Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
39
framt því að hún veitti Holds-
veikraspítalanum í Kópavogi for-
stöðu frá 1963 til 1975, að ekki var
lengur þörf fyrir þaístofnun og
hún því lögð niður.
Öll sín störf vann hún af
nærgætni og hlýju, sem gerði
hana mjög vinsæla meðal vistfólks
og starfsfólks stofnunarinnar.
Hún mætti stundvíslega á morgn-
ana og mótaði daginn þannig, að
öllu var breytt til betri vegar. Hún
var alltaf tiltæk hvenær sem
hennar var þörf á degi eða nóttu.
Fyrir hönd okkar allra, vist-
manna og samstarfsmanna þökk-
um við henni góða viðkynningu og
sendum börnum hennar og öðrum
aðstandendum samúðarkveðjur.
Ragnhildur Ingibergsdóttir,
yfirlæknir.
Ég undirrituð vil hér minnast
Hrefnu Ólafsdóttur nokkrum orð-
um. Fyrstu kynni mín af henni
voru þegar ég nýútskrifuð úr
Þroskaþjálfaskójanum hóf störf á
Kópavogshæli. Ég var þá ung og
reynslulítil og þurfti oft að leita
ráða hjá mér reyndara fólki,
þannig upphófust okkar kynni,
sem gegnum árin leiddu til
traustrar og góðrar vináttu. Við
ræddum oft saman um fleira en
vinnuna og kom þá fyrir að talið
barst að börnum okkar og þó
Hrefnu börn væru löngu uppkom-
in myndaðist sú skoðun hjá mér
að hún hefði verið ein af þeim
konum sem naut þess að vera
móðir, og mikil var gleði hennar
að afloknu sumarleyfi sem hún
hafði átt á erlendri strönd með
börnum og barnabörnum.
Á hverjum morgni kom hún við
hjá mér á leið í vinnu sína, alltaf á
sömu mínútunni, sem sýndi henn-
ar samviskusemi. Því sló á mig
óhug daginn eftir að hún veiktist
þegar hún kom ekki á sínum tíma,
svo óvenjulegt var það. Hrefna var
ekki kona orðmörg, en það sem
hún sagði stóð hún við og held ég
að hún hafi oft á tíðum verið
misskilin, sérstaklega af fólki sem
þekkti hana skamman tíma. Hún
talaði ekki um sín störf, heldur
vann þau af snyrtimennsku og
samviskusemi. Einn af hennar
góðu eiginleikum kom sér oft vel á
okkar fjölmenna vinnustað, það
var hvað hún hafði einstaklega
gott lag á að gera gott úr því sem
aflaga fór og afstýrði oft á sinn
hljóðlega hátt leiðindum.
Ég veit að margur vistmaðurinn
saknar Hrefnu, hún var þeim eins
og akkeri í þessum síbreytilega
starfsmannafjölda, sérstaklega
þeir vistmenn sem bjuggu í starfs-
mannahúsinu. Nú hin síðari ár var
Hrefna eina starfsmanneskjan
sem þar bjó og var hún ævinlega
boðin og búin að rétta hjálpar-
hönd, þó það væri í hennar
hvíldartíma, þar af leiðandi var
staða hennar oft ónæðissöm, en
undan því kvartaði hún aldrei.
Að lokum vil ég fyrir hönd
vistmanna og starfsmanna á vinn-
ustofum Kópavogshælis votta
börnum og öðrum aðstandendum
Hrefnu okkar innilegasta samhug,
en huggun er harmi gegn, að hún
þurfti ekki lengi að líða, því bágt
hefði hún átt með að geta ekki
verið sjálfbjarga, svo dæmigerð
sjálfstæð kona var hún og þannig
munum við minnast hennar.
Kristjana Sigurðardóttir
þroskaþjálfi
Okkur þroskaþjálfa langar í
fáum orðum að þakka Hrefnu
Ólafsdóttur samstarfið á liðnum
árum. Við flestar kynntumst ekki
aðeins hjúkrunarfræðingnum
Hrefnu, heldur líka manneskjunni
sem bak við bjó. Hún vildi allra
veg sem mestan og deildi með
okkur gleði okkar ef vel gekk og
áhyggjum ef miður fór. Sama var
um samskipti hennar við vistfólk.
Þau voru mjög góð og ég veit að
hennar verður sárt saknað af
vistfólkinu í sambýli sem átti
hauk í horni þar sem hún var.
Börnum hennar og öðrum að-
standendum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Þroskaþjálfar á Kópavogshæli.
Jónas Sigurðsson
— Minningarorð
Fæddur 19. desember 1899.
Dáinn 12. febrúar 1980.
Margt kemur í hugann, þegar
vinur kveður og hverfur til ann-
arra dvalarstaða tilverunnar, sem
lítt eru kunnir þeim, sem eftir eru
og bíða síns tíma.
Okkur verður þá fyrst fyrir, að
minnast góðra kynna við horfinn
samferðamann, og þótt lífsleið
hans hafi verið löng orðin, hnykk-
ir manni ætíð við, að heyra
andlátsfregn, þess sem lengi hefur
verið með okkur á vegi lífsins.
Jónas Sigurðsson er fæddur
hinn 19. desember 1899 að Ystuvík
í Þingeyjarsýslu (við Eyjafjörð
austanverðan) og ólst upp hjá
foreldrum sínum. Þau systkinin
voru sex og eru enn 4 þeirra á lífi.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
rún Jónasdóttir og Sigurður V.
Guðmundsson, bóndi í Ystuvík,
síðar fiskimatsmaður á Akureyri.
Árið 1925 giftist Jónas Rósu
Kristjánsdóttur frá Jódísar-
stöðum í Eyjafirði (F. 3. júní
1895). Þau voru þá bæði starfandi
við smjörlíkisgerð á ísafirði, og
áttu þar heima í fimm ár eftir það.
Til Reykjavíkur fluttu þau árið
1930 og komu sér upp stóru húsi
og fallegu heimili við Laugarnes-
veg 45 og áttu þar heima síðan.
Jónas vann fyrst í allmörg ár í
smjörlíkisgerðinni Ljóma og
stjórnaði þeirri framleiðslu, enda
iðnlærður í þeirri grein. Síðan
vann hann við akstur í fáein ár. Þá
vann hann næst um nokkurra ára
skeið í Rúgbrauðsgerðinni í Borg-
artúni og sá um smjörlíkisfram-
leiðslu þess fyrirtækis. Síðan tók
hann aftur upp starf við leigu-
bílaakstur, og var það hans aðal-
starf eftir það. Fórst honum það
svo vel úr hendi að aldrei olli hann
slysi eða varð fyrir slysi í því
starfi.
Þau Jónas og Rósa eignuðust
þrjú börn, sem öll eru á lífi. Elst
er Guðrún Elín, fædd 26. janúar
1926 á ísafirði, sama daginn og
bæjarbúar þar voru að fagna
komu sólarinnar, og drekka sól-
arkaffið í tilefni þess, eins og þar
er venja. Guðrún Elín er gift
Vigfúsi Guðmundssyni, trésmið og
eiga þau 7 börn.
Hin börnin eru fædd í Reykja-
vík: Steingrímur (f. 13. ágúst 1933)
starfar við fyrirtækið Völur, er
giftur Kristrúnu Jónsdóttur og
eiga þau saman tvö börn. Auður er
yngsta barnið (f. 3. apríl 1936).
Hún er búsett í Washington og
starfar þar hjá Alþjóðabankanum.
Maður hennar er bandarískur,
Daniel Williams og stundar fast-
eignasölu.
Jónas missti konu sína hinn 12.
október 1962. Síðustu árin naut
hann umönnunar og verndar Þórs
Vigfússonar dóttursonar síns og
konu hans Bjargar Helgadóttur,
en þau hafa átt heima í húsi hans
við Laugarnesveginn í allmörg ár.
Jónas var jafnan heilsuhraustur
maður og gat stundað atvinnu
sína óslitið að kalla, þar til seint á
síðasta ári, að hann varð fyrir
ásókn þess illa sjúkdóms, sem að
lokum hafði yfirhöndina. Jónas
andaðist í Borgarspítalanum þann
12. febrúar sl.
Ég og kona mín, Aðalheiður
Tómasdóttir, kynntumst þeim
Jónasi og Rósu fljótlega eftir að
við fluttum til Reykjavíkur, árið
1939. Jónas vann þá í Smjörlíkis-
gerðinni Ljóma, sem fyrr sagði.
Þau hjón áttu heima í stóru og
fallegu húsi við Laugarnesveginn,
og var stór garður í kringum það.
Mikið atvinnuleysi var um þetta
leyti, og vantaði mig sárlega
atvinnu, til að geta komist af og
þáði auðvitað hverja þá vinnu sem
bauðst. Þá var það eitt sinn að
Jónas kom heim til okkar Heiðu,
og sagðist þurfa að láta laga til
garðinn kringum húsið sitt.
Spurði hann mig, hvort ég vildi
vinna þar hjá sér í nokkra daga.
Tók ég því boði með þökkum, og
hóf strax vinnu í garðinum við hús
þeirra hjóna, að losa upp grjót og
stinga upp mold og slétta og
lagfæra það sem þurfti. Var ég í
þessu í fimm daga.
Nú var það venjulegt, á þessum
atvinnuleysisárum, að þeir, sem
létu vinna eitthvað fyrir sig,
notuðu sér neyð manna, ekki síst
ef um kunningja var að ræða, og
borguðu þeim miklu minna, en
gildandi kauptaxta. Þetta vissi ég
vel, og hafði raunar orðið að sætta
mig við slíkt stundum.
Að loknu starfi mínu hjá Jónasi,
greiddi hann mér strax fyrir
vinnu mína. Og í stað þess að
minnast einu orði á lækkun, eins
og ég gat búist við, samkvæmt
allri venju, þá borgaði hann mér
fyllsta kaup, sem greitt var við
þesskonar störf. Ég varð auðvitað
ákaflega feginn og þakklátur þess-
um góða vinnuveitanda, og þetta
drengskaparbragð hans hef ég
munað með þakklátum huga ætíð
síðan. Þessa tilfinningu skilja nú
sjálfsagt ekki aðrir en þeir, sem
sjálfir hafa reynt þrengingar at-
vinnuleysis, eins og þá var svo
algengt.
Síðar fluttum við Heiða í Laug-
arneshverfið, í næsta nágrenni
þeirra Jónasar og Rósu. Voru þá
tíðar heimsóknir milli heimila
okkar, og góð vinátta milli þeirra
kvennanna.
Við minnumst með sérstöku
þakklæti allra þeirra ánægjulegu
jólaboða, sem við Heiða nutum á
heimili þeirra hjóna. Þar var allt
með miklum myndarbrag og alúð
og gestrisni beggja, svo sem best
varð á kosið.
Ekki voru þau samt rík, það var
langt í frá, en Rósa var hagsýn
húsmóðir og það var eins og henni
tækist ávallt að gera. mikið úr
litlu, svo að öðrum gat sýnst svo
sem efni væru meiri en raunveru-
lega var.
Rósa var einstaklega glaðlynd
kona og viðfelldin og ég held að
hún hafi haft sérstaka ánægju af
að taka á móti þeim gestum, sem
heimsóttu þau, enda mun oft hafa
verið gestkvæmt á heimili þeirra
hjóna, og stundum næturgestir
norðan úr landi, frá æskustöðvum
þeirra beggja. Enda mikil vinátta
með frændsemi, sem m.a. kom
fram í því að börn þeirra Jónasar
og Rósu voru jafnan á Jódísar-
stöðum á sumrum, á meðan þau
voru ung.
Sigurður sonur okkar var á
fyrsta ári, er við hjónin fluttumst
í Laugarneshverfið, og Rósa lán-
aði stundum Auði litlu yngri
dóttur sína, sem þá mun hafa
verið um sjö ára gömul, til að
gæta hans, ef Heiða þurfti að fara
eitthvað frá í erindum heimilisins.
Var þetta eitt af margri greiða-
semi, sem við áttum Rósu að
þakka.
Við hjónin þökkum Jónasi alla
vináttu í okkar garð fyrr og síðar
og sendum börnum hans og barna-
börnum samúðarkveðjur.
Með Jónasi er genginn góður
maður og hjartahlýr, sem öllum
vildi gera gott. Slíkur maður á
vísa góða vist á framlífsslóðum
alheimsins, þar sem áður farnir
ástvinir eiga heima og hafa undir-
búið komu hans til fagurra heim-
kynna sinna, þangað, sem leiðir
okkar allra munu liggja að lokum.
Ingvar Agnarsson.
Guðrún Guðmunds-
dóttir Glœsistöðum
Hinn 20. janúar s.l. andaðist í
Landakotsspítala, eftir örstutta
legu þar, en langa vanheilsu,
Guðrún Guðmundsdóttir, hús-
freyja á Glæsistöðum í Vestur-
Landeyjum.
Það vekur að sjálfsögðu ekki
mikla eftirtekt þó öldruð heima-
vinnandi húsmóðir, sem helgað
hefur heimili sínu allt starf langr-
ar ævi, hverfi af sjónarsviði, en
samt er það nú svo, að við fráfall
slíkrar persónu er brostinn hlekk-
ur er tengir fortíð og nútíð saman.
Rótgróin myndar- og menningar-
heimili voru löngum þeir horn-
steinar er þjóðfélagið byggði til-
veru sína á.
Guðrún var fædd í Sigluvík í
V-Landeyjum 24. jan. 1898 og
vantaði því aðeins fjóra daga í
áttatíu og tvö ár er hún lést.
Foreldrar Guðrúnar voru hjónin
Guðmundur Gíslason og Sigríður
Bjarnadóttir og voru þau af rót-
grónum bændaættum á Suður-
landi. Foreldrar Guðmundar voru
Guðrún Ólafsdóttir frá Álfhólum,
ljósmóðir, merk kona á sinni tíð og
Gísli Eyjólfsson. En meðal systk-
ina Guðmundar voru Jón Gíslason
oddviti í Ey í Landeyjum. Sigríður
kona Guðmundar var ættuð frá
Herdísarvík í Selvogi, dóttir
Bjarna Hannessonar oddvita og
konu hans Sólveigar Eyjólfsdótt-
ur.
Þegar Guðrún var um tveggja
ára aldur fluttu foreldrar hennar
að Glæsistöðum og átti hún ávallt
heima þar, eða um 80 ár. Guðrún
var elst 11 systkina, eru sex þeirra
á lífi, en þau eru Bjarni, Vest-
mannaeyjum, Ólafur, Reykjavík,
Kristín, Sólvangi, Hafnarfirði,
Sigurbjörg, Reykjavík, séra Júlíus,
kennari í Kaupmannahöfn, og
Guðný, Reykjavík.
Látin eru, auk Guðrúnar, Sig-
ríður Guðbjörg, Syðri-Úlfsstöðum,
Sólveig, Reykjavík, Gísli Kr.,
skipasmiður í Reykjavík, og Guð-
mundur, Kálfsstöðum í V-Land-
eyjum.
Árið 1916 andast Sigríður á
Glæsistöðum frá hópnum sínum,
hún var þá aðeins fertug að aldri.
Var Guðrún þá 18 ára og kom það
í hennar hlut að standa fyrir búi
með föður sínum. Það gefur því
auga leið að snemma hefur reynt á
þrek hennar og stjórnsemi, og fer
það ekki á milli mála, að þá
einkunn hlýtur hún að leiðarlok-
um, að hafa staðið sig með mikl-
um ágætum í skóla lífsins.
Árið 1927 verða svo þáttaskil í
lífi Guðrúnar, en það ár giftist
hún eftirlifandi manni sínum,
Antoni Þorvarðarsyni frá Klauf í
V-Landeyjum. Hófu þau þá bú-
skap á Glæsistöðum og bjuggu þar
jafnan síðan eða í fimmtíu og tvö
og hálft ár. Þeim varð fjögurra
sona auðið, en þeir eru, Sigurður,
f. 1928, Guðmundur, f. 1929, Krist-
inn, f. 1930, og Ástþór, f. 1932. Alla
tíð bjuggu þau farsælum búskap á
Glæsistöðum, en framan af árum
var jörðin nokkuð erfið eins og
víða var vegna votlendis.
Það sem einkennt hefur Glæsi-
staðaheimilið alla tíð er snyrti-
mennska bæði utan bæjar o^
innan. Á heimilinu ríkti góður
andi enda sambúð hjónanna kær-
leiksrík alla tíð.
Mjög kært var alla tíð milli
Glæsistaðasystkinanna og sterk
bönd, tengdu þau saman. Guðrún
var mikil trúkona og öllum góð,
bæði mönnum og málleysingjum.
Hún kunni ógrynni af ljóðum,
meðal annars kunni hún Passíu-
sálma Hallgríms Péturssonar
utan bókar. Hún var heimakær og
vann sín störf af kærleiksríkri
fórnfýsi. Heimilið var alla tíð frá
unga aldri eitt í hennar huga. Hún
var föst fyrir í skoðunum en
tryggur vinur vina sinna. Mörg
síðustu árin átti hún við vanheilsu
að stríða, sem hún bar með stöku
þolgæði. Og nú er hún horfin
sjónum eftir langt og farsælt
starf. Hún lifði og hrærðist svo að
segja á sama stað alla ævi.
Hennar hlutverk var strit og hún
skilaði því með mikilli prýði.
Háöldruðum eiginmanni, sonum
og systkinum eru sendar samúð-
arkveðjur.
Guðrún var jarðsett frá Akur-
eyjarkirkju 2. febrúar s.l. að
viðstöddu fjölmenni.
Blessuð sé minning mætrar
konu.
Kunnugur.
Afmælis- og
minningargreuiar
ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og
með góðu línubili.