Morgunblaðið - 17.02.1980, Page 18

Morgunblaðið - 17.02.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 LOFTLEIÐUM fSLENSK MATVÆLI H/F kynnir framleiðslu sína i samvfnnu við Hótel Lottleiði. Nú er það síldarævintýri í Blómasalnum á Hótel Loftleiðum. Þar bjóðum við hverskyns lostæti úr „Silfri hafsins" feitrí Suðurlandssíld, um 25 rétti: Marineraða síld, kryddsíld á marga vegu og reykta sild, salöt og ídýfur, ásamt reyktum laxi, graflaxi, reyksoðnum laxi og smálúðu. Sannkallaður ævintýramálsverður á tækifærisverði. Notið tækifærið og snæðið kvöldverð í vistlegum salarkynnum, sem skreytt er í þessu sérstaka tilefni. Verið velkomln á sild Borðpantanlr I sfma 22322 Dagana 9.-18. febrúar bakhjarl... Sá sem sítur rétt afkastar meiru Drabert — skrifstofustólarnir, sem eru byggðir á hinni vinsæl Relax — 0 — flex kenningu, fyrirbyggja þreytu meö því að sty vel viö bakiö á yöur. — Sannkallaðir bakhjarlar. SK l^KRIFSTOFU^Ú^2^ Hallarmúla 2 aími 83211. Siggi flug Ágætur vinur minn og starfsfé- lagi um 30 ára skeið, Sigurður Jónsson, verður sjötugur á morg- un. Sigurður er löngu þjóðkunnur maður, varð það reyndar fyrir fimmtíu árum er hann starfaði hjá Flugfélagi íslands númer tvö, sem fyrsti flugmaður okkar, hand- hafi flugmannsskírteinis nr. 1. Sigurður er fæddur á Eyrarbakka 18 febrúar 1910 og ólst þar upp fyrstu árin en ungur flyst hann til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Skólaganga hans mun ekki hafa verið löng frekar en ýmsra á þeim árum en notadrjúg var ágæt kennsla sem hann naut í Landa- kotsskóla og hefir Sigurður oft minnst á veganesti það, sem hann hlaut hjá nunnunum þar, með þakklæti. Snemma byrjaði Sigurður að vinna fyrir sér eins og títt var um unglinga á þessum árum og starf- aði hann við Útvegsbanka Islands, áður íslandsbanka, frá fermingar- aldri til þess tíma er hann hóf flugnám í Þýzkalandi haustið 1928. Um námsdvöl sína í Þýzkalandi 1928—1930 hefir Sigurður nýlega sent frá sér bók á þýzku, sem gefin var út þar í landi á s.l. ári. Má það telja óvenjulegt að útlendingur fái gefna út bók eftir sig um jafn tæknilegt málefni og hér um ræðir, en fengur hefir þótt í frásögnum Sigurðar, enda á hann létt með að koma fyrir sig orði bæði í töluðu og rituðu máli. Ég mun ekki rekja störf Sigurð- ar hjá Flugfélaginu á þessum árum, þau eru alþjóð kunn og þá einnig hin leiðu endalok félagsins, þrátt fyrir óþrjótandi baráttu þeirra er að félaginu stóðu, en heimskreppan og skilningsleysi ráðamanna þjóðarinnar urðu þess valdandi að hin merka tilraun dr. Aiexanders Jóhannessonar og fé- laga hans, að koma hér á fót flugsamgöngum, fór út um þúfur. Á árunum eftir 1931 þegar flugstarfsemi lá niðri starfaði Sigurður m.a. hjá Happdrætti Háskólans en hóf brátt að fljúga að nýju er „Klemminn" og „Blue- birdinn" komu til landsins á árunum fyrir heimsstyrjöldina. Sigurður starfaði sem flugmað- ur hjá Flugfélagi íslands (áður Flugfélagi Akureyrar) á fyrstu árum stríðsins og flaug aðallega „Waeo“ landflugvél. Þegar emb- ætti flugmálastjóra var stofnað í ársbyrjun 1945 varð Sigurður fyrsti starfsmaður embættisins auk Erlings Ellingsen flugmála- stjóra. Árið 1946 varð Sigurður skrif- stofustjóri flugmálastjóra en - sjötugur síðar framkvæmdastjóri Loft- ferðaeftirlitsins og byggði hann þá starfsemi upp og mótaði frá grunni. Hér er í örstuttu máli rakinn starfsferill Sigurðar, en hann hef- ir í sinni ágætu bók, „Siggi Flug“, er kom út fyrir nokkrum árum, gert skemmtilega grein fyrir því sem á daga hans hefir drifið og er það merkileg saga. Á siðari árum hefir hann oft skrifað mjög hnyttilegar greinar í dagblöðin um mál líðandi stundar og jafnan slegið botninn í þær með orðtakinu „Mér datt þetta (svona) í hug“. Hefir hann látið sitthvað fjúka enda er maðurinn ekki myrkur í máli þegar honum finnst að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Drátthagur er Sigurður í besta lagi og eru ýmsar mannamyndir hans eftirsóttar. Sigurður er kvæntur ágætri konu, Guðbjörgu Sigurjónsdóttur, og flyt ég þeim báðum árnaðar- óskir á þessum merku tímamót- um. Sigurður mun dveljast erlend- is um þessar mundir. Gunnar Sigurðsson. Ágæti, aldni vinur! Vegna þess að þú gistir Lux- emburg á þessum tímamótum ævi þinnar, má ég til með að senda þér nokkrar línur. Þó ekki væri nema til þess að rifja upp fáeinar endurminningar. Það var haustið 1918. Spánska veikin hafði geisað sem hræðileg drepsótt. Að henni lokinni byrjuðu skólarnir aftur og fyrsta daginn í Landakotsskólanum var mér sagt að þú, þá átta ára drengur, hefðir misst föður þinn. Ég man enn hve ég vorkenndi þér innilega. En tíminn leið og lítil börn þurftu að hugsa um svo ótal margt. Kunningsskapurinn hélst og sjö árum seinna var ég búinn að koma mér upp mótorhjóli (illu heilli!) Margir voru kunningjarnir sem vildu fá það lánað. Mér var það alls ekki laust í hendi, en einhvern veginn atvikaðist það þannig, að ég lánaði þér það mörgum sinnum. Svo leið tíminn og um haustið 1928 varst þú valinn af forráða- mönnum Flugfélagsins til þess að fara til Þýskalands að læra að fljúga. Tilviljunin var sú, að ég hafði ákveðið um sama leyti að fara til Þýskalands og læra tannsmíðar. Svo urðum við sam- ferða með gamla Goðafossi til Hamborgar. Ég ætlaði að vera í Berlín og þangað urðum við sam- ferða. Halldór bróðir minn var þar fyrir og hafði leigt húsnæði fyrir CONCORD Til sölu „#**************************.„ *v—■— ----------------------\* » » » * » » * * * * * » « « * ♦ * « * « « « « » « Árgerð 1978, ekinn 26.000 km. 6 cyl. 258 cid. vél, sjálfskiptur, vökvastýri, aflhemlar, hiti í afturrúóu, kassettu- útvarp, nagladekk. Uppl. ( síma 52647 ♦ * * * * * * * * « ♦ ♦ « » « * * « « « « « * « « « EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU okkur. Ég sagði þér að þú gætir búið hjá okkur þangað til þú fengir að vita hvert ætti að senda þig. Og allan tímann sem þú varst við flugnámið, var öðru hvoru verið að flytja þig á milli skóla og þá gistirðu alltaf hjá mér þetta viku til tíu daga í senn. Þú svafst alltaf fyrir ofan mig í rúminu mínu, en fyrir þá, sem ekki þekkja söguna alla, skal á það bent, að þá vorum við báðir tá-grannir. Bitte schön! Já, oft var gaman þá. Margt fórum við saman og margt sáum við. En það var hrein hending að við drykkjum annað en öl, blessað ölið, svo aldrei var um vott af óreglu að ræða. Aldrei gieymi ég því þegar þú fórst út að skemmta þér og gleymdir húslyklunum. Þegar þú komst aftur heim nálægt mið- nætti, uppgötvaðir þú lyklaleysið, vildir ekki vekja upp en varst ekki aldeilis í vandræðum. Fórst ein- faldlega í neðanjarðarbrautina, fannst þar rólegan vagn. Þar var hlýtt og notalegt. Svo rúllaðir þú steinsofandi fram og aftur um Berlín fyrir tuttugu aura og komst heim klukkan sjö um morguninn í fínasta skapi og sagðir mér alla söguna. Og fórum við í Scala og Haus Vaterland. í litlu notalegu stammkránni „Dortmunder Un- ion“ hittum við oft landa okkar og drukkum þar þetta afbragðs öl fyrir 35 aura glasið. Berlín var þá einhver fegursta og hreinlegasta stórborg heimsins. Fyrir okkur, hér norðan af hjara veraldar, var þetta hreinlega und- ursamlegt fyrirbæri. Við vorum fljótir að aðlagast, enda hittum við alls staðar ágætis fólk. Þú alltaf jafn úrræðagóður, hvort sem var til munns eða handa. Því var oft gert að gamni sínu og sungið: „Ich bin der Mann der alles kann, fangen Sie ohne mich nicht an“. Margt hefir skeð síðan og ekki má gleyma því að þú hefir unnið það þrekvirki að skrifa námsend- urminningar þínar á þýsku og að bókin er fyrir nokkru komin á þýska bókamarkaðinn og hefir verið tekið með ágætum. Það er margt sem þér, aldni vinur, er til lista lagt. Snemma komu fram þínir ágætu eiginleik- ar í teikningu. Margt manns- andlitið hefur þú fest á pappír og það með miklum ágætum. í því sambandi dettur mér í hug gamla sagan um hinn fræga ítalska málara Tizian. Hann var að byrja að mála mynd af Karli V keisara Þýskalands og Rómaríkis. Þá spurði málarinn hvort hans há- tign væri það ljóst, að þetta yrði þriðja myndin sem hann málaði af honum. „Þá er þetta í þriðja sinn sem þér gjörið mig ódauðlegan," svaraði keisarinn. Það hlýtur að vera ánægjulegt að geta gert slíkt. Um leið og ég óska þér og þínum allra heilla og alls þess besta sem tengt er hamingjunni, vil ég að lokum segja það, að hvar sem þú hefir farið eða komið, hefir ávallt fylgt þér fjörgandi, hjartayljandi logi, sem ég veit að mun fylgja þér til hinsta dags. Friðrik Dungal. P.S. Sigurður dvelur nú hjá dóttur sinni og tengdasyni. Heim- ilisfangið er: c/o Johannsson 16 Rue de la Liberation ITZIG / Luxemibourg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.