Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 1
48 SÍÐUR
61. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Eyðilagður sovéskur skriðdreki við aðalveginn frá
Kabul til sovézku landamæranna. Afganskir upp-
reisnarmenn hafa gert margar árásir á veginn.
Brzezinski vill
öílugTÍ stuðning'
Washington, 12. marz. AP.
RÁÐUNAUTUR Jimmy Cart-
ers forseta í þjóðaröryggis-
málum, Zbigniew Brzezinski,
hvatti í dag Vestur-Evrópu-
ríki og Japan til að grípa til
„áþreifanlegri ráðstafana"
ásamt Bandarikjunum gegn
Sovetríkjunum vegna hernað-
aríhlutunarinnar i Afganist-
an.
Samsæri gegn Zia
uppvíst í Pakistan
Islamabad, 12. marz AP.
FYRRVERANDI hershöfðingi
og um 15 vinstrisinnaðir liðsfor-
ingjar eru i haldi í Pakistan,
grunaðir um samsæri gegn her-
foringjastjórn Mohammed Zia-
UI-Haq samkvæmt áreiðan-
legum heimildum í Islamabad í
dag.
Pakistanstjórn hafði áður
borið til baka fréttir um bylt-
ingartilraun gegn Zia hershöfð-
ingja. Samkvæmt heimildunum
voru samsærismennirnir hand-
teknir snemma i þessum mánuði
áður en þeir gátu framfylgt
áætlunum sinum.
Tajjamul Hussain hershöfðingi,
sem var handtekinn, var rekinn úr
Pakistansher 1976 vegna ásakana
um samsæri gegn Zulfikar Ali
Bhutto þáverandi forsætisráð-
herra og var í stofufangelsi þar til
Zia lét hann lausan 1978.
Hussain hvarf frá heimili sínu í
Lahore fyrr í mánuðinum og
stjórnvöld hafa ekki svarað kröfu
dómstóls, sem fjölskylda hans
leitaði til, um opinbera rannsókn á
hvarfi hans. Hussain er sakaður
um að hafa staðið í föstu sam-
bandi við liðsforingjana, sem voru
handteknir, og Begum Nusrat,
ekkju Bhutto, sem er sameiningar
tákn stuðningsmanna hans ásamt
dóttur sinni, sem er í stofufangelsi
með henni í Lakana í Sind-eyði-
mörkinni.
Liðsforingjarnir munu vera í
haldi í Attouc-virki við Indusfljót.
Enginn þeirra hefur meira en
höfuðsmannsgráðu. Þeir eru sagð-
ir hafa haldið reglulega fundi
heima hjá Hussain og gagnrýnt
Zia fyrir að draga taum Banda-
ríkjamanna eftir innrás Rússa í
Afganistan. Sumir þeirra voru
sagðir telja að afstaða Zia mundi
leiða til árekstra við Rússa og
vilja stefnu í anda Indiru Gandhi.
Andófsmenn í
Brno mótmæla
Vin, 12. marz. AP.
UM 150 tékkneskir andófsmenn
hafa strengt þess heit að efna
til opinberra mótmælaaðgerða í
Brno á laugardaginn gegn
þyngingu fangelsisdóms yfir
verkamanni úr borginni, Petr
Cibulka, sem er sagður hafa
sætt illri meðferð í fangelsi og
vera við slæma heilsu.
Tékkneskir útlagar segja að
ný réttarhöld hafi hafizt gegn
Cibulka í Pilsen í dag. Seint í
síðasta mánuði hermdu fréttir
að 136 andstæðingar stjórnar-
innar ráðgerðu svipuð mótmæli
en þau virðast ekki hafa farið
fram.
Heimildirnar herma að sækj-
andi hafi krafizt fimm ára dóms
yfir Cibulka sem var dæmdur í
tveggja ára fangelsi 1978 fyrir
að skipuleggja ólöglega tónleika
og dreifa ólöglegum ritum og
hljómplötum. Heilsa Cibulka
mun hafa versnað vegna „óþol-
andi aðbúnaðar" í fangelsinu þar
sem Cibulka efndi til minnst
þriggja mánaða hungurverk-
falls.
Dómurinn var þá þyngdur um
fimm mánuði en ekki er vitað
um ástæður réttarhaldanna nú.
Fargjöld
hækkuð
Waxhington. 12. marz. — AP.
BANDARÍSKA flugmálastjórn-
in heimilaði í dag bandarískum
flugfélögum að hækka fargjöld
um 8% á Norður-Atlantshafsleið-
um, 6,1% á Suður-Ameríkuleið-
um og 9% á Kyrrahafsleiðum frá
og með 1. aprfl vegna hækkunar
á eldsneyti og annars kostnaðar-
auka.
Flugfélögin höfðu tilkynnt, að á
síðustu fjórum mánuðum hefði
eldsneytisverð hækkað að meðal-
tali í mánuði um 3,73 cent
gallonið á Norður-Atlantshafs-
leiðum, 3,37 á Suður-Ameríku-
leiðum og 3,91 cent á Kyrrahafi.
Flugmálastjórnin spáði því, að
1. maí mundi eldsneytið kosta
1,17 dollara á Norður-Atlants -
hafi, 1,07 í Suður-Ameríku ogl,14
dollara á Kyrrahafi. í janúar
1979 kostaði gallonið um 40 cent
að meðaltali.
Hann sagði í harðorðri
yfirlýsingu á fundi með
fréttamönnum að þessi ríki
ættu að sjá sóma sinn í því
„að bregðast ekki eingöngu
við þessari ögrun með
mælskulist heldur á áþreifan-
legan hátt.“ Hann sagði:
„Samstaða bandalagsins
krefst þess, sameiginlegt
öryggi Vesturlanda krefst
þess.“
Athugasemdir Brzezinskis virt-
ust beinast gegn efasemdum um
harðnandi afstöðu Carters gegn
Sovétríkjunum er hafa valdið því
að efnahagslegar refsiaðgerðir
Bandaríkjanna hafa aðeins tak-
markaðan stuðning.
Kanzlari Vestur-Þjóðverja,
Helmut Schmidt, sagði í dag að
hann hefði fengið bréf frá Leonid
Brezhnev forseta þar sem hann
mæti stöðu Rússa eftir innrásina í
Afganistan. „Það hefur ekki að
geyma vísbendingar um að sam-
skipti Þjóðverja og Rússa kunni
að versna. Það hefur heldur ekki
að geyma vísbendingar um að
heimsástandið batni." sagði
Schmidt á blaðamannafundi.
Schmidt neitaði að segja frá
efni bréfsins í einstökum atriðum,
en kvað tóninn í því hófsaman og
tilgang þess að fá stuðning við
afstöðu Rússa í heimsmálum.
Schmidt fékk bréfið þegar hann
var á leið til Bandaríkjanna í
síðustu viku.
Nánasti ráðunautur Valery
Giscard d’Estaings Frakklands-
forseta, Michel Poniatowski, fer
til Washington á morgun og frétt-
ir herma að hann hafi meðferðis
orðsendingu frá forsetanum með
tillögu um fund æðstu manna
Frakklands, Bandaríkjanna, Sov-
étríkjanna og Vestur-Þýzkalands
til að leysa Afganistanmálið og
deilumálin í Miðausturlöndum. Þá
segir Poniatowski að hann hafi
engin fyrirmæli frá forsetanum
meðferðis.
Haft er eftir Poniatowski í
vestur-þýzka tímaritinu Stern að
Carter hafi „hagað sér eins og fífl“
í utanríkismálum og að innrás
Rússa í Afganistan hafi verið
afleiðing veikleika Bandaríkjanna
eftir að þau „drógu sig einhliða út
úr heimsmálunum" í kjölfar Wat-
ergate og stríðsins í Víetnam.
Carrington
í Búkarest
Búkarcst, 12. marz. AP.
UTANRIKISRÁÐHERRA
Breta, Carrington lávarður,
kom i dag til Búkarest í
tveggja daga opinbera heim-
sókn i boði Rúmeníustjórnar.
Þetta er fyrsta heimsókn ráð-
herra rikisstjórnar Margret
Thatcher forsætisráðherra til
Austur-Evrópu.
Gert er ráð fyrir því að
Carrington geri rúmenskum
ráðamönnum grein fyrir áætlun
þeirri sem hann lagði fram í
síðasta mánuði um að Afganist-
an verði hlutlaust land eftir
brottflutning sovézkra her-
sveita. Brezkir embættismenn
segja að tillagan hafi verið
„misskilin“ í Austur-Evrópu.
Tilræði gegn fv.
Líbanonsforseta
Beirút, 12. marz. — AP.
FYRRVERANDI forseti
Líbanons, Camille Cham-
Billinn sem sprakk nálægt bíl Camille Chamoun fyrrverandi Libanonforseta i Beirút i gær. Einn lífvarða
hans beið bana og þrir slösuðust.
oun, einn af leiðtogum
kristinna hægrimanna í
borgarastríðinu, komst
með naumindum lífs af
þegar reynt var að ráða
hann af dögum í dag.
Fjarstýrðri sprengju hafði verið
komið fyrir í bíl sem bifreið
Chamouns ók fram hjá og lífvörð-
ur Chamouns beið bana þegar
sprengjan sprakk og þrír menn
aðrir slösuðust. Chamoun slapp
sjáPur með smáskrámur í andliti.
Chamoun og frjálslyndir stuðn-
ingsmenn hans stóðu utan við
erjur sem hófust milli kristinna
manna innbyrðis í kjölfar borg-
arastríðsins og öttu saman and-
stæðingum Sýrlendinga úr Fal-
angistaflokknum og stuðnings-
mönnum Sýrlendinga undir for-
ystu Suleiman Franjieh fyrrver-
andi forseta.
Sprengingin varð á svæði þar
sem hvorki líbanski herinn,
gæzlulið Sýrlendinga né vopnaðar
sveitir hægrimanna halda uppi
eftirliti svo að ekki er ljóst hverjir
stóðu að tilræðinu.