Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 24

Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 JHnrgaii Útgefandi nXiIaí»ií> hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritst jórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræu 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Kveðjuorð um Olafslög Sjaldan hefur verið eins mikið veður gert út af setningu nokkurrar löggjafar um efnahagsmál og fyrir réttu ári, þegar vinstri stjórnin var að burðast við að koma á svonefndum Olafslögum, þ.e. lögunum um stjórn efnahagsmála o.fl. Alþýðu- flokkurinn krafðist höfundarréttar að lögunum en Ólafur Jóhann- esson heiðursins. Alþýðubandalagið var með margvíslegan fyrir- slátt en féllst að lokum á öll meginatriðin. Stjórnarsambúðin fékk á sig blæ einbeitni og baráttuvilja og engu var líkara en ráðherrarnir og fylgismenn þeirra teidu sig loksins hafa höndlað hamingjuna. Nú yrði auðvelt að ráða við allan efnahagsvanda. En hvað hefur gerst síðan? Hvernig hafa lög þessi reynst? Höfundurinn, Alþýðuflokkurinn, rauk úr stjórnarsænginni nokkr- um mánuðum eftir lagasetninguna, en hinir, sem eftir sátu, voru hinir hróðugustu og forsætisráðherrann minnti landslýð á það, að fara yrði aftur til þess tíma, þegar Island var konungdæmi til að finna fyrirmynd þess, að lög væru nafnkennd manni og þá auðvitað konungi. í Ólafslögum eru sett alls kyns ákvæði um það hvaða aðferðum skuli beitt við efnahagsstjórnina. Greinilegt er, að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens ætlar að hafa öll þau ákvæði að engu. Hún hefur ekki beitt sér fyrir því, að fyrir Alþingi sé lögð þjóðhagsáætlun, sem hafa skal til hliðsjónar við samningu fjárlagafrumvarps. Engin slík áætlun hefur verið lögð fyrir það þing, sem nú situr. Starfsstjórn Alþýðuflokksins sá ekki ástæðu til þess og forsætisráðherra hennar taldi sér ekki skylt að flytja stefnuræðu. Núverandi forsætisráðherra ætlar ekki heldur að flytja stefnuræðu eins og mælt er fyrir um í þingsköpum og í Ólafslögum segir, að þjóðhagsáætlun skuli lögð fram svo tímanlega, að umræður um hana geti farið fram á sama tíma og um stefnuræðuna. I umræðum um nýframlagt fjárlagafrumvarp hefur Ragnar Arnalds fjármálaráðherra bent á það, að tíðkast hafi um nokkurra ára bil, að lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar sé seinna á ferðinni en fjárlagafrumvarpið, til dæmis hafi hún ekki verið afgreidd fyrr en í apríl í fyrra. Þetta er rétt hjá fjármálaráðherra, hins vegar er hann bundinn af lögum í þessu efni, sem aðrir hafa ekki verið. í Ólafslögum segir, að ríkisstjórnin skuli leggja fyrir Alþingi fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir fyrir eitt ár í senn og skuli þær fylgja fjárlagafrumvarpi. Með þessum áætlunum á einnig að fylgja frumvarp um heimildir til lántöku innanlands og utan. Þá á einnig að fylgja þeim stefnumótun í meginatriðum næstu þrjú árin eftir lok þess fjárhagsárs, sem fjárlagafrumvarpið tekur til. Loks skal samkvæmt Ólafslögum með fjárlagafrumvarpi ár hvert leggja fram áætlun, er lýsi í aðalatriðum meginstefnu í ríkisbúskapnum næstu þrjú árin eftir lok þess fjárhagsárs, sem fjárlagafrumvarpið tekur til. Ríkisstjórnin hefur brotið öll þessi lagaákvæði. Þess ber að geta, að í Ólafslögum eru engin ákvæði um refsingu fyrir brot á lögunum. I Ólafslögum er sérstakur kafli, sem fjallar um samráð stjórnvalda við samtök launafólks, sjómanna, bænda og atvinnu- rekenda og í október sl. var gefin út reglugerð af forsætisráðherra um framkvæmd þessa kafla. Síðan hefur ekkert gerst og lagaákvæðið alveg gleymst, að minnsta kosti hefur ekkert heyrst um að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hafi kallað samráðsaðila til funda um þjóðhags-, fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir, tekjustefnu og forsendur þeirra, eins og mælt er fyrir um í Ólafslögum. Hvað þá að þessum aðilum hafi verið kynntir formlega einstakir liðir í fjárlagafrumvarpi í því skyni að leggja grundvöll að samræmdum ákvörðunum á sviði opinberra fjármála, peninga- og lánamála, lífeyrismála og verðlagseftirlits af opinberri hálfu, svo sem segir í Ólafslögum. Nýlega var vakið máls á því á Alþingi, að ríkisstjórnin 'hefði hafnað í frámkvæmd stefnu Ólafslaga um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Sparifjáreigendur hafa verið sviknir um lögbundið loforð af hálfu stjórnvalda. Hvað stendur þá eftir af þessum lögum kunna menn qþ spyrja. Jú, á einu sviði hafa þau verið framkvæmd undanbragðalaust til þessa og það er varðandi kerfisbundna vísitöluskerðingu launa. Á þriggja mánaða fresti hafa launþegar kynnst því ákvæði laganna með því að fá lægri vísitölubætur á laun sín en sem nemur hækkun framfærsluvísitölunnar. Og nú hyggur ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen á það ráð að færa sér í nyt ákvæði laganna, um að skattur til að draga úr áhrifum hækkunar olíuverðs á framfærslukostnað heimila, sem hita hús sín með olíu, skuli ekki leiða til hækkunar vísitölubóta. Framsóknarmenn litu á Ólafslög sem kórónu sköpunarverks framsóknaráratugarins. 1 Ivað stendur eftir tæpu ári frá því að lögin voru sett? Lesendur geta sjálfir um það dæmt af því fáeina, sem hér hefur verið tínt til. í raun eru lögin ekki annað en fánýtar umbúðir utan um enn eina aðferð ríkisvaldsins til að grípa inn í gerða kjarasamninga með lögum. í stað þess að þverbrjóta hverja grein laganna á fætur annarri, hefði ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens átt að sjá sóma sinn í því að leggja til, að þau yrðu felld úr gildi. Alyktun sambandsstjórnar og framkvæmdastjórnar VSI: Kröfugerð ASI er hreinn blekkingarleikur SAMEIGINLEGUR fundur sam- bandsstjórnar og framkvæmda- stjórnar Vinnuveitendasambands Islands var haldinn í gær og var þar samþykkt að fela 5-manna samningaráði VSÍ áfram yfir- stjórn ailra samningaviðræðna á grundvelli ályktunar kjaramál- aráðstefnu VSÍ frá því í október. Þá samþykkti fundurinn jafn- framt að skipa sérstaka samráðs- nefnd um samningamálin með fulltrúum allra aðildarsamtaka Vinnuveitendasambandsins. í ályktun, sem fundurinn sam- þykkti. er sagt, að VSÍ sé-ekki reiðubúið að ganga að kröfum, sem leiða til nýrra gengisfellinga og verðhækkana og að í komandi samningum verði ekki unnt að semja um aukinn kaupmátt, enda hafi vöxtur þjóðartekna stöðvazt. Ályktun fundarins er svohljóðandi: Vinnuveitendasamband Islands legg- ur þunga áherzlu á, að í kjarasamning- um verði ekki meiru skipt en fyrir hendi er og er því ekki reiðubúið að ganga að kröfum, sem leiða til nýrra gengisfellinga og verðhækkana. I kom- andi kjarasamningum verður ekki unnt að semja um aukinn kaupmátt enda hefur vöxtur þjóðartekna stöðvazt. • Á síðasta ári var ekki um að ræða aukningu á þjóðartekjum og engar horfur eru á að þær aukist á þessu ári. Eins og sakir standa er þvi útilokað að ná því kaupmáttarstigi sem samið var um 1977. Af þeim sökum getur VSl ekki fallist á grunnkaupshækkunarkröfu Alþýðusambandsins, enda getur hún aðeins leitt til skerðingar á krónunni. • Kröfur ASÍ um nýtt verðbótakerfi eru svo óraunhæfar að þær geta ekki talist umræðugrundvöllur í samninga- viðræðum. VSÍ hafnar þeim alfarið, enda óviðunandi að verðbólgan sé látin raska umsömdum launahlutföllum. • Þá lýsir Vinnuveitendasambandið yfir því, að ógerlegt er að auka launakostnað fyrirtækja með nýjum og auknum fríðindum eins og þeim sem fólgin eru í sameiginlegum sérkröfum ASI, á sama tíma og aðstæður leyfa ekki að kaupmáttur beinna ráðstöfun- artekna verði aukinn. Jafnframt er vakin athygli á því að þær sameigin- legu kröfur, sem ASÍ hefur nú birt, eru aðeins upphaf kröfugerðar sérsam- banda og einstakra verkalýðsfélaga innan ASI. Vinnuveitendasambandið getur ekki fallist á að byrja samninga- viðræður um sameiginlega kröfugerð Alþýðusambandsfélaganna meðan heildarkröfurnar liggja ekki fyrir. • Kröfugerð Alþýðusambandsins und- ir yfirskini launajöfnunar er hreinn blekkingarleikur. Á sama tíma og sett er fram handahófskennd launajöfnun- arstefna með sameiginlegum kröfum um breytt verðbótakerfi er stefnt að því að hún verði brotin niður með sérkröfum einstakra félaga og sam- banda m.a. með því að afnema þær skerðingar á kaupálögum og ákvæðis- vinnutöxtum, sem í gildi hafa verið, er leiða myndi til margfalt meiri hækkun- ar en fram kemur í blekkingarkröfun- um. Kröfugerð af þessu tagi getur því mjög torveldað samningaviðræður. Kröíur VSÍ Vinnuveitendasamband íslands ítrekar stefnuyfirlýsingu kjaramála- ráðstefnu sinnar frá því í október sl. og leggur því höfuðáherzlu á eftirfarandi atriði við endurnýjum kjarasamninga: 1. Breytingar á kjarasamningum verði gerðar innan þeirra marka að þær hafi ekki í för með sér aukinn heildarlauna- kostnað. 2. Samningstími verði til 1. janúar 1982. 3. Heimilt verði að endurskoða kaup- liði samninga 1. janúar 1981 með hliðsjón af þróun þjóðartekna. 4. Eftirtaldar breytingar verði gerðar á núgildandi verðbótaákvæðum, sem sett voru á með lögum um stjórn efnahagsmála o.fl. nr. 13/1979: Breytingar á verði innlendrar vöru og þjónustu, er stafa af hækkun launa, hvort sem er vegna verðbóta eða grunnkaupshækkana hafi ekki áhrif á verðbótavísitöiu. Breytingar á óbeinum sköttum og gjöldum hafi ekki áhrif á verðbótavísi- tölu. Breytingar á opinberum niður- greiðslum vöruverðs hafi ekki áhrif á verðbótavísitölu. Frekara tillit verði tekið til við- skiptakjarabreytinga en nú er gert. Verðbætur á laun skulu reiknast á sex mánaða fresti og greiðist hlutfalls- lega eins á öll laun. 5. Unnið verði að gerð samræmds heildarkjarasamnings. Þríhliða viðræður Vinnuveitendasamband íslands lítur svo á, að útilokað sé að stemma stigu við ríkjandi óðaverðbólgu nema með samræmdum aðgerðum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Með skírskot- un til sérkröfugerðar ASÍ á hendur vinnuveitendum og stjórnvöldum og með tilliti til kröfu VSÍ um nýtt verðbótakerfi, er miðar að því að draga verulega úr víxlverkunaráhrifum milli verðlags og launa, telur Vinnuveitenda- sambandið nauðsynlegt að hafnar verði þríhliða viðræður vinnuveitenda, launþega og ríkisstjórnar svo fljótt sem aðstæður leyfa eftir að mynduð hefur verið starfhæf ríkisstjórn. Þessar þríhliða viðræður fari fram með það markmið fyrir augum, að finna sameig- inlega lausn á aðsteðjandi efnahags- vanda þannig að unnt verði að endur- nýja kjarasamninga án nýrra gengis- fellinga og verðhækkunarskriðu og án þess að afkomu- og atvinnuöryggi verði telft í meiri tvísýnu en orðið er. Munum bíða ef tir ákvörðun S.V.R. — Segir Karl Árnason forstöðumaður SVK um vagnakaup frá Ungverjalandi „NEI, ákvörðun hefur ekki verið tekin, og bæjarráð Kópavogs sam- þykkti á fundi sínum á þriðju- dagskvöld að huga að því sem Reykjavíkurborg gerir í þessu sambandi," sagði Karl Árnason forstöðumaður Strætisvagna Kópavogs í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Karl fór sem kunnugt er út til Ungverja- lands á dögunum með starfs- mönnum Reykjavíkurborgar, til að kanna ungversku strætisvagn- ana Ikarus, sem boðnir hafa verið til kaups. „Við erum ekki aðili að þessu útboði eins og fram hefur kornið," sagði Karl ennfremur, „en við höfum áður notfært okkur stærð SVR í tilvikum sem þessum með góðum árangri. Síðast gengum við til dæmis inn í kaup SVR sem viðbót er þeir keyptu Benzbílana 1974. Þá fór ég með Reykvíkingun- um eins og ég gerði núna og skoðaði það sem um var að ræða.“ Karl sagði SVK vera að hug- leiða að kaupa tvo til þrjá bíla, en ekkert hefði þó verið ákveðið í því sambandi. Bæjarráðsmenn vildu sem fyrr segir bíða eftir ákvörðun Reykjavíkurborgar, og einnig kynna sér betur skýrslu þá er Karl skilaði eftir heimkomuna frá Búdapest. Karl var að því spurður hvort skýrsla hans væri ungversku vögnunum hagstæðari en skýrsla sendinefndar SVR. „Það virðist vera, svo virðist vera sem mér lítist betur á vagnana en þeim,“ sagði Karl. „Ég hafði þeirra skýrslu ekki til hlið- sjónar og við unnum ekkert sam- an, þótt skömm sé frá að segja," sagði Karl ennfremur. „Ég er í ferðinni allri fulltrúi Kópavogs." — Kanntu nokkrar skýringar á því hvers vegna þér líst betur á vagnana en Reykvíkingum? Gerið þið aðrar kröfur í Kópavogi? „Ja, við höfum nú keypt dýra bíla eins og vitað er, og í þessari ferð skoðaði ég einnig vagna hjá Leylandverksmiðjunum. Ég sé auðvitað að margt er betra í dýrari bílum, ég viðurkenni það og það kemur fram í minni skýrslu. En hins vegar finnst mér að skoða verði þetta eins og ég gerði. Ég er að skoða bíla sem standa til boða á þessu verði, og hvaða kröfur getum við gert, sem þeir ekki uppfylla og sem er svona mikils virði? Ég set auðvitað út á margt eins og Reykvíkingar gera, til dæmis vatnskassann og reimar, en þetta er að mínum dómi alls ekki óyfirstíganlegt þegar litið er á verðmuninn. Við erum til dæmis með Ley- landbíla, sem allir eru með vatns- kassann undir. Það hefur ekki valdið neinum vandræðum, við bara þvoum kassann af og til.“ — Þú segir að taka verði mið af því að vagnarnir séu ódýrir. En nú kemur það fram í skýrslu sendi- manna SVR, að elstu vögnum þeirra hafi verið ekið á aðra milljón kílómetra, en Ikarusvagn- arnir eru sagðir hafa aðeins sjö ára „líftíma" eða hálfa milljón kílómetra. Það þýðir helmingi styttri ending. „Mér finnst í þessu tilfelli að taka verði mið af því,“ svaraði Karl, „að þeir hafa óneitanlega meiri og betri aðgang að nýjum bílum en við í Kópavogi. Þeir stíla kannski upp á það. Nú hvort bílarnir eru ónýtir eftir þennan tíma kom alls ekki fram. Við sáum til dæmis enga bíla sem þeir voru að leggja. Þetta finnst mér að hafa verði í huga án þess að ég sé að dæma þar um,“ sagði Karl að lokum. Um 40 manns taka þátt í leikriti Sæluvikunnar í ar Sauðárkróki 12. marz. SÆLUVIKULEIKRIT Leikfélags Sauðárkróks að þessu sinni er „Týnda teskeiðin" eftir Kjartan Ragnarsson. Þetta Ieikrit var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu haust- ið 1977 og hlaut mikla aðsókn eins og önnur leikrit Kjartans. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir, en Leikfélag Reykjavíkur lét hana lausa frá öðrum störfum þar til að leikstýra þessari sýn- ingu, en þetta er fyrsta leiksýn- ingin sem hún leikstýrir. Aðstoð- arleikstjóri er Jón Ormar Orms- son og leikmynd er eftir Jón Þórisson. Æfingar hófust 6. febrúar og frumsýning verður 16. marz klukkan 21. Leikritið verður sýnt daglega Sæluvikuna út nema mið- vikudag og föstudag, en þá verða tvær sýningar á leikritinu hvorn dag. Með aðalhlutverk fara Elsa Jónsdóttir, Hafsteinn Hannesson, Haukur Þorsteinsson og Helga Hannesdóttir. Með önnur hlutverk fara Bragi Haraldsson, Guðbjörg Bjarman, Guðbjörg Hólm, Jón Ormar Ormsson og Stefán Sturla Sigurjónsson. Alls hafa um 40 manns unnið að þessari sýningu. Formaður Leikfélags Sauðárkróks er Helga Hannesdóttir og fram- kvæmdastjóri er Erling Örn Pét- ursson. — Kári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.