Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 17
nálaegt lokum lagsins. Hann var sonur ey- og fjallaþjóðar með bjartar og hreinar raddir. Og þjóðin syngur ennþá lögin með háa tóninum á öðru glasi. Svo samdi Kaldalóns líka fyrir æfintýrafurstann bróður sinn, sem uppvakti þann fífseiga draum að syngja fyrir heiminn, og lifði fyrir þennan draum. Hann er líka í lögum Kaldalóns. Kunnáttumenn segja að Kaldalóns hafi ekki kunnað að semja undirspil. Það er kannski rétt en algjörlega auka- atriði. Kaldalóns leyfist margt, meðal annars að semja næturljóð — nogturno — í fortissimó, með bullandi undirspili og háum tón sem virðist ætla að ríða söngvur- um að fullu. Kaldalóns hafði það sem máli skipti: Laglínugáfu. Lag- línur hans svífa í tíma og rúmi, milli himins og jarðar milli lífs og dauða. Sjaldgæf gáfa, og margir merkir tónjöfrar höfðu hana ekki. Þetta er unnt að segja enn um íslenzka tónlistarsögu. Hún er alltaf að verða til — einmitt núna.“ • Myndlist sl. 20 ár ókönnuð Hannes Lárusson myndlist- amaður talaði um nýlist. Lauk máli sínu á kafla um kreppu: „Það er nokkurn vegin sama hvaða efni yrði tekið fyrir í sambandi við íslenzka myndlist síðustu 20 ára að það yrði um brautryðjendaverk að ræða, því gífurlegt magn af efni liggur ósnert. Nær engar upplýsingar liggja fyrir á prenti um íslenska myndlist síðustu 20 ára nema þá helst í dagblöðum, en þar er vanalega ekki skrifað um það af miklu innsæi að máli skipti, reyndar oft um leirburð og rætni að ræða, sem kemur (mynd)list ekkert við. Flest það, sem hefur verið skrifað um myndlist, í dag- blöð hér er best geymt með öðru dægurþrasi. Orsök þess að ekki hefur skapast annar vettvangur né að komið hafi fram fólk sem getur unnið að því að útskýra og athuga íslenzka nútímalist af skynsemi er sennilega að finna í fjárskorti og hins vegar í fámenni þjóðarinnar. A meðan þjóðin telur sig ekki hafa efni á að borga listamönnum og listaútskýrendum fyrir störf sín og þeir litlu pen- ingar sem í umferð eru bundnir hallærislegu klíkuverki er reyndar fremur ósanngjörn krafa að lista- líf þrífist með eðlilegri upplýs- ingamiðlun, skynsamri og áþyrgri umfjöllun — og miklu af góðri list. Ef list er tilfinning fyrir hinu óræða, tilgáta um framtíðina, er rökræn umræða um hana útaf fyrir sig andstæð eðli hennar. En ef listsköpun liggur innan marka meðvitaðrar hugsunar er þá ekki óþarfi að búa hana til?“ • Frjáls myndlist — frjálst starf Richard Valtingojer Jóhanns- son myndlistarmaður sagði, er hann ræddi stöðu myndlistarinn- ar: Ríkisvaldið rekur myndlist- arskólann, sérskóla á fram- haldsskólastigi. Þar þreyta nem- endur inntökupróf og sitja síðan í Atli Heimir Sveinsson MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 1 7 skólanum í fjóra vetur, búa við mætingarskyldu og próf. Lang- stærsti hluti nemendanna ferxí það sem nefnist „frjáls" myndlist. Líklegast stafar þetta heiti „frjáls" af því að eftir fjögurra ára nám geta nemendur verið frjálsir að því að kjósa sér láglaunastarf. Fæstir hafa nefnilega efni á því að snúa sér að því starfi, sem ríkið þó hefur varið nokkrum fjármunum til að mennta þá til. Ríkisvaldið sér nefnilega um menntun mynd- listarmanna að vissu marki, en gerir síðan ekkert til að þetta nám megi að gagni koma eða nýtast þjóðfélaginu. Þvert á móti, liggur mér við að segja, það er ýmislegt gert til að starfskraftar þessa fólks megi alls ekki nýtast á vettvangi myndlistar. Svo tekið sé dæmi, þá eru flest hráefni til myndlistar hátolluð og í skatta- lögum er almennt ekkert tillit til þess tekið að myndlist sé starfs- grein, heldur er hún skilgreind sem tómstundaiðja ... Fjölmargir listamenn starfa í dag af fyllstu alvöru að sinni list, gegna miklu menningarhlutverki og eru virkir þátttakendur í mót- un þjóðfélags okkar. Samt eru þeir neyddir til að sinna sínu aðal- starfi, myndlistinni, við hliðina á öðru starfi, sem þeir gegna til að brauðfæða sig. Þarna er þjóðfélag- ið að tapa. Það er augljóst. Hverjum dettur í hug að láta arkitekt þvælast hálft árið úti á sjó, ekki teiknar hann mörg hús úti á sjó. Ekki tekur sjómaður Richard Jóhannsson Valtingojer heldur að sér að framkvæma skurðaðgerð á sjúkrahúsi." • List í verstöð Dr. Arnór Hannibalsson lektor hóf mál sitt þannig: „Aristoteles segir á einum stað í Stjórnmálafræði sinni, að þjóðir sem búa við kalt loftslag norður í Evrópu, séu að vísu gæddar mikilli andagift en skorti mjög gáfur og verkhæfni. Asíumenn hafi verk- hæfni og gáfur en skorti andagift. Einungis þeir sem á milli þeirra búa, þ.e. Hellenar, sameini bæði andagift og gáfur skynseminnar. Þessi orð voru rituð á 4. öld fyrir okkar tímatal og hvort sem við föllumst á þau eða ekki, hefur það samt sem áður verið svo að þjóðir norðurhjarans hafa sótt siðmenn- ingu og rétta kristni til þjóða er sunnar búa í álfunni. Af því tilefni mætti spyrja hvort þau samfélög, sem búa á útjaðri Evrópu, hljóti ætíð að vera þiggjendur, hálfgild- ings utangarðsmenn, dæmdir til að vera útilokaðir frá því að hafa nokkur áhrif á þær hræringar, stefnur og strauma sem upp koma í list og menningu. Ennfremur vaknar^ sú spurning, hvort við, sjómenn og sveitamenn, sem skortir þann auð sem þarf til að setja þann fágaða glæsibrag á list okkar með, a.m.k. hér áður fyrr, erum ekki dæmdir til að vera í hlutverki fátæklingsins, sem fær fyrir náð að kíkja inn í undraheim listarinnar, að svo miklu leyti sem yfirstéttin telur sér það nauðsyn- legt. Á miðöldum var sú myndlist Hannes Sigurðsson sem blasti við í kirkjum, kölluð „Biblia pauperum“, biblía hinna fátæku. Kirkjan fékk til sín meistara, sem sköpuðu verk eftir öllum listarinnar reglum og hlut- verk þeirra var að kynna bændum og búaliði kristni. Bændur máttu svo gjarnan yrkja út frá því sem þeir sáu og heyrðu í kirkjunni, eða skera út í tré. En verk þeirra voru ekki talin til hinnar eiginlegu listar. Þau voru kölluð „alþýðu- list“, til aðgreiningar frá hinni „söiinu" list, sem skreytti há- timbraða sali aðals og klerka." Og í lokin mælir Arnór mót orðum Aristotelesar, segir m.a.: „Ályktun mín er sú, að sjómenn og sveitamenn norðurhjarans skorti hvorki andagift, gáfur né verk- hæfni, né heldur séu þeir dæmdir til að vera þiggjendur Evrópu- menningarinnar. Ekki þarf heldur á þeim að hrína sá fordómur að bændur séu barnalegir. En sjálf- sagt hafa þeir norðurhjaramenn, sem vilja skapa varanleg lista- verk, gott af því að fara að heiman til að komast heim.“ • List og kirkja Sr. Gunnar Kristjánsson flutti erindi um list og kirkju og sýndi myndir til skýringar. Hann sagði m.a.: „Þótt hér sé engan vegin tækifæri til að skilgreina hin öldnu tengsl lista og kirkju verður þó vart hjá því komist að benda á vissa samsvörun guðfræði og list- fræði. Þegar Sir Herbert Read skilgreinir eðli allrar listsköpunar Arnór Hannibalsson á þann veg að þar sé verið að „opinbera dýpstu leyndardóma sköpunarverksins", sver hann sig í ætt við klassíska guðfræði, t.d. þeirra heilags Ágústínusar og Thomasar frá Aquino, sem báðir töldu listina — og reyndar allt hið sýnilega — vera „endursþeglun á veruleika guðs“. Og þótt ýmsir hafi búist við annarri skilgrein- ingu Heideggers á eðli listsköpun- ar stendur þó skilgreining hans, að listin sé „sjálfsbirting sannleik- ans, þar sem nýr heimur opnast“. Og þegar talið berst að svo viðkvæmum og afstæðum hlut eins og „Sannleikanum" þá áttu kirkjufeðurnir innlegg í þær um- ræður: „Hvar, sem sannleikurinn er, þá tilheyrir hann okkur kristn- um mönnum", þ.e.a.s. sannleikur- inn getur aldrei verið í andstöðu við veruleika guðs, hvar sem hann birtist. Guðfræði og listfræði eða kirkja og list, virðast yfirleitt eiga þá hugsun sameiginlega að „sann- leikurinn" dylji sig undir yfirborð- inu og sé ekki nálganlegur ein göngu að leiðum þekkingarinnar heldur á margvíslegan annan hátt, m.a. í sköpun listamannsins, í túlkun hans eða tjáningu á eigin reynslu: Reynsla mannsins er jú ævinlega altækari og umfangs- meiri en þekking hans. Það frelsi, sem kirkjan veitti listamönnum innan veggja sinna þarf því eng- um að koma á óvart." Annars hluta ráðstefnunnar, þar sem tekin var fyrir aðstaða listafólks, verður getið síðar og birt úr erindum í þeim málaflokki. Gunnar Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.