Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1980 Skákmennimir SKÁKMENNIRNIR Nafn á frummáli: Shartanj Ke Khilari. Land: Indland 1978. Stjórn: Satyajit Ray. Handrit: Ray, eftir smásögu Premchands. Kvikmyndun: Soumendu Roy. Klipping: Dulal Dutta. Tónlist: Satyajit Ray. Leikmynd: Banshi Chandra- gupta. Sýningarstaður: Regnboginn/ Kvikmyndahátíð 1980 (Loka- mynd). Enn einn gluggi hefir lokist upp alls óvænt á Kvikmynda- hátíð 1980, í þetta sinn til austurs, til Indíalands, með mynd Satyajit Ray: Shartanj Ke Khilari, sem barst á 11 stundu. Þannig hefir hátíðin lokið upp skjá í ýmsar áttir og hvílt augun á þeirri einhæfu útsýn sem okkur er venjulega skömmtuð af hönnuðum vestur í Hollywood. Það er annars langt síðan ég hef séð mynd frá Indlandi, ekki síðan Þorgeir Þorgeirsson að því er mig minnir rak lítið bíóhús við Hverfisgötu skammt frá Regnboganum. Sú mynd sem ég sá þar var óskaplega löng og fjallaði um dreng sem hélt út í heim með nesti og nýja skó. Sennilega hefur hún verið úr hinu fræga þriggja mynda verki Rays: Pather Panchali-Aparaj- ito-Apu. Um þetta höfuðverk Satyajit Rays segir hinn ágæti gagnrýnandi Stanley Kauff- mann: „Ray hefur lokið verki, sem þrátt fyrir lægðir, lyftir hon- um á stall með fremstu nú- tíma leikstjórum. Verk hans eru tær, einlæg og borin áfram af sterkum vilja." (Stanley Kauffmann. A World on Film. Harper & Row, N.Y. 1966). Mynd Rays, Shartanj Ke Khil- ari, eða Skákmennirnir, veltir höfundi sínum ekki af stalli. Þetta er einstaklega hugljúf mynd, blandin glettni og harmi. I raun fjallar hún um heilt skeið í sögu Indlands, þann tíma er breska ljónið teygði þangað klær sínar. Hið volduga Austur- Indíafélag krefst ríkis af kon- ungi sem á undarlegan hátt afsalar sér völdum eins og af góðsemi við þegna sína eða að ríki hans væri ekki af þessum heimi. Hann neitar að undirrita skjal þessu til staðfestingar en réttir kórónu sína líkt og gjöf hinum breska sendimanni. Það andvaraleysi og stolt sem þarna birtist í myndinni minnir helst á óðalseigendurna í Kirsuberja- garðinum er þeir gefa eign sína. Líkt og væri hún bundin hjört- um þeirra og yrði þannig ekki tekin af veraldlegu afli. Satyajit Ray undirstrikar ennfremur hið undarlega and- rúmsloft sem skapast er hinu nakta veraldlega valdi breska ijónsins og hinu sæta, mjúka andlega valdi indverska fílsins lýstur saman í sögu skákmann- anna sem tefla sinn leik óháðir straumi tímans. Og fúlsa við er gestur kemur í heimsókn og býðst til að kenna þeim bresku útgáfuna af skákinni, sem sé hraðvirkari. Þeir minna á að skáklistin sé upprunnin í Ind- landi og þaðan hafi hún flætt yfir og sigrað heiminn. Satyajit Ray hrærir þarna viðkvæman streng í indversku þjóðlífi, það ofurkapp sem Indverjar hafa lagt á trúariðkun og íhugun. Hann ýjar að þeim fórnum sem slíkur munaður kostar. Á bak við vinina sem ylja sér við taflið sjáum við konunginn með dem- antsskreytta kórónu í hendi er á endanum fellur í sigggrónar lúkur þeirra sem eitt sinn voru dýr í dýragarði Rómverja. Ray hvessir enn broddinn í ádeilunni er annar skákmannanna verður ófær um að gagnast konu sinni undurfagurri vegna þess að næsti leikur er skák. Getuleysi þess sem gleymir sér á andlega sviðinu verður þannig algert bæði gagnvart hinu veikasta af öllu veiku og hinu sterkasta af öllu sterku. Ray minnir enn- fremur áhorfendur á að forfeður þessara manna voru fræknar stríðshetjur og það er á eignum þeirra sem þeir lifa og leika sinn áhyggjulausa leik. Þannig er þessi mynd hlaðin spurningum, þungum gátum fyrir heilabörk- inn. En þessar spurningar eru ekki bornar fram í snautlegum eldhúsum skandinavísku vel- ferðarlistamannanna: Þær eru líkt og ofnar inn í vef myndar- innar, verða hluti af því indæla sjónarspili er perluskreytt sarí flaksast um mjúkar lendar eða blóðrauð sólin lýsir upp smar- agðana í augum gullljónsins sem hvæsir úr hásætinu. Ósjálfrátt kemur þér í hug ljóð indverska skáldsins Kabír: Gakk ei inn i garð blómanna! ó vinur! far ei þar; í hjarta þinu vaxa blómin. Taktu þér sœti í krónu lótusins ok lit þaðan á hina óendanlegu fegurð. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. Vökvamótorar = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA MYNDAMOT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • SlMAR: 17152-17355 Ford-Húsiö auglýsir Höfum til sölu: Gullfallegan Ford LTD. II Brougham 2ja dyra, árg. 1977, ekinn 69 þús. km. Coniacsbrúnn m/útvarpi, sjálfskiftingu o.fl. o.fl. Sveinn Egilsson h /f. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 17. febrúar 1980 Innlausnarveró Seðlabankans Yfir- Kaupgengi pr. kr. 100.- m.v. 1 árs tímabil frá: gengi 1968 1. flokkur 5.007,27 25/1 '80 4.711.25 6,3% 1968 2. flokkur 4.709,34 25/2 ’80 4.455,83 5,7% 1969 1. flokkur 3.495,23 20/2 '80 3.303,02 5,8% 1970 1. flokkur 3.204,49 25/9 '79 2.284,80 40,3% 1970 2. flokkur 2.298,21 5/2 ’80 2,163,32 6,2% 1971 1. flokkur 2.146,70 15/9 '79 1.539,05 39,5% 1972 1. flokkur 1.871,10 25/1 '80 1.758,15 6,4% 1972 2. flokkur 1.601,48 15/9 '79 1.148,11 39,5% 1973 1. flokkur A 1.205,56 15/9 ’79 866,82 39,1% 1973 2. flokkur 1.110,39 25/1 ’80 1.042,73 6,5% 1974 1. flokkur 766,27 15/9 ’79 550,84 39,1% 1975 1. flokkur 625,33 10/1 ’80 585,35 6,8% 1975 2. flokkur 474,63 1976 1. flokkur 450,97 1976 2. flokkur 366,19 1977 1. flokkur 340,11 1977 2. flokkur 284,89 1978 1. flokkur 232,18 1978 2. flokkur 183,24 1979 1. flokkur 154,94 1979 2. flokkur 120,23 VEÐSKULDA- Sölugengí m.v. Nafnvexti BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 34 Vi % 1 ár 66 67 68 69 70 79 2 ár 54 55 57 58 60 70 3 ár 44 46 48 49 51 63 4 ár 38 40 42 44 45 58 5 ár 33 35 37 39 41 54 *) Míöað er viö auðseljanlega fasieign PiéneciTincARpéuM íiummm hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16. Dúkar — Dúkar Handbróderaðir, kínverskir dúkar nýkomnir. Sér- stæö og falleg vara. Auk þess mikið úrval af öðrum dúkum, gardínuefnum, sængurverasettum, og margt fleira. Vefnaðarvöruverzlunin Grundarstíg 2, sími 14974. IÐNAÐARMENN Hér hafið þér það, sem yður vantar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.