Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 15 þaö auöskiliö, aö eftirfarandi mynd- ir 4 og 5, um svæðanýtins;u ok íbúafjölda eru aðeins til grófrar viðmiðunar.“ Maður hlýtur að spyrja si(í þeirrar spurningar hvort þeir sem setja fram þær fullyrðingar um skipulag- ið, sem i upphafi er getið hafi yfirleitt kynnt sé það eða Krundvöll þess. Endanleg nýting á svæðunum er háð ákvörðunum, sem teknar verða á deiliskipulagsstiííi hverju sinni enda hefur svo ávallt verið. Á árinu 1978 var undirbúin deiliskipulansvinna svæðanna í Keldnaholti og var þá gerð athugun á hvaða þéttleiki svæðanna yrði heppilegastur. Voru valin til viðmiðunar þrjú svæði í Reykjavík þ.e.a.s. Smáíbúðahverfi (hluti), Fossvogur (hluti) og Breið- holt I. Niðurstöður þessara athug- ana er að finna í greinargerð frá Þróunarstofnun frá október 1978. Tilfæra má hér nokkur atriði til að sýna fram á hversu tilhæfulausar fullyrðingar eru á ferðinni þegar rætt er um að nýting Úlfarsfells- svæðisins miðist við þeíta byggð fjölbýlishúsa eingöngu. 1 dæmunum er miðað við íbúa á ha. á íbúðalóðum. í Breiðholti I er það 183.6, í Fossvogi 98.8 og í Smáíbúðahverfi 143.3. Ef ibúðasvæðin við Keldur eru reiknuð nákvæmlega eins og kort syna, þá má reikna með að undir íbúðarhús fari 83 ha. og þeir eigi að rúma um 15 þúsund manns. Það væri 181 íbúi á ha. að meðaltali á íbúðarlóðum eða svipaður þéttleiki og í Breiðholti 1. Sé hinsvegar reiknað með stækk- unarmöguleika má bæta við 26 ha. á heildina. Þannig nýtist fyrir íbúðarhús í viðbót 18 ha. eða samtals 101 ha. Þetta miðað við 15 þúsund íbúa gæfi 149 íbúa á ha. Er þetta miðað við þaö að 70% landrýmis nýttist undir íbúðabyggð. Öllu sennilegra er þó, að það séu ekki nema 65% og gæfi það því þá 160 íbúa á ha. Þetta þýðir að þéttleiki slíkrar b.vggðar er á bilinu Smá- íbúðahverfi, raðhús í Breiðholti og fjölbýli í Fossvogi. Sjá vonandi flestir að hér er ekki um að ræða „þétta byggð fjölbýlishúsa ein- göngu". Þó er miðað við hámarks nýtingu (50 þúsund á Úlfarsfellssvæðinu). Rétt er að lokum að geta þess, að með gerð skipulagsins var reynt að taka mið af reynslu þeirra skipu- lagsaðgerða, sem framkvæmdar hafa verið allt frá því að fyrstu kröfur • um dreifibyggingu komu fram eftir 1920. Slíkt skipulag skil- aði ekki þeim árangri, sem vonast var eftir fremur en sú byggð blokka og háhýsa, sem ruddi sé til rúms eftir heimsstyrjöldina síðari. Byggð- in á Úlfarsfellssvæðinu er hugsuð sem þéttbyggðir byggðakjarnar með verulegu sérbýii. Atvinnustaðirnir fléttast meir íbúðabyggðinni en áður og frekar áherzla lögð á stór sam- felld útivistarsvæði sem tengja þessa byggðarkjarna saman heldur en stærri útivistarsvæði í byggðinni sjálfri." Ekki hefur reynt á hvort Keldnaland sé ófáanle>?t í umsögn Þróunarstofnunar er gefið í skyn að veruleg vandkvæði verði á því að fá Keldnalandið til þeirra nota sem aðalskipuiagið ger- ir ráð fyrir, að um afdrífaríka hluti sé að ræða. þar sem land þetta átti að nota sem næsta áfanga til útfærslu bvggðar? „Meginregla skipulags er að skipu- leggja með heildarhagsmuni fyrir augum, en ekki hver er eigandi. Keldnaland er fýsilegt til byggðar og rökrétt framhald á byggð Reykja- víkur. Ekki hefur enn reynt á, hvort samningar er mögulegir um þann hluta Keldnalands, þar sem aðal- skipulag ráðgerir byggð eða hvort beita þarf eignarnámi. Rannsókn- arstöðin á Keldum getur haldið áfram starfsemi á eðiilegan hátt, enda ráð fyrir því gert að Keldur haldi 40—60 ha. Við áteljum að ekkert hefur verið gert í því um langan tima að ná *samningum um Keldnaland og höfum óskað eftir ítarlegri skýrslu borgarstjóra um það mál og stöðu þess.“ Þá segir að möguleikar gætu verið á að nýta til byggingar sva-ði sem fram að þessu hafi verið talin nauðsynleg vatnsverndunarsvæði, t.d. við Grafarholt norðan Rauða- vatns. Selás og Norðlingaholt? „Við teljum með öllu ótímabært að aflétta nú vatnsverndun á þeim svæðum sem liggja að Bulluaugum. Við vekjum athygli á því, að um- fangsmiklum virkjunarframkvæmd- um Vatnsveitu Reykjavíkur á svæð- unum við Jaðar og Mylluiæk, sem staðið hafa yfir í rúman áratug, er ekki lokið. Vinnslugeta svæðanna er óþekkt og verður ekki úr henni skorið fyrr en dæling í fullum mælikvarða hefur farið fram á báðum vinnslusvæðun- um samtimis í lélegu vatnsári. Áhrif slíkrar dælingar á rennsli Elliða- ánna er einnig óþekkt og þyrfti að kanna. Við viljum benda á, að hreint vatn er auðlind, sem er ómetanleg í heimi, sem býr í vaxandi mæli við skort á þeim gæðum. Enginn veit hvaða möguleikar þessi auðlind kann að gefa til þess að koma á fót nýiðnaði í Reykjavík. Við teljum nauðsynlegt að fá greinargerð Vatnsveitustjóra um þessi efni og vísum að öðru leyti til greinargerðar borgarverkfræðings." íbúaspáin óraunhæf Fullyrt er í umsögninni. að íbúaspáin frá 1976 sé alltof há. en á henni sé öll áa'tlanagerð varðandi aðalskipuiagið byggð á. Vísað er til breyttrar ihúaþróunar og sagt að búast megi við að íhúafjöldi borgar- innar 1995 verði svipaður og hann er í dag. Ilér er um veigamikinn þátt að ræða. og hvað hefur þú að segja um þetta atriði? „Reynslan hefur sýnt, að spár um fólksfjölda eru ávallt óvissar. Mikil ásókn er í byggingarlóðir í Reykjavík og má benda á, að þegar ióðir voru auglýstar í janúar s.l. bárust tæplega 1000 umsóknir. Ljóst er ennfremur að Reykjavík verður að halda hlut sínum gagnvart ná- grannasveitarfélögum í fólksfjölgun á höfuðborgarsvæði. Ef fólksfjölgun verður minni en spáð er og ef eftirspurn eftir lóðum verður minni, þýðir þaö í raun að uppbygging verður hægari og framkvæmd skipu- lagsins tekur mið af því. Við teljum þess vegna að breytt fólksfjölgun- arspá nú sé ekki rök fyrir því að fresta staðfestingu og framkvæmd aðalskipulagsins.“ Þá er sagt að mikil nauðsyn sé á þvi. að vinna nýja atvinnuspá. bæði vegna hreyttrar íhúafjöldaþróunar og eins vegna þess. að þessum þa'tti séu gerð ónóg skil í endurskoðun- inni frá 1977? „Á það má fallast, að æskilegt sé að gera ýmsar frekari athuganir og áætlanir um framtíðaruppbyggingu iðnaðar- og atvinnustarfsemi í borg- inni. Slík áætlunargerð er hinsvegar tímafrek og erfitt að komast að óyggjandi niðurstöðum. Væri slíkt verðugt verkefni í næstu endurskoð- un aðalskipulags, en um þetta atriði þarf nána samvinnu við skipulags- stofnun höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg hefur nú engar iðnaðarlóðir á boðstólum. Sú stað- reynd á frekar að vera hvöt til að flýta staðfestingu og framkvæmd aðalskipulags. Skortur á iðnaðarlóð- um mun hamla þróun atvinnulífs í borginni og koma í veg fyrir að borgin gegni forystuhlutverki í at- vinnumálum landsmanna.“ Sökin hjá vinstri mönnum Að lokum. Ililmar. er sem sagt ekki nein ásta'óa að þínu mati til þess að fresta staðfestingu aðal- skipulagsins? „Nú vofir yfir í Reykjavík algjór lóðaskortur vegna þess dráttar sem þegar hefur orðið á staðfestingu skipulagsins, en við Birgir ísleifur höfum innan borgarstofnananna lýst ábyrgð á öllum drætti á stað- festingunni á hendur vinstri meiri- hlutans í skipulagsnefnd og borgar- stjórn. Allt er einnig í óvissu um deili- skipulag kvosarinnar og þær fram- kvæmdir, sem óskað er eftir að hefja þar. Enn er í gildi gatnakerfi aðalskipulagsins frá 1965, sem þegar er farið að hamla framkvæmdum á þeim stað og óvíst hvernig skipu- lagsstjórn ríkisins tekur á umsókn- um um einstakar byggingar. Það er eindregin skoðun okkar að vinda eigi bráðan bug að því að staðfesta skipulagið. Breytingum, sem liggja í augum uppi má koma að strax, sbr. þéttingu byggðar. Á fundum skipulagsnefndarinnar höfum við harðlega gagnrýnt um- sögn Þróunarstofnunarinnar um nauðsyn staðfestingar skipulagsins. Kynning á vatnsúða- kerfum til eldvarna Það er hlutverk embættismanna og éTnstakra borgarstofnana að vera hinUm pólitísku yfirvöldum til ráðu- neytis, í þessu tilviki skipulagsnefnd og borgarráði. Nauðsynleg starfs- regla embættismanna er að benda á þær leiðir, sem til greina koma í hverju máli og skýra kosti og ókosti hverrar fyrir sig. Því miður hefur ekki verið farin sú leið í þessu máli, heldur rituð skýrsla, sem er mjög einhliða og beinist að því að rífa niður það, sem áður hefur verið samþykkt í þessum efnum og er þar oft æði langt seilst til fanga. T.d. vantar með öllu í þessa greinargerð að skýra hvaða afleiðingar það kunni að hafa, ef það dregst að fá aðalskipulag staðfest, þannig að deiliskipulag og framkvæmdir þurfi enn að dragást. Þessi hlutdrægu vinnubrögð höfum við harðlega gagnrýnt og teljum þau ekki viðun- andi. — Verður nú vikið að einstök- um efnisþáttum umsagnarinnar i þeirri röð, sem þeir þar koma fram.“ — ágás. KYNNING á vatnsúðakerfum til eldvarna verður í Byggingarþjón- ustunni að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Kynning þessi er í samvinnu við Brunamálastofnun ríkisins og hefst n.k. föstudag, 14. mars kl. 13. Þar mun Einar Eyfells verkfræðingur flytja er- í KVÖLD, fimmtudagskvöld, teflir enski stórmeistarinn Antony Mil- es fjöltefli í Keflavík. Taflið fer fram í Fjölbrautaskóla SuðuV- indi, sýna skyggnur og kvikmynd og Héðinn Emilsson deildarstjóri mun fjalla um þessi mál frá sjónarhóli tryggingamannsins. Kynning þessi er fyrst og fremst sniðin fyrir hönnuði, tæknimenn, byggingarmeistara, trygginga- menn og sveitarstjórnarmenn. nesja og hefst kl. 20. Suðurnesja- menn eru hvattir til að fjölmenna og hafa með sér töfl. Miles teflir fjöltefli í Keflavík heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 DUÁTT Ntl ER ÞITT TÆKITÆRI til aö eignast 20“ Philips litsjónvarp á ótrúlega hagstæðu veröi. Aöeins kr. 569.000 Philips 20“ C 011 littækin hafa: PHILIPS ★ ln-line myndlampa. ★ 8 rásir. ★ Sjálfvirka myndstillingu. ★ Spennujafnara, sem þolir frá 160—260 volt. ★ Hátalara 4“x6“. ★ Viðarkassa meö hnotulíki (betri hljómur). ★ Málin eru 40x41x48 cm (bxhxd). ★ Að sjálfsögðu Philips mynd og litgæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.