Morgunblaðið - 13.03.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 13.03.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 25 ð inn á sýningu hjá Balt alsstööum — Ég vildi skipta um tækni — festast ekki í því að mála hefðbundið með olíulitum, þung- um og dökkum. Ég byggi ekki lengur aðeins á litum, heldur og línum, og er einhvern veginn smátt og smátt að kveðja þessi hefðbundnu mótív og leita nýrra fanga, sagði Baltasar listmálari er blaðamaður Mbl. leit inn á sýningu hans á Kjarvalsstöðum í gær og lét í ljós þá skoðun, að veruleg breyting væri sýnilega að verða á bæði viðfangsefnum hans og litameðferð. Yfir sýn- ingunni er í leikmanns augum léttur og litskrúðugur blær og stór verk hans átta talsins sem Baltasar t.d. eru gerð eftir kvæði Einars Benediktssonar „Fákar" sér- stæð. „Þetta má eiginlega segja að sé uppgjör milli mín og hesta- myndanna sem ég' hef verið að mála í mörg ár,“ sagði hann. „Nú er ég ekki aðeins að mála hestana fysiskt, heldur hesta sem áhrif. Ég hef þekkt þetta ljóð lengi og það hafði kitlað mig að reyna að vinna upp úr því samkvæmt þeim áhrifum sem ég hafði orðið fyrir. Ég býst við ég hafi nálgast viðfangsefnið eins og ég geri mér í hugarlund að tónskáld nálgist að gera sinfóníu Ljósm. Mbl. ÓL. K. Magn. — Stundum er ég ánægður með það sem ég geri og í heild er ég dús við þá þróun sem mér finnst hafa orðið á ferli mínum síðustu ár. En víst vill maður alltaf gera betur, leita eftir því að útfæra nánar það sem ég vildi sagt hafa.“ Baltasar sýnir þarna fjörtíu og tvær myndir og eru þær unnar á tímabilinu 1978—1980. Hann sagðist hafa orðið var við að ungt fólk sem hefði komið á sýninguna hefði orðið töluvert hrifið og eins hefði hann orðið var við ágætar undirtektir full- trúa á Norðurlandaráðsþingi, sem skoðuðu sýninguna í tengsl- um við boð sem þeim var haldið á Kjarvalsstöðum. Með vorinu fer Baltasar ásamt Kristjönu, konu sinni, vestur til Arizona til nokkurra mánaða dvalar, og kváðust þau hyggja gott til glóðarinnar, að sjá sig þar um og nota tímann til að anda að sér nýju lofti og fást við ný viðfangsefni. „Auk þess er nauðsynlegt að fá sér átthaga- hvíld öðru hverju — ekki sízt eftir sýningar," sagði Baltasar að lokum. Sýning Baltasars stendur til sunnudagskvölds. 104 °F „Það sem keisarans er ....“ Rafmagnsskortur til- finnanlegur við Djúp Nýr fréttaritari hefur tekið til starfa fyrir Morgunblaðið. Er það Ágúst Gíslason, Botni, ísafjarðardjúpi, birtist hér á eftir fyrsta fréttabréfið frá hon- um: Botni, 25. febrúar 1980. I dag geisar hér afspyrnusuð- vestan rok og er bæði rafmagns- og símasambandslaust, enda vart fært milli húsa. Annars hefur tíðarfar hér verið með eindæmum gott í vetur og nánast blíðviðri allan þorrann, allt fram á ösku- dag að breytti. Þá verður það að teljast frétt- næmt, að vegir eru hér nú sem á vordegi og hefur verið fólksbíla- fært hér inn um Djúp, jafnvel allt norður að Kaldalóni, frá því í endaðan nóvember en þá hafði verið ófærð um tíma, en vegna framboðsfundar, sem haldinn var í Reykjanesskóla, voru vegir mok- aðir. Tók það frambjóðendur 10 klst. að komast frá Isafirði inn í Reykjanes með aðstoð snjóruðn- ingstækja en þangað er 3 klst. akstur í venjulegu. Hafði fólk sæmilega skemmtun af fundi þessum en ekki er því að neita að mörgum fannst að fund- urinn hefði mátt vera málefna- legri en raun varð á. \ Jólahald fór hér tíðindalítið fram og var veður hið blíðasta um hátíðarnar. Messað var í Vatns- fjarðarkirkju á jóladag og þann 27. desember hélt kvenfélagið Sunna jólatrésskemmtun í Reykjanesskóla, sem var einkum börnunum góð skemmtun. Það má segja, að Kvenfélagið Sunna sé eini félagsskapurinn sem er starfandi hér í hreppi, en það hélt einnig þorrablót í Djúp- mannabúð þann 16. febrúar. Fengu konurnar til liðs við sig Ásgeir Sigurðsson og Gunnar Hólm frá ísafirði til að leika fyrir dansi, sem dunaði til kl. 4.30 stanslaust, enda ekki dansað á hverju kvöldi hér við Djúp. Að- sókn var einstaklega góð eða 80 manns og kom fólk jafnvel á bát norðanyfir Djúpið til að taka þátt í þorrablótinu. Rafmagn hefur verið hér af mjög skornum skammti í vetur og hefur það fólk sem komið hefur sér upp rafhitunarbúnaði og keypt til þess ákveðin marktaxta, lítt getað notað þetta og því neyðst til að kynda hús sín meira, og minna með olíu en slíkt er sem allir vita algjör húskross í dag. Ástand þetta skapast af vatns- leysi, annars vegar í Blævardals- árvirkjun að norðanverðu við Djúp og hins vegar í Sængurfoss- virkjun sem er hér í botni Mjóa- fjarðar. Mestu mun þó ráða að enn hefur ekki verið lokið við vatnsmiðlun, sem byrjað er á hér við Sængurfossvirkjun, en vitað er með nokkurri vissu, að virkjun þessi, sem er 750kw, muni veita okkur meira en nóg rafmagn þegar lokið hefur verið við vatnsmiðlunina. Þessa daga er Orkubú Vest- fjarða hins vegar að setja upp 200-250KW dísil-rafstöð í Reykja- nesi sem varaaflsstöð fyrir Inn- djúpið en þessa stöð má samkeyra með Sængurfossvirkjun og mun hún væntanlega komast í gagnið nú í vikunni og vonum við að raforkuskorturinn verði þar með úr sögunni."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.