Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 34

Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 Eyjaráðstefnan: Á Eyjaráðstefnunni sem fjallaði m.a. um helztu þætti i atvinnu- málum Vestmannaeyja fluttu erindi af háifu verkamanna og atvinnurekenda þeir Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, og Arnar Sijiurmundsson, skrifstofustjóri Samfrosts. Fara erindi þeirra hér á eftir en þeir ræddu um samskipti verkalýðsfélaxa og atvinnurekenda. Jón Kjartansson: „Atvinnurekendur í Eyjum yfirleitt sómakallar“ Samskipti aðila vinnumarkað- arins hér sem annars staðar hljóta eðli sínu samkvaemt að mótast af því, að annar aðilinn, launafólk, býður fala þá einu afurð sem það hefur yfir að ‘ráða, vinnuafl sitt, og reynir því að selja þá afurð eins dýru verði og unnt er. Hinn aðilinn, sá er kaupir vinnuaflið, telur sínum hag best borgið með því að kaupa aðeins það vinnuafl, sem þeir þurfa og þegar það hentar þeim. Þetta er í fáum dráttum það sem deilan hefur staðið um milli þessara stétta frá því farið var að rita sögu átaka þeirra á milli og í þessu ljósi hljóta samskipti þess- ara aðila hér í Eyjum að skoðast. Að mínu mati hafa samskipti aðila vinnumarkaðarins hér verið fremur heiðarleg frá því að ég fór að hafa af þeim kynni, enda atvinnurekendur í Vestmannaeyj- um yfirleitt sómakallar, sem eru að rembast við að reka sín fyrir- tæki eins myndarlega og þeir hafa getu til, þótt árangurinn sé mis- jafn eins og gengur. Að sjálfsögðu kastast oft í kekki í deilunni um brauðið oggrautinn. nefna Lífeyrissjóð Vestmanna- eyja, sem er sameiginlegur sjóður, er allir Vestmanneyingar hafa aðgang að og hefur það fram yfir aðra almenna lífeyrissjóði að vera annað og meira en lánastofnun. Fé sjóðsins er orðið mikið að vöxtum, er ávaxtað hér í byggðarlaginu og kemur því til góða þeirri lána- stofnun, sem hann er ávaxtaður í og viðskiptamönnum hennar. Annað atriði í samvinnu þess- ara aðila er einnig rétt að geta um hér, en það er samkomulag sem verkalýðsfélögin og atvinnurek- endur gerðu með sér um vörslu og ávöxtun alls orlofsfjár launafólks hér í byggðarlaginu í samvinnu við Utvegsbankann í Vestmanna- eyjum. Hagur launafólks af þessu fyrirkomulagi er fyrst og fremst sá að vextir of orlofsfénu eru mun hærri en prósentugíróstofan greiðir (nú 31% á móti 11%). Einnig er nú mun auðveldara en áður að leiðrétta mistök og villur, sem alltaf geta komið upp, en það var ein aðalástæðan fyrir því, að verkalýðsfélögin fóru að hugsa alvarlega um breytingar á orlofs- fyrirkomulaginu, hve erfitt og þungt í vöfum var fyrir orlofseig- endur að fá leiðréttingu sinna mála eftir hinu þunglamalega kerfi póstgíróstofunnar. Starfs- fólk Útvegsbankans í Vestmanna- eyjum á skilið sérstakt hrós fyrir Deilurnar um brauðiö, grautinn og framtalið með tilheyrandi taugastríði í fjöl- miðlum, þar sem hvor aðili sakar annan um óbilgirni og vilja þær deilur verða ærið persónulegar á stundum. En þess á milli eru samskiptin yfirleitt með ágætum, t.d. er minna um árekstra á vinnustöðum hér en víða annars staðar sem ég þekki til og komi slíkt mál upp eru þau yfirleitt auðleyst, enda hafa atvinnurekendur borið gæfu til að ráða í sína þjónustu hæfa verk- stjóra, sem eru vandanum vaxnir, þótt á því séu undantekningar hér sem annars staðar. „Til skamms tíma í fararbroddi“ Atvinnurekendur í fiskiðnaði i Vestmannaeyjum hafa til skamms tíma verið í fararbroddi hvað varðar aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum sínum og má segja að yfirleitt sé vinnuumhverfi verkafólks hér til fyrirmyndar. Og úr því að ég er farinn að hrósa atvinnurekendum á annað borð er rétt að ég segi frá því hér, að fyrir rúmu ári komu trúnaðarmenn í fiskiðnaði frá verkalýðsfélögunum á Borgundarhólmi og skoðuðu m.a. vinnustaðina hér. Þeir hósuðu mjög allri vinnuaðstöðu og aðbún- aði verkafólks hér og sögðu hann vera með þeim besta, sem þekktist í þeirra heimalandi. Aftur á móti fannst þeim hinn langi vinnutími hér ærið villimannlegur, eins og einn þeirra komst að orði. En það er kapítuli út af fyrir sig og kem ég að því síðar. Orlofsfé ávaxtað í byggðarlaginu I þeim málum, sem aðilar . innumarkaðarins hér hafa talið sig eiga samleið, hefur tekist með þeim ágæt samvinna. Má þar m.a. lipurð og áhuga á að leysa þau vandamál sem upp hafa komið. Vinnutíminn stappar nærri vinnuþrælkun Eitt af því sem lengi hefur verið alvarlegt vandamál hér í Eyjum er hinn óhóflega langi vinnutími verkafólks í fiskvinnu, sem oft stappar nærri vinnuþrælkun. Verkalýðsfélögin hafa ýmislegt gert til að sporna við þessu og má þar m.a. nefna bann við helgar- vinnu yfir sumarmánuðina, sem verið hefur við lýði í 18 ár og hafa atvinnurekendur virt það bann. Auk þess hafa verkakonur bannað helgarvinnu í fiskvinnu allt árið. Á síðasta hausti gerðu verkalýðs- félögin og fyrstihúsaeigendur með sér samning um vaktavinnu í síldar- og loðnuvinnslu og tel ég þann samning stórt spor í rétta Arnar Sigurmundsson átt, enda þótt við eigum enn langt í land í þeim efnum. Eyjamiðin opin fyrir öllum veiðarfærum og öllum bátum Sá alvarlegi vandi, sem nú blasir við þeim útvegi, er við Eyjabúar byggjum alla okkar til- veru á, hefur að vonum verið mikið til umræðu á þessari ráð- stefnu, enda geta afleiðingar þess vanda haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir framtíð byggð- arlags okkar. Vandinn er í stuttu máli sá, að sú auðlind sem við höfum byggt alla afkomu okkar á, fiskimiðin í kringum Vestmannaeyjar, er nán- ast upp urin. Fiskimiðin okkar eru opin fyrir öllum veiðarfærum upp í landsteina og sækja þau mið fiskiskip hvaðanæva að af landinu með þeim árangri, að þar sem áður voru fengsæl fiskimið fæst nú varla bein úr sjó. Útvegsmenn hér hafa reynt að bæta sér þetta upp með aukinni sókn á fjarlægari fiskimið með stærri og öflugri veiðiskipum, aukinni notkun veið- arfæra, sem samfara hækkandi olíuverði gerir það að verkum að arðurinn af aflanum er í öfugu hlutfalli við kostnaðinn við öflun hans. Friðun Eyjamiðanna Mér hefur fundist það brenna við í öllum umræðum um þessi mál að of mikil sókn annarra í þorskstofninn sé þess valdandi hvernig fyrir okkur væri komið í dag. Sem sagt, aðrir drepi þorsk- inn áður en við náum að drepa hann. „Þegar stallurinn er tómur bítast hestarnir," segir gamalt máltæki. Mér hefur fundist tími manna fara of mikið í leit að sökudólgum, en þótt við fyndum einn slíkan bætir það ekki ástand- ið á fiskimiðum okkar, og þegar öllu er á botninn hvolft, hver okkar er ekki sekur? Lítið hefur bólað á þeirri hug- mynd að fiskimiðin í kringum Eyjar væru friðuð með tilliti til annarra veiðiaðferða. Hilmar Rósmundsson gat um það í þess- um umræðum, að fiskimiðin við Eyjar væru ekki vel fallin til línuveiða. Það er rétt að í dag eru þau það ekki. En í kringum Vestmannaeyjar voru einhver fengsælustu línumið landsins löngu áður en net og botnvarpa komu til sögunnar. Þróunin í fiskveiðum hér í Eyjum og víðar hefur hins vegar orðið sú, að togveiðiaðferð var ódýrari fyrir útgerðina og sparaði mannafla. Með síhækkandi olíuverði, sem alls ekki er séð fyrir endann á, er nú svo komið að togveiðarnar borga sig ekki vegna þess hve orkufrekar þær eru og menn eru því farnir að beina augum að neta- og línuveiðum vegna margfalt minni olíukostnaðar við þær veið- ar. Hér hafa tillögur „Bátanefndar- innar" svokölluðu verið afgreiddar með háði og spotti. Ég ætla mér ekki að taka undir það, en óneitan- lega vantar botninn í þær tillögur. Það er til lítils að stofna hér beitistöð þegar engan fisk er að hafa á línumiðunum í kringum Eyjar. Eg vil því varpa fram þeirri hugmynd hér hvort það væri ekki verðugt framhald þessarar ráð- stefnu, að bæjaryfirvöld efndu til áframhaldandi umræðna um þessi mál, t.d. í formi hringborðsum- ræðna, þar sem alvarlega væri rætt um friðunaraðgerðir á Eyja- miðum og annað það er snýr að vanda sjávarútvegs okkar. Mönnum þykir eflaust nóg kom- ið af nefndum og ráðum, en orð eru til alls fyrst og ég tel að engum steini megi láta óvelt í þessu hagsmunamáli okkar allra. Arnar Sigurmundsson: Elztu sérsamningar á landinu í Eyjum Ég mun hér ræða nokkuð sam- skipti verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda í Vestmannaeyjum á undanförnum árum, og skipti þessu í nokkra þætti, sem eru uppbygging samtaka atvinnurek- enda í Vestmannaeyjum, sér- kjarasamningar í Vestmannaeyj- um, átök á vinnumarkaði í Eyjum á undanförnum árum, og síðast almennt um samskipti Vinnuveit- endafélags Vestmannaeyja við verkalýðsfélög hér og samvinnu þeirra um framgang sameigin- legra hagsmunamála. Félagar í Vinnuveitendafélagi Vestmannaeyja eru eingöngu fyrirtæki í fiskvinnslu, en félagið er deild í Vinnuveitendasambandi Islands. Nokkur fyrirtæki eiga aðild að sérgreinasamtökum sem síðan eiga beina aðild að V.S.Í., en í flestum tilfellum er þó aðild þessara fyrirtækja í gegnum sín félög hér heima, t.d. útvegsbænd- ur eru í Útvegsbændafélagi Vest- mannaeyja, sem síðan er í L.Í.Ú., sem er aftur á móti í Vinnuveit- endasambandi íslands. Á sama hátt starfa hér félög kaupsýslu- manna og meistarafélag bygg- ingarmanna. í dag eiga nær allir atvinnurekendur í Vestmannaeyj- um aðild að Vinnuveitendasam- bandi íslands. Á undanförnum árum hafa verið í gildi hér í Eyjum nokkrir sérkjarasamn- ingar og hafa þeir komið til m.a. vegna sérstöðu og/eða þrýstings frá verkalýðsfélögum. Elstu sér- samningar sem enn eru í gildi eru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.