Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 30

Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 Tillaga um sveigjanlegan vinnutíma samþykkt: Lagar vinnumarkaðiim að lífi nútímafólks — segir Elín Pálmadóttir Á borgarstjórnarfundi sem haldinn var síðastlið- inn fimmtudag urðu nokkrar umræður um tU- lögu sem kom frá borgar- fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins og fjallaði um sveigjanlegan vinnutíma. Tillagan er svohljóðandi: Hér er verið að sækjast eftir því að sveigja vinnutímann að breyti- legum persónulegum þörfum ein- staklingsins, heimilanna og barn- anna. Oskir um slíkt kalla meira á, eftir að hjón fóru í ær ríkara mæli að fara bæði út á vinnu- markaðinn, og þurfa því að skipta með sér sameiginlegum verkefn- við að hrúgast saman í biðraðir og þröng á fáar klukkustundir á viku. Þá er umferðin ekki veigalítill þáttur og hlýtur að spara bæði taugar og tíma. Einstaklingar geta þá farið í eigin bílum og ekki síður í strætisvögnum utan mesta annatima. Auðvitað eru því takmörk sett hvar hægt er að koma við sveigj- anlegum vinnutíma, t.d. erfitt í skólum, verksmiðjuiðnaði, þar „skulda" eða safna vinnustundum frá degi til dags, þannig að nóg sé að vinnustundir vikunnar séu 40 stundir alls eða jafnvel miðað við réttan vinnustundafjölda mánað- arins. Þetta fer eftir aðstæðum á hverjum stað hvað hægt er. En reynslan sýnir að fljótlega finnur fólk og áttar sig á hvað hentar þeirra lífi best, og fellur í fast form, sem ekki breytist mikið. Því auðvitað verður að ákveða fyrir- unar væri vert. Kristján gat þess að honum fyndist eðlilegt að samráðs yrði leitað við starfs- mannafélög þau sem hér myndu eiga hlut að máli. Hann sagði að sér fyndist þó að ósk um sveigjan- legan vinnutíma hefði átt að koma frá starfsmönnunum sjálfum, en mikilvægt væri að leita álits þeirra. Þá sagöi Kristján að sveigjanleiki vinnutímans yrði að vera innan ákveðins ramma og einhvern ákveðinn tíma dagsins yrðu starfsmenn að vera við. Kristján gat þess að hugsa mætti sér sveigjanlegan vinnutíma sem næði lengra en á milli- daga. Hugsa mætti sér að hann næði á milli vikna, þannig að menn þyftu aðeins að skila ákveðnum tíma í mánuði. Þá lýsti Kristján því yfir að hann teldi kosti þessa fyrir komulags fleiri en gallana. Stóran galla kvað Kristján að sveigjan- legur vinnutími gæti ekki átt við alla, í sumum störfum væri þess ekki kostur að koma slíkum sveigjanleika við. „Borgarstjórn sam- þykkir að láta kanna, að hve miklu leyti sé hægt að koma við sveigjanleRum vinnutíma starfsmanna borRarstofnana ojg fyrir- tækja Reykjavíkurborsar og koma slíkri vinnutil- höRun á, þar sem slíkt þykir henta, bæði starfs- fólki ok starfsemi.“ Vinnan fyrir mann- eskjuna en ekki manneskjan fyrir vinnuna Tillögunni fylgdi úr hlaði Elín Pálmadóttir varaborgarfulltrúi (S). „Störf utan heimilis hafa á, undanförnum áratugum farið sívaxandi 'hér á landi, færst frá bændabýlunum og síðar frá heim- ilunum í þéttbýli út á fjarlæga staði, jafnframt því sem heimilis- einingar hafa smækkað,“ sagði Elín. „Hefur því vinnutími og vinnuálag, sem oft er kvartað undan, mikil áhrif á fjölskyldulíf og félagslíf. Þótt vinna sé undir- staða fjárhagslegs öryggis og frjálsræðis, þá er vinnan því aðeins eftirsóknarverð að hún stuðli að jafnvægi og lífshamingju einstaklinganna og fjölskyldn- anna. Það hefur oft viljað gleym- ast í lífsþægindakapphlaupinu að vinnan er fyrir manneskjuna en ekki manneskjan fyrir vinnuna, sem þröngvar henni í spenni- treyju. Við höfum verið að keppa að því í sívaxandi mæli að þjappa öllum störfum og vinnutíma á sömu dagstundirnar, sífækkandi dagstundir, með sívaxandi óþæg- indum og streitu, þessa hefur ekki aðeins gætt hjá okkur, heldur í öllu nútíma samfélagi. Því hafa menn farið að svipast um eftir breyttri vinnutilhögun, meiri sveigjanleika. Ég hygg að Þjóð- verjar hafi riðið á vaðið fyrir 12—15 árum. Utbreiddastur mun sveigjanlegur vinnutími vera í Sviss, þar sem um 30% fólks á kost á sveigjanlegum vinnutíma, en sú tilhögun á vaxandi fylgi að fagna í Þýskalandi, Bandaríkjun- um, Japan og á Norðurlöndum, að því mér er kunnugt um, og er yfirleitt kominn á stað í öllum löndum V-Evrópu. FRÁ BORGAR- STJÓRN Elín Pálmadóttir Sjöín SÍKurhjörnsdóttir Kristján Bonediktssun Mavcnus L. Sveinsson Guörún IlelKadóttir um heima til velfarnaðar fjöl- skyldunni. En samfélagið hýtur að hafa það markmið að veita konum og körlum jafna möguleika til að standa jafnfætis — án þess að velferð barna, aldraðra og sjúkl- inga á heimilunum verði fyrir borð borin. Því þarf að laga störfin eftir því sem hægt er að þessu markmiði. Það var því ekki að ófyrirsynju að kvennasamtök, eins og Sam- band sjálfstæðiskvenna og Hvöt í Reykjavík efndu á haustmánuðum 1978 til tveggja daga ráðstefnu til að ræða fjölskylduna og vinnuna, og kryfja málið með tilliti til hugsanlegra úrbóta. Oumbreytan- legur vinnutími kemur nefnilega gjarnan harkalegast niður á hús- mæðrunum. M.a. fengu sjálfstæð- iskonur til ráðstefnu sinnar fyrir- lesara, sem haft hafa reynslu af sveigjanlegum vinnutíma, er þá hafði verið tekinn upp í fáum fyrirtækjum hér á landi. M.a. fólk bæði frá Shell og Loftleiðum. Við krufningu á viðfangsefninu kom í ljós að kostirnir virtust yfirgnæf- andi, bæði frá bæjardyrum vinnu- veitenda og starfsfólks, og beindi ráðstefnan þeirri áskorun til sam- taka launþega og vinnuveitenda, svo og til einstakra fyrirtækja og starfsfólks þeirra, að þeir beiti sér fyrir þessari vinnutilhögun. Síðan hefur málinu verið fylgt eftir með frekari upplýsingasöfnun, kynn- ingu og stefnumótun. Hefur sú sannfæring styrkst við þetta, að þetta sé raunveruleg úrbót með það að markmiði að laga vinnu- markaðinn að lífi nútímafólks, þar sem möguleiki er á vinnustöðum á að sveigja vinnustundirnar til samræmis við þarfir einstakl- inganna. Þarfirnar geta að sjálfsögðu verið mismunandi. Ef við höldum okkur við hagræðið fyrir heimilin, þá getur komið sér vel að annað hjóna geti hafið vinnu sína kl. 10 og hætt 6 og þannig komist hjá að rífa ung börn upp of snemma í skammdegismyrkri og fara með þau út í kuldann. Ef hitt hjónanna getur unnið frá 8 og hætt 4, getur það stytt veru barnsins í dagvist- un fjarri heimili niður í 6 stundir á dag, sem í rauninni er ærið nóg fyrir barn. Sama gildir um stálp- aðri börn, og gamalmenni, stytta má þannig tímann sem þau eru ein heima. Margt fleira kemur til, svo sem möguleiki á útréttingum, þegar opnar eru búðir, bankar og skrifstofur, sem bindur ekki alla sem starf hvers og eins er hluti af vinnukeðju, og víða í þjónustu- stofnunum þarf starfsfólk að semja um það sín á milli hvernig vinnutíminn skiptist. Reynsla vinnuveitenda er sú, að fjarvistum fækkar þegar fólk er búið að velja sér þann vinnutíma sem hentar að öðru leyti lífi þess, útréttingar stangast ekki á við vinnuna og deilur um mætingar minnka. Enda er sumum ókleift að koma á réttum tíma, ef t.d. þarf að koma barni á barnaheimili, sem ekki opnar fyrr en á sama tíma og vinnutími hefst. Ókostir eru að sjálfsögðu ein- hverjir, m.a. aukin vinna við tímaskrift og tímaskráningu og aukinn kostnaður við ljós og hita og þess háttar, þegar vinnan dreifist á lengri tíma. En frávik frá óumbreytanlegum vinnutíma geta verið með ýmsu móti og ekki endilega þannig að fastur viðverutími allra sé um miðjan daginn og sveigjanleikinn í vinnubyrjun og lok vinnu. En auðvitað þarf ákveðna festu og reglu í starfsemina. Tilhögun verður að fara eftir hverjum vinnustað. Ýmist er svo að starfs- fólki sé skylt að vinna 8 tíma á dag á tímabilinu frá kí. 7 til 18 eða hitt að starfsfólki er gefinn kostur á að fram hvernig hver vinnur og velja ákyeðið lífsmynstur. Ég vonast til að borgarstjórn geti fallist á að samþykkja það að kannað verði að hve miklu leyti hægt er að koma þessu fyrirkomu- lagi við í borgarstofnunum, og að gengið verði raunverulega í að koma slíkri vinnutilhögun á, þar sem það hentar öllum aðilum, þ.e. starfsfólki, starfsemi og þjón- ustu.“ Kostir fleiri en gallar Er Elín hafði lokið máli sínu, tók til máls Sjöfn Sigurbjörns- dóttir (A). Sjöfn lýsti sig sammála tillögunni. Með þessu taldi hún að hægt væri að veita borgarbúum betri þjónustu og einnig væri komið til móts við starfsmenn. Hún sagði að það gæti verið mjög til baga að borgarstofnanir væru aðeins opnar á tímabilinu 8.20— 4.50, heppilegt gæti verið að hafa þær opnar lengur. Þá lýsti Sjöfn því yfir að hún teldi rétt að samþykkja tillöguna. Að máli Sjafnar loknu kom í pontu Kristján Benediktsson (F). í upphafi ræðu sinnar lýsti hann stuðningi sínum við þetta mál. Hann sagði að vinnutilhögun sem þessi væri ekki ný af nálinni, en þarna væri þó ýmislegt sem skoð- Launþeginn hefur frjálsari hendur Er Kristján hafði lokið máli sínu, tók til máls Magnús L. Sveinsson (S). Hann sagði það sjálfsagt og eðlilegt að hafa sam- ráð við starfsmennina um þessi mál. Magnús kvað rétt að hafa í huga að með þessu fyrirkomulagi hefði launþeginn miklu frjálsari hendur við vinnu en ella og hvenær hann skilaði sínum vinnu- tíma. Magnús benti á að einnig yrðu vinnuveitandi og neytandi að hafa visst öryggi. Hvað varðaði orð Sjafnar Sigurbjörnsdóttur um að þetta fyrirkomulag gæti aukið þjónustuna, sagði Magnús að sínu mati væri ekki hægt að auka þjónustuna svo auðveldlega sem Sjöfn teldi. Magnús kvaðst hlynntur því að þetta mál yrði skoðað gaumgæfilega, ekki síst með tilliti til aukinnar þjónustu. Þá lagði Magnús áherslu á að aðilar þeir, þ.e. launþegar, vinnu- veitendur og neytendur, sem tengdust þessu breytta fyrirkomu- lagi, byggju við visst öryggi. Ér Magnús hafði lokið máli sínu, kom í ræðustól Guðrún Helgadóttir (Abl). Hún lýsti yfir stuðningi sinna flokkssystkina við tillögu þessa og sagði að að þeirra áliti væri þetta góð tillaga. Guð- rún sagðist fagna tillögunni og sagðist greiða atkvæði með henni. Er Guðrún hafði talað kom upp flokksbróðir hennar Sigurður Harðarson. Sigurður sagði að alls staðar væru skipulagsmálin ná- læg. Sigurður sagði að væri þessi tillaga samþykkt og þetta fram- kvæmt að einhverju leyti, þá myndi það hafa í för með sér minnkað umferðarálag á annatím- unum í borginni. Það sagði hann jákvætt. Er allir borgarfulltrúar sem tala vildu, höfðu lokið máli sínu var þessi tillaga sjálfstæðismanna borin undir atkvæði og var hún samþykkt samhljóða. Borgarstjórn samþykkir: Tillögur að nýrri lögreglu samþykkt skulu gerðar Á FUNDI í borgarstjórn Reykja- víkur sem haldinn var fyrir skömmu var eftirfarandi tiliaga frá þeim ólafi B. Thors (S) og Þór Vigfússyni (Abl) borin upp: „Borgarstjórn felur borgarráði að láta í samráði við embætti lögreglustjóra semja tillögu að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík." Þór mælti fyrir tillögunni og í upphafi máls síns ræddi hann nokkuð um aðdraganda þessarar tillögu. Hann sagði að þeir Ólafur ættu sæti í samstarfsnefnd um lögreglumálefni ásamt lögreglu- stjóra, en þar hefði þetta mál borið fyrst á góma. Þór sagði að lögreglusamþykktin væri orðin fimmtíu ára gömul og væri komin nokkuð úr takt við tímann, enda hefði lífið í borginni tekið miklum stakkaskiptum á þessum tíma. Þá nefndi Þór að í kaflanum um umferðarmál væru ákvæði sem ekki þættu fullnægjandi. Þá nefndi Þór ýmis dæmi úr lögreglu- samþykktinni máli sínu til stuðn- ings og borgarfulltrúum til skemmtunar. Þá gat Þór þess að endurskoðunin hlyti að fara fram í samvinnu við embætti lögreglu- stjóra og hvatti hann borgarfull- trúa til að samþykkja tillöguna. Þá var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.