Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
BOSCH
rafgeymar
Veriö tilbúin i vetrarkuldum og
frostum. öruggari gangsetning
meö BOSCH rafgeymi.
BRÆÐURNIR ORMSSON "/,
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38870
vandaðaðar vörur
Máiningar-
sprautur
Margargerðir.
Hagstætt verð.
Oliufélagíð
Skeljungur hf Shell I
Heildsölubirgðir:
Smávörudeild Sími: 81722
Fimmtudagsleikritið klukkan 20.10:
Kostir og gallar þess að
eiga fagra eiginkonu...
í kvöld verður flutt í útvarpi
leikritið „Kona bakarans".
franskur namanleikur eftir Marc-
el Pagnol. Þýðinguna gerði Ragn-
ar Jóhannesson, en leikstjóri er
Ilaraldur Björnsson. í helstu hlut-
verkum eru: horsteinn Ö. Steph-
ensen. Guðbjörg Þorbjarnardótt-
ir. Róbert Arnfinnsson. Ævar
Kvaran, Jón Aðils og Ilaraldur
Björnsson. Leikritið. sem er rösk-
lega 100 mínútur að lengd. var
áður flutt 1957.
Þetta leikrit Pagnols byggist á
sögunni „Jean le bleu“ eftir Jean
Giono UM BAKARAFRÚNA
FÖGRU. Þó að bakarinn sé fær í
sinni grein, vilja margir kaupa af
honum brauð einungis vegna þess
að frúin hefur handleikið það. En
það er gallinn við fagrar eiginkon-
ur, að þær eru eftirsóttar, og
bakarinn brennir sig á því, eða
öllur heldur ... hann brennir góðu
brauðin sín.
Marcel Pagnol fæddist í Aubagne
í Suður-Frakklandi árið 1895. Hann
kenndi lengi ensku í framhalds-
skólum, bæði í Marseille og París,
en sneri sér síðan að leik- og
kvikmyndastarfsemi. Stofnaði
hann m.a. tvö kvikmyndafélög og
stjórnaði mörgum myndum. Leikrit
hans eru þrungin gamansemi, og
persónulýsingar oft frábærar.
Pagnol varð heimsfrægur fyrir
leikrit sitt „Topaze" (1928), sem
sýnt var hér í Þjóðleikhúsinu fyrir
rúmum aldarfjórðungi. Þá hlaut
Marseille-þríleikur hans („Marius",
„Fanny“ og „César") miklar vin-
sældir.
Útvarpið hefur áður flutt „Top-
az“ 1954, „Matreiðslumeistarann"
1970, „Marius" og „César" 1971.
Útvarp í kvöld klukkan 22.40
Rætt við þrjá Vestfjarðagoða
í útvarpi í kvöld klukkan
22.40 er á dagskrá þátturinn
Að vestan, sem er í umsjón
Finnboga Hermannssonar
kennara á Núpi í Dýrafirði. En
í þáttum þessum hefur Finn-
bogi fjallað um ýmis málefni er
snerta Vestfirði sérstaklega.
í þættinum í kvöld verður ekki
brugðið útaf þeirri venju, og
verður nú rætt við þrjá þing-
menn Vestfirðinga, sem allir eru
kunnir fyrir að láta hagsmuna-
mál kjördæmis síns til sín taka.
Allir hafa þingmenn þessir verið
ráðherrar um lengri eða
skemmri tíma, og tveir þeirra
farið með málefni sjávarútvegs-
ins sem eru hvað mikilvægust
séð frá sjónarhóli. afkomenda
stuðningsmanna Þórðar kakala
á Vestfjörðum.
Þessir menn eru þeir Matthías
Bjarnason fyrrum sjávarútvegs-
ráðherra, Sighvatur Björgvins-
son fyrrum fjármálaráðherra og
Steingrímur Hermannsson sjáv-
arútvegsráðherra. Þeir eru sem
fyrr segir allir þingmenn Vest-
fjarðakjördæmis, fulltrúar
þriggja flokka, Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks. Alþýðubandalagið
á hins vegar engann þingmann
af Vestfjörðum.
Þrír Vestfjarðagoðar, sem koma við sögu í þættinum Að vestan í
útvarpi klukkan 22.40 i kvöld, þeir Matthias Bjarnason, Sighvatur
Björgvinsson og Steingrimur Ilermannsson.
Útvarp Reykiavik
FIMMTUDfcGUR
13. mars
MORGUNINN____________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn
7.25 Morgunpósturinn. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forystugr.
dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tón-
leikar.
8.45 Tilkynningar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Dagný Kristjánsdóttir held-
ur áfram að lesa þýðingu
sína á sögunni „Jóhanni“
eftir Inger Sandberg (3).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Morguntónleikar
Eyvind Möller leikur Píanó-
sónötu í A-dúr op. 59 nr. 1
eftir Friedrich Kuhlau /
Lucia Negro, Gulilla von
Bahr og Knut Sönstevold
leika Tríó í G-dúr fyrir
píanó, flautu og fagott eftir
Ludwig van Beethoven.
11.00 Verzlun og viðskipti:
Umsjón Ingvi Hrafn Jóns-
son.
11.15 Tónleikar.
Þulur velur og kynnir.
SÍDDEGID_________________
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
Tónleikaksyrpa. Létt-
klassisk któnlist, dans- og
dægurlög og lög leikin á
ýmis hljóðfæri.
14.45 Til umhugsunar
Jón Tynes félagsráðgjafi sér
um þáttinn.
15.00 Popp. Páll Pálsson kynn-
ir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Tónlistartími barnanna
Stjórnandi: Egill Friðleifs-
son.
16.40 Útvarpssaga barnanna:
„Dóra verður átján ára“ eft-
ir Ragnheiði Jónsdóttur. Sig-
rún Guðjónsdóttir les (9).
17.00 Siðdegistónleikar
Nicanor Zabaleta og Sinfón-
14. mars
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Prúðu lcikararnir.
Gestur í þessum þætti er
leikkonan Dyan Cannon.
Þýðandi Þrándur Thorodd-
sen.
21.05 Kastljós.
Þáttur um inniend málefni.
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson fréttamaður.
iuhljómsveit Berlínarút-
varpsins leika Konsertseren-
öðu fyrir hörpu og hljóm-
sveit eftir Joaquin Rodrigo;
Ernst Márzendorfer stj. /
Sinfóníuhljómsveit íslands
leikur Hugleiðingar um
íslenzk þjóðlög eftir Franz
Mixa; Páll P. Pálsson stj. /
Tékkneska filharmoníusveit-
in leikur „Skógardúfuna“,
sinfónísk Ijóð eftir Antonin
Dvorak; Zdenek Chalabala
stj.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Tilkynningar
22.05 Faðir Sergi.
Rússnesk biómynd, byggð á
sögu eftir Leo Tolstoj og
gerð i tilefni af því að 150 ár
eru liðin frá fæðingu hans.
Aðalhlutverk Sergi Bond-
artsjúk.
Myndin er um fursta nokk-
urn. Kasatski að nafni, scm
gerist einsetumaður.
Þýðandi Ilaliveig Thorlac-
ius.
23.35 Dagskrárlok.
_____________zz_____________✓
19.35 Daglegt mál
Helgi Tryggvason fyrrum yf-
irkennari flytur þáttinn.
19.40 íslenzkir einsöngvarar
og kórar syngja.
20.10 Leikrit: „Kona bakar-
ans“ eftir Marcel Pagnol.
Samið eftir sögu Jeans
Gions. Áður útv. 1957 Þýð-
andi: Ragnar Jóhannesson.
Leikstjóri: Ilaraldur Björns-
son. Persónur og leikendur:
Bakarinn/ Þorsteinn Ö.
Stephensen, Kona hans/
Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Smalinn/ Róbert Arnfinns-
son, Markgreifinn/ Ævar
Kvaran, Presturinn/ Jón Að-
ils, Kennarinn/ Haraldur
Björnsson. Aðrir leikendur:
Árni Tryggvason, Gestur
Pálsson, Guðmundur Páls-
son, Helgi Skúlason, Hildur
Kalman, Klemenz Jónsson,
Rósa Sigurðardóttir, Valde-
mar Helgason og Þorgrímur
Einarsson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.30 Lestur Passíusálma (34).
22.40 Að vestan
Finnbogi Hermannsson
kennari á Núpi í Dýrafirði
sér um þáttinn. Að þessu
sinni talar hann við þrjá
þingmenn Vestfjarðakjör-
dæmis: Matthías Bjarnason,
Sighvat Björgvinsson og
Steingrím Hermannsson ráð-
herra.
23.00 Kvöldstund
með Sveini Einarssyni.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR