Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
35
bónussamningar í fyrstihúsum, en
þeir voru með þeim fyrstu sem
gerðir voru hér á landi, um svipað
leyti og á Isafirði. Nú er búið að
gera heildarsamning um ákvæðis-
vinnu á frystihúsum sem gildir frá
miðju ári 1978, en hér er enn í
gildi fyrrgreindur bónus-samning-
ur og ekkert ákveðið um aðild að
heildarbónussamningi fyrir allt
landið.
Þá er við lýði sérstakur samn-
ingur um vaktavinnu ofl. í fiski-
mjölsverksmiðjunum og var hann
undirritaður 30. júní 1977. Þá var
gerður hér sérstakur samningur
um löndun á kassafiski 24. júní
1977, og samningur um kaup-
tryggingu hafnarverkamanna frá
4. apríl 1979. Er hér um reynslu-
samning að ræða.
Þá var gerður hér sérstakur
samningur um vaktavinnufyrir-
komulag í síldar- og loðnuvinnslu í
frystihúsunum, og var samningur-
inn undirritaður 29. október sl., og
mun vera sá eini á landinu.
Sérkjarasamningar
bjóða fremur upp á átök
Ekki verður sagt að sérkjara-
samningar í Vestmannaeyjum
tákni endilega að um óhagstæða
samninga fyrir vinnuveitendur sé
að ræða. í nokkrum tilfellum hafa
aðilar verið sammála um að nauð-
syn væri á slíkum samningi, og nú
síðast í síldar- og loðnuvinnslu.
Aftur á móti bjóða sérkjara-
samningar frekar upp á átök á
vinnumarkaði, sem síðar verður
vikið að.
Það hefur vakið athygli um land
allt, að á undanförnum árum hafa
átök á vinnumarkaði í Eyjum
orðið tíðari en annars staðar.
Mun ég hér greina frá nokkrum
málum sem upp hafa komið hér í
Eyjum, og miða ég við tímabilið
frá ágúst 1977.
Fyrstu átökin, sem bundin voru
eingöngu við Eyjar, var deila um
síldarsöltunarsamninga sem und-
irritaðir voru 13. ágúst 1977 á
Hornafirði. Vildi stjórn Snótar
ekki sætta sig við samkomulagið,
en því miður tóku engir fulltrúar
frá Snót og atvinnurekendum hér
þátt í samningagerðinni. Var þessi
deila, sem snerist fyrst og fremst
um túlkunaratriði og flokkun á
aðstoðarfólki við síldarsöltun
leyst 20. september 1977, og kom
því ekki niður á síldarsöltuninni
það haust.
60 millj, kr. í vexti
vegna útflutningsbanns
Hin miklu átök á vinnumarkaði,
sem hófust í kjölfar febrúarlag-
anna 1978, komu mjög hart niður
á atvinnurekstri hér í Eyjum,
útflutningsbann hófst 15. apríl um
land allt, en þó var nokkuð um
undanþágur, en hér var banninu
framfylgt af meiri hörku en ann-
ars staðar. Utflutningsbanninu
var aflétt um land allt 24. júlí
1978, en það tók aftur gildi í
Vestmannaeyjum 26. júlí og gilti
með litlum undanþágum til 29.
ágúst 1978. Voru Vestmannaeyjar
eini staðurinn á landinu sem
þannig var ástatt um á þessu
tímabili. Útflutningsbannið hafði
í för með sér gífurlegan kostnað
fyrir fiskvinnslufyrirtækin, þar
sem ekki var hægt að afskipa
framleiðslunni, og þurftu því
fyrirtækin að greiða mikla vexti
af birgðunum sem þannig var
haldið hér heima með þessum
aðgerðum.
Og má þar nefna, að Fiskimjöls-
verksmiðja Einars Sigurðssonar
greiddi 60 millj. kr. í vexti vegna
útflutningsbannsins, en þá upp-
hæð má tvöfalda miðað við verð-
lag í dag.
Bönnuöu loðnulöndun
án þess að vera í deilu
Þá var hér sett á vaktavinnu-
bann og bann við móttöku loðnu í
júlí og fram til 7. ágúst 1978, og
var þetta eini staðurinn á landinu
fyrir utan Siglufjörð, sem bjó við
þetta ástand, en á Siglufirði var
deila milli verkalýðsfélagsins og
Síldarverksmiðja ríkisins um
Þeir kynntu erindin sem flytja á a ársfundi Rannsóknaráðs ríkisins
fyrir blaðamönnum. Fyrir borðsendanum situr dr. Vilhjálmur
Lúðvíksson. framkvæmdastjóri Iiannsóknaráðsins. Ljósm. mu. Rax.
Arsfundur Rann-
sóknaráðs ríkisins
Jón Kjartansson.
Ljósm. Mbl. Sigurgeir i Eyjum
vinnutilhögun í verksmiðjum S.R.,
og var félagið í Eyjum á engan
hátt aðili í þeirri deilu.
Það var ekki fyrr en eftir
afskipti bæjaryfirvalda hér að
Verkalýðsfélagið aflétti löndunar-
og vaktavinnubanninu.
Vegna meintra svika
ríkisstjórnar
Á árinu 1979 kom upp mjög
sérstæð deila hér í Eyjum, en hún
var á þá leið, að Verkakvennafé-
lagið Snót bannaði félagsmönnum
sínum að vinna eftirvinnu á föstu-
dögum frá 15. apríl, vegna meintra
svika þáverandi ríkisstjórnar á
loforðum í sambandi við félags-
málapakkann, en þar hafði ASÍ
gert kröfu um niðurfellingu á
eftirvinnu í áföngum, Vinnuveit-
endur bentu á að þarna væru þeir
dregnir inn í deilu verkalýðsfélaga
og stjórnvalda, enda hafði ekkert
samráð verið haft við þá um
framkvæmd félagsmálapakkans,
og því mjög óeðlilegt að láta þetta
bitna á fyrirtækjum úti í Vest-
mannaeyjum. Eftirvinnubannið á
föstudögum féll niður af sjálfu sér
1. júní 1979. Var Snót eina félagið
á öllu landinu sem fór í þessar
aðgerðir.
Eg hef nú rakið það helsta í
vinnudeilum hér í Eyjum á undan-
förnu 2‘/2 ári, á milli verkalýðsfé-
laga og atvinnurekenda. Þrátt
fyrir þessi miklu átök sem áttu sér
stað á árinu 1978, hafa samskipti
Cr fiskvinnslunni.
Vinnuveitendafélags Vestmanna-
eyja og Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja og Snótar verið á
margan hátt góð.
í því sambandi vil ég segja frá
einu máli sem kom upp vorið 1978,
mitt í öllu útflutningsbanninu.
Á fundi með forystumönnum
vinnuveitenda og atvinnurekenda
í apríl 1978 var rætt um fram-
kvæmd laga og reglugerðar um
orlof, en þá hafði áður verið
minnst á það hvort ekki væri
mögulegt að ávaxta orlofsfé
starfsfólks frystihúsanna hér
heima.
Eftir að hafa grandskoðað
reglugerð um orlof, sem þá var í
gildi, varð að samkomulagi að
gera sérstakan samning um fram-
kvæmd orlofsgreiðslna, ávöxtun
o.fl. Tók samkomulagið gildi frá 1.
maí 1978, þ.e. í byrjun orlofsárs,
og tók Útvegsbankinn að sér
geymslu orlofsfjárins og greiddi
fyrir það almenna innlánsvexti.
Áðilar að þessu samkomulagi voru
Verkalýðsfélag Vm., Snót og fisk-
vinnslufyrirtækin. Síðan gerðist
bæjarsjóður aðili að samkomulag-
inu og einnig hafa nokkur fyrir-
tæki tekið þetta upp og lagt inn fé
á orlofsreikninga í Útvegsbankan-
um. Þá mun eitthvað um það að
fyrirtæki hafi orlofsreikninga
fyrir starfsmenn í Sparisjóðnum.
Að ávaxta orlofsfé
á hagkvæmastan hátt
Ekki hafði þetta samkomulag
verið lengi í gildi þegar lögfræð-
ingur Pósts og síma svo og for-
stöðumaður Póstgíróstofunnar í
Reykjavík fóru að láta heyra í sér
vegna þessa. Kom lögfræðingur-
inn til Eyja um haustið og hélt
fundi með aðilum, en allir stóðu
fast saman og lögðu á það áherslu,
að í reglugerð um orlof væri gert
ráð fyrir að ávaxta ætti það á sem
hagkvæmastan hátt. En almennir
innlánsvextir voru og eru mun
hærri en þeir vextir sem Póstgíró-
stofan greiðir. Með nýjum orlofs-
lögum sl. vor hækkaði Pósturinn
vextina í 11%, en vextir af orlofsfé
starfsfólks á orlofsreikningum hér
er nú 31%.
Á Alþingi hefur nú verið lögð
fram tillaga sem gerir ráð fyrir
því að geymsla orlofs geti farið
fram á viðkomandi stað með
sérstöku samkomulagi milli
vinnuveitenda og verkalýðsfélaga.
Er því vonandi að fullur sigur
vinnist í þessu máli, en þarna
vorum við Vestmannaeyingar
fyrstir til að gera slíkt samkomu-
lag.
Á fyrsta orlofsári sem sam-
komulagiö gilti, þ.e. 1. maí 1978 til
30. apríl 1979, voru lagðar inn á
orlofsreikninga kr. 236.7 millj. og
greiddir vextir kr. 26.7 millj. og
frá 1. maí 1979 til 24. jan. sl. var
búið að leggja inn kr. 235 millj. á
orlofsreikninga. Af þessu sést hve
þýðingarmikið það er fyrir okkur
Eyjamenn að halda slíkum fjár-
munum hér innanbæjar til ávöxt-
unar í stað þess að senda þessa
peninga til Reykjavíkur. Að mínu
áliti er samkomulagið um orlof
ánægjulegasti atburðurinn sem
samtök atvinnurekenda og verka-
lýðsfélaga hafa gert hér í Eyjum,
síðan þessir sömu aðilar gengust
fyrir stofnun Lífeyrissjóðs Vest-
mannaeyinga á sínum tíma, þrátt
fyrir andstöðu ýmissa aðila í
Reykjavík.
ÁRSFÚNDUR líannsóknaráðs
ríkisins hefst í Háskólabíói n.k.
föstudag kl. 14 með ávarpi
menntamálaráðherra. Ingvars
Gíslasonar. formanns ráðsins. Á
fundinum verða siðan flutt 5
erindi en formaður framkva>mda-
nefndaj Rannsóknaráðs. Ilar-
aldur Ásgeirsson, mun slíta fund-
inum. Auk þessa verður i anddyri
Háskólabíós sýning frá ran-
nsóknastofnunum atvinnuveg-
anna og loks mun á fundinum
koma út ársskýrsla Rannsúkna-
ráðs ríkisins fyrir árið 1978 og
1979. í skýrslunni er greinargerð
um störf ráðsins þessi tvö ár auk
þess sem þar er m.a. að finna
yfirlit yfir allar rannsóknastofn-
anir scm starfa á sviði raunvís-
inda.
0.71% af framleiðslu-
tekjum varið til
rannsóknastarfa
Á fundi sem fréttamenn voru
boðaðir til hjá Rannsóknaráði
ríkisins vegna fyrirhugaðs árs-
fundar var gerð grein fyrir þeim
erindum sem haldin verða. Dr.
Vilhjálmur Lúðvíksson fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs
ríkisins mun ræða um rannsókna-
starfsemi og þjóðarbúskapinn.
Byggir hann erindi sitt á könnun
sem Rannsóknaráð ríkisins gerði
árið 1977 um það hversu miklu
fjármagni er varið til rannsókna-
og þróunarstarfsemi hér á landi
og hve margir taki þátt í slíkum
störfum. Upplýsinga er aflað og
niðurstöður unnar í samræmi við
skilgreiningar sem settar eru
fram af Efnahags- og framfara-
stofnuninni og í tengslum við
sams konar athuganir í öðrum
löndum.
Helstu niðurstöður könnunar-
innar eru þær að árið 1977 vörðu
íslendingar 2583 milljónum króna
til hreinnar rannsókna- og þróun-
arstarfsemi sem er 0,71% af
vergri þjóðarframleiðslu það árið.
Við rannsóknastörf var unnið sem
svarar 631 ársverki sem er 0,63%
af þeim ársverkum sem unnin
voru þ'að árið. í samanburði við
OECD lönd eru íslendingar í 4.-5.
neðsta sæti þegar miðað er við
fjármagn til rannsókna- og þróun-
arstarfa sem hundraðshluta þjóð-
artekna.
Landgræðsluáætlunin og
áhrif náttúrufars
á mannvirkjagorð
Dr. Björn Sigurbjörnsson flytur
næst erindi um rannsóknir vegna
landgræðsluáætlunar 1975—1979,
hinnar svokölluðu þjóðargjafar,
þ.e. landnýtingartilraunir, vist-
fræðirannsóknir og gróðurkorta-
gerð.
Þá mun Ríkharður Kristjánsson
flytja erindi eftir Hákon Olafsson
um áhrif náttúrufars á mann-
virkjagerð. Hákon er á námsferða-
lagi í Bandaríkjunum og getur því
ekki flutt erindið sjálfur. Hann
gerir m.a. grein fyrir hvaða nátt-
úrufarslegir þættir valda sérstök-
um erfiðleikum í Reykjavík og
lágmarkstíðni alvarlegra alkalí-
skemmda í Reykjavík og nágrenni.
Kemur þar í ljós að engar al-
kalískemmdir eru í Keflavík en
vandamál vegna alkalískemmda
er mjög mikið og alvarlegt vanda-
mál í Reykjavík. Loks fjallar
Hákon um fjárhagslegan ávinning
rannsókna á sviði byggingariðnað-
arins.
Raunhæft að veiða
200 þúsund tonn
af kolmunna á ári
Þriðja erindið flytur Sigurjón
Arason um kolmunnatilraunir
sem gerðar voru á sl. ári. Niður-
staða þessara tilrauna er sú að
kolmunnaveiðar við Island eiga að
geta aukist verulega og raunhæft
væri að stefna að a.m.k. 200
þúsund tonna veiði árlega. Sigur-
jón gerir ráð fyrir því að nýtingin
á þessum 200 þúsund tonnum
verði 25.000 tonn í skreiðarverkun
og 175.000 tonn í fiskmjölsvinnslu.
Söluverðmæti kolmunnaafurð-
anna yrði þá 10.800 milljónir. Ef
áætlaður olíukostnaður er dreginn
frá kemur í ljós að verðmætasköp-
un við kolmunnaveiðar ætti að
geta orðið 7.600 milljónir króna.
Mikið óunnið í
rannsókn háhitasvæða
Loks mun Sveinbjörn Björnsson
frá Raunvísindastofnun Háskól-
ans flytja erindi um rannsóknir og
undirbúning virkjunar háhita-
svæða. Þar kemur það m.a. fram
að Islendingar eiga mikið óunnið í
rannsókn háhitasvæða. Tillögur
Sveinbjörns eru að við eigum að
stefna markvisst að því að ljúka
forathugun og frumhönnun álit-
legustu virkjunarstaðanna svo að
þeir geti verið tiltækir þegar
tækifæri til nýtingar koma. Að
lokum segir Sveinbjörn að auka
þurfi tilraunir í vinnslutækni
jarðhita og taka skipulag vinnslu
háhita fastari tökum í sterkri
stofnun sem annast vinnslutækni
og gerð háhitavirkjana á svipaðan
hátt og Landsvirkjun gerð vatns-
orkuvera.
Frá Eyjum.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU