Morgunblaðið - 13.03.1980, Page 12

Morgunblaðið - 13.03.1980, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 Atvinnuástandið í Vogum SVO SEM skýrt hefur verið frá í fréttum lagði frystihúsið Vogar hf. niður frystingu á dögunum og mun nú leggja aðaláherzlu á saltfiskverkun, en forráðamenn fyrirtækisins telja að fyrirtækið tapi á frystingunni. í því sambandi varð fyrirtækið að fækka nokkuð við sig starfsfólki, einkum konum, sem ekki fóru í saltfiskvinnsluna. Morgunblaðið ræddi af þessu tilefni við forráðamenn fyrirtækisins og sveitarfélagsins um atvinnuástandið í Vogunum. — ÞAÐ ERU liklega kringum 20 — 30 konur, sem unnu við frystinguna og þær hafa nú leitað i aðra vinnu, en nokkrar eru þó enn starfandi hjá fyrir- tækinu við saltfiskvinnslu. en Vogar hf. leggja nú alla áherzlu á hana þar sem forráðamenn fyrirtækisins telja hana arð- bærari, sagði Gunnar Jónsson sveitarstjóri er Mbl. ræddi við hann ásamt Hafsteini Snæland, en hann er formaður atvinnu- málanefndar Vatnsleysustrand- arhrepps. —Hér um slóðir er ekki mikið um atvinnutækifæri, en nokkrar kvennanna fengu starf hjá öðru frystihúsi, sem nú fæst við loðnufrystingu og verður það aðeins um stuttan tíma, nokkrar leituðu til Keflavíkur, en nokkr- ar hafa ekki farið í aðra vinnu, sagði Gunnar og það sem kemur kannski verst við þær er að missa vinnuna hér á staðnum og svo hitt að með bónuskerfinu var kaupið í frystingunni nokkuð gott og þær hafa ekki möguleika á svo góðu kaupi í annarri vinnu. Gunnar Jónsson sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps og Hafsteinn Snæland formaður atvinnu- málanefndarinnar. Ljósm. Rax. Margs konar atvinnu- uppbygging möguleg — segja forráðamenn Vatnsleysustrandarhrepps —Atvinnumálanefndin hélt fund með forráðamönnum Voga hf. þegar ákveðið hafði verið að leggja frystinguna niður, en við báðum um þennan fund til að fá að fylgjast með hvað um væri að vera og þar skýrðu þeir út sína hlið málsins, sagði Hafsteinn Snæland. —Þessi fundur var mjög gagnlegur, en þar kom fram að frystihúsið telur sig tapa á frystingunni og því ekki rétt að halda henni áfram. Telja forráðamenn hússins réttara að hætta þeirri starfsemi fremur en halda áfram og safna bara skuldum og það sjónarmið skilj- um við og virðum. Það sem atvinnumálanefndin gerir er í raun ekki annað en fylgjast með þessum málum og fyrirtækið hefur fullan hug á að halda áfram sinni starfsemi. Það er alls ekki verið að leggja fyrir- tækið niður, heldur aðeins verið að breyta til, nú er lögð áherzla á saltfiskverkun í stað frystingar- innar. Við buðumst til að veita þeim þá aðstoð, sem við gátum, en það er í raun lítið, sem við getum gert, annað en tala máli fyrirtækisins ef hægt væri og ef þarf að leita einhverrar fyrir- greiðslu. íbúar í Vogum eru nú 522, 400 í þorpinu og 122 í dreifbýlinu í kring og sagði Gunnar að fjölg- un hefði orðið 7% á síðasta ári. I —Það er mikið sótt hingað og margir, sem vilja byggja einbýl- ishús hér fyrir sama verð og þeir þurfa að kaupa t.d. íbúð á í Breiðholti í Reykjavík, enda hafa nokkrir flutt hingað úr því hverfi. Þetta fólk sækir áfram vinnu sína í Reykjavík eða þar í kring og setur ekki fyrir sig að aka þessa leið inneftir, enda tekur það kannski ekki svo miklu lengri tíma heldur en úr Breið- holtinu í miðbæ Reykjavíkur, vegurinn er góður og fljótfarinn, sagði Gunnar. —Hér er ekki aðra vinnu að hafa en í frysti- húsunum og bátunum, hér er ein verzlun, en okkur vantar alla þjónustu, svo sem trésmíðaverk- stæði, vélsmiðju og þess háttar starfsemi, þannig að væri hægt að koma henni upp væri úr fleiri atvinnumöguleikum að spila hér. —Á það má líka benda, sagði Hafsteinn, að við höfum bent fyrirtækjum á að hér væri hægt að fá nóg landrými fyrir iðnað og teljum að hér eigi að vera auðvelt að reka ýmis konar iðnað. Hitt er svo annað mál að okkur finnst fjármagnið hafi farið í ýmsa aðra landshluta frekar en Suðurnesin. Það er eins og við megum ekki fá eina eða neina fyrirgreiðslu, alltaf er hugsað fyrst og mest um Norð- ur— eða Vesturlandið og teljum við að stjórnmálamenn mættu athuga það og þeir sem ráða ríkjum í framkvæmdastofnun. —En það er líka annað vanda- mál, sem fyrirtæki á Suðurnesj- um eiga við að stríða, héldu þeir félagar áfram, en það er sam- keppnin við Varnarliðið. Þangað má segja að allur almennilegur starfskraftur fari. Það er miklu betur borguð vinna, oft hrein- legri vinna og þægilegri vinnu- tími og því kannski ekki undar- legt að karlmenn leiti þangað fremur en í fiskvinnu, sem er bæði köld og óþrifaleg og ekki sérlega vel borguð. Þeir sem stunda fiskvinnuna eru húsmæð- ur, unglingar og kannski aðrir, sem fá ekki vinnu annars staðar. Það er í sjálfu sér alls ekki verri starfskraftur en karlmennirnir, en fiskvinnslan þarf líka á þeim að halda og þeir bara líta vart við henni hér þegar þeir geta fengið góða vinnu annars staðar. Þessa samkeppni þurfa fisk- vinnslufyrirtæki annars staðar á landinu ekki að glíma við. —Að lokum viljum við leggja áherzlu á að hér á Suðurnesjum er þó bjartara yfir í atvinnumál- um nú siðustu 2—3 árin heldur en oft áður. Saltverksmiðjan er komin í gagnið og í sambandi við hana eru miklir möguleikar og við höfum hitaveituna og fram- leiðum rafmagn og því má segja að margs konar möguleikar á atvinnuuppbyggingu séu fyrir hendi ef einhverjir vildu líta við þeim. Lítið sveitarfélag hefur sjálft ekki bolmagn til að standa undir stórfyrirtækjum, en er reiðubúið að leggja sitt fram. Og í sambandi við frystihúsið Voga, þá leggjum við áherzlu á að það er ekki verr á vegi statt en mörg önnur frystihús landsins, þeir ákváðu hins vegar að bíða ekki lengur, tóku af skarið og vilja með því forða fyrirtækinu frá tapi og tryggja áframhaldandi rekstur, sem við vonum að eigi eftir að veita mörgum atvinnu áfram. Erum að snúa vörn í sókn — segja forráðamenn Voga hf. í FRYSTIHÚSINU Vogar hf. hittum við fyrir Garðar Magn- ússon og Sigurð Garðarsson forráðamenn fyrirtækisins, en hjá því starfa nú milli 15 og 20 manns i allt, flestir við saltfisk- verkunina. Gerir fyrirtækið út tvo báta og sá þriðji er í slipp vegna vélarskipta, en þeir sögðu erfitt um alla fyrir- greiðslu vegna þeirra f járútláta og því væri líkiega enn bið á því að hann færi á flot. Þeir Garðar og Sigurður sögðu ástæðu þess að hætt er við frystinguna eingöngu vera versnandi afkomu þeirrar at- vinnugreinar. Væri ekki eðlilegt að reka fyrirtækið þannig að leiða það út í sífellt meiri skuldir þegar ljóst væri að aðeins væri tap á frystingunni. Þá væri nær að skipta yfir í saltfiskverkun- ina, hún hefði reyndar alltaf verið fyrir hendi, en fyrirtækið reyndi jafnan að leggja áherzlu á þá grein, sem arðbærust væri. Þannig þætti þeim eðlilegast að reka fyrirtækið og væri hug- myndin með þessu að snúa vörn í sókn. Ekki væri hægt að bíða eftir því að stjórnvöld gripu inn í, þeir hefðu ákveðið að fara út í þessa breytingu nú strax. Nokkr- ir hefðu hætt hjá fyrirtækinu vegna þessa og fengið aðra vinnu, en nokkrir hefðu kosið að starfa áfram og þá við saltfisk- vinnsluna. Mbl. ræddi lítillega við þrjár stúlkur, er unnu við saltfiskinn og kváðu þær það öllu kalsamari og leiðinlegri vinnu, en aðalat- riðið væri þó að kaupið væri lægra, þar sem ekki væri unnið eftir bónuskerfi í saltfiskinum. Þess vegna hefðu þær lækkað um allt að helming í kaupi. Það kæmi sér illa fyrir þær, en þó væri að sjálfsögðu betra að starfa við saltfiskinn fremur en hafa ekkert og sögðu að til athugunar væri að koma á bón- uskerfi við saltfiskinn einnig. Hamast i saltfiskinum. Frá vinstri: Margrét Helgadóttlr, Björn Albertsson, Birna Jensdóttir, Jóhanna Björgvinsdóttir og Hjörtur Hjartarson er kominn á kaf i gáminn. Ljósm. Rax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.