Morgunblaðið - 13.03.1980, Page 41

Morgunblaðið - 13.03.1980, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 41 fclk í fréttum + FYRIR nokkru fór hópur vest- rænna blaðamanna og japanskra á blaðamannafund inni í frum- skógum Kambódíu, til fundar við leiðtoga Rauðu knmeranna, Khieu Samphan og Ieng Sary. Fór fundurinn fram í bækistöð þeirra „einhvers staðar í frum- skóginum," en þar fara þeir huldu höfði í baráttunni gegn innrásarher Vietnama. Myndin er af Samphan. Er hún tekin af honum á þessum blaðamnna- fundi. Fundurinn var um áskor- un á Vesturlönd, einkum Banda- ríkin, um að koma Kambódíu- mönnum til hjálpar í baráttu þeirra gegn Vietnömum, sem ekki aðeins væru með hernaði sínum þar í landvinningastríði, heldur væri markmiðið einnig að þurrka út þjóðina. Hefðu Víet- namar frá því þeir réðust inn í landið fyrir tveimur árum drepið rúmlega 2 milljónir manna. „Við viljum reka óvinina af höndum okkar, verja land vort og þjóð,“ sagði Khieu Samphan. Hann er franskmenntaður maður með doktorsgráðu í hagfræði. Fór hann hörðum orðum um afskipti Rússa af málinu og stuðning þeirra við innrásarherinn og heimsvaldastefnu þeirra. þjóð- hetjunnar + MOUNTBATTEN lávarður, þjóðhetja Breta úr síðustu heimsstyrjöld lét eftir sig um 5 milljónir sterlingspunda (5 milljarða ísl. kr.), en hann var sem kunnugt er myrtur af hefndarverkamönnum ÍRA sem sprengdu skemmtibát hans i loft upp í ágústmánuði í fyrra. Að því er blaðafregnir frá London herma munu ekki verða gefnar nánari uppl. um dánarbú lávarðarins né held- ur um skiptingu þess. Slíkt hefur ekki verið venjan þegar um er að ræða nána ættingja brezku konungsfjölskyldunn- ar. Á þetta hafði Elizabeth drottning II. minnt skipta- ráðandann í London í sam- bandi við dánarbú þjóðhetj- unnar. Sérstök gull- medalía + Á VEGUM Bandaríkjaþings hefur verið slegin sérstök gull medalía í heiðursskyni við hinn fræga Vestrabíómynda- leikara John Wayne. Nánustu ættingjum hins látna var haldin veizla í þinghöilinni í Washington og afhenti hana í nafni Bandaríkjaþings fjár- málaráðherrann William Miller, en veizlustjórar voru hjónin John Warner öldunga- deildarþingmaður og kona hans, Elízabeth Tayior leik- kona. í gullmedalíuna er þetta grafið: „John Wayne Banda- ríkjamaður.“ Sjö börn hins látna voru við athöfnina og 20 af 21 barnabarni hans. ; i + KONAN á myndinni hér að ofan, Winifred Wagner, tengdadóttir tónskáldsins Richard Wagner, heilsar hér Adolf Hitler foringja Þriðja ríkisins. Þessi kona er nýlega látin 82 ára. Hún var reyndar fædd í Bretlandi, dóttir blaðamanns og sænskrar leik- konu. — Þau dóu er hún var 2ja ára. Þá fluttist hún til fósturforeldra sinna í Berlín. Hún lézt i heimabæ sinum Bayreuth. Þar er árlega hald- in mikil tónlistarhátíð Bay- reuth-hátiðin. — Hún missti eiginmann sinn árið 1930. Hann hafði verið stjórnandi listahátíðarinnar. Hún tók það að sér við fráíall hans og stjórnaði fram til ársins 1944. Bayreuth-hátíðina leyfðu Bandarikjamenn að yrði end- urvakin árið 1951, en með því skilyrði að frúin kæmi þar ekki nærri. Hún hafði þá 3 árum áður hlotið skilorðs- bundinn falgelsisdóm fyrir stuðning sinn við nazista- stjórnina. — Tók þá einn fjögurra sona hennar við stjórn tónlistarhátiðarinnar. — Hann dó árið 1966, en þá tók annar sonur gömlu kon- unnar við. — Heitir sá Wolf- gang og er hann enn forstöðu- maður Bayreuth-tónlistarhá- tiðarinnar. — Gamla konan dáði Hitler alla sina tið og staðfesti það í heimildarkvikmynd, sem gerð var í Þýzkalandi árið 1975, um Hitler. — Ég hef ætíð greint á milli þess Hitlers sem ég þekkti persónulega og þess sem heimurinn fordæmir nú. — Ég vildi ekki hafa farið þess á mis að kynnast honum, sagði hin látna tengdadóttir Richards Wagner, en Adolí Hitler dáði mjög verk hans öll. 40 ára afmæli Ey- firðingafélagsins Éitt elsta átthagafélag íslands, Eyfirðingafélagið í Reykjavík, heldur innan skamms hátíðlegt 40 ára af- mæli sitt en það var stofnað formlega 18. mars 1940 á fundi í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Stjórn félagsins hyggst halda afmælið hátíðlegt með myndarlegu afmælishófi í Súlnasal Hótel Sögu föstu- dagskvöldið 21. mars n.k. og verður það jafnfrmt árshátíð félagsins. Margir gestir _að norðan munu taka þátt í hófinu og um leið leggja sitt hvað af mörkum. Geysis- kvartettinn kemur frá Akur- eyri en hann skipa Aðalsteinn Jónsson, Guðmundur Þor- steinsson, Birgir Snæbjörns- son og Sigurður Svanbergsson. Undirleikari þeirra félaga er Jakob Tryggvason. Einn söng- félaganna sr. Birgir Snæ- björnsson mun flytja ræðu kvöldsins. Hljómsveit Ingi- mars Eydals kemur til Reykjavíkur til að leika fyrir dansinum en hana skipa, auk Ingimars, Finnur Eydal, Hel- ena Eyjólfsdóttir og fleiri hljóðfæraleikarar. Hófið mun hefjast kl 19, 21. mars n.k. en miðasala hefst í næstu viku. Núverandi formaður Eyfirð- ingafélagsins er Ásbjörn Magnússon en formaður kvennadeildar þess er Stein- unn Steinsen. VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstasöisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum fró klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið ó móti hvers kyns fyrirspurnum og óbendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sór viötalstíma þessa. Laugardaginn 15. marz, verða til viötals Magnús L. Sveinsson og Margrét S. Einarsdóttir, Magnús er í stjórn verkamannabústaða, atvinnumálanefnd, umhverfismálaráöi, framkvæmdaráði, stjórn Inn- kaupastofnunar og Sjúkrasamlagsstjórn. Margrét er í heilbrigöismálaráöi, jafnréttisnefnd, leikvalla- nefnd og þjóöhátíöarnefnd. Leiórétting á leiðbeiningum við útfyllingu skattframtals einstakiinga árið 1980. Kaflinn með fyrirsögninni „Söluhagnaöur eigna“ og með undirfyrirsögninni „Söluhagnaður lausafjár" sem birtur var: í Morgunblaöinu 28. febrúar 1980, bls. 27, 2. og 3. dálkur; í Tímanum 29. febrúar 1980, bls. 10, 1. og 2. dálkur; í Vísi 29. febrúar 1980, bls. 10, 1. og 2. dálkur; í Þjóðviljanum 29. febrúar 1980, bls. 10, 1. og 2. dálkur og í Dagblaðinu 6. mars 1980, bls. 21, 3. og 4. dálkur oröist svo: Hagnaður manns af sölu lausafjár (annars en hlutabréfa og eignarhluta í samlögum og sameignarfélögum) sem ekki er notaö í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi telst ekki til tekna enda geri seljandi líklegt aö sala þess falli ekki undir atvinnurekstur eöa sjálfstæða starfsemi hans eða að eignarinnar hafi ekki verið aflað í þeim tilgangi að selja hana aftur með hagnaði. Uppfylli framteljandi þessi skilyrði þarf hann ekki að reikna út söluhagnað af þessum eignum. Uppfylli framteljandi ekki framangreind skilyrði um skatt- frelsi söluhagnaöar telst söluhagnaðurinn að fullu til skattsskyldra tekna á söluári án tillits til verðbreytinga og skiptir þá eigi máli hve lengi maðurinn hefur átt hina seldu eign. Hagnaöur af sölu þessara eigna telst mismunur á söluverði þeirra annars vegar að frádregnum sölukostnaði og stofnveröi (kaupverði aö viöbættum endurbótum) þeirra hins vegar. Hagnaður af sölu hlutabréfa og eignarhluta í samlögum og sameignarfélögum er alltaf skattskyldur á söluári. Reykjavík, 10. mars 1980. Ríkisskattstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.