Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 25 búi sínu frá 1922 — 1928. Vorið 1928 flytja þau svo að Vatnsenda við Elliðavatn, — og sátu þá skjólsælu jörð með reisn og prýði í nær þrjá áratugi. Þau Lárus og Sigríður eignuðust átta myndar- leg og þokkafull börn, fjóra syni og fjórar dætur. Eitt þeirra, svein- barn, misstu þau í fæðingu. Elztur var Sigurður, sem stundaði bú- skapinn með föður sínum, er hann komst á legg. Hann lézt árið 1966. Næstur er Pétur málarameistari og kaupmaður, þá Katrín ljósmóð- ir og húsfreyja, síðan Sigurveig óperusöngkona, þá Jón Einar yfir- verkstjóri Áburðarverksmiðju ríkisins, og ennfremur, Anna Christiane sjúkraliði og húsmóðir og loks Ingveldur óperusöngkona. Var þetta og er fríður hópur, sem fjöldi landsmanna kannast við. Lárus bóndi andaðist þ. 6. júní 1956, öllum harmdauði, er hann þekktu. Eftir fráfall hans lifði Sigríður kyrrlátu lífi í ekkjudómi sínum. Árið 1969 varð hún fyrir 1 alvarlegu slysi, og náði sér aldrei fullkomlega eftir það. Ævikvöldið átti hún svo að mestu hjá Katrínu dóttur sinni og Þóri Hall tengda- syni sínum, við hið bezta atlæti og umhyggju, — uns heilsu hennar hrakaði svo, að hún varð að flytjast á sjúkradeild Hrafnistu til að hljóta það læknislega eftirlit og þá hjúkrun, sem nauðsynleg var orðin. Þar andaðist hún við góða umhyggju, í kyrrð og friði og södd lífdaga, þann 12. febrúar síðastlið- inn. Ég kynntist Vatnsendaheimil- inu á húsvitjunar- og manntals- ferðum mínum fyrir Seltjarnar- neshrepp, er ég var prestur í Laugarnessókn, því sá hreppur náði þarna yfir. Það var hátíð að hitta þau hjón og börn þeirra. Heimilið ávallt rausnarlegt og smekklegt. Staður fyrir hvern hlut, og hver hlutur á sínum stað. Lárus bóndi traustur og styrkur, greindur, glaður og orðheppinn. Sigríður broshýr og sívakandi yfir heill og velferð þeirra allra, og með það viðmót bæði í svip og fasi, að hverjum gesti fannst brátt, sem hann væri næstum orðinn heima- maður á þessum sólhýra stað. Úr nokkuð gömlu ljóði minnist ég þessara hendinga: Þá eik í stormi hrynur háa, hamrabeltin því skýra frá — en þegar fellur fjólan b láa það fallið enginn heyra má. En ilmur horfinn innir fyrst, hvers urtabyggðin hefir misst. Með frú Sigríði Hjaltested, fyrr- um húsfreyju að Vatnsenda, er horfinn sérstæður ilmur þeirrar hljóðlátu en björtu heimilismenn- ingar, sem alveg er óvíst um, að vér mætum nokkurn tíma aftur á sama hátt. Svo mjög hafa tímarn- ir breytzt. Því minnist ég og vinirnir allir nú Hjaltesteðs- heimilisins í Vatnsenda með að- dáun, hlýju og einlægri þökk, — og ég bið afkomendum Sigríðar öllum blessunar Guðs í bráð og lengd. Garðar Svavarsson. Við lát tengdamóður minnar, frú Sigríðar ekkju Lárusar bónda Hjaltested á Vatnsenda, er mér bæði ljúft og skylt að minnast hennar með nokkrum orðum. Það eru hartnær þrjátíu ár síðan ég kynntist frú Sigríði, og alla tíð síðan þar til yfir lauk fyrir henni bar þar aldrei nokkurn skugga á — og henni sé þökk fyrir það. Á heimili hennar og Lárusar á Vatnsenda varð ég — svo sem allir aðrir er því heimili kynntust — aðnjótandi þeirrar velvildar og þess hlýja viðmóts, er einkenndu framkomu hennar, og þar við bættist glaðværð hennar og gott skap. Það varð henni mikið áfall, er Lárus maður hennar lézt snögg- lega árið 1956, en þau höfðu lifað í farsælu hjónabandi í rösk 40 ár og orðið átta barna auðið. Eftir lát Lárusar hélt Sigríður heimilis- haldi sínu áfram á Vatnsenda í nokkur ár í sambýli við yngstu dótturina, Ingveldi og mann henn- ar, Einar Þ. Einarsson. Síðan fluttist hún til Reykjavíkur og bjó Ford-Húsiö auglýsir Höfum til sölu: Volvo 244 DL. árg. 1977. 4ra dvra sjálfsk. Blár og meö út- varpi, ekinn 65 þús. km. Sveinn Egilsson h/f. heimilistæki hf TÆKNIDEILD — SÆTÚNI 8 — SÍMI 24000 Kallkerfi og magnara- kerfi í miklu úrvali ■ i TPA pu*4íc *44r*t% KWptttm heimilistæki hf TÆKNIDEILD — SÆTÚNI 8 — SÍMI 2400 Sigurður Jakobsson frá Þorbergsstöðum þá á Karlagötu 2. Fyrir ellefu árum síðan varð hún fyrir miklu slysi og var vart hugað líf um margra vikna skeið, en lífsgleði hennar var mikil og reis hún um síðir upp úr þessu áfalli, þótt aldrei væri hún söm sem áður. Flutti hún þá á heimili okkar og var þar heimilisföst þar til fyrir tveimur árum að kraftar hennar fóru að réna og hún þurfti sér- stakrar læknisfræðilegrar umönn- unar og hjúkrunar við. Síðustu tvö árin dvaldist hún á hjúkrunar deild Hrafnistu unz hún lézt í svefni aðfaranótt 12. þ.m. Á heimili okkar var Sigríður ætíð hin elskulegasta móðir, tengdamóðir og amma og vildi öllum heimilismeðlimum aðeins gott gera. Ekki var afskiptasemi hennar fyrir að fara, heldur ein- kenndist vera hennar hjá okkur af hlýjum huga, hógværð og gleði. Börnum okkar öllum var hún sérstaklega umhyggjusöm og senda þau henni nú sínar hinztu kveðjur. Sérstaka kveðju sendir sonur okkar, sem starfar erlendis, og þakkar ömmu sinni fyrir alla þá alúð sem hún sýndi honum. Sigríður Hjaltested er nú horfin sjónum okkar í bili. Hvíldin var henni kærkomin. Við hjónin og börn okkar kveðjum hana að sinni og þökkum henni fyrir allt það sem hún var. Blessuð veri minning frú Sigríð- ar Hjaltested. Þórir Hall. Fæddur 11. maí 1940. Dáinn 5. febrúar 1980. Sigurður Jakobsson er látinn. Lífið er stutt og rennur ein- hvern veginn framhjá án þess að maður horfi í kringum sig, taki eftir því sem aflaga fer og án þess að hjálpa, gleðja eða styrkja þá sem mest þurfa á því að halda. Einstaklingar og hið svokallaða kerfi eiga það sameiginlegt að líta frekar niður til þeirra sem orðið hafa undir í lifsgæðakapphlaup- inu, þeirra sem ekki gera kröfur og ekki hrópa á strætum úti, hvorki um sjúkdóm sinn né ein- manaleika. Við tökum varla eftir því hverSu góða vini við eigum fyrr en þeir eru skyndilega dánir. Af hverju’ Af því aö þeir eru gleymdir, gleymdir sem einstaklingar, gleymdir sem vinir, gleymdir sem manneskjur. Kannski leiðum við hugann að lífshlaupi þeirra í svo sem fimm mínútur. Jú, þeir hafa leiðst út á breiða veginn sem er svo auðveld- ur í fyrstu en það harðnar á dalnum þegar frá líður. Þá eru þeir sem þrætt hafa mjóan veg dyggðarinnar fljótir til að dæma, þeir sem njóta hróss og virðingar samferðamanna sinna fyrir fasteignirnar, fínu bílana og góðu stöðuna, þeir hafa efni á því. Það er líka auðvelt að kasta steini að þeim sem um breiða veginn fer, vegurinn er óvarinn, og við gleym- um því gjarnan að bak við hvers- dagslegt yfirbragð leynist ósnort- in sál — þrátt fyrir allt — og heilsteyptur persónuleiki. Sigurður Jakobsson var einn þeirra manna sem ekki lét mikið á sér bera. Hann íþyngdi ekki nein- um og vildi ekki vera upp á neinn mann kominn, hann var hispurs- laus og hæglátur, bar sorgir sínar í hljóði, kvartaði aldrei, sagði alltaf „allt ágætt". Hann hafði þann eiginleika sem fáir geta státað af, hann kunni og gat verið sannur vinur á hverju sem gekk og við hvaða aðstæður sem var. Nú, þegar hann er ekki lengur á meðal okkar, sækja minningarnar að, ég mun .minnast hans eins og hann var í raun og veru, með hlýtt hjarta, falleg augu og blíðlegt bros á vör — þó ekki væri alltaf mikið til að gleðjast yfir. Það er gott að eiga góðar minningar um góðan vin. Anna Kristjánsdóttir. Ástæðan fyrir jafn- heitum Nammborgurum, Pizzurn og öðrum samlokum, er hve Sharp-örbylgju- ofninn (Frá Karnabæ) vinnur frábærlega vel. Enda eiga Júmbósamlokur á þriðja tug örbylgjuofna, sem eru í notkun hjá viðskiptavinum okkar í Reykjavík og úti á lands- byggðinni. E g vil nefna örf á dæmi um kosti Sharp- örbylgjuof nsins • Hann tekur lítið pláss • Notar litla orku • Inni í ofninum er diskur sem snýst þannig að maturinn hitn- ar jafnt. • Gefur hljóðmerki að lokinni upphitun • Síðast en ekki síst hann er bæði fallegur og sá langódýrasti á markaðnum. • Upphitunartími er mjög skammur t.d. það tekur aðeins 1. mín að hita Nammborgara, og Vz að hita samloku. • Júmbósamlokur framleiða liðlega 20 tegundir af Nammborgurum, samlok- um, eggjakökum, langlokum og pizzum til upphitunar. • Ennfremur um 15 tegundir af köldum lokum. Júmbó samlokur Holtsgötu 1, Reykjavík, 8ími 91—25054

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.