Morgunblaðið - 13.03.1980, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
t Eiginmaöur minn og faöir okkar JOHANN G. GUÐMUNDSSON Stóövarstjóri pósts og síma, Akureyri, andaöist 11. marz. Hjördís Óladóttir og börn.
t Dóttir okkar ÞURÍÐUR INGIBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR er látin. Sólveig Magnúsdóttir, Þórarinn Guómundsson
Móöir okkar og amma GUDRÚN SVEINSDÓTTIR, frá Hvammstanga lést í Borgarspítalanum 11. marz. Jaröarförin auglýst síöar. Sigríóur Þóróardóttir, Debóra Þóröardóttir, Þuríöur Þóröardóttir, Sveínn Þóröarson Þór Magnússon.
t Bróöir minn, ÞORBERGUR SVEINSSON frá Setbergi, Akranesi er látinn. Jónína Sveinsdóttir.
t Elskuleg móðir mín, dóttir, systir og fóstursystir GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Fannborg 1, Kópavogi lést á Borgarspítalanum mánudaginn 10. marz. Útför hennar veröur gerö frá Kópavogskirkju mánudaginn 17. marz kl. 14.00. Ingólfur Þór Björnsson, Sígríöur J. Tómasdóttir, systkini og fóstursystur.
t Faöir okkar, stjúpi, tengdafaðir, afi og langafi ODDSTEINN GÍSLASON Efstasundi 13, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. marz kl. 10.30. Börnin.
t Bróöir minn HAUKUR VIGFUSSON, Auðbrekku 29, Kópavogi, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 14. marz kl. 1.30. Sigurður Vigfússon.
t Útför sonar míns GUNNARS AÐALSTEINSSONAR, vélstjóra, sem lést hinn 8. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. þ.m. kl. 3 síödegis. Sólveig Helgadóttir.
t Þökkum innilega samúö og vinarhug vegna andláts fööur okkar ÓLAFS GÍSLASONAR, Hestgeröi, Suðursveit. Björn Ólafsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Torfhildur Ólafsdóttir, og fjölskyldur.
Minning
Hrefna Ólafsdóttir
yfirhjúkrunarkona
Fædd 23. júní 1918.
Dáin 5. mars 1980
Hrefna Ólafsdóttir fæddist í
Reykjavík og voru foreldrar henn-
ar Olafur Elíasson húsasmíða-
meistari og Ólafía Vigfúsdóttir.
Foreldra sína missti hún á unga
aldri og ólst þvi upp hjá skyldfólki
sínu.
Hrefna lauk prófi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1934 og
prófi frá Hjúkrunarskóla íslands
árið 1941. Starfaði hún jafnan
síðan við hjúkrun, fyrst á fæð-
ingardeild Landspítalans í mörg
ár, deildarhjúkrunarkona við
Holdsveikraspítalann í Kópavogi
og síðan yfirhjúkrunarkona á
Kópavogshæli frá 1964 til dauða-
dags.
Arið 1941 giftist hún Jóni
Sumarliðasyni bifreiðaeftirlits-
manni en hann andaðist 8. maí
1976.
Börn þeirra hjóna eru: Ólafur
Reynir, iðnaðarmaður, búsettur í
Svíþjóð og á hann eitt barn,
Kristin Frey; Guðrún Sif, gift
Davíð Guðmundssyni frkvstj., og
eiga þau tvö börn, Andrés Jón og
Bríetu; Hallgrímur Smári verslun-
arstj., giftur Jóhönnu Bergmann
og eiga þau tvö börn, Hrefnu og
Jón.
Ég kynntist þeim Hrefnu og
Jóni er ég fluttist í Kópavog 1951.
Heimili þeirra var með miklum
myndarbrag og því oft mjög
gestkvæmt, enda vinir og kunn-
ingjar margir. Það kom því í hlut
húsmóðurinnar, auk útivinnunar,
að sjá um margþætt heimilisstörf
og var það ærið álag en alltaf var
hún kát og hress í dagsins önn.
Hún var velviljuð, hafði samúð
með þeim sem höfðu orðið undir í
lífsbaráttunni og lagði ekki illt til
nokkurs manns.
Æviskeiðið er nú á enda runnið
og hennar er sárt saknað á hælinu
í Kópavogi, þar sem hún vann hin
síðari ár, vel virt og metin af
öllum jafnt sjuklingum sem sam-
starfsfólki.
Við þökkum henni samfylgdina
og óskum henni velfarnaðar á
nýjum leiðum.
Aðstandendum sendi ég samúð-
arkveðjur.
Jósafat J. Líndal.
Hrefna Ólafsdóttir var fædd í
Reykjavík, 23. júní 1918, dóttir
hjónanna Ólafs Elíassonar húsa-
smíðameistara í Reykjavík og
Ólafíu Vigfúsdóttur konu hans.
Hún lauk námi við H.S.Í. í maí
1941. Sama ár giftist hún Jóni
Sumarliðasyni bifreiðaeftirlits-
manni og bjuggu þau lengst af í
Kópavogi. Börn þeirra eru þrjú,
Ólafur Reynir, Guðrún Sif og
Hallgrímur Smári.
A árunum 1952—61 vann hún á
sumrin í afleysingum á Land-
spítalanum, en árið 1962 hóf hún
störf á Kópavogshæli. Vinnudagur
hennar þar varð langur, hún vann
óslitið í 18 ár á þeim stað, lengst
af sem yfirhjúkrunarkona, jafn-
Minning
Haraldur Halldórs-
son fyrrv. bóndi
Fyrir nokkru komst í tal milli
undirritaðs og sonar Haralds
Halldórssonar á Efri-Rauðalæk,
að engin minningargrein hafði
birtst í tilefni andláts hans. Lauk
hann samtalinu með því, að ég
lofaði að skrifa nokkrar línur til
minningar um vin minn, Harald,
en nú eru liðin nærri því tvö ár
síðan hann lést. Haraldur var
fæddur að Syðri-Rauðalæk 13.
október 1897. Foreldrar hans voru
Valgerður Runólfsdóttir, Syðri-
Rauðalæk, og Halldór Magnússon
heimilismaður þar. Haraldur ólst
upp á Syðri-Rauðalæk undir hand-
leiðslu móður sinnar og móður-
bróður, Gunnars Runólfssonar, og
foreldrar þeirra, Runólfs Hall-
dórssonar, hreppsstjóra, og konu
hans, Guðnýjar Bjarnadóttur.
Barnafræðsla fór að miklu leyti
fram í heimahúsum í sveitum
landsins á þeim árum, sem Har-
aldur var að alast upp. Einn vetur
var hann í barnaskólanum á
Eyrarbakka hjá Pétri Guð-
mundssyni og hafði mjög gott af
veru sinni þar.
Árin 1913—15 var Haraldur í
Flensborgarskóla, en vorið 1918
lauk hann búfræðiprófi frá
Hvanneyrarskóla eftir 2 vetur og
eitt sumar við verklegt nám. Eftir
það fór Haraldur á námskeið í
dýralækningum. Stundaði hann
dýralækningar í mörg ár meðan
lærðir dýralæknar voru fáir og
erfitt að ná til þeirra. Haraldur
var heppinn og vel að sér í
dýralækningum og ávallt reiðu-
búínn að gera allt til hjálpar, sem
hægt var, þegar til hans var leitað.
Eftir að Haraldur lauk námi vann
í nokkur ár við búið á Syðri-
Rauðalæk, en var þó jafnhliða
nokkrar vertíðir á togurum.
Árið 1929 hóf Haraldur búskap
á Efri-Rauðalæk og bjó þar fyrir-
myndarbúi til ársins 1972, en þá
tók yngsti sonur hans, Helgi, við
jörð og búi. Haraldur giftist 1941
eftirlifandi konu sinni. Ólafíu Sig-
urþórsdóttur Ólafssonar frá
Gaddastöðum. Veitti Ólafía stóru
heimili forstöðu með rausn og
myndarbrag, og var ávallt manni
sínum samhent í umfangsmiklum
búskap.
Haraldur var mikill fram-
kvæmdamaður, ræktaði jörðina og
bætti mikið. Hann var brautryðj-
andi í vélvæðingu og framförum í
flestu, sem var landbúnaði við-
komandi. Haraldur var góður
skepnuhirðir, fóðraði vel allan
búpening og hafði lag á því að fá
góðan arð af búinu. Hann var
mikill áhugamaður um búfjár-
rækt og var formaður búfjárrækt-
arfélaga og Búnaðarfélags Holta-
hrepps í mörg ár. Einnig var hann
forðagæslumaður í sveit sinni um ,
margra ára skeið.
Haraldur hafði mikinn áhuga á
félagsmálum og mörgu því, sem
raátti verða til framfara og bætts j
hags heimilanna og heildarinnar.
Árið 1927 gekkst hann fyrir
stofnun .Sjúkrasamlags Holta-
hrepps. Mun það hafa verið fyrsta
sjúkrasamlagið, sem stofnað var í
sveit hér á landi. Hann var
formaður sjúkrasamlagsins frá |
byrjun og þar til hreppasjúkra-
samlög voru lögð niður með
breyttum lögum frá Alþingi.
Vegna hinna mörgu félagsmála-
starfa, sem Haraldur annaðist
ásamt dýralækningum, sem voru
tímafrekar, var hann oft að
heiman og kom sér þá vel að
Ólafía hafði þrek og yfirsýn til
þess að sjá heimilinu borgið bæði
innan húss og utan. Þess ber
einnig að geta, að nær alla bú-
skapartíð Haralds á Efri-Rauða-
læk var þar sami vinnumaðurinn,
Jón Sigurðsson, ágætur maður,
sem húsbændurnir gátu ávallt
treyst fyrir umsjón búsins. Har-
aldur hafði mikið yndi af ferðalög-
um, en þó sérstaklega ferðum til
fjalla og veiðivatna á Landmanna-
afrétti. Til veiðivatna fór Harald-
ur árlega meðan heilsan entist.
Haraldur var bókhneigður og
las mikið af góðum bókum m.a.
ævisögur og ferðasögur, sem gátu
tekið hug hans allan meðan les-
málið entist.
Börn þeirra hjóna, Ólafíu og
Haralds eru Sigrún, gift Eiríki
Sigurjónssyni, Lýtingsstöðum,
Runólfur bóndi, Syðri-Rauðalæk,
giftur Elsí Júníusdóttur, Valur
fulltrúi, Hellu, giftur Sigrúnu
Bjarnadóttur, Halldór sjómaður,
Vestmannaeyjum, giftur Aðal-
heiði Sigurgrímsdóttur, og Helgi
bóndi, Efri-Rauðalæk, giftur Unni
Hróbjartsdóttur. Barnabörn Ól-
afíu og Haralds eru 14 að tölu. Hjá
þeim hjónum ólust einnig upp að
verulegu leyti Vilhjálmur Valde-
marsson, Gunnar Torfason, Ragn-
ar Helgason og Þór Ostensen. Auk
þess voru ávallt mörg börn á
Efri-Rauðalæk til sumardvalar.
Allur sá fjöldi sem naut um-
hyggju og góðvildar hjá Ólafíu og
Haraldi í æsku hefir ávallt síðan
sýnt þeim tryggð og þakklæti, en
þó sérstaklega börn Gunnars
Torfasonar.
Efri-Rauðalækur er vel í sveit
settur, þar er jarðvegur góður, tún
grasgefin og haglendi gott. Þar er
fagurt útsýni eins og er víða í
Holtunum og fjallahringur til-
komumikill og víður. I þessu
umhverfi ólst Haraldur upp og
lifði þar ævina alla. Hann bar
mikla tryggð til æskistöðvanna og
ættarbyggðar sinnar.
Haraldur á Rauðalæk var
traustur og ábyggilegur eins og
hann átti kyn til. Hann var
vinfastur og áhugasamur um allt,
sem til heilla horfði og betur
mátti fara, eins Gunnar á Syðri-
Rauðalæk, móðurbróðir hans, sem
hafði hvers manns traust, sem
hann þekkti.
Haraldur andaðist á sjúkrahús-
inu á Selfossi 21. mars 1978. Hann
átti við vanheilsu að búa síðustu
árin. Reyndi þá á umhyggju til
hinstu stundar. Haraldur á
Rauðalæk var góður maður og
nýtur. Margar góðar minningar
eru við hann tengdar og munu þær
lengi geymast.
Ingólfur Jónsson.