Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 Þorskaflinn 23 þús. meiri en í fyrra Samdráttur í öðrum botnfiskafla ÞORSKAFLI báta og togara í febrúarmánuði var 13 þúsund tonn- um meiri en í sama mánuði i fyrra. Frá áramótum er þorskaflinn orð- inn tæplega 23 þúsund tonnum meiri en tvo fyrstu mánuði síðasta árs. Botnfiskaflinn þessa tvo mán- uði varð 102.696 tonn á móti 86.326 tonnum á sama tímabili í fyrra og er munurinn 16.370 tonn, þannig að aukningin á milli ára byggist eingöngu á þorskveiðinni, þar sem annar botnfiskafli hefur í raun minnkað. Heildarbotnfiskafli bátanna í febrúar var 25.639 tonn og togaramía 34.931 tonn, heildarbotnfiskaflinn í febrúar varð 60.570 tonn á móti 51.706 í febrúar 1979. Þorskur í afla bátanna 19.182 tonn í febrúar og togaranna 28.708 og þorskur samtals 47.890 tonn á móti 34.854 tonnum í febrúar 1979. Frá áramótum hafa veiðst liðlega 78 þús- und tonn af þorski, en 55.217 tonn fyrstu tvo mánuði síðasta árs. Um allt land er um aflaaukningu að ræða frá því sem var í fyrra, nema hvað þorskafli væri heldur minni á Austfjörðum en í febrúarmánuði í fyrra. Mun minna af aflanum hefur verið selt erlendis í ár en 2 fyrstu mánuði síðasta árs og stafar það af lágu verði og ótryggu verði. Heildarveiði á hörpuskel í febrúar nam 717 tonnum á móti 880 í febrúar í fyrra. Heildarveiði á rækju nam 1152 tonnum í febrúar á móti 1349 tonnum í fyrra. Loðnuaflinn í febrúar varð 144.798 tonn, en 249.872 tonn í'febrúar í fyrra. Þessar tölur frá í ár eru byggðar á bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands. Meðan þingmenn og ráðherrar fengu tveggja vikna hlé frá þingstörfum voru smíðaðir tveir nýir ráðherrastólar, þar sem ráðherrarnir voru orðnir fleiri en stólarnir. Að sögn Friðjóns Sigurðsson- ar skrifstofustjóra alþingis eru nýju stólanir smíðaðir úr eik og kostaði hvor stóll um sig 900 þúsund krónur. Ljósm. Mbl. Emilía. S' Islenzkur lækn- ir hlýtur gull- verðlaun í sérfræðinámi SJÓMAÐURINN, sem lézt er hann féll útbyrðis af Vest- mannaeyjabátnum Gjafari síðastliðinn föstudag, hét Sævar Jensson. Hann var 31 árs, til heimilis að Bergstaðastræti 43 A í Reykjavík. Sævar var ógift- ur og barnlaus. Fjármálaráðherra hafnar grunnkaupshækkunum, en býður viðræður um samningsrétt og félagsmál RAGNAR Arnalds, fjármálaráð- herra sendi í gær stjórn og samning- anefnd Bandalags starfsmanna ríkis og bæja bréf, þar sem segir, að áform rikisstjórnarinnar til þess að draga úr verðbólgu, sé algerlega háð þvi að ekki verði almennar grunnkaups- hækkanir á þessu ári. „Hins vegar mun það fyrst og fremst ráðast i frjálsum samningum á almennum vinnumarkaði, hver þróunin verður. Býður rikisstjórnin BSRB upp á viðræður um „félagslegar fram- kvæmdir", rýmkaðan samningsrétt o. fl. Kristján Thorlaeius, formaður BSRB sagði i gær að hann teldi það Verðtryggð lán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna: Ársgreiðslan af 3 millj. jöfn mánaðarlaunum verkamanns EITT ár er nú frá því er Lífeyris- sjóður verzlunarmanna tók upp 100% verðtryggingu lána, 2% vexti og 25 ára lánstima. Lán sjóðsins eru nú 3 milljónir króna og að þvi tilefni leitaði Morgunblaðið upp- lýsinga um það, hvað menn þyrftu að þessu ári liðnu að greiða i afborganir og vexti. Samkvæmt upplýsingum Péturs Blöndal, framkvæmdastjóra sjóðsins, greiðir lántakandi hjá sjóðnum nú 60 þúsund krónur í vexti, 2%, afborgun- in miðað við 25 ára lánstíma er 4%, sem gerir 80 þúsund krónur. Síðan greiðir viðkomandi hækkun á því, sem orðið hefur vegna vísitölu, sem er 50% á þessu fyrsta lánsári. Árgreiðsl- an verður því samtals 270 þúsund krónur, sem lántakandi greiðir á 'þessu fyrsta ári af 3ja milljón króna láni. Við þetta hefur höfuðstóll láns- Þingflokkur sjálfstæðismanna: Guðmundur Karlsson kos inn í fjárveitinganefnd ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna kaus I gær Guðmund Karlsson til að taka sæti Pálma Jónssonar i fjárveitinganefnd Alþingis. Kosið var i milli Guðmundar og Egils Jónssonar og hlaut Guðmundur 10 atkvæði og Egill 4. Enginn ráðherranna sat þing- flokksfundinn í gær, en Ólafur G. Einarsson formaður þingflokksins sagði I samtali við Mbl., að hann. hefði rætt við þá alla fyrir þing- flokksfundinn og hefði þa,, orðið niðurstaðan, að ráðherrarnir féll- ust á að þingflokkurinn tilnefndi mann i fjárveitinganefnd i stað Pálma í trausti þess, að mál Egg- erts Haukdals yrði tekið fyrir og hann tekinn inn í þingflokk sjálf- stæðismanna. „Ég greindi frá þessu í þingflokkn- um og einnig því, að ég hefði sagt, að mál Eggerts væri ekki unnt að afgreiða samhliða kosningunni í fjárveitingahefnd, en því sjónarmiði hafði verið vel tekið í samtölum mínum við ráðherrana," sagði Ólaf- ur. „Það stendur, að þetta mál verður að ræða frekar heima í héraði áður en þingflokkurinn afgreiðir það. Ég mun hins vegar beita mér fyrir því, að skriður komist á málið og hef í dag rætt það við Steinþór Gestsson og Guðmund Karlsson og formann Sjálfstæðisflokkins. Um helgina verður haldinn fundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu og ég reikna fastlega með, að þetta mál verði þar á dagskrá". ins hækkað og skuldar þá lántaki 4.320.000 krónur. Pétur kvað laun mannsins hafa hækkað meira en verðbólgan hefði hækkað á síðasta ári, eða um 60 til 70%. Nefndi hann sem dæmi, að í fjárlögum væri gert ráð fyrir að laun hafi hækkað um 65% yfir heildina, þannig að þótt lánin hafi hækkað um 50 til 55%, næði það ekki hækkun launanna. Enda sagði Pétur, að lánin væri þannig upp byggð, að árgreiðsl- an héldi í við ein mánaðarlaun árlega. Fari menn í launataxta, t.d. Dags- brúnar, 4. taxta eftir 4 ár, kemur í ljós að í marz í fyrra voru þau 178.902 krónur, en eru í dag 270.626 krónur. Hækkunin er rúmlega 51%. Mánaðar- laun þessa taxta eru sem sé hin sömu og afborgunin af 3ja milljón króna láni í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Guðmundur Karlsson Hækkun á töxt- um efnalauga, þvottahúsa og vörubíla HEIMILUÐ hefur verið hækkun á töxtum efnalauga og þvottahúsa. Taxt- ar efnalauga hækka um 12% en taxtar þvottahúsa um 10%. Þá hefur einnig verið samþykkt hækkun á töxtum vöruflutningabif- reiða á langleiðum og er hækkunin 13,8% að meðaltali. Þessar hækkanir hafa þegar tekið gildi. ekki smekklegt að ræða þetta svar rikisstjórnarinnar áður en samninga- nefnd BSRB hefði um þær fjallað, en hún hefur verið kölluð saman á föstudag. Helga Gunnarsdóttir, talsmaður „áhugasamra félaga" innan BSRB, sem er eins konar arftaki „Andófs 79“ sagði í gær um þetta svar: „Þessi atriði, sem upp eru talin, eru væntanlega þessi nýi félagsmálapakki. Þau eru í sjálfu sér ágæt, en verða auðvitað ekki látin í askana. í raun áttum við ekki von á góðum undirtektum, en þetta svar er langt, langt fyrir neðan allar vonir. Þarna er ekki einu sinni minnst á þau 5%, sem þeir hafa fagnað hjá ASÍ. Ég held, að það hljóti að verða að samn- inganefndin sýni tilboði sem þessu þau viðbrögð, sem það á skilið. Forysta BSRB getur ekki komið til þeirra, sem eru í lægstu 10 launaflokkunum og sagt, að fólk 16 ára og fram til tvítugs fái lífeyrissjóð, samningsrétt og meiri fræðslu. Fólk lifir ekki af slíku." „Það vita þeir, sem að kjararáninu hafa staðið," sagði Helga, „að það er nú orðið 15% og með viðskiptakjararýrn- uninni komið í 20%. Ég get því ekki séð að þetta sé neitt, sem félagsmenn geti sætt sig við. Við munum fylgjast með þessum málum. Við bjuggumst við að þessi félagsmálapakki yrði bæði skýr- ari og þegar engar grunnkaupshækkan- ir eru í spilinu, vona ég að félagsmenn vakni við vondan draum og hugsi sér til hreyfings. Ég tel að ríkisstjórnin hafi átt að kynna sér kröfugerðina betur og sjá, hvað farið er fram á, áður en slíkt sem þetta er afhent. „Áhugasamir félagar" munu standa við kröfugerðina og veita þann þrýsting, sem þeir hafa yfir að ráða til þess að skapa umræðu um kjaramálin." f bréfi sínu býður Ragnar Arnalds upp á viðræður um rýmkaðan samn- ingsrétt BSRB, m.a. með breytingum á lagaákvæðum, sem binda samnings- tímann við 2 ár, svo og að samnings- rétturinn nái til hálfopinberra starfs- manna. Boðið er upp á viðræður um breytingar á lögum lífeyrissjóða opin- berra starfsmanna, þannig að 16 ára og eldri verði sjóðsfélagar. Boðið er upp á viðræður um aðild opinberra starfs- manna að atvinnuleysistryggingum og um stofnun starfsmannaráða í ríkis- stofnunum. Þá er BSRB boðin aðild að ráðstöfun þess fjár, sem ætlað er að verja til félagslegra framkvæmda á þessu ári, sbr. stjórnarsáttmálann, m.a. til að greiða fýrir kjarasamningum. REYNIR Tómas Geirsson, Iæknir, lauk í janúarmánuði síðastliðnum brezku sérfræðiprófi í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp, en hann hefur undanfarin ár verið við sérnám í þeirri grein í Skotlandi. Prófið þreyttu um 250 manns hvaðanæva að úr heiminum og hlaut Reynir Tómas gullverðlaun fyrir beztan árangur og frábæra frammistöðu. Hann er fyrsti íslendingurinn, sem lýkur þessu prófi. Reynir Tómas Geirsson Talsmaður „áhugasamra félaga“ innan BSRB: Félagsmálapakki verð- ur ekki í askana látinn 2 ráðherrastólar á 1.8 milljónir kr. Daglegir fundir um nytt fiskverð YFIRNEFND verðlagsráðs sjáv- arútvegsins kom saman til fundar í gær um nýtt fiskverð og annar fundur verður í dag. í viðræðum við fulltrúa i yfirnefndinni i gær kom fram, að ákvörðun fiskverðs þolir litla bið að þeirra áliti. I viðræðum fulltrúa frystihúsanna við ráðherra fyrir skömmu kom fram, að hallinn á frystihúsa- rekstrinum sé nú 6—7% og til að leysa vanda fiskvinnslunnar þarf ríkisstjórnaraðgerðir. Sjómenn fara hins vegar fram á hækkun fiskverðs til samræmis við launahækkanir, sem urðu um síðustu mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.