Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
Listaþing Lífs og lands:
^^^^USTIRNAR
ORDNAR AÐ HORNREKUM
Samtökin Líf og land gengust helgina 16. og 17. fyrir
mikilli krufningu á listalífi í landinu. Þá efndu þau til
listaþings á Kjarvalsstöðum, sem var mjög vel sótt.
Hlýddu menn þar á yfir 30 erindi, sem komin eru út og
fást í bókabúðum. Lauk þinginu sídegis á sunnudag með
pallborðsumræðum, þar sem fulltrúar listgreinanna
ræddu ásamt hagfræðingum það, sem fram hafði komið.
En inn á milli var listflutningur, tónlist, ljóðalestur og
gerningar.
Listaþinginu var skipt í 4 hluta, byrjað á að ræða
stöðu listar, en um það voru flutt 10 erindi á
laugardagsmorgni. Kom margt athyglisvert fram. Og
verða hér birtir örstuttir kaflar úr þeim erindum.
Fundarstjóri var Guðmundur Steinsson rithöfundur.
Jón óttar Ragnarsson, formað-
ur Lífs og lands, sagði í ávarpi í
upphafi ráðstefnunnar m.a.: „Er
það ekki dæmigert að þjóð, sem
telur að bókmenntir hafi verið
lífgjafi hennar á hörmungarárum
miðalda og raunar allt fram á
þessa öld, skuli — um leið og birta
tók til og efnahagur batnaði —
hafa tekist að gera listirnar að
hornrekum í þjóðfélaginu. Færa
má mörg rök fyrir því að „bók-
menntaþjóðin" sé að verða búin að
sólunda þeim menningararfi sem
hún fékk í vöggugjöf. Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri orðaði
þetta svo á fyrsta borgarfundi Lífs
og lands um Manninn og umhverf-
ið: „Á það hefur verið bent að
vestræn þjóðfélög hafi á tímabili
ótrúlegra ytri breytinga, sem fylgt
hefur í kjölfar iðnbyltingar, sífellt
verið að ganga á siðferðilega og
menningarlega sjóði fortíðarinnar
á svipaðn hátt og gengið hefur
verið á auðlegðir náttúru og um-
hverfis.“ Eg er þeirrar skoðunar
að hið sama gildi um íslenzka
menningu og gróðurinn í landinu,
að hún þoli verr áföll en menning
þeirra þjóða sem búa við heitara
loftslag og betri lífsskilyrði frá
náttúrunnar hendi. Og margt
bendir til þess að við þurfum því
meir á henni að halda eftir því
sem efnahagur batnar og tóm-
stundum fjölgar."
Og hann lauk máli sínu: „Við
skulum stefna að því að þetta þing
geti stuðlað að því að listsköpun
verði brátt metin að verðleikum í
íslenzku þjóðlífi í stað þess að vera
hornreka samfélagsins. Því án
listar engin hvatning, enginn
metnaður og loks ekkert sjálf-
stæði og engin þjóð.“
• Skrökvar, skreytir
og skáldar
Guðbergur Bergsson rithöf-
undur flutti fyrsta erindið um
stöðu listar á Islandi. M.a. sagði
hann: „Maðurinn virðist vera
gæddur takmarkalausum hæfi-
leikum til að skrökva að sjálfum
sér. Það sama gildir um þjóðir. Sá
skreytir sig sem grípur til
skreytni. En hins vegar hafa
einhverjir eðlisþættir mannsins
takmarkalausa þörf fyrir að segja
sannleikann, sem er síbreytilegur
og að líkindum aldrei með öllu
sannur. Um þjóðir gildir eitthvað
svipað. Þær samræma þessa eig-
inleika báða í þörf, sem er venju-
lega kölluð menning; hún skrökvar
og skreytir og skáldar en um leið
snýst hún gegn eðli sínu með
sönnum leik í stað skreytiþarfar.
Oft dansa þó saman sannleikurinn
og skrautið, en þjóðir hafa til-
hneiginu til að kalla þann dans-
leiða úrkynjun menningarinnar.
Hvers vegna?
Við einhverjar aðstæður, sem
Jón óttar Ragnarsson
enginn kann að skýra með alger-
lega viðhlítandi rökum og dæmum
blómgast menningin oft af því að
inn í hana berst voldugur aðskota-
hlutur, eða sökum þess að menn-
ingarskrautið og sannleikurinn
fúna innan frá, en ekki vegna
árásar utan að komandi afls. Þá
snýst menningin og þjóðin sjálfri
sér til varnar. Fúinn sem að innan
vex virðist berast úr of þjóðlegri
mold, sem er full af sjálfsánægð-
um lambaspörðum. Það hefur
aldrei gefist vel í landbúnaði að
beita of mörgu sauðfé á tún. Eins
er menningunni hættuleg mikil
lambahjörð, því henni fylgja roll-
ur sem naga niður í rót. En lömbin
verða heldur ekki framleidd í
tilraunaglösum. Því er auðsætt að
engin ákveðin lausn er til í
hringrásinni gras og spörð án þess
að eyðilegging, melting, vöxtur og
bitvargur hafi rétt á sér.“
• Fylling tilverunnar
Erindi Aðalsteins Ingólfssonar
listfræðings nefndist Hvers vegna
list? og hefst á þessum orðum:
„Það eru engin ný sannindi að
tjáning sé okkur i blóð borin. Með
hegðan okkar allri, orðum og æði,
erum við áð tjá okkur upp á hvern
einasta dag, frá fæðingu til dauða.
Svo kölluð listræn tjáning er beint
framhald þess arna, en í henni
víkkum við sjónhring okkar og
opinberum einhverjar niðurstöður
sem ekki varða okkur eina, heldur
stóran hóp manna eða þjóðfélagið
atlt. Við gefum kenndum okkar
einhverja lögun eða form, í mynd,
tónlist dansi, riti. Kannske þykir
einhverjum árangurinn „listavel"
gerður og sé hann krafinn frekari
skýringa, vefst honum tunga um
tönn: Verkið segir „satt“, honum
líður vel í návist þess, það opnar
augu hans fyrir nýjum möguleik-
um, það skýrir á einhvern hátt
mannleg samskipti. En þótt njót-
Guðbergur Bergsson
andinn geti ekki skýrt viðbrögð
sín við þessum umræddu verkum,
veit hann þó að hann geturekki af
þeim séð. Þau eru fylling í tilveru
hans, vídd sem hann ekki skynjar
annars staðar."
• 50 frumsamin
ísl. skáldrit á ári
Ólafur Jónsson bókmennta-
gagnrýnandi, lagði eiginlega fram
tvö erindi, annað í útgefnum
bæklingi og hitt flutti hann sem
framhald þess. Hann segir m.a.:
„Af töluyfirliti yfir bókaútgáfu á
íslenzku allt frá árinu 1887 má sjá
hvernig útgáfan smávex fram
eftir allri þessari öld með rýmkun
bókamarkaðar samfara bættum
efnahag og aukinni menntun og
breyttum þjóðfélagsháttum að
öðru leyti. Árið 1887 voru gefnar
út 32 bækur, þar af 3 skáldrit
frumsamin og 5 þýdd. Árið 1900
var útgáfan komin upp í 75 bækur
á ári, en komst yfir 100 árið 1908.
Um fyrra stríð er útgáfan 100—
140 bækur á ári. Skáldskapur er
mikill hluti árlegrar bókaútgáfu:
um og yfir fjórðungur útgáfunnar
telst jafnan tilefnisflokksins bók-
menntir. Einhvern tíma á þessu
skeiði skapast bókmenntum og
rithöfundum lífvænleg starfskjör,
nógu vænleg til þess að höfundar
eins og Halldór Laxness, Davíð
Stefánsson og aðrir gátu gefið sig
að skáldskap sínum hér heima,
sem Jóhann Sigurjónsson, Jónas
Guðlaugsson, Gunnar Gunnarsson
ekki gátu einum eða tveimur
áratugum fyrr. Halldór segir frá
því í Ungur ég var að aldrei hafi
hvarflað að sér að gerast rithöf-
undur á dönsku eins og þeir
Jóhann og Gunnar á undan hon-
um. Um stríðsárin verður skyndi-
leg breyting á bókamarkaðinum,
þá tvöfaldast bókaútgáfa á fáum
árum eykst úr rúmlega 300 út-
gefnum bókum alls árið 1938 í
Aðalsteinn Ingólfsson
rúmlega 600 árið 1946. Eftir það
stendur útgáfan í stað, eða er með
köflum verulega minni, nema ef
hún er að aukast nú á allra síðustu
árum með nýrri útgáfutækni. Af
töluyfirliti yfir útgáfuna má
ennfremur ráða að hún sé í býsna
föstum skorðum frá ári til árs,
svipað hlutfall einstakra efnis-
flokka og bókmenntagreina þótt
til langs tíma sé litið. Til dæmis að
taka hafa frumsamin íslenzk
skáldrit í fyrstu útgáfu verið um
það bil 50 talsins á ári í mörg
undanfarin ár.“
• Ef menn vissu
í raun
Hörður Ágústsson myndlistar-
maður talaði um íslenzka mynd-
list í hnotskurn, með myndum.
Hann segir: „Lítum andartak yfir
þau þrettándualdarverk, sem hér
hafa verið sýnd og skoðuð. Að
mínum dómi eru þau hátindurinn
í íslenzkri miðalda list og bera
vitni hámenningaranda. I þeim er
samfelld og samræmd listræn sýn,
borin uppi af vilja og krafti
menningar sem er í sókn. í þeim
er ferskleiki nýsýnar. Á þessu
skeiði er andlegu lífi og þar með
listinni unnað umfram meðallag.
Listinni eru fengnir fjármunir
sem því nemur að tryggja að
einungis það besta og fullkomn-
asta nái fram að ganga. Lista-
menn 13. aldar voru ekki alþýðu
amatörar, heldur atvinnulista-
menn. Hér kom reyndar fleira til
en andlegheitin ein. Islenzkt þjóð-
félag 13. aldar var sama eðlis og
samstiga þjóðum Evrópu, þar sem
landbúnaðarfólk, sem stundaði
sjálfsþurftarbúskap var að sækja í
sig veðrið eftir upplausn formið-
alda og framsækin kirkja hjálpar
til að koma á það agaböndum og
gefa lífi þess tilgang. Á íslandi
hafði þó farið fram ofurlítil fram-
úrstefnutilraun í skipan samfé-
lagsins sem einmitt er að fara út
um þúfur á 13. öld. E.t.v. er það
spennan milli þeirrar vonar og
óvonar sem knúði Islendinga
sterkar en ella hafði verið. Getur
það verið tilviljun að Flatartungu-
fjalir eru gerðar á sama tíma og
Islendingar læra að draga til
stafs, að Upsa-Kristur er úthögg-
inn um líkt leyti og Ari fróði og
Haukadalsskólinn setja á bók
fræði sín? Er það út í bláinn að
Egla, Laxdæla, Eyrbyggja,
Eddurnar, Heimskringla og aðrar
sögur norrænna þjóða eru settar
saman um svipað leyti og Val-
þjófsstaðarhurðin er skorin, Fitja-
kaleikurinn drifinn og myndirnar
í Fysíologus dregnar? Er það e.t.v.
kaldhæðni örlaganna að svana-
söngur íslendinga, Njála, er hugs-
uð og sett niður á skinn ofurlítið
seinna en Laufásstoðir eru til-
reiddar og seinasta stórverki
ólafur Jónsson
íslenzkra bókmennta Grettlu er
ekki lokið fyrr en á sömu öld og
Marteinsklæðið er saumað? Hér
er e.t.v. sá einn munur á, að miklu
meira hefur tortímst af sjónlista-
verkum en bókum. íslendingar
hafa löngum grátið glæsta fortíð.
Sumum hefur fundist nóg um. Mér
er þó nær að halda að söknuðurinn
yrði enn meiri ef menn vissu í
raun, hvílíkum firnum af glæsi-
búnaði listar hefur verið í súginn
komið seinni aldir á íslandi. Fallið
er meira, niðurlægingin, ömur-
legri en orð fá lýst.“
• Ómerkilegri en
kallar fyrir
100 árum
Atli Heimir Sveinsson tónskáld
ræddi íslenzka tónlistarsögu. M.a.
sagði hann er hann talaði um
aldur tónlistar: „Ég hefi orðið var
við að margt fólk heldur að mér sé
illa við Beethoven af því að ég
kompónera ekki í sama stíl og
hann. Raunar komponeraði Beet-
hoven ekki í sama stíl og Mozart
og var samt ekkert illa við hann.
Ég hefi alltaf sagt: maður á ekki
að stæla stíl gömlu meistaranna
en reyna að vinna í anda þeirra.
Beethoven reyndi að breyta tón-
listinni og það reyna mörg tón-
skáld hér á landi í dag. Það ætti að
vera leyfilegt. Það er dálítið und-
arlegt að lifa og starfa við þá
skoðun alls þorra músikalsks fólks
að ég og félagar mínir séu miklu
ómerkilegri listamenn en alvar-
legir kallar sem lifðu fyrir hundr-
að árum eða meir — Jóhann
Sebastían van Mozart og kó. Þetta
er öðruvísi í vísindum — nú eru
allir betri og klárari en þeir sem
uppi voru fyrir 100 árum.
Síðar, þegar hann talar um
þjóðlega músik segir Atli Heimir:
„Mér finnst Debussy vera þjóðleg-
astur allra tónskálda. Músik hans
mótast af frönskum hugsunar-
hætti, smekk, lífsskoðun og um-
hverfi. En hann notar engin þjóð-
lög — allra síst frönsk. Aftur á
móti má finna alls konar áhrif í
verkum hans — frá Rússlandi,
Spáni, Java — frá kaþólskum
messusöng og djassi. Allt sá hann
með frönskum augum. Vinnuað-
ferðir eru franskar — það gerir
útslagið.
Hvað er unnt að segja meira um
íslenzka tónlistarsögu? Kaldalóns
var mikill íjúflingur. Lög hans eru
töluvert frábrugðin Danmarks
melodier og lögum Mendelsohns.
Ég veit ekki hvort Kaldalóns sá
nokkurn tíma óperu — ítalska
óperu. En raddblær óperunnar,
fegurðar- og tæknikröfur hennar
lifa í flestum lögum hans. Það
gerir hái tónninn, sem hægt er að
halda endalaust út, og er ávallt