Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 31 „Viö höfum fyrir augunum sýn- ishorn af því hvaða áhrif þaö hefur haft aö fjölskyldurnar voru tættar í sundur á valdatímum Rauöu khmeranna," skrifar Bretinn Robert Ache, stjórnandi hjálparstarfs VPO á landamærum Thailands og Kam- bódíu, í bréfi, sem hingað barst um áramótin. Haustiö 1977 sagði hann aftur á móti viö undirritaðan blaöamann í flóttamannabúöunum í Aranyapra- thet: „Hér finnast engir munaöar- leysingjar, eins og víð'a í flótta- mannahópum annars staöar, því fjölskylduböndin eru svo sterk meðal Kambódíufólksins aö ætt- ingjar eða næsta fjölskylda innlim- ar umsvifalaust það barn, sem missir foreldra. Stórfjölskyldurnar halda svo saman." Það er merki- legt aö heyra hvernig þaö fólk viröist hafa oröið úti, sem nú er að koma innan úr Kambódíu og hefur lifað eftir umbreytinguna á samfél- aginu, miöað viö þá sem flúöu tiltölulega fljótlega eftir aö nýjum þjóðfélagsháttum var komið þar á. Róbert skýrir nánar ummæli sín í bréfinu: „Flestir flóttamannanna, sem koma yfir landamærin, eru einir, án ættingja, en í smáum hópum frá sama stað. Eftir 10 mánuði í frumskóginum eru margir þeirra sjúkir og veikburða. Ef einn veröur veikur, þá er hann skilinn eftir til að deyja drottni sínum. Þegar ættingjar eru fjarri, hefur enginn annar orku eða nægilega sterka löngun til aö hjálpa. Þegar viö vorum aö bera sjúka frá landamærunum, var mjög erfitt aö fá nokkra khmeranna til að rétta hjálparhönd. Hver um sig taldi sig of sjúkan og veikburða. Maöur gat gengið meðfram landamærunum Thaimegin og fundið jarðneskar leifar fólksins, sem samferðafólkið skildi eftir til aö deyja. Líkið af einni stúlkunni sá ég þar nýlega enn í hengirúmi undir plastskýli og maöur nokkur iá þar með annan fótinn út úr hengirúminu og með höndina á reistum stafnum, eins og hann hefði neytt síðustu kraftanna til aö reyna að komast á fætur. Ástandið var verst í október og nóvember. Smám saman mjökuð- umst við hjálparliðarnir meðfram landamærunum, leituðum og bár- um í trukkana sjúka, sem ekki komust lengra. Nú má segja að viö höfum hreinsaö svæðin meðfram landa- mærunum af ósjálfbjarga fólki. Líkamlegt ástand flestra flótta- mannanna er mjög slæmt. Talið að 95% séu veikir í einhverjum mæli. Næstum allir þjást af malaríu og næringarskorti. Ekkert hægt að gera fyrir þá, sem fá mænumalaríu eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR (tegund sem leggst á heilann), þegar meðvitundarleysiö er komið yfir þá. Sumir þoldu ekki einu sinni álagiö af því að vera bornir út og í skjól, en dóu á börunum. Aðrir dóu við vegarbrúnina, jafnvel meöan hjúkrunarfólk var að veita þeim fyrstu hjálp. Og enn fleiri dóu á trukkunum, sem óku með þá í sjúkraskýlin.“ Fyrsta setningin hér að ofan, um áhrifin af brostnum fjölskyldum, er athyglisverð og hratt af stað hug- renningum og spurningum. Erum við íslendingar ekki — að vísu í miklu smærri stíl og ómeðvitað — þegar farin að skræla utan af fjölskyldunni afa, ömmur og frændalið? Og eru þessir ættingjar þá eftir allt svo óþarfir fyrir velferð einstaklingsins? Náttúruvísinda- menn og atferlisfræðingar hafa veriö að komast að raun um meö tilraunum að mjög snemma þurfi að myndast sterkt tilfinningasam- band milli afkvæmis og foreldra eða annarra náinna, ef einstakling- urinn á aö ná eðlilegum þroska og sálrænu jafnvægi. Ef hann á yfirleitt að vera fær um að bindast um ævina tilfinningasambandi að sínu leyti við aðra manneskju. Tilraunir á uppeldisstofnunum hafa þótt sanna, að þar sem alltaf er verið að skipta um starfslið, þótt þaö annist vel um börnin, sé hætt við að þau nái ekki eðlilegum þroska, verði iðulega sinnulaus, kaldlynd og sjálfhverf. Og þá kemur aö spurn- ingunni: Getur manneskja raun- verulega verið betur sett í lífinu sem skjólstæðingur hins ópersónu- lega, alvalda ríkis heldur en í skjóli þessarar litlu einingar, fjölskyld- unnar, sem þykir vænt um hana? Mörgum finnst þessi spurning kannski út í hött. En eru ekki í öllum löndum hópar fólks, sem meðvitað eða hálfmeðvitað vinna að því að svo verði? Berjast fyrir því í misríkum mæli. Raunar frekar í samræmi við styrk og möguleika en mismunandi markmið. Er þá ekki kominn tími til að taka þetta til opinnar umræðu og krufningar, svo að það sé a.m.k. gert meðvitað og meö fullum vilja. Við að komast á undanförnum tveimur árum í beina snertingu við fólk, sem allt í einu hefur orðið að upplifa kommúnískt kerfi í fram- kvæmd, hefur myndin af slíku skýrst ákaflega mikið í mínum huga. í Kambódíu tóku Pol Pot og flokkur hans þjóðfélagsbyltinguna í einu skrefi, — þrátt fyrir heilræöi Chou-En-lais um að fara í áföngum, eins og Sihanouk skýrir frá. Ríkis- valdið tók umsvifalaust hvern mann á kné sér, dreifði borgarbúum, tætti sundur fjölskyldurnar og allar einingar þjóðfélagsins, svo ein- staklingurinn ætti sér hvergi skjól nema hjá Anka — ríkisvaldinu. Það skyldi svo umþuna og úthluta lífi og tilverurétti í samræmi við áætlanir og kerfi. Víetnamar fara hægar í sakir. Af kynnum af' fjölda flóttafólks, sem var að koma til Malasíu beint aö heiman á sl. hausti og spjalli við það um daglegt líf í Víetnam nú, birtist allskýr mynd. Við það varð Ijóst hve illa sú manneskja er stödd, sem á allt sitt undir alvöldu ríkisvaldi, þótt fjölskyldumynstur sé enn við lýöi. Ef sá hinn sami makkar ekki hárrétt eða fellur á einhvern hátt ekki í kerfið, missir hann einfaldlega atvinnuna og þar með björgina til að sjá fyrir sér og sínum. Ríkið ræður yfir atvinnu hans og hann getur ekki flutt sig milli staöa í atvinnuleit, því leyfi yfirvalda þarf til að flytjast. Hvaö getur hann gert annaö en þegja og gera eins og honum er sagt. Kannski er honum skipað að flytja á „nýju efnahagssvæðin" eins og víetnömsk yfirvöld gera gjarnan. Þar í landi eru það óbyggilegustu svæðin með votlendi, moskítóflug- um og malaríu, sem enginn hefur hingað til viljað búa á, en nú á aö rækta upp skv. efnahagsáætlun. Hér væri hugsanlegt að senda menn á Norður-Strandir eöa í Ódáðahraun í þeim fróma tilgangi að halda jafnvægi í byggð landsins og skv. áætlun Framkvæmdastofn- unar. Sums staðar gerist þetta með byltingu eða valdatöku af einhverju tagi. Annars staðar með hægfara yfirtöku á lífi og lifnaðarháttum hvers um sig. Smám saman verða allir ríkisþegar, sem allt sitt eiga undir þeim, sem völdin hafa. Og hægt og hægt hverfur þáttur fjöl- skyldunnar að mestu. Hver fjöl- skyldumeðlimur sækir allt sitt til hins alvalda ríkis og hefur ekkert að sækja inn á heimilið — til sín og sinna. Rauðu khmerarnir gengu hiklaust fram í kenningunni. Því hafa þeir orðið eins og skólabókar- dæmi um það hvaða afleiðingar ýmsir þættir hennar hafa. Þarf ekki að bíða í nokkrar kynslóðir. Eöa nota apatilraunir til könnunar á afleiöingum hlýjumissis. Nú blasir þetta viö þeim, sem sjá í nærmynd afleiðingar þess að fjölskyldum er sundrað og því engin nálægur, sem ekki lætur sér á sama standa þegar mest á reynir. Eins og honum Robert Ache, sem lét falla í al- mennri lýsingu á flóttafólkinu, setn- ingu, án þess að hafa hugmynd um þær hugrenningar, sem hún hratt af stað hjá andfætlingi á hnettinum norður undir heimsskautsbaug. Kannski hefur slíkt engin áhrif á marga aðra, því eins og franski rithöfundurinn André Maurois sagði: „Það er eins um bókmenntir og lífsstíl eins og ástina, að manni er fyrirmunað að skilja val ann- arra.“ En ekki sakar að hugsa. Til þess er víst Homo Sapiens. Maður- inn, sem er eina skepnan sem er fær um að hugsa, draga ályktanir og velja meðvitað. Mætti ekki nýta svolítið þá gáfu? VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR Þl AUG- LÝSIR I MORGUNBLAÐINl Datsun, Subaru og VVartburg bifreiöa. Höfum opnaö aftur í nýju húsnæði að Vagnhöfða 8. Spindill h.f. sími 83900. Kjólaútsala Barna- og dömupeysur, prjónabútar í kjóla og peysur, allt á óvenju hagstæðu verði. Nýtt og fjölbreytt úrval af kvöld- og dagkjólum. Það borgar sig aö líta inn. Verksmiðjusalan — Brautarholti 22. Inngangur frá Nóatúni gegnt Þórscafé. STJÓRNUNARFRÆÐSLAN Utboös- og tilboösgerö Dagana 23., 26. og 27. febrúar n.k. gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir námskeiði í Útboðs- og tilboösgerö kl. 14—18 dag hvern. Námskeiöiö veröur haldiö í fyrirlestrasal félagsins aö Síöumúla 23, Reykjavík. Á námskeiöinu veröur m.a. farið í uppbyggingu staöals viö útboös- og tilboösgerö. Kynnt verður notkun kerfis sem beita má við útreikning tilboða og skipulagningu verks. Fariö verður í raunhæf dæmi um tilboösgerö. Námskeiðiö er einkar hentugt framkvæmdastjór- um verktakafyrirtækja, þar sem tilboösgerð er algeng. Þátttaka tilkynniat til Stjórnunarfólags íslanda, Síöumúla 23, sími 8^930. Leiðbeinandi: Brynjar Haraldsson |i véltæknifræöingur || STJÓRNUNARFÉLAG SIANDS Síöumúla 23 - Sfmi 82930 heimilistæki hf TÆKNIDEILD — SÆTÚNI 8 — SÍMI 24000 Þú sparar þér sporin meö innanhúss- kallkerfi frá: PHILIPS EAGLE BARKWAY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.