Morgunblaðið - 13.03.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 1 3
Sigrún Gísladóttir skrifar frá Stokkhólmi:
Sænskir
skólar I
Skólaleiði hefur aukist mjög. Þessir nemendur segjast ætla i
framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Helmingur kennaranna við
barnaskólann þeirra er réttindalaus.
Skólamál hafa verið ofarlega á
baugi í sænskum fjölmiðlum og
vandamál skólanna eru algengt
umræðuefni meðal fólks al-
mennt. Ekki hvað síst fyrir þá
sök að óánægjuraddir foreldra,
nemenda og kennara hafa stöð-
ugt gerst háværari. Ljóst er að
stefna sósíaldemókrata í skóla-
málum, en þeir hafa mótað
stefnuna síðastliðin 40 ár, hefur
ekki tekist sem skyldi. Það er
sorglegt þegar tekið er tillit til
þess óhemju fjármagns sem
Svíar verja til þessa málaflokks.
Við á Islandi höfum gjarnan
litið til frænda okkar Svía sem
eins konar fyrirmyndar í skóla-
málum, og ef til vill með dálítilli
öfund, því ekki hefur þeim mál-
um verið ^ert jafn hátt undir
höfði á Islandi. Hefur orðið
„sænskt" smám saman orðið
eins konar gæðastimpill þegar
um er að ræða nýjungar eða
breytingar á sviði fræðslumála.
En eins og ástand skólamála er í
Svíþjóð í dag þá heldur sá
gæðastimpill ekki lengur gildi
sínu.
Áberandi er hvað skólamál
eru flokkspólitísk í Svíþjóð og
háð stefnu þess flokks sem þau
mál hefur hverju sinni. Stefna
sósíaldemókrata undanfarna
áratugi hefur verið sú að breyta
hinum gamla, stranga og
óvægna skóla, þar sem lítið sem
ekkert tillit var tekið til nem-
andans sem einstaklings, þannig
að skóiinn lagaði sig fremur að
þörfum nemandans og yrði jafn-
framt mannúðlegri stofnun.
Svíar hafa verið áberandi opnir
fyrir öllum nýjungum og hafa
veitt miklu fé til margvíslegrar
tilraunastarfsemi í skólum. Allir
eru á einu máli um að ýmsar
breytingar hafa betrumbætt
skólann og að margt gott megi
segja um sænska skólann í dag,
en það breytir ekki þeirri stað-
reynd að jafnmargt hefur mis-
tekist. Það eru ekki aðeins
óánægjuraddir foreldra, nem-
enda og kennara sem bera þess
vitni heldur og sú blákalda
staðreynd, að fjöldi sænskra
barna útskrifast eftir níu ára
skólagöngu, og er vart læs eða
skrifandi á eigin tungu.
Samkvæmt niðurstöðum
könnunar, sem gerð var nýlega í
Norður-Stokkhólmi, kom í ljós
að meira en annar hver nemandi
á fyrsta ári í framhaldsskóla
(gymnasium) þarf hjálpar-
kennslu annaðhvort í lestri eða
rituðu máli (stafs., ritgerð) og
oft í hvoru tveggja. Fyrir rúmum
áratug voru allir framhaldsskól-
ar (skólar milli grunnskóla og
háskóla) sameinaðir mennta-
skólanum (gymnasiet). Þannig
að í dag er „gymnasium" sam-
heiti fyrir alla framhaldsskóla.
Skróp og skólaleiði hafa aukist
áberandi í grunnskólunum
(barna- og unglingaskólum) og
þeir nemendur verða stöðugt
fleiri, sem eru leystir undan
síðasta skólaskylduárinu (9.
bekk). Það sem í flestum tilvik-
um er afgerandi fyrir námsár-
angur barna í sænskum skóla í
dag er heimili barnsins og náms-
gáfur.
Ljóst er að erfiðleikarnir í
skólunum eru mismunandi mikl-
ir eftir landsvæðum, skólum og
jafnvel bekkjum, en verst er
ástandið í hinum nýbyggðu út-
hverfum stórborganna. Þar eiga
skólarnir í mestu erfiðleikum við
að fá menntað og hæft kennara-
lið. Síðastliðið haust var skort-
urinn á kennurum meiri en
nokkru sinni og sérstaklega á
Stokkhólmssvæðinu. í einu út-
hverfanna er fjórði hver kennari
réttindalaus og í öðru tæplega
helmingur allra, sem starfa við
barnaskólann, réttindaiaus.
Ástæðan fyrir kennaraskortin-
um er ekki vöntun á kennara-
menntuðu fólki, né sú að önnur
sambærileg störf séu betur borg-
uð, heldur hin erfiða vinnuað-
staða í skólunum. Kennararnir
þola ekki lengur ástandið eins og
það er orðið, gefast upp og fara í
önnur störf. Fjöldi þeirra kenn-
ara á Stokkhólmssvæðinu, sem
hafa horfið frá kennslu, hefur
tvöfaldast á síðustu tveimur
árum. Það eru ekki lengur aðeins
þeir eldri sem gefast upp, heldur
einnig ungir og áhugasamir
kennarar. Þeir sætta sig ekki við
óróleikann í skólunum, geta ekki
annast kennsluna eins og þeir
hefðu viljað og finnst þeir vera
misheppnaðir sem kennarar.
Á síðastliðnu ári voru stofnuð
samtök, sem berjast fyrir bættri
þekkingu í skólum — það eitt
talar sínu máli um ástandið í
dag. Samtökin eru ekki í tengsl-
um við neinn stjórnmálaflokk og
meðlimirnir eru úr öllum flokk-
um. Markmið samtakanna er að
skólarnir hafi kerfisbundið nám
og heimaverkefni, fastari reglur,
próf og einkunnir, og að bókin
verði aðalkennslugagnið. Einn
talsmaður samtakanna, sænskur
innflytjandi, sagði það vera erf-
itt fyrir þann sem kæmi frá öðru
lapdi að skilja, hvað hefði eigin-
le^a gerst með sænska skólann.
Hvernig má skýra andstöðuna
við_ að prófa þekkingu nemend-
9nna? Því skilur fólk það ekki að
nám krefst mikillar vinnu?
Hvaðan kemur hræðslan við
kennslubókina?
Til þess að fá hugmynd um
þróun skólamála síðustu áratugi
má benda á að stefnan hefur
verið sú að hafa blandaða bekki
(blandaða hvað snertir náms-
getu), þar sem kennslan taki mið
af getu hvers einstaklings. Þann-
ig að sérhver nemandi fái að
læra með þeim hraða sem best
hæfi hans getu og þroska. En á
síðasta áratug hefur þetta mark-
mið horfið í skuggann. Skyndi-
lega mátti einstaklingskennslan
ekki leiða til þess að duglegir og
áhugasamir nemendur færu
hraðar yfir námsefnið, því það
yki enn á bilið milli þeirra og
heildarinnar. Takmarkið með
slíkri stefnu getur tæplega verið
jafnrétti nemendanna sem ein-
staklinga, heldur miklu fremur
að gera alla eins.
A síðustu tveimur áratugum
hafa uppeldislegar nýjungar
beinlínis flætt yfir skólana. Ym-
is afbrigði af „frjálsum uppeldis-
aðferðum" hafa verið settar til
höfuðs „hefðbundinni þekk-
ingarmiðlun". Mismunandi form
hinnar nýju uppeldisfræði hafa
verið viðtekin allt of greiðlega og
oft að óathuguðu máli. Þetta
hefur leitt til þess að einblínt
hefur verið á aðferðir, en þáð
mikilvæga — innihald menntun-
arinnar — hefur horfið í skugg-
ann. Hlutverk skólans sem þekk-
ingarmiðlara er á stöðugu und-
anhaldi fyrir því þjóðfélagslega
hlutverki sem honum er ætlað að
gegna. Nýjasta umbótin, „SIA-
reformen" (felur í sér lengdan
samfelldan skóladag allra
barna), á ekki hvað síst sinn
stóra þátt í þeirri þróun. Margir
telja að skólinn sé á góðri leið
með að verða eins konar
geymslustaður fyrir börnin.
Mikil mótstaða hefur nú komið í
ljós við þessari breytingu og
bent er á að hlutverk skólans í
þjóðfélaginu sé og eigi að vera að
miðla þekkingu.
Nú þegar velferðarríkinu er
ógnað, það er stöðnun í iðnaði og
minni hagvöxtur, þá er enn
meiri ástæða til að huga að
menntamálunum. Menntun og
rannsóknir tilheyra þeim aðal-
gögnum sem að haldi koma við
að rétta þjóðina úr stöðnun og
erfiðleikum. En þá er þörf á
menntun sem setur þekkingu og
getu á oddinn. Þess vegna standa
sænsk skólamál á krossgötum í
dag.
Næsta grein mun fjalla um
forskólann og ýmislegt almennt
um grunnskólann í Svíþjóð.
Hlutverk skólans sem þekkingarmiðlara er á stöðugu undanhaldi
fyrir þvi þjóðfélagslega hlutverki, sem honum er ætlað að gegna.
Snorri Þórisson:
Aðstöðumunur
Einhverstaðar las ég um dag-
inn, að íslensk kvikmyndaöld væri
gengin í garð. Þetta voru vinsam-
leg orð prentuð á tollfrjálsan
pappír. Nú kann einhver að spyrja
hvað tollar komi þessum orðum
við. Mergur málsins er nefnilega
sá, að kvikmyndaöld íslenskra
kvikmynda er ekki á næstu grös-
um, heldur er íslensk kvikmynda-
gerð að sligast vegna tolla og
gjalda til ríkisins. Það virðist vera
sem stjórnvöld hafi strengt þess
heit að ganga milli bols og höfuðs
kvikmyndagerðamanna. A meðan
prentiðnaðurinn og annar iðnaður
nýtur tollfríðinda, má kvikmynda-
gerðin greiða tolla af öllum
hráefnum og tækjum, sem til
kvikmyndagerðar þarf.
Tökum nú sem dæmi höfund
kvikmyndar og rithöfund. Báðir
þessir aðilar hafa það sameigin-
legt, að þeir vilja koma hugsunum
sínum á framfæri, túlka þær fyrir
almenningi. En hver er aðstöðu-
munur þessara aðila? Rithöfund-
urinn þarf ekki annað en penna og
blað. Þegar hann hefur lokið við
að skrifa sögu sína eða ljóð, fer
hann til útgefanda með sitt verk
eða beint í prentsmiðju og fær bók
sína prentaða á tollfrjálsann
pappír með tollfrjálsum prentvél-
um.
Kvikmyndagerðamaðurinn fer
eins að í fyrstu. Hann byrjar með
penna og blað, en eftir það skilja
leiðir með þeim. Kvikmyndagerða-
maðurinn þarf filmur og kvik-
myndatæki til að geta lokið sínu
verki. Allt sem að kvikmyndagerð
snýr er tollað eins og um lúxus sé
að ræða. Á meðan prentverkið
greiðir ekki tolla ... og söluskatt,
hvorki af hráefni né vélum, er
verið að kaffæra kvikmyndagerð í
þessum gjöldum.
Erlent myndefni, kvikmyndir
fyrir kvikmyndahús svo og sjón-
varp, er ailt tollfrjálst. Þegar
erlendir kvikmyndagerðarmenn
koma til íslands, fá þeir að koma
með filmur sínar til landsins og
taka á þær, án þess að greiða toll
af þeim. Það sama gildir um öll
tæki, sem þeim fylgja. Svo er því
haldið fram að kvikmyndaöld sé
gengin i garð með tilkomu kvik-
myndasjóðs.
Ef það dæmi væri skoðað nánar,
er ég hræddur um að það snerist
við, þannig að kvikmyndagerð
styrkti ríkið, en ekki öfugt. Öll
gjöld, sem kvikmyndagerð greiðir
til ríkisins, eru margfalt hærri en
það, sem ríkið lætur til kvik-
myndasjóðs. Þeir kvikmynda-
gerðamenn, sem fengu styrk úr
sjóðnum á síðasta ári, fengu
niðurfellingu á tollum og vöru-
gjaldi af hráfilmum, og tækja-
leigu, sem þeir þurftu að greiða
erlendis, en söluskatt var þeim
gert að greiða.
Nú hefur fyrsta myndin, sem
styrkt var úr kvikmyndasjóði litið
dagsins ljós, og hefur fengið góðar
móttökur bíógesta. Ríkissjóður
hefur einnig tekið henni með
opnum örmum og hyggst nú hafa
af henni drjúgar tekjur í formi
söluskatts. Lætur nærri að upp-
hæð sú, sem ríkissjóður fær af
þessari mynd verði meiri en heild-
arupphæðin sem veitt var úr
kvikmyndasjóði á s.l. ári.
Snorri Þórisson.