Morgunblaðið - 13.03.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
5
Athugasemd frá Is-
landsdeild Amnesty
UNDANFARIÐ hefur verið
fjallað í fjölmiðlum um aðgerðir
gegn Coca Cola verksmiðjum hér
og annars staðar vegna meintra
ofbeldisverka í Coca Cola verk-
smiðjunni í Guatemala. Að
gefnu tilefni vill íslandsdeild
Amnesty International taka
fram, að alþjóðasamtökin hafa
engin afskipti haft af slíkum
aðgerðum, enda er það yfirlýst
stefna þeirra, að letja hvorki né
hvetja til efnahagslegra refsiað-
gerða vegna mannréttindabrota.
I Morgunblaðinu 22. febrúar
sl. birtist yfirlýsing frá Coca
Cola Company í Atlanta í
Bandaríkjunum. í henni er setn-
ing, sem íslandsdeild A.I. telur
ástæðu til að gera athugasemd
við. Þar segir: „Það er einnig
mjög mikilvægt að gera sér ljóst,
að hin réttu og löglegu yfirvöld í
Guatemala-ríki hafa hvorki bor-
ið fram ákærur í þessu máli né
því síður dæmt nokkurn aðila
fyrir ábyrgð á ofbeldisverkun-
um.“
Við lestur þessarar setningar
ber að hafa í huga, að „rétt og
lögleg" stjórnvöld í Guatemala
hafa árum saman staðið beint
eða óbeint að ofbeldisverkum.
Samkvæmt skýrslum Amnesty
International voru um 20 þúsund
manns myrtir í pólitískum til-
ræðum í Guatemala á árunum
1966—1976. Ástandið hefur ekki
batnað síðan, svo sem fram kom
í greininni Dagatal ofbeldis,
sem fjölmiðlar greindu frá í
október í haust, að tilmælum
íslandsdeildar A.I.
Með beinum hætti hafa
stjórnvöld staðið að ofbeldis-
verkum m.a. þegar fátækir
bændur og leiguliðar hafa reynt
að leita réttar síns vegna upp-
töku og eignarnáms á jörðum
þeirra. Kunnasta dæmið eru
fjöldamorðin á indjánum í bæn-
um Panzos í maí 1978, þegar 100
indjánar voru drepnir, þar af 25
konur og 5 börn.
Með óbeinum hætti hafa
stjórnvöld staðið að ofbeldis-
verkum með því að leyfa svo-
nefndum „dauðasveitum" að
leika lausum hala. Morðsveitir
þessar hafa birt lista með nöfn-
um manna, sem þær segjast hafa
„dæmt til dauða“, einkum fyrir
afskipti af verkalýðs- og stjórn-
málum, félagsmálum og menn-
ingarmálum indjána. Miðað við
hve lítið hefur verið reynt til
þess af hálfu stjórnvalda á
undanförnum árum að rannsaka
starfsemi þessara sveita og
handtaka forsprakka þeirra, og
miðað við hve greiðan aðgang
þær virðast hafa átt að upplýs-
ingum stjórnvalda kemur engum
á óvart, sem fylgst hefur með
málum í Guatemala, að hin
„réttu og löglegu" yfirvöld lands-
ins hafi hvorki borið fram ákær-
ur vegna ofbeldisverkanna í
Coca Cola verksmiðjunni þar né
dæmt nokkurn aðila fyrir
ábyrgð á þeim.
25. febrúar 1980.
Ný stjórn í Samtökum
um vestræna samvinnu
SAMTÖK um vestræna samvinnu
(SVS) héldu aðalfund sinn fyrir
nokkru og var ný stjórn kosin á
fundinum. Hefur hún nú skipt
með sér verkum. Stjórnin er
þannig skipuð: formaður: Guð-
mundur H. Garðarsson, varafor-
maður: Björgvin Vilmundarson,
ritari: Björn Bjarnason, gjaldkeri:
Jón Abraham Ólafsson, með-
stjórnendur: Ásgeir Jóhannesson,
Hrólfur Halldórsson, Hörður Ein-
arsson, Jón Hákon Magnússon,
Kristján G. Gíslason og Páll
Heiðar Jónsson.
Guðmundur H. Garðarsson
Vatnsskortur í Eyjum
á hæstu álagstoppum
Hlaut alþjóðlega viður-
kenningu fyrir hug-
myndir um afbrotavarnir
Grétar Norðfjörð lögreglu-
flokksstjóri hlaut nýlega alþjóð-
lega viðurkenningu fyrir hug-
myndir er hann lagði fram i
hugmyndasamkeppni í afbrota-
vörnum. Tók hann þátt í alþjóð-
legri samkeppni lögreglumanna
um hugmyndir um afbrotavarnir
Grétar Norðfjörð lögregluflokks-
stjóri.
og varnir gegn umferðarslysum
og var hann einn i hópi 25 manna
er fengu viðurkenningu fyrir
hugmyndir sínar.
Mbl. ræddi stuttlega við Grétar
Norðfjörð og innti hann eftir því
hvernig það kom til að hann tók
þátt í þessari samkeppni.
— Við fengum sendar upplýs-
ingar um þessa keppni, en fyrir
henni stóð alþjóðlegur félagsskap-
ur lögreglumanna, sem komnir
eru á eftirlaun. í október 1978 var
lögreglustöðvum um heim allan
gert kunnugt um þessa samkeppni
og máttu taka þátt í henni allir
starfandi lögreglumenn og datt
mér í hug að senda inn nokkrar
hugmyndir.
— Það sem frá mér kom var
sérstök áætlun um skipulag af-
brotavarna í smábæ og eru þær
hugmyndir byggðar á reynslu af
starfi mínu af afbrotavörnum hér
í Reykjavík og nágrenni. Einnig
setti ég þarna með vissar hug-
myndir, sem við höfum í hyggju áð
framkvæma hér þegar tækifæri
gefst til, en þar sem ég hefi verið
einn með þennan málaflokk í
lögreglunni hefur ekki verið hægt
að vinna nema nokkuð takmarkað.
Grétar sagði það vissulega
ánægjulegt að fá þessa viðurkenn-
ingu, þarna væri sýnt að starfið
hérlendis væri á réttri leið þar
sem mönnum þættu hugmyndirn-
ar verðar viðurkenningar og væri
þessi viðurkenning hvatning til að
halda áfram á sömu braut og færa
starfsemina út eftir föngum.
Þær hugmyndir, sem hlutu við-
urkenningu í samkeppninni, verðá
fyrst gefnar út á þýzku og sendar
til lögreglustöðva um allt Þýzka-
land og síðar er ætlunin að þær
verði þýddar á fleiri tungumál og
þeim dreift til annarra landa.
Að lokum sagði Grétar, að nú
hyllti undir að fjölgað yrði þeim
starfsmönnum í lögreglunni er
sæju um afbrotavarnir og ætti þá
að hrinda í framkvæmd ýmsum
hugmyndum, sem ekki hefði verið
hægt enn vegna fámennis og yrði
þá um víðtækara starf að afbrota-
vörnum að ræða, en það hefur
sýnt sig að slíkt starf hefur komið
að mjög góðu gagni.
VATNSSKORTUR hefur ann-
að slagið gert vart við sig í
Vestmannaeyjum, einkum
þegar í gangi er mikil vinnsla
á loðnuhrognum, en þá tæm-
ast oft miðlunargeymar
vatnsveitunnar eða því sem
næst, að því er Morgunblaðið
fékk upplýst á bæjarskrif-
stofunum í Vestmannaeyjum
í gær.
Stafar vatnsskorturinn þá
af því að vatnsæðarnar frá
landi eru of litlar' og vatns-
miðlunartankar í Eyjum of
litlir til að mæta álagstoppum
í fiskvinnslu, og hefur þessi
skortur orðið einu sinni til
tvisvar á ári undanfarin ár.
Hefur þá verið brugðist við á
þann hátt að biðja notendur
að spara kalda vatnið.
Þetta ástand er hins vegar
aðeins tímabundið, því vænt-
anlega verður tekin í notkun
sjóveita á þessu ári, en þá
verður hreinn sjór notaður að
hluta til við fiskvinnsluna í
Vestmannaeyjum í stað fersk-
vatns.
II
WOOVtB
HOOVER
ekki bara ryksuga...
Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aöeins
ryksugar teppið, hann hreinsar aö auki úr því
margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga nær
ekki eins og t d • Klístur *Þráöarenda
• Dýrahár • Sand úr botni
• Bakteriumyndandi sveppa- og gerlagróður
Jafnframt ýfir hann ftosiö svo að teppið er ætíö
sem nýtt á aö líta, og það á jafnt viö um
snöggtsem rya. Fjölþætt notagildi fylgihluta.
Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur.
HOOVER
Galloway-sæðingar ganga vel;
Hátt á annað þúsund
skammtar afgreiddir
NÚ HAFA hátt á annað þúsund
skammtar af sæði úr Gallo-
waynautum verið sendir frá
Einangrunarstöð holdanauta i
Hrísey til frjótækna víðs vegar
um land en fyrsta islenzka
kýrin var sædd með slíku sæði í
nóvembermánuði sl.
Að sögn Ólafs. E. Stefánsson-
ar nautgriparæktarráðunauts
hjá Búnaðarfélagi íslands er
ekki vitað betur en allt hafi
gengið vel og engar kvartanir
hafa borizt þess efnis að kýr hafi
ekki haldið. Fyrstu Galloway-
blendingskálfarnir munu vænt-
anlega fæðast um mánaðamótin
ágúst-september og bíða menn
að vonum spenntir eftir árangr-
inum.
Alls hefur verið safnað 5400
skömmtum af sæði í nautastöð-
inni í Hrísey og er sæðið geymt
djúpfryst í Hrísey og á Hvann-
eyri.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670