöngu á stór- fljótum. Þetta sumar opnaðist fyrst bílvegur til Seyðisfjarðar, með vegarlagningu um Stafina. Móttökurnar, sem við fengum hjá krökkunum á Seyðisfirði, voru líka áþekkastar því sem var þegar Thomsensbíllinn kom til Reykjavíkur. Éins og ævinlega lauk þessari ferð án nokkurrar bilunar. En þó að hún vinkona okkar brygðist aldrei í ferðalögum, varð henni nú samt einu sinni dálítið á í messunni, bara til að minna á, að engin regla er án undantekn- ingar: Það var eitt sinn er ég ók út úr bílskúrnum heima, að ég heyrði líkt og klukkuhljóm, er ég „gaf saman". Afturöxullinn hafði hrokkið í sundur. — Þetta var henni líkt. Þegar hún loksins einu sinni þurfti að gera okkur grikk, þá var hún svo nærgætin að gera það ekki á miðjum Kaldadal, heldur á hlaðinu heima.“ i-Ogarnir Björn yngri og eldri Steffensen við bílinn þar sem hann stóð skreyttur, glæstur og hónaður. (eins og hann er reyndar alltaf) þegar haldið var upp á fimmtugsafmælið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.