Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 2 1 Norræna jafnvægið og „dauðagildran44 NOKKRAR umræður urðu um öryggismál á þingi Nurður- landaráðs hér i Reykjavik. Eins og eðlilegt er á jafn miklum óvissu tímum i alþjóðamálum, minntust forystumenn þjóð- anna á eina meginstoðina fyrir sjálfstæði þeirra, þ.e. hvaða ráðstafanir þær hafa gert til að tryggja öryggi sitt. Athyglis- vert er, að enginn taldi þörf á breytingum, þvert á móti var áhersla á það lögð, að núver- andi skipan öryggismála, sem nefnd er norræna jafnvægið, hefði reynst vel og ástæðulaust væri að hrófla við henni. Mauno Koivisto forsætisráð- herra Finnlands sagði í ræðu sinni: „Ég er sannfærður um, að ekkert Norðurlandanna stefnir að því að auka spennuna í okkar heimshluta. Frá finnskum sjón- arhóli eru þær takmarkanir í vígbúnaði, sem þjóðirnar hafa tekið á sig, mikils virði og við vonum að sjálfsögðu, að ekkert það gerist, sem breytir þessu ástandi svo nokkru nemur.“ Olof Palme fráfarandi forseti Norðurlandsráðs og leiðtogi sænskra jafnaðarmanna sagði í setningarræðu þingsins: „Öll Norðurlönd — án tillits til þess hvaða leið þau hafa valið í öryggismálum — hafa viðhaldið ótvirætt sjálfstæðri stöðu sinni. í engu Norðurlandanna eru kjarnorkuvopn ... í almennum umræðum um öryggismál eftir síðustu áramót hefur þess orðið vart, að ýmsir hafa við mat á stöðu alþjóða- mála leitast við að benda á breytingar í öryggismálastefnu Norðurlanda. Engar slikar breytingar hafa orðið. Norður- löndin framfylgja í náinni sam- vinnu hvert við annað og í anda gagnkvæms trúnaðar þeirri ör- yggisstefnu, sem þau hafa sjálf valið sér. Einmitt á þessum alvarlegu tímum hefur það sýnt sig, að norræna jafnvægið hefur staðist prófraunina. Þetta þykir ef til vill ekki mjög merkilegt. En þetta hefur mikið gildi." Og Anker Jörgensen forsætis- ráðherra Danmerkur sagði í sinni ræðu: „Danska ríkisstjórn- in er enn þeirrar skoðunar, að þau öryggisstefnumið, sem Norðurlandaþjóðirnar hver um sig hafa ákveðið að fylgja, myndi sameiginlega heild, sem stuðlar að því að skapa festu og kyrrð í öryggismálum þeirra og með þessum hætti leggja Norður- löndin einnig mikilvægan skerf af mörkum til að tryggja öryggi í Evrópu og veröldinni allri. Ekki er með rökum unnt að segja, að nokkur norræn ríkis- stjórn vilji breyta þessu. Þvert á móti eiga ríki utan Norðurlanda að viðurkenna þennan stöðug- leika og þessa ró, þar á meðal einnig Sovétríkin." Allar eru þessar yfirlýsingar skýrar og ótvíræðar. Líta ber á Norðurlöndin sem eina heild í mati manna á öryggishagsmun- um þeirra. Þótt misjafnar leiðir hafi verið valdar til að tryggja öryggi hvers og eins, tvinnast þær saman, þannig að breyting á högum eins hefur áhrif á stöðu hinna. Þessar yfirlýsingar nor- rænu stjórnmálamannanna sækja afl sitt meðal annars til þess, að engin breyting verði á afstöðu íslands til aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu eða varnarsamstarfsins við Banda- ríkin. Þær eru einnig ábending til Sovétríkjanna um að hætta hörðum andróðri sínum gegn Noregi og Danmörku vegna fyrirhugaðra aðgerða til að treysta enn varnir landanna. Sérstaklega hefur sovésku áróð- ursvélinni verið beitt af hörku gegn Norðmönnum. Greinilegt, er að hvorki Olof Palme né Mauno Koivisto taka undir þann sovéska áróður, að Norðmenn séu að umbylta allri öryggis- málastefnunni í okkar heims- hluta. Á fundi með Sambandi al- þýðuflokkskvenna gerði Gutt- orm Hansen forseti norska stórþingsins og einn af leiðtog- um jafnaðarmanna þar í landi ítarlega grein fyrir ástæðunum, sem liggja að baki óskum norskra stjórnvalda um að þung- um hergögnum verði komið fyrir í Noregi á friðartímum. Geta menn lesið frásögn frá þeim fundi hér í blaðinu þriðjudaginn 11. mars s.l. Þar kemur m.a. fram, að 3 ár eru liðin síðan Norðmenn hófu máls á þessum endurbótum á vörnum sínum. í umræðunum um utanríkis- málin áttu Sovétríkin trausta málsvara, þar sem voru finnskir kommúnistar. Inger Hiervelá lét að því liggja, að það væru aðrir en Sovétmenn, sem væru að ögra Norðurlöndunum. Hún sagði m.a.: „Við setningu fyrsta þings Norðurlandaráðs voru ekki mörg ár liðin síðan Sovétríkin höfðu rekið hersveitir Hitlers frá her- numdum Norður-Noregi og frá herstöðvunum á Bornholm. Finnski herinn rak þjóðverja frá Norður-Finnlandi. En nú, næst- um þrjátíu árum síðar ákveða menn í NATO-löndunum að auka vígbúnað sinn, og uppi eru áform um að koma fyrir vopnum og tækjabúnaði fyrir bandarísk- an herafla í Noregi. Það er ekki erfitt að geta sér til um hver hinn hugsanlegi óvinur er, og menn hljóta að spyrja sjálfa sig að því, hve haldbær rökin fyrir ögrandi fullyrðingum um svo- nefnda „rússagrýlu" séu.“ Per Stenbák menntamálaráð- — Norður- landaráð og öryggis- málin herra Finnlands sá sig tilknúinn til að láta í ljós það álit, að ýmsir kynnu að misskilja málflutning nokkurra finnsku þingfulltrú- anna um utanríkismál. Hann sagði þess vegna nauðsynlegt að leggja á það áherslu gagnvart Norðmönnum, að sú óvissa í alþjóðamálum, sem allir hefðu áhyggjur af vegna aukinnar spennu, einkenndist a.m.k. í Finnlandi ekki af því, að menn grunuðu Norðmenn um græsku í öryggismálum. Stefán Jónsson alþingismaður var eini ísienski fulltrúinn á þingi Norðurlandaráðs, sem lét ljós sitt skína um öryggismálin. Ræða hans var eins og enduróm- ur af boðskap finnska kommún- istans en þó á sinn hátt enn þá meiri þjónkun við Moskvuvaldið, því að Stefán gekk svo langt að líkja ástandinu í Afganistan við það sem er hér á landi. Hann sagðist vita, að það væri rétt, að sovéski herinn hefði verið beðinn um að koma til Afganistans og það sama hefði gerst hér 1951, þegar íslenska ríkisstjórnin án þess að spyrja þing eða þjóð, eins og Stefán orðaði það, bað banda- ríska herinn að koma hingað til lands. í ræðu sinni dró Stefán mjög í efa, að Olof Palme hefði haft rétt fyrir ser, þegar hann sagði engin kjarnorkuvopn á Norðurlöndunum og var helst að skilja á Stefáni, að slík vopn væru hér á landi. Þegar litið er á umræðurnar um utanríkis- og öryggismál á Norðurlandaráðsþinginu í heild, blasir við, að meirihluti manna þar er hlynntur óbreyttri stefnu landanna. Minnihluti kommún- ista, sem hikar ekki við að ganga erinda Kremlverja, reynir hins vegar að malda í móinn en má sín lítils vegna þess að röksemdafærslan er öll byggð á sandi. Ræða Stefáns Jónssonar er skýrt dæmi um þetta. Þegar Varsjárbandalagslönd- in gerðu innrás í Tékkóslóvakíu 1968 reyndi Þjóðviljinn að bera blak af þeirri hernaðaraðgerð með því að segja að sama ástand ríkti hér á landi og í Tékkósló- vakíu. Stefán Jónsson hefur nú boðað samskonar samanburðar- kenningu um Island og Afganist- an úr ræðustól á þingi Norður- landaráðs. Því virðast engin tak- mörk sett, hve langt kommúnist- ar á íslandi eru leiddir í viðleitni sinni til að bera í bætifláka fyrir hernaðarleg ofbeldisverk Kreml- verja, enda játa þeir sumir, að Rauði herinn sé mesta friðarafl veraldar og myndu vafalaust ekki bíða lengi með að bjóða honum hingað, teldu þeir sig hafa færi til þess. Raunar er furðulegt, að íslenskir þing- fulltrúar í Norðurlandaráði skuli hafa setið undir því athuga- semdalaust, þegar Stefán Jóns- son fullyrti, að hvorki þing né þjóð hafi verið spurð um komu bandaríska varnarliðsins hingað til lands. Full samstaða var um það í þingflokkum Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks, að varnarsamning- urinn skyldi gerður og þegar hann kom til meðferðar á Al- þingi haustið 1951 studdu hann fleiri þingmenn en aðildina að Atlantshafsbandalaginu 1949. Síðan hafa kjósendur hvað eftir annað staðfest fylgi sitt við varnarsamninginn í Alþingis- kosningum. Hinn punkturinn í ræðu Stef- áns Jónssonar, sem hér verður gerður að umtalsefni, er þó miklu alvarlegri en rangfærslur kommúnista um það, sem gerðist 1951. Stefán Jónsson dró í efa, að fullyrðing Olofs Palmes, um að Norðurlöndin séu kjarnorku- vopnalaus, væri rétt. Áður hefur verið vakið máls á því, að það virðist kommúnistum mikið kappsmál að telja sem flestum trú um, að hér á landi séu kjarnorkuvopn. Þeir neita alltaf að taka fullyrðingar um hið gagnstæða trúanlegar, hvort sem þær eru gefnar af Kosygin forsætisráðherra Sovétríkjanna eða nú Olof Palme. Hvað veldur þessari þráhyggju kommúnista LJÓem. Mbl. Ól. K. M. hér á landi? Jú, þeir telja það málstað sínum líklega til fram- dráttar að geta talað um Kefla- víkurflugvöll sem „dauðagildru", af því að þar séu kjarnorkuvopn. Dauðahald herstöðvaandstæð- inga í þetta mál sýnir andstæð- ingum þeirra betur en nokkuð annað, hve forsendurnar eru veikar fyrir varnarleysishjalinu. En þessi sífelldi áróður um að hér séu kjarnorkuvopn hlýtur einnig að berast út fyrir land- steinana, ekki síst þegar honum er haldið á loft á þingum eins og í Norðurlandaráði. Og einmitt þessi áróður gæti orðið hugsan- legum andstæðingi átylla til voðaverka. Áróður kommúnista miðar að því að gera Keflavíkur flugvöll að „dauðagildru", og hljóta allir sanngjarnir menn að vona, að þeim mistakist það ætlunarverk sitt. Ýmsir andstæðingar þess, að nauðsynlegar ráðstafanir séu gerðar til að verja sjálfstæði Islands, byggja málflutning sinn á andstöðu við Bandaríkin og telja varnir lands og þjóðar þjónkun við þau. Má til dæmis benda á greinar Jóns úr Vör hér í blaðinu nýlega til frekari glöggvunar. Éngu er líkara en þessir menn neiti að líta á ísland í réttu samhengi við nútímalega herfræðilega stöðu og þróun öryggismála í okkar heimshluta. En áhersla norrænna ráða- manna á hið norræna jafnvægi í öryggismálum sýnir, að við höf- um ekki leyfi til að hugsa aðeins um sjálfa okkur í þessum efnum. Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.