Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 39

Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 47 Þjóðatkvæðagreiðslan um kjarnorkuna í Svíþjóð: Svíar sögðu iá Stokkhólmi, 24. marz. „ÞETTA er sigur atvinnuöryggis og forðar Svíum frá efnahags- legu áfalli,“ sagði Olof Palme, leiðtogi Jafnaðarmanna, á fundi með fréttamönnum í nótt eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýtingu kjarnorku í landinu lágu fyrir. Svíar samþykktu nýtingu kjarnorkunnar. Tæplega 4,7 milljónir greiddu atkvæði og 2,72 milljónir, eða 58% greiddu atkvæði með valkostum 1 og 2 — sem gera ráð fyrir áframhaldandi nýtingu kjarnorku í landinu, eða 38,6%. Auðu skiluðu 3,3%. Alls voru 6,3 milljónir Svía á kjörskrá og kjörsókn var 74,3%, mun minni en í þingkosningunum i fyrra þegar kjörsókn var rétt um 90%. Palme hvetur til sátta — Ulla Lindström hættir stuðningi við jafnaðarmenn „Viðbrögð hér í Svíþjóð voru nokkuð misjöfn," sagði Haraldur Briem læknir í Stokkhólmi, í sam- tali við Mbl. „Thorbjörn Fálldin forsætisráðherra gaf nokkuð loðin svör í sjónvarpi í nótt. Hann sagðist myndu virða þessi úrslit og ítrekaði að hann myndi ekki segja af sér. En hann hafði fyrirvara um notkun kjarnorkuvera númer 11 og 12, sem nýlega hefur verið hafin bygging á. Hann sagði að ekki væri búið að ganga frá vandamálinu við úrgang úr kjarnorkuverunum, og eins væri ýmsum öryggisatriðum ósvarað. Hann hét að berjast áfram gegn kjarnorkunni í landinu. Það er ljóst að Fálldin er undir pressu frá eigin samstarfsmönnum í Mið- flokknum og vilja margir þeirra, að hann segi af sér. Fálldin ítrekaði, að taka yrði tillit til þess, að tæplega 40% þjóðarinnar hefðu greitt atkvæði gegn kjarnorkunni í landinu og ekki væri hægt að virða svo stóran hluta einskis. Lars Werner, leiðtogi kommúnista, sem ásamt Miðflokknum studdu nei- línuna, sagði að Fálldin yrði að segja af sér embætti. Olof Palme, leiðtogi jafnaðar- manna, sem ásamt frjálslyndum studdu tillögu 2 — það er nýtingu kjarnorkuveranna 12, sagði í nótt, að jafnaðarmenn yrðu nú að snúa bökum saman og grafa ágreinings- mál um nýtingu kjarnorkunnar. En þessi bón Palmes hlaut ekki alls itaðar jafn góðar undirtektir og pær raddir gerast æ háværari, sem segja að Jafnaðarmannaflokkurinn muni klofna vegna ágreiningsins um kjarnorkuna. Þannig sagði Ulla Lindström, kunnur sósíaldemó- krati, að hún myndi ekki styðja flokkinn framar. Það er ljóst að stór hluti . jafnaðarmanna hefur kosið nei- línuna svokölluðu. Boðar náið samstarf Ullsten og Palme sam- vinnu í framtíðinni? Gösta Bohman sagðist ánægður með úrslit atkvæðagreiðslunnar. Flokkur hans, Hægri flokkurinn, studdi tillögu 1, sem fékk 18,7% atkvæða. Það sem kann að hafa afleiðingar þegar framlíða stundir er, að þeir Olof Palme og Ola Ullsten, leiðtogi frjálslyndra tóku upp náið samstarf í kosningabar- áttunni. Þetta samstarf hefur orðið til þess, að miklar vangaveltur hafa verið um, að þessir flokkar muni taka upp samvinnu ef stjórnin springur. Þessu hafa þeir neitað, en menn hafa tekið því með nokkrum fyrirvara hér í Svíþjóð," sagði Haraldur Briem að lokum. Sænsku blöðin slógu úrslitum kosninganna upp á forsíðum í dag. Þeir Ola Ullsten og Gösta Bohman, samráðherrar Fálldins í sam- steypustjórn borgaraflokkanna í Svíþjóð, létu í ljós vonir um, að deilur um nýtingu kjarnorku í Svíþjóð væru nú á enda og að 12 kjarnorkuver yrðu nýtt. Já-línurnar svokölluðh — val- kostur 1 og 2, sem fengu samtals 58% atkvæða, — valkostur 1 fékk 18,7%, valkostur 2 39,3%, gera ráð fyrir nýtingu þeirra kjarnorkuvera, sem eru í notkun, tilbúin en hafa ekki hafið orkuvinnslu, og í bygg- ingu næstu 25 árin en málið verði þá skoðað í ljósi fenginnar reynslu. Hafi þá ekki fundist viðunandi lausnir við losun úrgangs og ýmis öryggisatriði, þá verði kjarnorku- verin tekin úr notkun. Sá munur var á þessum tveimur valkostum, að valkostur 2, sem jafnaðarmenn og frjálslyndir studdu, gerir ráð fyrir þjóðnýtingu þeirra kjarn- orkuvera sem eru í einkaeign en valkostur 1 ekki. Nei-línan, val- kostur 3, gerði hins vegar ráð fyrir, að þau 6 kjarnorkuver, sem þegar eru starfandi í Svíþjóð yrðu lögð niður eitt af öðru næstu 10 árin. Þau 6 kjarnorkuver, sem þegar eru tilbúin eða eru í byggingu, yrðu hins vegar aldrei nýtt. Svíar fá nú um 5% af heildarorku sinni úr þeim 6 kjarnorkuverum, sem þegar eru í notkun í landinu. Samkvæmt já-línunum er gert ráð fyrir, að á næstu árum fari fram umfangsmiklar rannsóknir á öðrum orkugjöfum, svo sem sólar- orku og vindorku. Svíar fá um 70% af orkuþörf sinni úr olíu nú. Fréttaskýrendur sammála um að deilur verði inn- an stjórnarinnar Fréttaskýrendur voru sammála um, að nú yrðu miklar og strangar samningaviðræður og deilur meðal stjórnarflokkanna að baki lokuðum dyrum til að móta stefnu stjórnar- innar í orkumálum. Útkoman úr þeim samningaviðræðum væri alls óljós því þó nei-línan hafi fengið minnihluta atkvæða — eða tæp 40%, þá sýnir hún mikla andstöðu við notkun kjarnorku. Einnig túlka margir það sigur fyrir Fálldin, að innan við 20% Svía studdu flokk hans í síðustu kosningum en fjórir af hverjum tíu Svíum styðja kjarn- orkustefnu hans. Það þykir benda til harðra átaka innan stjórnarinn- ar að Fálldin hefur heitið að berjast áfram gegn nýtingu kjarn- orku og þykir einsýnt að verulega reyni á þolrif stjórnarinnar í þessu máli. Það var einmitt ágreiningur um stefnuna í kjarnorkumálum, sem sundraði samstöðu flokkanna 1978 er slitnaði upp úr stjórnar- samvinnu þeirra. Skotinn í fótinn Genúa, 24. marz. AP. UNG kona skaut 44 ára gaml- an skattalagaprófessor í hægri fótinn á lóð Genúa-háskóla í dag. Fjórir karlmenn sem voru í fylgd með konunni héldu próf- essornum Gian Carlo Moretti meðan konan skaut að minnsta kosti fimm sinnum af dauða- færi. í Torino drápu þrír vopnaðir menn þrjá óeinkennisklædda lögreglumenn í strætisvagni í dag og komust undan með póstávísanir að verðmæti 10 milljónir líra. Hringt var í blaðið L’Unita og tilkynnt að þetta væri verk Rauðu herdeildanna. En yfir- völd létu í ljós efasemdir og sögðu að þetta gæti verið verk ótíndra glæpamanna. ERLENT L. ^ Veður Akureyri 0 alskýjað Amsterdam 9 skýjaö Aþena 19 heiöskýrt Barcelona 14 heióskýrt Berlín 8 skýjaó BrUssel 5 skýjaó Chicago 11 rigning Dublin 6 rígning Feneyjar 9 rigning Frankfurt 12 heióskýrt Genf 8 skýjað Helsinki -3 heiöskýrt Jerúsalem 25 skýjaö Jóhannesarborg 24 heiöskýrt Kaupmannahöfn 3 heiðskýrt Las Palmas 20 skýjað Lissabon 16 skýjaö London 11 rigning Los Angeles 20 skýjaó Madríd 12 heiðskýrt Mallorca 17 léttskýjaó Malaga 16skýjað Moskva -4 heiöskýrt New York 14 skýjaö Ósló 0 heióskýrt París 12 heiðekýrt Reykjavík 2 skýjaó Rio De Janeiro 39 heiöekýrt Rómaborg 9 rigning Stokkhólmur -1 léttskýjaó Tel Aviv 26 skýjað Tókýó 12 heióskýrt Vancouver 10 skýjaö Vínarborg 0 skýjað kosningamar: Tók stór hluti kjósenda ekki þátt? Varsjá, 24. marz. AP. PÓLVERJUM var á sunnu- dag stefnt 1 kjörklefana til að veita samþykki sitt við þingefni sem Kommúnista- flokkurinn hafði valið, en fregnir herma að stór hluti kjósenda hafi ekki tekið þátt í kosningunum eða greitt „mótmælaatkvæði“. Miklu fleiri kjósendur fóru með kjörseðla sína inn í tjald til að merkja þá en áður, og þykir það benda til að kjós- endur hafi strikað út nöfn eða breytt röð á seðlinum. Stefan Wyszynski kardin- áli, æðsti maður kaþólsku kirkjunnar í Póllandi, og flestir biskupar og klerkar landsins tóku ekki þátt í kosningunum, að sögn heim- ilda úr röðum andófsmanna. Sýnt var þó í pólska sjón- varpinu er Varsjárbiskup, Jerzy Modzelewski, stakk at- kvæði sínu í kjörkassa. Bretar taka upp veiðileyfi BREZKA stjórnin hefur ákveð- ið að frá og með 7. apríl næstkomandi verði öll fiskiskip lengri en 40 fet að hafa leyfi til þorsk-, ýsu-, lýsu-, skarkola- og þykkvalúruveiða í efnahagslög- sögunni við vestur- og suður- strendur Bretlandseyja. Engar hömlur verða á leyfis- veitingum, og ekki verða settar aflatakmarkanir. En verði veiði hverrar fisktegundar umfrai það sem reiknað hefur veri með, áskilur sj ávarútvegsráði neytið sér rétt til að stöðva veii á einstökum fisktegundum. Herma fregnir að þetta ný. fyrirkomulag auðveldi allt efti lit með veiðum. Einnig að hæt an á leyfissviptingu muni letj skipstjóra til veiðibrota. Skáldverk Krlstmanns Guömundssonar Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildís Ströndin blá Fjalliö helga Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna Krittmann Guömundtton Einn af víölesnustu höfundum landsins. Nokkrar af bókum hans hafa veriö þýddar aö minnsta kostl 4 36 tungumál. Almenna Bókafélagið, Autfuritrnfi 18, Sktmmuvegur tfmi 19707 tími 73055

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.